Morgunblaðið - 10.11.2005, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2005 33
MINNINGAR
þegar Árni réðst til starfa við skólann.
Á þeim tíma var hann að breyta um
starfsvettvang, hætta störfum sem
iðnaðarmaður og snúa sér alfarið að
söng og söngkennslu, sem hafði verið
áhugamál hans um langa hríð. Þrátt
fyrir að nokkur aldursmunur væri á
okkur náðum við vel saman og sátum
oft og spjölluðum um heima og geima
á kennarastofunni við Austurgötuna.
Á þeim tíma sem Árni kenndi við
skólann stóðu kennarar hans fyrir
nokkrum kennaratónleikum, m.a. í
tengslum við 30 og 40 ára afmæli skól-
ans, og var Árni jafnan í hópi þeirra
sem glaðir tóku þátt í þeim verkefn-
um. Hann var duglegur, jákvæður og
áhugasamur kennari sem vildi nem-
endum sínum og skólanum vel. Fyrir
það erum við Suðurnesjamenn þakk-
látir.
Um leið og ég bið Guð að blessa
minningu Árna Sighvatssonar votta
ég fjölskyldu hans mína dýpstu sam-
úð.
Kjartan Már Kjartansson,
fv. skólastjóri Tónlistarskólans í
Keflavík.
Það er ekki allt í árum talið þegar
litið er um öxl. Fá ár geta haft mikla
þýðingu en þannig talaði Árni oft um
okkar samstarf. Við kynntumst í Ár-
nesingakórnum þar sem hann hafði
sungið um árabil en ég hafði verið
beðinn að taka að mér meðleik í tilfall-
andi verkefnum. Þannig hófst okkar
ágæti vinskapur sem var upphafið að
skemmtilegum tímum á næstu árum.
Um vorið árið 2000 varpaði Árni fram
þeirri hugmynd að gaman væri að
gera geisladisk með ýmsum lögum
sem voru honum kær og hann hafði
sungið svo oft. Til að hafa eitthvað í
hendi gerði Árni lista yfir þau lög sem
til greina komu og þá kom í ljós að
hægt var að búa til heilan geisladisk
eingöngu með sönglögum eftir Sig-
valda Kaldalóns. Diskurinn varð að
veruleika og fórum við í fjölmargar
tónleikaferðir en á sumartónleikum
árið 2001 í Árbæjarsafni náðist
ógleymanleg stemming og eins í
Gerðubergi þá um haustið. Á Þorra
árið 2002 var okkur svo boðið í ís-
lenska sendiráðið í Washington D.C.
til að flytja Kaldalóns-lögin og var
Árna hrósað óspart fyrir næmi og
skýrleika í framburði.
Síðustu 3 ár varði Árni sífellt meiri
tíma í að mála myndir og hélt nokkrar
sýningar en einkasýning sem hann
hélt í Þrastarlundi í Grímsnesi sum-
arið 2004 þótti sérlega heilsteypt og
viðamikil.
Verkin voru af ýmsum toga, mest
landslagverk en þó einnig nokkrar
fantasíur, sem hann kallaði. Árni var
sérlega léttur í lund og var gott að
vinna með honum. Áratuga reynsla
hans á sviði Þjóðleikshússins nýttist
honum vel auk þess sem hann var haf-
sjór af fróðleik og skemmtilegum sög-
um af ýmsu tagi. Ég er þakklátur fyr-
ir þann tíma sem við unnum saman en
sendi fjölskyldu og vinum samúðar-
kveðjur.
Jón Sigurðsson.
Yfir tónanna haf inn í ljósvakans lönd
sál mín líður í draumþrá í kvöld,
þar sem sóldansinn stígur með hörpur í
hönd
undir hvolfsölum ljósálfafjöld.
(Guðmundur Guðmundsson.)
Árni Sighvatsson var góður félagi í
Árnesingakórnum í Reykjavík í mörg
ár.
Hann hafði fallega rödd og söng
stundum einsöng með kórnum og
einnig tók hann að sér raddþjálfun
þegar á þurfti að halda. Það er dýr-
mætt fyrir kór að hafa slíkt hæfileika-
fólk í sínum röðum.
Hann Árni varð aldrei gamall.
Hann var ungur, hress og kvikur í
spori þótt árin færðust yfir. Með blik í
auga og bros á vör mætti hann á kór-
æfingar og sporléttur hefur hann
gengið inn um Gullna hliðið þar sem
hann syngur nú með herskörum him-
insins.
Við kveðjum Árna með söknuði og
þökkum fyrir að hafa átt samleið með
honum um stund.
Fjölskyldu hans sendum við inni-
legar samúðarkveðjur.
Félagar í Árnesingakórnum í
Reykjavík.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
ÞORFINNUR BJARNASON
fyrrv. sveitastjóri
á Skagaströnd,
sem lést sunnudaginn 6. nóvember sl., verður
jarðsunginn frá Grensáskirkju föstudaginn
11. nóvember kl. 13.00.
Hulda Pálsdóttir,
Ingþór Þorfinnsson,
Ingibjörg Þorfinnsdóttir, Guðmundur Þorbjörnsson,
Þorfinnur Björnsson,
Elías Ingþórsson,
Erla Svanhvít Guðmundsdóttir,
Daníel Guðmundsson.
Eiginmaður minn, sonur, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
GUÐNI JÓNSSON,
Kjalarlandi 29,
Reykjavík,
Lést á Landspítalanum við Hringbraut mánudaginn
7. nóvember
Útför hans fer fram frá Langholtskirkju föstu-
daginn 11. nóvember kl. 13:00
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast
hans, er bent á Krabbameinsfélag Íslands.
Sólrún B. Kristinsdóttir,
Sigrún Guðmundsdóttir,
Jón Guðnason,
Elín Ragnheiður Guðnadóttir, Dominic Scott,
Sigrún Guðnadóttir, Garðar Hólm Kjartansson,
Kristinn Guðnason,
Emma Kolbrún Garðarsdóttir.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ODDNÝ ÓLAFSDÓTTIR
kjólameistari,
frá Látrum í Aðalvík,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Eir fimmtudaginn
27. október sl., verður jarðsungin frá Hallgríms-
kirkju í dag, fimmtudaginn 10. nóvember,
kl. 15:00.
Guðbjörg Björnsdóttir,
Arndís H. Björnsdóttir,
Jóhanna G. Björnsdóttir, Tryggvi Eyvindsson,
Hildur Björnsdóttir,
Ólöf S. Björnsdóttir, Magnús Kristmannsson,
Arinbjörn Björnsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
ÓLI SVEINBJÖRN JÚLÍUSSON,
verður jarðsunginn frá Hafnarkirkju, Höfn í Horna-
firði, laugardaginn 12. nóvember og hefst at-
höfnin kl. 14.00.
Svanhildur Ó. Eggertsdóttir,
Þóra Sveinbjörnsdóttir, John F. Thompson,
Sólveig Sveinbjörnsdóttir, Steinþór Hafsteinsson,
Ástríður Sveinbjörnsdóttir, Stefán P. Ólafsson,
Bryndís Sveinbjörnsdóttir, Grímur Ó. Eiríksson,
Maren Sveinbjörnsdóttir, Sveinn H. Sveinsson,
Haukur Sveinbjörnsson, Ásdís Ólafsdóttir,
Sigrún Sveinbjörnsdóttir, Snorri Aðalsteinsson,
Ólafur Gísli Sveinbjörnsson, Hrönn Ingólfsdóttir,
Steinunn Óladóttir, Sigurður Halldórsson,
afa- og langafabörn.
Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
STEINGERÐAR JÓHANNSDÓTTUR
frá Brekku,
Vestmannaeyjum.
Marý Kristín Coiner, Stein Ingólf Henriksen,
Ágúst Vilhelm Steinson, Arna Ágústsdóttir,
Ómar Steinson, Arndís María Kjartansdóttir,
Óðinn Steinson, Steinunn Jónatansdóttir
og barnabarnabörn.
Innilegustu þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför
BRAGA ÓLAFSSONAR THORODDSENS,
Aðalstræti 78,
Patreksfirði.
Þórdís Haraldsdóttir
og fjölskylda.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
ÁSGERÐUR THEODÓRA JÓNSDÓTTIR,
Hrísholti 12,
Selfossi,
sem lést mánudaginn 31. október, verður jarð-
sungin frá Selfosskirkju laugardaginn 12. nóv-
ember kl. 13:30.
Blóm og kransar afþakkaðir, en bent er á líknarstofnanir.
Gunnlaugur Briem Vilhjálmsson,
Kolbrún Svavarsdóttir, Heiðar Bjarndal Jónsson,
Erla Gunnlaugsdóttir, Þórhallur Bjarnason,
Unnur Gunnlaugsdóttir, Sigurður Birgir Guðmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
GUÐNI ÓLAFSSON,
Lautasmára 1,
Kópavogi,
áður bóndi á Þórisstöðum,
Svínadal,
lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðjudaginn
1. nóvember.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra.
Ruth Anna Ólafsson,
Þuríður Guðnadóttir,
Birgitta Guðnadóttir, Þórarinn Þórarinsson,
Guðný Guðnadóttir,
Þórir Guðnason, Barbara G. Davis,
Egill Guðnason, Anna Arnardóttir,
barnabörn og langafabörn.
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
JÓNA MARGRÉT TÓMASDÓTTIR,
Vesturgötu 7,
Reykjavík,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Víðinesi miðviku-
daginn 9. nóvember
Tómas Guðmundsson, Sigurbjörg Ásta Magnúsdóttir,
Margrét Guðmundsdóttir, Sigurður Skúlason,
Sigurður Guðmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu
vegna andláts og útfarar hjartkærrar móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
ÞÓRU BIRNU BRYNJÓLFSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir eru til starfsfólks Hrafnistu
Hafnarfirði fyrir góða umönnun.
Magnús Gústafsson, Edda Birna Gústafsson,
Birna Magnúsdóttir,
Björn Magnússon, Dagbjört Ósk Steindórsdóttir,
Einar Magnússon, Áslaug Jónsdóttir,
Jórunn María Magnúsdóttir, Haukur Bragason,
Baldur Dan Alfreðsson,
Þórir Dan Viðarsson, Jóhanna Stella Baldvinsdóttir
og barnabarnabörn.