Morgunblaðið - 10.11.2005, Side 44

Morgunblaðið - 10.11.2005, Side 44
44 FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Enn eitt snilldarverkið frá Tim Burton (“Charlie and the ChocolateFactory”). Með hinum eina sanna Johnny Depp. Ein frumlegasta mynd ársins. S.V. / MBL DV hörku spennumynd frá leikstjóra 2 fast 2 furious og boyz´n the hood Þeir voru leiddir í gildru... nú þarf einhver að gjalda! Spenntu beltin og undirbúðu þig undir háspennumynd ársins með Óskarsverðlaunahafanum Jodie Foster. „Meistaraverk!” - San Fran Chronicle „Fullkomin!“ - The New Yorkera „Langbesta mynd ársins!“ - Slate Mörgæsamyndin sem er að slá í gegn um allan heim og mun heilla alla Íslendinga upp úr skónum. Four brothers b.i. 16 ára kl. 10 Corpse Bride kl. 8 - 10 TOPPMYNDIN Á ÍSLANDI 2 VIKUR Í RÖÐ M.M.J. / Kvikmyndir.com Kvikmyndir.is  Roger Ebert S.V. / MBL  „Hreint listaverk!“ - Fréttablaðið OKTÓBERBÍÓFEST Guy X • Sýnd kl. 5.50 DIG! • Sýnd kl. 6 La Marche De L´empereur • Sýnd kl. 6 og 8 Drabet • Sýnd kl. 8 Rize • Sýnd kl. 8 Frozen Land • Sýnd kl. 10 The Merchant of Venice • Sýnd kl. 10 26. október - 14. nóvember ÞAÐ VORU fótafimir einstaklingar á öllum aldri sem sýndu listir sínar á danskvöldi Unglistar síðastliðið þriðjudagskvöld í Tjarnarbíói. Viðburðurinn bar yfirskriftina Urban Dance Night en þar gaf að líta það heitasta í íslenskri dansmenningu, að sögn að- standenda sýningarinnar. Meðal þeirra danstegunda sem sýndar voru má nefna hip- hop, Jamaican rythm, freestyle, newstyle, house, locking, popping og margt fleira. Unglist, listahátíð ungs fólks, stendur nú sem hæst, en henni lýkur á laugardaginn kemur. Dans | Unglist í fullum gangi Dansinn dunaði Morgunblaðið/Ómar BORÐSPILIÐ Óþelló hefur verið spilað víða um heim síðan í byrjun áttunda áratugarins. Í dag hefst 29. heimsmeist- aramótið í spilinu sem að þessu sinni verður haldið hér á landi, nánar tiltekið á Hótel Loftleiðum. Alls eru keppendur um 70 manns frá 25 löndum, þar af fjórir frá Ís- landi. Mótið er styrkt af Anjar Co., heimsrétthafa Óþelló, Mega- House, útgefanda Óþelló í Japan, og Ísöld ehf., útgefanda Óþelló á Íslandi. Meðal þeirra sem etja kappi í Óþelló er Bandaríkjamaðurinn Ben Seeley, heimsmeistari und- anfarinna tveggja ára. „Ég byrjaði að spila Óþelló fyrir sjö árum,“ sagði heimsmeistarinn Seeley í samtali við Morgunblaðið. „Ég fékk borðspilið að gjöf og heillaðist samstundis af leiknum vegna þess hve einfaldur og marg- slunginn hann er í senn.“ Útbreiðsla Óþellós fékk byr undir báða vængi með tilkomu netsins en hægt er að leika leikinn hvar sem er í heiminum með að- stoð þess. Seeley segist frekar vilja leika leikinn með borðspili en á netinu þótt hann hafi oft æft sig með að- stoð veraldarvefjarins. „Ég notast við netið þegar eng- inn í kringum mig nennir lengur að spila við mig,“ sagði hann. Aðspurður sagðist Seeley ætla að reyna að verja heimsmeist- aratitilinn í vikunni en hann viti af erfiðum andstæðingi sem er Jap- ani sem einnig er þátttakandi. Að sögn Björns Birgissonar hjá Ísöld hafa aldrei fleiri keppendur tekið þátt í heimsmeistarakeppn- inni í Óþelló en í ár og sagði hann eina af ástæðunum vera áhuga keppenda á að sækja Ísland heim. Komið á íslensku „Óþelló er þó tiltölulega nýtt hér á landi en spilið kom í fyrsta sinn út með íslenskum leiðbein- ingum fyrir síðustu jól,“ sagði Björn. Óþelló er upprunalega enskt spil frá lokum 19. aldarinnar. Þá hét það reyndar Reversi og var leikið með nokkuð öðrum reglum en nú þekkjast. Þeir Lewis Wat- erman og John Mollet fullyrtu hvor um sig að þeir væru höf- undar spilsins og ásökuðu hvor annan um að stela hugmyndinni en aldrei fékkst úr því skorið hvor þeirra hafði rétt fyrir sér. Þær getgátur hafa verið á lofti að spilið Spil | Heimsmeistaramótið í Óþelló Flókið í ein- faldleika sínum Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.