Morgunblaðið - 14.12.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.12.2005, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR F í t o n / S Í A F I 0 1 4 9 1 5 SUMARLJÓS OG SVO KEMUR NÓTTIN EFTIR JÓN KALMAN STEFÁNSSON 5-STJÖRNUBÓK „... HRÍFANDI FYNDIN ... SUMARLJÓS OG SVO KEMUR NÓTTIN ER FRÁBÆRLEGA VEL STÍLUÐ BÓK. ... ÞVÍ SKÁLD ER JÓN KALMAN, GLIMRANDI SKÁLD.“ - Páll Baldvin Baldvinsson, DV SKARPHÉÐINN Þórisson ríkislög- maður var ekki beðinn um að veita lögfræðilegt álit varðandi starfslok Valgerðar H. Bjarnadóttur, fyrrver- andi framkvæmdastjóra Jafnréttis- stofu, en Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að Árni Magnússon fé- lagsmálaráðherra hefði 21. júlí 2003 knúið Valgerði til að láta af störfum. Ríkislögmaður fékk fyrst beiðni um að gefa lögfræðilegt álit í málinu 16. mars 2004 í bréfi sem félagsmála- ráðuneytið sendi embættinu. Þar er þess farið á leit við embætti ríkislög- manns að embættið léti félagsmála- ráðuneytinu í té lögfræðilegt álit á starfslokum fyrrum framkvæmda- stjóra Jafnréttisstofu. Þetta er 8 mán- uðum eftir að Valgerður hætti. Embætti ríkislögmanns sendi fé- lagsmálaráðuneytinu 30. apríl 2004 minnisblað þar sem fyrirspurnum ráðuneytisins í bréfinu frá 16. mars 2004 er svarað. Niðurstaða ríkislögmanns í því bréfi er svohljóðandi: „Embætti rík- islögmanns fær ekki séð að félags- málaráðuneytið hafi brotið á rétti Val- gerðar H. Bjarnadóttur varðandi starfslok hennar hjá Jafnréttisstofu. Ríkislögmaður lítur svo á, að fram- kvæmdastjóri hafi sjálfur beðist lausnar á eigin forsendum, án þess að vera beittur ómálefnalegum þrýstingi af hálfu félagsmálaráðuneytisins. Ríkislögmaður lítur jafnframt svo á, að framkvæmdastjórinn hafi beðist lausnar á grundvelli 1. mgr. 37. gr. laga nr. 70/1996 og eigi ekki frekari rétt á launum/bótum úr hendi ríkis- sjóðs vegna starfsloka sinna.“ Hjálmar Árnason, þingflokksfor- maður Framsóknarflokksins, sagði á Alþingi 9. desember síðastliðinn: „Ráðherra varð að bregðast við með einhverjum hætti. Það hefur komið fram að hæstvirtur ráðherra hafði fullt samráð og fór að ráðleggingum ríkislögmanns.“ Í yfirlýsingu félagsmálaráðherra vegna dómsins þar sem Valgerði voru dæmdar 6 milljónir í bætur sagði: „Ég hafði vænst þess að niðurstaða Héraðsdóms yrði staðfest en þar var íslenska ríkið sýknað af kröfum Val- gerðar og ekki talið að brotinn hefði verið á henni réttur að neinu leyti. Það var einnig mat ríkislögmanns og annarra lögfræðilegra ráðgjafa sem ég leitaði til við meðferð málsins.“ Ríkislögmaður veitti ekki álit við starfslok Valgerðar Eftir Sigurhönnu Kristinsdóttur sigurhanna@mbl.is TENGLAR .............................................. Meira á mbl.is/ítarefni „VIÐ erum jákvæðir gagnvart allri umræðu um framtíð Örfiriseyjar. Því fyrr því betra er að þessi um- ræða fari fram þannig að menn hafi meiri tíma til þess að vinna að fyrirhuguðum breytingum ef það verður niðurstaðan,“ segir Gunnar Karl Guðmundsson, forstjóri Skeljungs hf. Samkvæmt upplýs- ingum blaðamanns hefur starfs- hópur á vegum Reykjavíkurborg- ar, undir forystu Árna Þórs Sigurðssonar borgarfulltrúa boðað forsvarsmenn Skeljungs og Olíu- dreifingar ehf., sem dreifir olíu fyrir Essó og Olís, á sinn fund nk. föstudag til þess að fara yfir mál- efni olíubirgðastöðvarinnar í Örfir- isey. Segist Gunnar Karl fagna því að starfshópurinn hafi verið settur saman og að forsvarsmenn Skelj- ungs fái tækifæri til þess að koma sjónarmiðum sínum á framfæri við hópinn. „Við höfum verið mjög jákvæð fyrir því að flytja hluta af okkar birgðum yfir í Helguvík, þ.e. þær birgðar sem snúa að þotueldsneyt- inu, og reyna þannig að dreifa áhættunni jafnframt því að minnka flutninga,“ segir Gunnar Karl, en áætla má að um þriðjungur elds- neytisbirgða félagsins í Örfirisey sé flugvélaeldsneyti. Örfirisey enn sem komið er ákjósanlegasti staðurinn „Í mínum huga er Örfirisey ákjósanlegasti staðurinn fyrir olíu- birgðastöð, bæði m.t.t. öryggis- sjónarmiða og vegna nálægðar við stærsta markaðinn sem þýðir að flutningsleiðir eru sem stystar, en í því felst mikið öryggi,“ segir Hörður Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Olíudreifingar ehf., og tekur fram að enn hafi ekki verið bent á annan betri stað fyrir olíubirgðastöðvar, en að menn séu vissulega opnir fyrir öllum mögu- leikum finnist betri staðsetning. Aðspurður segir Hörður að ekki hafi enn verið kannað hver kostn- aður gæti orðið við flutning olíu- birgðastöðvarinnar úr Örfirisey. Segir hann kostnaðartölur ráðast af því hvert farið yrði og þar sem það liggi ekki á borðinu sé ekki hægt að svara því. Aðspurður segir Hörður það glórulausa framkvæmd að flytja olíubirgðastöðina eins og hún leggur sig til Helguvíkur. Bendir hann á að við núverandi aðstæður sé verið að keyra um 10% af birgðum félagsins frá Örfirisey til Keflavíkur, í formi þotueldsneytis, en færist birgðastöðin öll til Helguvíkur myndu hlutföllin snú- ast við, þar sem verið væri að flytja 90% af eldsneytisbirgðum, þ.e. bensín og olíu, eftir Reykja- nesbrautinni til Reykjavíkur. „Það má ekki gleyma því að aðalbens- ínnotkunin er hér á höfuðborg- arsvæðinu.“ Viðræður milli Reykjavíkurborgar og olíufélaganna um olíubirgða- stöðina í Örfirisey eru fyrirhugaðar í lok þessarar viku Morgunblaðið/Ásdís Olíuflutningar um Reykjanesbraut munu aukast verði birgðastöðin flutt til Helguvíkur. Olíufélögin opin fyrir nýrri staðsetningu TILLAGA um breytingar á geymslumálum olíu í Reykjavík og flutningi á eldsneyti í gegnum borgina er nú til meðferðar í Umhverfisráði Reykjavíkur. Á fundi ráðsins 21. nóvember lagði Kjartan Magn- ússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, fram tillögu þess efnis að Reykjavíkurborg efndi til „viðræðna við olíufélögin með það að leiðarljósi að tryggja fyllsta ör- yggi í umræddum eldsneytisflutningum. Kannað verði í góðu samráði við olíufélögin hvort unnt sé að minnka þessa flutninga og koma því við að meginbirgðastöð fyrir eldsneyti verði sem næst þeim stað, þar sem notk- unin er mest,“ eins og segir í tillögu Kjartans sem bíður afgreiðslu. Þremur vikum fyrr höfðu borgarfulltrúar Sjálfstæð- isflokksins lagt fram tvær fyrirspurnir í Umhverf- isráði, annars vegar hvort eldsneytisflutningar hefðu aukist um götur borgarinnar og hins vegar hvort lokun olíubirgðastöðvar í Hafnarfirði, þar sem mikið magn þotueldsneytis var geymt, hefði aukið flutning þotu- eldsneytis gegnum Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum frá Lúðvíki E. Gústafssyni, deildarstjóra mengunarvarna Reykjavíkurborgar, leit- aði Umhverfissvið svara hjá olíufélögunum. Hjá Olíu- dreifingu ehf. fengust þau svör að ferðum með elds- neyti hefði fjölgað um 30% eftir 1. júlí, sem rekja mætti til litabreytinga dísilolíu. Hins vegar væri ekki um magnaukningu að ræða. Samkvæmt upplýsingum frá Skeljungi hf. hefur ferðum með dísilolíu aukist um 20% hjá þeim. Hvað þotueldsneyti varðar fengust þau svör frá Skeljungi hf. að ekki væri um neina aukningu á elds- neytisflutningi í gegnum borgina að ræða þar sem fyr- irtækið hafi alltaf geymt þotueldsneyti sitt í Örfirisey. Eftir að olíubirgðastöðin í Hafnarfirði var lögð niður hafa flutningar á þotueldsneyti frá Örfirisey á vegum Olíudreifingar ehf. aukist um 30%. Ferðum með olíu fjölgaði um 20–30% HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur sýknaði í gær fyrrverandi og nú- verandi ritstjóra DV af miskabóta- kröfu Ástþórs Magnússonar vegna meiðyrða. Þeir Illugi Jökulsson, fyrrum ritstjóri, og Mikael Torfa- son, núverandi ritstjóri, voru hins vegar dæmdir til að greiða hvor um sig 50 þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs. Jafnframt greiða þeir 200 þúsund í málskostnað til Ást- þórs. Blaðamaður og 365 prent- miðlar voru sýknaðir af öllum kröfum Ástþórs. Málskostnaður milli blaða- manns, 365 prentmiðla og Ástþórs Magnússonar fellur niður en eft- irgreind ummæli voru dæmd ómerk: „Börn látin skrifa undir vafa- samt plagg – Ástþór notar börn til að ná völdum.“ Í niðurstöðu dómsins um þessi ummæli segir að þau séu fyrirsögn í blaðagrein, sem byggist á frásögn móður eins þeirra einstaklinga, sem skrifuðu undir fundargerð Lýðræðishreyf- ingarinnar, dags. 19. maí 2004. Engin tilraun hafi verið gerð til þess af hálfu DV að sanna að þeir sem skrifuðu undir umrædda fundargerð hafi verið börn. Var fallist á það með Ástþóri að um- mælin fælu í sér áburð um óheið- arleika og væru þannig meiðandi fyrir hann. Væru ummælin ósæmileg og rakalaus og bæri að ómerkja þau með vísan til 241. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/ 1940. Meiðandi ummæli fyrir Ástþór Einnig voru dæmd ómerk um- mælin: „Ástþór mun vera fasta- kúnni á barnum.“ Taldi dómurinn að ummælin fælu í sér neikvæða merkingu og hugtakið að vera fastakúnni á bar tengdist í huga almennings ofneyslu áfengis. Í því ljósi var fallast á með Ástþóri, að ummælin væru meiðandi og sett fram án tilefnis, og bæri að ómerkja þau. Sigríður Ólafsdóttir héraðsdóm- ari dæmdi málið. Hilmar Ingi- mundarson hrl. flutti málið fyrir Ástþór og Einar Þór Sverrisson hrl. fyrir stefndu. Ástþór Magnússon hefur ákveð- ið að áfrýja málinu til Hæstarétt- ar. DV sektað fyrir um- mæli en sýknað af miska- bótakröfu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.