Morgunblaðið - 14.12.2005, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.12.2005, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT MARGIR Ástralar eru slegnir óhug vegna óeirða sem hafa orðið síðustu daga í stærstu borg landsins, Sydn- ey, milli hópa ungra manna, annars vegar innfæddra og hins vegar inn- flytjenda frá Mið-Austurlöndum. Stjórnvöld forðast eftir mætti að tala um kynþáttaóeirðir í þessu sam- bandi og feta þar í fótspor ráða- manna í Frakklandi sem segja átök- in þar ekki hafa snúist um kynþáttahatur eða deilur milli trú- flokka. Morgunblaðið ræddi í gær við Auði Aðalsteinsdóttur sem hefur undanfarið hálft ár búið með íslensk- um eiginmanni sínum og barni í há- skólaborginni Wollongong, skammt sunnan við Sydney. Hún segir að átökin síðustu daga hafi verið milli gengja sem noti farsímana til að skipuleggja aðgerðir sínar og hóti stöðugt hefndum. „Mestu lætin hafa verið í úthverfi sem heitir Cronulla en það er mitt á milli miðborgar Sydney og Wollon- gong þar sem við búum. Fólk er sleg- ið og finnst eins og þetta geti ekki gerst í samfélaginu hérna, sé ekki í takti við það,“ sagði Auður. „En mér virðist að hér hafi kraumað undir niðri lengi þó að fólk hafi forðast að ræða þessi mál. Fólk er hrætt. Ég heyrði til dæmis að aflýst hefði verið fjölskylduhátíð sem haldin er reglulega á ströndinni en nú þorir fólk ekki að hittast þar. Venjulega getur maður gengið um göturnar án þess að óttast mikið glæpamenn en nýlega var ráðist á mann sem var að fara út með ruslið. Það fylgdi sögunni að árás- armennirnir hefðu verið með útlit Mið-Austurlandamanna. Þannig frásagnir ýta undir hræðsluna og tortryggnina. Sumir af þeim sem ráðast á Mið-Austurlanda- fólk segja að þeir séu sjálfir raun- verulegir Ástralar en hinir ekki. Nýlega voru sett lög gegn hryðju- verkum og handtökur nokkurra manna sem grunaðir eru um að hafa verið að undirbúa slík verk hafa vak- ið miklar umræður. Múslímum finnst sem þeir séu lagðir í einelti. Leiðtogar samfélags þeirra hér kvarta undan þessu og það er mikið rætt við þá í fjölmiðlum.“ Auður segist ekki hafa á tilfinn- ingunni að múslímarnir safnist sam- an í ákveðnum hverfum í Ástralíu eins og algengt er í Evrópu. „Margar Mið-Austurlandakonur ganga með hefðbundna höfuðklúta sína á al- mannafæri en ein þeirra segist ekki lengur þora að fara í vinnuna af ótta við árásir,“ sagði Auður Aðalsteins- dóttir í Wollongong. AP Maður reynir að slá lögreglumann með bjórflösku í Sydney. „Hefur lengi kraumað undir niðri“ Auður Aðalsteins- dóttir Salam Pax er dulnefni, ekki satt? Hvað heitir maðurinn í raun og veru? Hver er Salam Pax? Salam Pax er alter ego 32 ára gamals Íraka sem lenti í þeirri óþægilegu stöðu að vestrænir fjöl- miðlar tilnefndu hann rödd írösku þjóðarinnar í aðdraganda innrásar Bandaríkjamanna 2003. Blogg þitt á netinu varð mjög umtalað haustið 2002 og 2003, var það alltaf meining þín eða kom þér það í opna skjöldu er þú skyndilega varst orðinn fræg- ur? Nei, ég var einfaldlega að skrifa vini mínum bréf og leita að vett- vangi til að geta tjáð hug minn. Þegar þú situr fyrir framan tölvu- skjá í Bagdad ertu ekki að hugsa um frægð og frama, það eina sem þú hugsar um er hvort leyni- lögregla Saddams sé að lesa blogg- ið þitt. Síðan þetta var hefur þú gert heimildarmyndir um Írak fyrir breska sjónvarpið og ferðast til Bandaríkjanna til að skrifa um forsetakosningarnar þar fyrir The Guardian. Hversu mjög hef- ur líf þitt tekið stakkaskiptum á undanliðnum árum? Líf mitt hefur tekið algerum stakkaskiptum. Ég trúi því núna að rödd ein- staklingsins geti skipt máli, ég trúi á mátt netsins til að færa fólk nær hvert öðru. Áður leit ég á það sem oflofað uppflettisafn. Að hve miklu leyti hafa þessar breytingar sem þú talar um orðið vegna brotthvarfs ríkisstjórnar Saddams Hussein? Þú varst auðvitað enginn aðdáandi Saddams en hverjar eru tilfinningar þín- ar til hans núna? Ég tala við þig núna án þess að óttast það að vera úthrópaður föðurlandssvikari. Saddam ákvað upp á sitt einsdæmi að við skyldum vera einangruð, það var bannað að eiga samskipti við umheiminn. Að dyrnar til umheimsins standi nú opnar; það er einn af allra bestu þáttum hins nýja Íraks. Hvaða tilfinningar bera Írakar al- mennt til Saddams í dag? Ég myndi segja að þeir væru fyrst og fremst reiðir í hans garð, einkum vegna þess hvernig hann hagar sér í réttarsalnum þessa dagana. Á hinn bóginn er það al- gerlega óborganleg sjón að sjá Saddam á bak við lás og slá. En þó að Saddam sé farinn frá völdum er útilokað að mála fagra mynd af stöðu mála í Írak. Hversu slæmt er ástandið? Og hversu vongóður ertu um að það verði brátt betra? Svarið við þessum spurningum ræðst af því hvar í Írak þú ert. Íbúar í norður- og suðurhluta landsins búa við tiltölulega gott ástand. Það ríkir hins vegar algert brjálæði í Bagdad. En maður verð- ur að halda í vonina um að hlut- irnir fari að batna. Núna standa kosningar fyrir dyrum, fólk vill gjarnan trúa því að þær verði til að ástandið batni. Hvaða tilfinningar bærast al- mennt með fólki í dag vegna innrásar Bandaríkjamanna? Þessu er vandsvarað. Við hefð- um aldrei losnað við Baathista- stjórnina án íhlutunar erlendra afla en Bandaríkjamenn hafa gert svo mörg mistök og tekið svo ótal margar rangar ákvarðanir síðan þeir komu hingað. Sumt af því er ekki hægt að fyrirgefa þeim. Íraskur almenningur treystir ekki bandarískum hermönnum hérna lengur. Munu kosningarnar breyta nokkru, tekur til dæm- is ný ríkisstjórn við völdum? Þetta eru mikilvægar kosningar. Við erum að kjósa fyrstu alvöru ríkisstjórnina frá því að Saddam var steypt af stóli (fram til þessa höfum við bara haft bráðabirgðastjórnir). Persónulega er ég að vona að það dragi úr áhrifum íslamista-flokkanna. Ég óttast ennþá að við höfum losnað undan harðstjórn Saddam til þess eins að lenda undir annarri tegund harð- stjórnar. Spurt og svarað | Salam Pax Viljum trúa því að ástandið geti batnað Salam Pax varð heimsþekktur í aðdraganda innrásar Bandaríkjanna í Írak 2003 eftir að hann tók að tjá sjónarmið sín á netinu. Morgunblaðið spurði Salam Pax nokkurra spurninga um kosningarnar í Írak á morg- un og afstöðu Íraka til Saddams Husseins og til Bandaríkjamanna. Salam Pax ’ [...] Bandaríkja-menn hafa gert svo mörg mistök og tekið svo ótal marg- ar rangar ákvarð- anir síðan þeir komu hingað. Sumt af því er ekki hægt að fyrirgefa þeim. ‘ Davíð Logi Sigurðsson | david@mbl.is San Quentin. AFP, AP. | Fyrr- verandi foringi illræmds glæpahóps í Los Angeles, Stanley „Tookie“ Williams, var tekinn af lífi með ban- vænni sprautu í San Quentin- fangelsinu í Kaliforníu í gær. Arnold Schwarzenegger rík- isstjóri synjaði beiðni fangans um að milda dóminn. Með af- tökunni lauk einni viðamestu baráttu andstæðinga dauða- refsinga til þessa fyrir því að lífi fanga yrði þyrmt. Williams var dæmdur til dauða árið 1981 fyrir fjögur morð. Hann hélt fram sak- leysi sínu en viðurkenndi eft- ir dauðadóminn að hafa stofnað glæpahóp sem var ill- ræmdur fyrir ofbeldi í Los Angeles. Hópurinn hefur ver- ið sakaður um hundruð morða. Eftir dauðadóminn hóf Williams baráttu gegn of- beldi. Hann skrifaði bækur fyrir börn til að vara þau við glæpagengjum og ofbeldi. Hann var nokkrum sinnum tilnefndur til friðarverðlauna Nóbels. Þessi umskipti urðu til þess að kvikmyndaleikarar og fleiri frægir Bandaríkjamenn hófu baráttu fyrir því að dauðadómnum yrði breytt í lífstíðarfangelsi. Schwarze- negger gagnrýndi Williams fyrir að sýna ekki næga iðrun og hafnaði beiðninni um að dómurinn yrði mildaður. Yfir 2.000 andstæðingar dauðarefsinga söfnuðust saman við San Quentin- fangelsið þegar aftakan fór fram. „Kaliforníuríki hefur drepið saklausan mann,“ hrópuðu stuðningsmenn Williams þegar tilkynnt var að hann væri látinn. Þetta var ellefta aftakan í Kaliforníu frá því að hæsti- réttur Bandaríkjanna heim- ilaði dauðarefsingar að nýju árið 1976. Umdeild aftaka í Kaliforníu Reuters Kona biður við San Quentin-fangelsið í Kaliforníu eftir að fanginn Stanley „Tookie“ Williams var tekinn af lífi fyrir morð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.