Morgunblaðið - 14.12.2005, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.12.2005, Blaðsíða 12
                      ! "                                                             # $%&' (   $  )*    ! + " !+ !+ !+ !+ ! + !+ #!#+ Hækkanir á fasteignaverðihér á landi á und-anförnum misserumvirðast fremur vera leiðréttingar á verði í átt til eðli- legra verðlags á markaðnum, en að um of hátt verðlag sé að ræða. Sveiflur á verði fasteigna hér eru hins vegar með því mesta sem þekkist meðal þjóða sem eru innan Efnahags- og framfarastofnunar- innar, OECD, og því er áhætta samfara fasteignaviðskiptum meiri hér á landi en víðast annars stað- ar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu viðskiptaráðu- neytisins um mismunandi þróun fasteignaverðs eftir kjördæmum landsins, en skýrslan er unnin í framhaldi af þingsályktunartillögu þar að lútandi. Í góðu samhengi við hagvöxt Fram kemur að hækkun fast- eignaverðs á undanförnum miss- erum virðist vera í góðu samhengi við hagvöxt hér á landi og breyt- ingar á lánamarkaði. Árlegar hækkanir hér á tímabilinu 1995– 2002 séu minni en að meðaltali innan OECD eða 2,4% samanborið við 4% innan OECD. Hækkanir á þessu tímabili hafi verið enn meiri á Norðurlöndunum þar sem þær hafi verið 5–7% árlega að með- altali. Mestar hafa hækkanir á fasteignum hins vegar verið á Ír- landi eða 10% árlega og er þar meðal annars um að ræða áhrif af inngöngu landsins í Evrópusam- bandið. Í skýrslunni segir að minni ár- legar hækkanir hér á þessu tíma- bili en í nágrannalöndunum styðji að hækkanir að undanförnu hafi verið verðleiðrétting til samræmis við það sem gildi þar. Hins vegar séu sveiflur í verðlagi á fast- eignamarkaði meiri hér en víðast hvar annars staðar. Staðalfrávikið í þeim efnum hér á landi er tæp 10% og aðeins Ítalía og Bretland eru með staðalfrávik sem sýnir meiri sveiflur en hér á landi. Með- altal innan OECD er 7%. Með auknum sveiflum aukist áhætta og segja megi því að áhættan hér á landi sé með því mesta sem gerist innan OECD. „Líklegt er að þess- ar sveiflur endurspegli sveiflur efnahagskerfisins hér á landi, sem m.a. koma fram í verðlags- og gengissveiflum, eins og enn er raunin ef marka má þróun und- anfarinna missera hér á landi. Or- sök þessa má að einhverju leyti rekja til smæðar hagkerfisins og gjaldeyriskerfisins og óstöðugleika af þeim sökum. Telja verður að slíkar sveiflur á fasteignamarkaði séu afar óæskilegar sökum þeirrar áhættu og óstöðugleika sem þær kunna að hafa fyrir einstaklinga, fyrirtæki sem og fjármálamarkað. Því er afar mikilvægt að jafna og draga úr slíkum sveiflum eins og kostur er,“ segir orðrétt í skýrsl- unni. Hlutfall húsnæðis- skulda hátt Þá er einnig vakin á því athygli að hlutfall húsnæðisskulda hér á landi hafi hækkað nokkuð á um- liðnum árum og var orðið það þriðja hæsta innan OECD árið 2002 eða 59,3% af vergri lands- framleiðslu. Síðan þá hafi þessar skuldir hækkað verulega, þó á móti komi að eignir hafi einnig hækkað mikið á sama tíma. Hlut- fallið hafi verið orðið 65,6% árið 2003 og vaxið enn á árinu 2004. „Þetta kann að vekja nokkurn ugg og kann að hafa neikvæð áhrif á fasteignaverð til lengri tíma og magna samdráttarskeið, þegar að þeim kemur og auka því óstöð- ugleika fasteigna- og fjár- málamarkaðarins,“ segir enn- fremur. Fram kemur að á tíu árum frá 1992 til 2002 óx þetta hlutfall hér á landi úr 41,5% í 59,3% eins og fyrr sagði, sem sé nokkuð mikið þegar haft sé í huga að hagvöxtur hafi verið mikill hér á landi á tímabilinu. Þetta hlutfall hafi einn- ig vaxið í öllum samanburðarlönd- unum nema þremur á þessum tíma, en hins vegar sé þetta hlut- fall aðeins hærra í tveimur löndum á árinu 2002 en hér á landi, þ.e.a.s. í Hollandi og Danmörku. Er jafnframt vakin athygli á því að sveiflur í hagvexti hafi verið nokkuð miklar hér á landi í gegn- um tíðina og gengi óstöðugt og þar með verðbólga, en verðtrygg- ing lána sé hvergi eins algeng og hér á landi. Fram kemur einnig að hámarks- lánshlutfall í samanburðarlönd- unum til húsnæðiskaupa sé gjarn- an 80%. Lánshlutfall upp á 65% eins og verið hafi hér á landi sé í lægri kantinum, en einungis tvö lönd séu með 100% lánshlutfall, eins og stefnt sé að hér á landi. Þá er hlutfall húsnæðis í séreign mun hærra hér á landi en í öðrum lönd- um eða 86% árið 2003 samanborið við 46% til 83% í öðrum löndum OECD. Verulega hærri kostnaður Í skýrslunni segir einnig að fasteignaverð í Reykjavík sé svip- að og í mörgum öðrum borgum Evrópu, en það sé verulega hærra í mörgum stórborgum álfunnar. Segja megi að verðið hafi verið fremur lágt hér fyrir hækkanirnar á síðasta ári og hefðu þær því ekki átt að koma á óvart vegna hag- vaxtar og breytinga á láns- fjármarkaði. Lækkun fjármagns- kostnaðar vegna vaxtalækkana á lánum til húsnæðiskaupa í fyrra nemi 30–40% samhliða auknu framboði á lánsfé. Þrátt fyrir þessa lækkun sé „fjármagnskostn- aður af innlendum húsnæðislánum verulega hærri en í nágrannalönd- um, sé einnig tekið tillit til verð- trygginga slíkra lána sem almennt þekkjast ekki erlendis. Ástæður þess kunna að vera margar s.s. smæð íslenska gjaldeyriskerfisins og sveiflna af þeim sökum, sem leitt hefur til tregðu til að afnema verðtryggingu lána hér á landi. Til samanburðar má geta að lán án verðtryggingar, sem einnig eru fá- anleg, bera mun hærri vexti en hin verðtryggðu lán, hér á landi hvað þá í nálægum löndum. Þetta sýnir um leið skýrar þær fjár- málalegu byrðar sem lántakendur á Íslandi þurfa að bera umfram íbúa nálægra landa í Evrópu,“ segir síðan Raunhækkun 1,1% frá 1960 Árleg raunhækkun íbúðaverðs hér á landi hefur verið 1,1% frá árinu 1960, að því er fram kemur í skýrslunni, en hækkunin er mjög mismunandi frá einu landsvæði til annars og á Vestfjörðum er um að ræða verulega lækkun raunverðs á undanförnum fimmtán árum. Frá 1990 til 2004 hefur raunhækkun íbúðarhúsnæðis þannig verið mest á Vesturlandi um 63%, því næst á höfuðborgarsvæðinu 52%, Suð- urnesjum 47%, á Suðurlandi 44%, Norðausturlandi 30%, á Austur- landi 24% og Norðvesturlandi 1%. Á Vestfjörðum hins vegar hefur húsnæðisverð lækkað um 28% að raungildi á tímabilinu. Skýrsluhöfundar segja einnig að lykilþættir um þróun íbúðaverðs séu hagvöxtur, tekjur og mann- fjöldaþróun. Þá virðist fjarlægð frá þéttbýli einnig skipta miklu máli. Góðar samgöngur séu einnig mikilvægar, sem sjá megi til dæm- is á Vesturlandi, þar sem tilkoma Hvalfjarðarganga sé ein ástæða verðhækkunar þar. Sömu áhrif megi greina frá stórverkefnum svo sem af uppbyggingu orkufrekrar stóriðju, sem auki hagvöxt, umsvif og mannfjölda á viðkomandi svæði. Stuðla að byggðakjörnum Meðal tillagna nefndarinnar, sem stuðla eiga að auknum hag- vexti og treysta þannig forsendur fyrir hækkun húsnæðisverðs á ein- staka landsvæðum, eru meðal ann- ars að stuðla að byggðakjörnum á landsbyggðinni, m.a.með vaxtar- samningum og að efla innri gerð samfélagsins til dæmis með bætt- um samgöngum. Starfsemi fram- haldsskóla og háskóla verði efld á einstaka svæðum og stuðlað að frekari atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni, þ.á m. stóriðju sé möguleiki á henni, þar sem slíkar framkvæmdir efli mjög hagþróun og fjölbreytileika viðkomandi svæða. Þá er lagt til að reynt verði að draga úr gengissveiflum eins og kostur er þrátt fyrir ann- marka smæðar gjaldeyriskerfisins og aukið verði við umsvif hins op- inbera á landsbyggðinni. Nefndina skipuðu: Baldur Pét- ursson, iðnaðar- og viðskiptaráðu- neyti, sem jafnframt var formaður, Stefán Jón Friðriksson fjár- málaráðuneyti og Óskar Páll Ósk- arsson, félagsmálaráðuneyti. Vífill Karlsson annaðist helstu rann- sóknir verkefnisins, en með honum störfuðu Jón Bek, Guðmundur Ólafsson og Magnús Árni Skúla- son. Meiri sveiflur á fasteignaverði hér en víðast hvar í samanburðarlöndum Leiðrétting í átt til eðlilegra verðlags $    %& '     )*+      ! " !#$$%              , ) -)  & )& . / %  0 **1%$ 234 $  )% 1 5% 6%1 71$ 8 9$  : # %* ; * .   2<  =    > 1 ?$ & $  7 <*@ )* # $  7 <*@ )* 2%@  7  & $ A $9 . %) .  % 5  /  ,  = B .3& 9  ?&C 9  .  - @   7 , B  .3*  -%) .  < 8   D % ?* Morgunblaðið/Árni Sæberg Sveiflur á verði fasteigna hér á landi eru með því mesta sem þekk- ist meðal þjóða sem eru innan OECD, og því er áhætta samfara fasteignaviðskiptum meiri hér á landi en víðast annars staðar. Hjálmar Jónsson skoðaði nýja skýrslu um fasteignamarkaðinn. hjalmar@mbl.is 12 MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.