Morgunblaðið - 14.12.2005, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.12.2005, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR  Samskip hafa þrefaldað veltuna á árinu Hraðbyri um Evrópu á morgun Fyrstu niðurstöður fjölþjóðlegrar rann-sóknar á bóluefni gegn legháls-krabbameini gefa vísbendingar umað ekki sé langt í að bólusetningar geti hafist en þær gætu haft gríðarleg áhrif, sér- staklega í löndum þar sem leghálskrabbameins- leit er vanþróuð og dánartíðni vegna sjúkdóms- ins há. Við krabbameinsleit eru tekin frumusýni úr leghálsinum og við smásjárskoðun greindar breytingar í frumukjörnum. Slíkar breytingar eru kallaðar forstigsbreytingar því þær gefa til kynna að konan sé í áhættu að mynda legháls- krabbamein síðar meir. Bóluefnið sem verið er að þróa vinnur gegn HPV-veirunni, sem er nauðsynlegur orsaka- valdur leghálskrabbameins, en nægir þó ekki ein og sér. Fjölmargir stofnar eru til af veirunni en talið er að stofnar 16 og 18 séu skæðastir og bóluefnið vinnur gegn þeim. Talið er að um 80% allra kvenna smitist af HPV-veirunni einhvern tíma á lífsleiðinni og smitist mjög fljótlega eftir að þær byrja að stunda kynlíf. Líkurnar aukast með fjölda rekkjunauta en konur geta hins veg- ar myndað ónæmi og þá eyðir ónæmiskerfið veirunni. Fyrstu rannsóknir meðal sjö þúsund kvenna staðfestu að ónæmissvörun bóluefnisins leiddi til ónæmissvörunar sem er í kringum fjörutíu sinnum meiri en við náttúrulega sýkingu auk þess sem aukaverkanir eru vægar sem engar. Því var farið út í að kanna meðal um þrettán þúsund kvenna hvort bóluefnið gæti hindrað myndun miðlungi til sterkra forstigsbreytinga og á þann veg komið í veg fyrir þróun legháls- krabbameins. Sjö hundruð íslenskar konur tóku þátt í ransókninni Um 20 þúsund konur víðs vegar um heim eru þannig þátttakendur í rannsókn sem mun op- inberlega ljúka í ársbyrjun 2007. Af þeim eru um 700 íslenskar konur og stærsta einstaka rannsóknarsetrið í rannsókninni er í Reykjavík. Rannsóknin er tvíblind sem þýðir að helmingur þátttakenda fékk virkt bóluefni en hinn helm- ingurinn ekki, og vita þátttakendur ekki í hvorn hópinn þeir falla. Þær niðurstöður sem komið hafa fram gefa góða mynd af virkni bóluefnisins og hefur lyfjafyrirtækið Merck sótt um skrán- ingu lyfsins í Bandaríkjunum. Rannsóknin fór þannig fram að byrjað var á því að gefa þrisvar sinnum bóluefnissprautu, við komu, á öðrum mánuði og á sjötta mánuði. Á sjöunda mánuði mættu konurnar í hefðbundið eftirlit með kvensjúkdómaskoðun, sem síðan er endurtekin á tólf mánaða fresti í fjögur ár. Við þessar skoðanir eru tekin frumu- strok og ef þau sýna forstigs- breytingar er framkvæmd leg- hálsspeglun og tekin vefjasýni. Ef vefjasýnin staðfesta að sterk- ar eða miðlungi sterkar forstigs- breytingar eru í sýnunum fer konan í keiluskurð. Við þá aðgerð er tekin keilu- laga sneið neðst úr leghálsinum þar sem algengast að legháls- krabbamein myndist og forstigs- breyttu frumurnar fjarlægðar. Á þessu stigi er konan komin á endapunkt í rannsókninni. Í upp- hafi rannsóknarinnar var búið að ákveða að þegar kominn var ákveðinn fjöldi af slíkum til- fellum væri rannsóknin mögulega marktæk og þá hægt að skoða hvaða tilfelli væru í lyfleys- uhópnum og hvaða tilfelli í þeim hópi sem fékk bóluefnið. Það sýndi sig að öll tilfellin, sem voru um fimmtíu, voru í lyfleysuhópnum en það er talið einsdæmi og gefa góð fyrirheit um framhaldið. Ekki tímabært að hefja bólusetningar „Þær veirur sem rannsóknin náði til greinast í um 70% tilfella leghálskrabbameina en við vit- um einnig að í hluta þessara tilfella finnast einn- ig aðrir stofnar, sem taldir eru illkynja. Þannig að ef við bólusetjum gegn stofnum 16 og 18 fáum við ekki hærri áhrif en 70% og mögulega lægri því við vitum ekki hvað hinir stofnarnir gera þegar þessir tveir eru slegnir út,“ segir Kristján Sigurðsson, yfirlæknir á Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands, sem telur ekki ástæðu til að hlaupa til og hefja bólusetningu áður en fleiri stofnum verði bætt inn í bóluefnið sem auka munu virkni efnisins, og þá jafnvel upp í 80 til 90%. Kristján segir jafnframt gefið mál að bóluefnið virki aðeins sem varnarbóluefni en ekki sem með- ferðarefni hjá konum með forstigs- breytingar. Það sé einnig mjög dýrt í framleiðslu og almenn bólusetning kemur til með að verða kostn- aðarsöm. „Ég er ekki í vafa um það að bólusetning hefjist í mörgum löndum á næsta eða þarnæsta ári því þetta hefur til að mynda afar mikla þýðingu í þeim löndum þar sem leghálskrabbameinsleit er ekki af svipuðum gæðaflokki og hér á landi,“ segir Kristján og vísar til þess að dán- artíðni hér á landi hafi lækkað um 70 til 75% frá því hún var sem hæst í kringum árið 1964 þegar reglubundin leghálskrabbameinsleit var tekin upp. Hann segir að enginn vafi sé á því að bólu- efnið muni leiða til mikilla breytinga. Hann telur ekki tímabært að tala um að bólu- setning komi í veg fyrir krabbameinsleitina og hefur vissar áhyggjur af því að ef hafið væri að bólusetja í dag, gæfi það falskt öryggi fyrir þær konur sem fá bóluefni sem inniheldur tvo stofna. „Þær teldu sig vera hólpnar en það er svo langt frá því. Það eru þarna aðrir stofnar sem valda um 35% af öllum leghálskrabbamein- um og maður veit ekki hvernig þeir munu haga sér er fram í sækir. Því er mjög nauðsynlegt að jafnvel þær konur sem eru bólusettar mæti áfram í leitina,“ segir Kristján. Ekki áhrif á krabbameinsleit í náinni framtíð Nýjar rannsóknir á bóluefni gegn leghálskrabbameini gætu valdið byltingu í lækkun á nýgengi og dánartíðni vegna sjúkdómsins. Kristján Sigurðsson, yfirlæknir á Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands, kynnti Andra Karli fyrstu niðurstöður rannsóknarinnar. Kristján Sigurðsson andri@mbl.is ÁFORMAÐ er að stofna alþjóðleg samtök um málefni Evrópuríkja með það að leiðarljósi að ræða valkosti við samrunaþróun innan Evrópusambandsins. Þetta var ákveðið á ný- afstaðinni ráðstefnu hægrimanna í evrópsk- um stjórnmálum í Brussel sem haldin var að undirlagi Daniels Hannan sem situr á Evrópusambandsþing- inu fyrir breska Íhalds- flokkinn. Auk þátttak- enda frá Evrópu komu einnig fulltrúar frá Bandaríkjunum og Kanada og voru þátttakendur um 70 talsins, m.a. Ian Brzezinski, varaaðstoðarráð- herra í bandaríska varnarmála- ráðuneytinu, Morten Høglund, þingmaður norska Framfara- flokksins, og Guðlaugur Þór Þórð- arson, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins. Vaclav Klaus, forseti Tékklands, hefur verið valinn til að fara fyrir samtökun- um. Í ræðu sinni á ráð- stefnunni fór Guð- laugur Þór yfir ár- angur Íslands sem EFTA-ríkis og rakti m.a. að 40% kaup- máttaraukning hefði orðið frá árinu 1996 og erlendar skuldir hefðu minnkað úr 50% af þjóðarfram- leiðslu árið 1995 nið- ur í tæp 20% nú. „Hagvöxturinn hef- ur verið um 4% und- anfarin ár og at- vinnuleysi 2% eftir að hafa verið um 3% á liðnum ár- um,“ segir hann. „Þegar við lítum á ríki innan ESB sjáum við marg- háttaða erfiðleika m.a. við að ná til- ætluðum árangri með Lissabon áætluninni sem gekk út á að gera ESB samkeppnishæfasta umhverfi í heimi. Þjónustuviðskipti innan ESB eru nú minni en fyrir 10 árum síðan og viðskipti virðast frekar vera að aukast við ríki utan ESB. Þá er ótalið mikið atvinnuleysi og lítill hagvöxtur auk þess sem at- vinnumarkaðurinn innan ESB- ríkja líður fyrir ósveigjanleika. Þetta er ekki mjög freistandi fyrir Ísland og sýnir glöggt að vel er hægt að lifa utan ESB.“ Miklir möguleikar EFTA-ríkjanna „Í mínum huga á EFTA hins vegar mikla möguleika fyrir sér. Á ráðstefnunni voru allir sammála um mikilvægi þess að leggja meiri áherslu á fríverslun og draga úr miðstýringu eins og viðgengst í ESB sem menn töldu vera þvert á hina evrópsku leið sem byggst hef- ur upp á fjölbreytni. Menn höfðu líka áhyggjur af sjálfstæði þjóða vegna ýmissa laga og reglna sem flæða yfir ESB og erfitt er að átta sig á hvernig aðkomu kjörinna að- ila er háttað. Þess vegna lagði ráð- stefnan áherslu á frelsi einstak- linga og þjóða í Evrópu til athafna og viðskipta en að minnka miðstýr- ingu og skriffinnsku.“ Valkostir við samrunaþróun innan ESB Áhersla á aukna fríversl- un og minni miðstýringu Guðlaugur Þór Þórðarson STÚLKURNAR á myndinni, sem leggja stund á listhlaup á skautum, tóku sig vel út á svellinu á jóla- sýningu list- hlaupadeildar Skautafélags Reykja- víkur sem haldin var í vikunni í Skauta- höllinni í Laugardal. Félagið var stofn- að árið 1873 af menntaskólanemum og er eitt af elstu íþróttafélögum Reykjavíkur. Morgunblaðið/Brynjar Gauti List hlaupar- ar á skautum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.