Morgunblaðið - 14.12.2005, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.12.2005, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 2005 25 MINNSTAÐUR UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Í SÍMA 544 4500 OG Á NTV.IS FJÁRMÁL & REKSTUR Helstu námsgreinar: Rekstrarfræði Farið er í grunnatriði rekstrarhagfræði, rekstur fyrirtækja, umhverfi þeirra, mismunandi rekstrarform, markmið og skipulag fyrirtækja. Fjármálastjórnun Kenndur er arðsemisútreikningur, fjallað um ávöxtunarkröfur, áætlunargerð fyrirtækja og aðferðir við að meta virði verðbréfa og fjárfestinga. Notkun Excel við fjármál og rekstur Nemendur eru þjálfaðir við notkun Excel í rekstri, einkum við gerð rekstraráætlana, notkun fjármálafalla og arðsemismats. Kvöldnámskeið: Byrjar 3. jan. og lýkur 21. feb. Kennt er þri. og fim. frá 18:00 til 22:00 og laugardaga frá 13:00 til 17:00 morgunnámskeið: Byrjar 5. jan. og lýkur 7. mar. Kennt er þri. og fim. frá 8:30 til 12:30 og annan hvern lau. frá 8:30 til 12:30 Frábært námskeið fyrir þá sem vilja bæta við sig þekkingu í fjármálum og rekstri fyrirtækja. Námið snýr m.a. að rekstrar- fræðum, fjármálastjórnun og áætlanagerð með áherslu á efnistengdri verkefnavinnu. Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa reynslu í Excel og grunn- þekkingu á bókhaldi. „Eftir að hafa farið í bæði Sölu- og markaðsnám og Fjármál og rekstur hjá NTV hef ég öðlast viðamikla og dýrmæta þekkingu sem mun nýtast mér í öllu sem ég á eftir að taka mér fyrir hendur í framtíðinni!“ Reynir Magnússon Matreiðslumeistari LANDIÐ Hrunamannahreppur | Á býlinu Ásgerði II í Hrunamannahreppi er rekið eitt stærsta minkabú landsins en þar búa þau Jóna Guðmunds- dóttir og Þorbjörn Sigurðsson. Einnig eiga foreldrar Þorbjörns, þau Guðrún Guðmundsdóttir og Sigurður Jónsson, í búinu. „Bústofninn er 2.600 læður og þær eignuðust um 14.200 yrðlinga síðastliðið vor,“ segir Þorbjörn þeg- ar fréttaritari kom í heimsókn einn morguninn. „Nú stendur yfir pels- un á dýrunum, það er að segja slátrun minkanna og verkun á skinnunum. Það er mikil vinna og er þá fengið aðkomufólk en nú vinna átta manns við þessi störf. Um 13.500 skinn verða send á markað eftir áramót og boðin upp á skinnamörkuðum í Danmörku og Finnlandi. Helstu kaupendur eru Kínverjar en ástæðan er helst sú að þar er ódýrt vinnuafl til að vinna úr vörunni. Hér á búinu eru ræktaðar nokkr- ar tegundir minka, brúnir, svartir, hvítir og flekkóttir. Tískuliturinn í ár er ljósbrúnn sem kallaður er pa- laminó,“ segir bóndinn. Kynbætur í stofninum Verulegar kynbætur hafa orðið á minkastofninum á síðustu árum, högnarnir eru um 200 grömmum þyngri að meðaltali en læðurnar 100 grömmum þyngri en á síðasta ári. Minkalæðurnar eru ekki hafðar eldri en tveggja ára, þó fá nokkrar að lifa í þrjú ár. Frjósemin minnkar með aldrinum og árangur kynbóta er meiri með örari kynslóðaskipt- um. „Ég þarf því að setja á 1.300 læður á ári hverju til að viðhalda stofninum.“ Þegar Þorbjörn er spurður um afkomuna segir hann að gæta verði ýtrasta aðhalds til að reksturinn geti gengið. „Heimsmarkaðsverð á skinnum hefur hækkað en hátt gengi krónunnar gerir reksturinn afar erfiðan því öll skinn eru seld í dollurum. Við sækjum allt fóður sjálf en uppistaðan í fóðrinu er fisk- ur og afskurður af kjúklingum. Einnig eru sett í blönduna ýmis efni og vítamín. Ég hef ræktað bygg sem er hluti af fóðrinu, hálm- urinn er notaður í búrin,“ segir Þorbjörn loðdýrabóndi. Nú eru 25 minkabú og 4 refabú á landinu. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Skinnaverkun Þorbjörn Sigurðsson loðdýrabóndi virðir fyrir sér falleg minkaskinn sem verið er að verka. Verð á loðskinnum hefur hækkað Hátt gengi gerir rekstur- inn erfiðan Eftir Sigurð Sigmundsson Vík í Mýrdal | Hart var barist í leik Ungmennafélagsins Drangs og Vals úr Reykjavík í 32 liða úrslitum bikarkeppni Körfuknattleiks- sambands Íslands en leikurinn var í íþróttahúsinu í Vík, „Klettinum“, síðastliðinn sunnudag. Leikurinn var jafn og spennandi en Valsmenn sigu fram úr í síðasta leikhluta og unnu með 107 stigum gegn 97. Þar með vann Reykjavíkurliðið sér rétt til að halda áfram í keppninni en heimamenn sátu eftir með sárt enn- ið. Leikmaður Drangs, Justin Shouse, stóð oft í ströngu í leiknum eins og meðal annars má sjá á þess- ari mynd. Þótt tveir Valsarar þrengi vel að honum náði hann að skora körfu og voru það tvö af 44 stigum hans í leiknum. Kjartan Kárason stendur á hliðarlínunni og bíður eftir sendingunni sem aldri kom. Justin náði raunar þeim ár- angri í leiknum sem nefndur er þreföld tvenna á körfuknattleiks- máli því auk stiganna náði hann 10 fráköstum og gaf 10 stoðsendingar. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Aðþrengdur í Klettinum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.