Morgunblaðið - 14.12.2005, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 14.12.2005, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 2005 39 UMRÆÐAN 83 87 103 223 225 322 372 414 450 515 575 701 731 770 814 838 839 957 1044 1154 1229 1306 1326 1348 1380 1393 1588 1616 1629 1733 1738 1779 1851 1886 1930 1935 2012 2118 2178 2220 2227 2254 2438 2457 2496 2704 2828 2882 2919 2929 3024 3093 3105 3108 3137 3225 3241 3255 3318 3403 3461 3470 3476 3493 3551 3553 3575 3653 3681 3716 3835 3922 3987 4042 4082 4579 4585 4630 4708 4767 4817 4873 4902 4957 4959 4983 5006 5012 5020 5109 5139 5221 5242 5243 5334 5336 5363 5385 5480 5499 5545 5587 5594 5606 5765 5783 5924 6051 6120 6137 6192 6345 6359 6365 6376 6393 6405 6428 6434 6446 6560 6693 6744 6841 6882 6917 6984 6987 7018 7084 7113 7177 7212 7235 7302 7338 7347 7471 7531 7622 7981 8022 8033 8058 8202 8331 8352 8414 8437 8486 8508 8532 8561 8563 8634 8874 8908 8989 9217 9287 9332 9334 9346 9362 9393 9462 9480 9513 9573 9631 9644 9645 9688 9805 9810 9840 9885 9933 9979 10147 10183 10185 10220 10257 10280 10325 10397 10424 10548 10550 10552 10623 10636 10637 10647 10674 10695 10820 10840 10843 11077 11092 11136 11166 11193 11221 11262 11280 11386 11419 11469 11484 11520 11592 11614 11657 11844 11882 11964 11987 12007 12072 12099 12176 12194 12228 12258 12262 12288 12365 12389 12401 12455 12501 12553 12580 12592 12609 12922 12957 13052 13110 13125 13147 13405 13719 13730 13772 13799 14169 14199 14217 14301 14536 14567 14676 14691 14701 14835 14890 14895 14989 15072 15088 15170 15177 15261 15277 15388 15444 15572 15675 15686 15704 15719 15806 15816 15872 15951 16017 16048 16137 16148 16155 16190 16192 16245 16268 16269 16317 16334 16343 16361 16405 16436 16526 16543 16598 16615 16686 16781 16835 16906 16962 17116 17118 17158 17221 17358 17397 17418 17516 17518 17572 17584 17646 17733 17739 17802 17857 17991 17995 18021 18275 18289 18318 18365 18371 18423 18432 18492 18552 18613 18628 18652 18684 18693 18754 18846 18984 19004 19040 19052 19174 19269 19353 19395 19449 19457 19487 19533 19788 19861 19867 19936 19942 20036 20080 20081 20146 20235 20261 20265 20290 20304 20306 20364 20434 20443 20499 20540 20561 20601 20626 20664 20716 20725 20728 20768 20769 20864 20991 21038 21047 21075 21080 21093 21194 21216 21390 21398 21549 21580 21601 21644 21701 21748 21848 21894 21937 21973 21974 22018 22025 22066 22083 22144 22301 22318 22370 22417 22495 22535 22803 22845 22884 22972 23059 23088 23096 23137 23166 23338 23361 23515 23557 23617 23717 23730 23746 23773 23787 23808 23839 23841 23848 23896 24018 24104 24124 24163 24188 24289 24305 24353 24356 24386 24403 24417 24418 24452 24485 24502 24576 24585 24615 24632 24640 24653 24665 24688 24756 24760 24829 24929 25081 25126 25141 25207 25244 25334 25391 25412 25447 25449 25480 25550 25581 25591 25610 25651 25660 25826 25865 25927 25945 25985 25992 25999 26039 26073 26116 26148 26184 26300 26375 26484 26647 26669 26685 26686 26765 26855 26939 26942 26957 26989 27003 27139 27152 27423 27657 27719 27720 27722 27740 27792 27953 28004 28056 28063 28069 28143 28201 28306 28405 28439 28538 28589 28604 28638 28672 28718 28820 28906 28962 29086 29127 29132 29151 29176 29308 29327 29331 29405 29524 29624 29627 29665 29741 29755 29779 29794 29797 29842 29903 29923 29954 29999 30000 30242 30396 30475 30506 30525 30563 30802 30843 30890 30977 31004 31018 31131 31190 31375 31385 31391 31421 31447 31508 31540 31610 31713 31798 31814 31884 31912 31914 31996 32046 32069 32088 32177 32208 32232 32242 32267 32306 32363 32432 32433 32495 32562 32613 32629 32725 32755 32769 32811 32816 32827 32901 32905 33035 33059 33074 33126 33128 33203 33253 33290 33297 33303 33305 33345 33388 33419 33657 33663 33685 33811 33864 33886 34005 34010 34057 34076 34093 34175 34199 34203 34328 34376 34405 34689 34705 34757 34796 34906 35037 35091 35134 35157 35226 35309 35347 35390 35501 35507 35587 35615 35680 35715 35755 35774 35810 35819 35843 36118 36286 36335 36405 36455 36592 36600 36635 36644 36649 36651 36718 36727 36795 36874 36880 36896 37106 37169 37184 37187 37190 37204 37215 37243 37279 37316 37416 37443 37463 37485 37513 37529 37539 37633 37646 37708 37713 37735 37821 37877 37915 38007 38043 38066 38085 38108 38135 38369 38390 38603 38625 38674 38682 38721 38739 38803 38889 38942 38964 39000 39042 39085 39183 39187 39196 39294 39305 39326 39371 39414 39541 39860 40012 40018 40023 40093 40187 40188 40311 40405 40466 40487 40539 40605 40629 40651 40799 40849 40855 40879 40946 41006 41116 41179 41207 41276 41287 41288 41297 41318 41447 41540 41636 41637 41662 41696 41707 41738 41764 41800 41841 41866 41899 41918 41996 42132 42310 42311 42352 42370 42482 42515 42634 42693 42701 42721 42730 42881 42905 42940 43014 43040 43071 43092 43117 43192 43213 43215 43260 43287 43288 43349 43410 43514 43600 43824 43864 43897 43905 44021 44035 44084 44133 44145 44197 44419 44509 44522 44567 44600 44605 44650 44668 44674 44700 44701 44706 44727 44782 44833 44874 44880 44937 44948 44971 45008 45074 45077 45187 45213 45216 45239 45251 45293 45452 45462 45619 45710 45735 45744 45798 45812 45814 45943 46058 46146 46177 46180 46277 46315 46479 46614 46626 46639 46787 46822 47019 47050 47071 47157 47193 47293 47412 47485 47652 47742 47746 47853 47861 47896 47911 48029 48114 48152 48177 48203 48229 48263 48268 48315 48463 48538 48577 48757 48804 48818 48857 48860 48970 49019 49089 49139 49206 49325 49332 49366 49558 49664 49841 49849 49864 49940 50058 50112 50142 50213 50253 50278 50309 50315 50318 50418 50430 50465 50489 50514 50518 50534 50563 50575 50621 50654 50677 50688 50708 50803 50851 50887 50937 50978 51014 51074 51086 51152 51155 51190 51233 51369 51408 51419 51623 51727 51753 51759 51816 51829 51928 51943 52025 52041 52045 52379 52426 52458 52485 52497 52583 52635 52678 52707 52725 52752 52810 52909 52957 53081 53084 53117 53158 53168 53195 53237 53256 53262 53267 53398 53409 53435 53555 53817 53919 53975 54071 54172 54239 54303 54360 54395 54489 54504 54651 54685 54720 54721 54737 54759 54908 54920 55005 55033 55128 55236 55295 55360 55389 55641 55737 56030 56031 56068 56091 56106 56258 56333 56391 56457 56493 56517 56575 56595 56609 56731 56843 56849 56871 56876 56937 56944 57101 57135 57221 57262 57316 57361 57496 57526 57571 57598 57606 57635 57640 57650 57664 57794 57821 57851 57871 57965 58022 58023 58036 58042 58083 58103 58184 58205 58287 58307 58405 58431 58471 58481 58499 58576 58642 58662 58717 58782 58843 58877 58883 58904 59010 59173 59241 59282 59324 59423 59468 59523 59529 59569 59578 59583 59650 59712 59750 59753 59799 59813 59847 59873 59877 59903 59940 60000 Vinningaskrá Í hverjum aðalútdrætti eru dregnar út tvær tveggja stafa tölur og allir eigendur miða sem enda á þeim tveggja stafa tölum fá vinning. Vinningur á einfalda miða er 5.000 kr. en 25.000 kr. á trompmiða. Allar tölur eru birtar með fyrirvara um prentvillur. Kr. 5.000 Kr. 25.000 96 Ef tveir síðustu tölustafirnir í númerinu eru: 11896 11898 8291 12078 38733 59662 Aðalútdráttur 12. flokks, 13.desember 2005 Kr. 5.000.000 TROMP TROMP TROMP TROMP Kr. 25.000.000 Kr. 50.000 Kr. 250.000 Kr. 200.000 Kr. 1.000.000 Kr. 100.000 Kr. 500.000 11897 1466 6448 12438 12475 19564 20207 21851 24759 50206 54491 TROMPKr. 15.000 Kr. 75.000 TROMP 03 Í GREIN eftir Steinþór Guðbjarts- son í Fasteignablaði Morgunblaðsins 5. des. sl. segir Björn Þorri Viktors- son, formaður Félags fasteignasala, að í fasteignaviðskiptum sé ástands- skoðun eigna ekki sinnt nægilega vel. Af þessu tilefni er rétt að benda á að Háskólinn í Reykjavík býður upp á nám í matstækni sem er hagnýtt og sérhæft nám fyrir þá sem hafa hug á að starfa á sviði eignamats. Námið greinist í þrjú svið: Skoðun fasteigna, eignamat og gerðamat. Skoðun fasteigna er grunnnám þeirra sem koma að skoðun á fast- eignum og hentar vel þeim sem skoða fasteign við eigendaskipti. Nú þegar hafa 27 nemendur útskrifast úr námi við HÍR sem gefur þeim rétt til að nota starfsheitið skoðunarmaður fasteigna. Skoðunarmaður fasteigna skoðar ástand fasteigna og setur niðurstöðu skoðunarinnar fram í vandaðri skoð- unarskýrslu. Skoðunarmaður fast- eigna hefur lokið a.m.k. 10 eininga sérnámi, við HR. Að loknu þessu grunnnámi er síðan hægt að bæta við 20 eininga viðbótarnámi, annaðhvort á eignamatssviði eða gerðamatssviði. Starfsvettvangur skoðunarmanns fasteigna miðast við skoðun mann- virkja í margskonar tilgangi, t.d.: Til að ákvarða byggingarstig þeirra, ástandsskoðun fasteigna við sölu, skoðun við leiguskipti, skoðun vegna endurskoðunar á opinberum mötum o.fl. Ekki þarf að fjölyrða um kosti þess fyrir fasteignakaupendur að geta fengið vandaða skoðunarskýrslu sem tekur til ástands eignarinnar sem verið er að kaupa. Í Danmörku, Noregi og Svíþjóð er víða skylda að slík ástandsskýrsla liggi frammi við fasteignakaup og þar eru starfrækt fyrirtæki sem hafa nauðsynleg réttindi til að sinna slík- um störfum. Ástandsskýrsla frá viðurkenndum aðila er skilyrði fyrir því að fasteigna- kaupendur geti tryggt sig fyrir óvæntum áföllum eftir fasteigna- kaup. Fjárfestar og fasteignafélög gætu einnig haft mjög mikið gagn af slík- um skýrslum við kaup á fasteignum. Öryggi við sölu fasteigna mundi aukast mikið ef fasteignasalar nýttu sér þekkingu þessara sérfræðinga. Björn Þorri getur þess í fyrr- nefndri blaðagrein að til séu aðilar sem framkvæma slíkar skoðanir og eru þeir sjálfsagt jafn misjafnir og þeir eru margir. Það ætti þó að vera nokkur trygging fyrir gæðum slíkrar þjónustu ef þeir sem að henni standa hafa sérfræðinám að baki eins og boðið er upp á við HR. Fasteignakaupendum er bent á að kynna sér þessi mál vel og gæta fyllstu varkárni við fasteignakaup. Ennfremur er haft eftir Birni Þorra í fyrrnefndri grein: Samkvæmt siða- reglum Félags fasteignasala skulu fé- lagsmenn ekki fjalla um málefni sem þeir hafa ekki þekkingu á, heldur vísa viðskiptavinum til sérfræðinga á því sviði. Skoðunarmenn fasteigna hafa margvíslegan bakgrunn, í þeirra hópi má finna menn sem eru bygginga- meistarar með margra ára, jafnvel áratuga reynslu af alls konar fast- eignaumsýslu, þarna eru ennfremur tæknifræðingar, verkfræðingar og iðnfræðingar, fasteignasalar með langa reynslu af fasteignasölu og svo mætti lengi telja. Af þessari upptaln- ingu má síðan ráða að þeir sem hafa hug á að kaupa eða selja fasteign ættu að geta fundið aðila til að gera hlutlausa ástandsskoðun á því hús- næði sem er til sölu. Formaður Félags fasteignasala bendir í þessu sambandi á það að við kaup á notuðum bifreiðum telst ekki tiltökumál að láta gera ástand- sskoðun á bílnum fyrir sölu. Það ætti því ekki að vera erfitt að koma þeirri reglu á að vönduð skoðunarskýrsla skuli liggja fyrir þegar fasteign er boðin til sölu og má gera því skóna að lánveitendur geri fljót- lega kröfu um að slík ástandsskýrsla liggi fyrir, áður en veðsetn- ing getur farið fram. Ennfremur má benda á aukið öryggi fasteignakaupenda ef þeir geta kynnt sér skoðunarskýrslu frá viðurkenndum aðila áð- ur en kaupin fara fram. Kaupendum fasteigna er bent á að kynna sér hvort fasteignasalan, sem þeir ætla að skipta við, bjóði slíka sér- fræðiþjónustu. Eins og kemur fram í greininni var ætlunin að setja ákvæði um skylduskoðun fasteigna inn í lög um fasteigna- kaup sem tóku gildi árið 2002. Lagafrumvarpið gerði ráð fyrir kostn- aðarsamri skoðun sem varð til þess að kaflinn um ástands- skýrslu var felldur út. Eftir á að hyggja eru matsmenn þó sammála um að réttara hefði verið að færa kröfurnar til móts við það sem þætti raunhæft, kostnaðarlega séð. Ekki er þó fráleitt að síðar verði kröfur um ástandsskýrslur lögfestar hér á landi og má þá gera því skóna að leyfi til að gera ástandsskýrslur verði háð því að skýrsluhöfundar hafi aflað sér þeirr- ar sérfræðiþekkingar sem krafist verður til að mega gera slíkar skýrslur. Lagafrumvarpið gerði ein- mitt ráð fyrir því að dómsmálaráð- herra gæti gefið slíkt leyfi að und- angengnu námskeiði sem tryggði þekkingu leyfishafa á ástandsskoðun fasteigna. Upplýsingar um námið er að finna á heimasíðu Háskólans í Reykjavík (www.ru.is), undir „Fyrirtækja- tengsl“, og þar má finna allar upplýs- ingar. Námskeið fyrir skoðunarmenn fasteigna hefst í lok janúar nk. og er áhugasömum bent á að hafa samband við skólann til að kynna sér námið betur. Að gefnu tilefni – Fólk hirðir ekki um álit fagmanna Guðmundur Borgþórsson fjallar um verkefni skoð- unarmanna fasteigna ’Ekki þarf að fjölyrðaum kosti þess fyrir fast- eignakaupendur að geta fengið vandaða skoð- unarskýrslu sem tekur til ástands eignarinnar sem verið er að kaupa.‘ Guðmundur Borgþórsson Höfundur er lektor/verkefnisstjóri í HR.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.