Morgunblaðið - 14.12.2005, Page 23

Morgunblaðið - 14.12.2005, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 2005 23 MINNSTAÐUR „Ég hélt nú á Silju yfir þröskuldinn!“ H im in n o g h a f / S ÍA Korngörðum 2 104 Reykjavík Sími 525 7000 Fax 525 7009 www.eimskip.is info@eimskip.is Það kostar aðeins 500 krónur að senda jólapakkana innanlands með Flytjanda. Eina skilyrðið er að þú getir borið send- inguna inn í afgreiðsluna hjá okkur. Þú færð allar upplýsingar um næsta afgreiðslustað Flytjanda á eimskip.is eða í síma 525 7000. HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Grafarvogur | Ný félagsaðstaða Korpúlfanna, samtaka eldri borgara í Grafarvogi, verður opnuð í dag, en í því tilefni verður félagið með opið hús og aðventufund að Korpúlfs- stöðum í dag. Húsið opnar kl. 10 og heldur þá sr. Tómas Guðmundsson vígsluræðu. Þá verður boðið upp á tónlistarflutning og fleiri uppá- komur auk veitinga. Allir eldri borg- arar í Grafarvogi eru velkomnir. Félagsaðstaða Korpúlfanna opnuð Höfuðborgarsvæðið | Heilsugæslan hefur gert þriggja ára samning við Og Vodafone um aðgang að Metro- Neti, háhraðaneti sem er ætlað öll- um fyrirtækjum og stofnunum. Um er að ræða endurnýjun á samningi sem nær til 17 heilsugæslustöðva. Heilsugæslan starfrækir heilsu- gæslustöðvar í Reykjavík, Kópavogi, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi. Að sögn talsmanna OgVodafone tryggir MetroNetið flutning á fjöl- breyttari þjónustu um ljósleiðara og kopar en áður hefur þekkst. Má þar nefna háhraða nettengingu, talsíma- þjónustu, samtengingu fyrirtækj- aneta, myndfundi, hýsingarþjónustu og upplýsinga- og sjónvarpsefni. Heilsugæslan semur við Og Vodafone Hringbraut | Gangandi og hjólandi vegfarendur við hina nýju Hring- braut eru ekki hressir með framgang verkefnisins, þar sem enn hefur ekki verið lokið við frágang stíga eða upp- setningu lýsingar við göngu- og hjól- reiðaleiðir og lenda vegfarendur enn í ýmsum erfiðleikum. Bæði er frágangi ábótavant nálægt gatnamótum Hringbrautar, Miklu- brautar, Bústaðavegar og Snorra- brautar, þar sem gönguleiðir eru margar enn ófrágengnar og illfærar og einnig við gatnamót Hringbrautar og Njarðargötu, en göngubrýrnar þar hafa sætt gagnrýni vegfarenda sem segja þær í senn óaðlaðandi og allt of langar. Við Rauðarárstíg er vegfarendum gert mjög erfitt fyrir að komast leiðar sinnar inn eftir Miklatúni og inn í Hlíðahverfið, auk þess sem víða liggja aðföng verktaka yfir gangstéttum. Víða er í stað gangstétta óslétt og gróf möl og grús þakin ýmiss konar drasli. Samfara skorti á lýsingu getur þetta ástand valdið aukinni slysa- hættu á þessum svæðum. Seinagangur við stígagerð Kvartað var yfir seinagangi við stígagerð og frágangi ljósa í sept- ember sl., en þá lofuðu borgaryfirvöld að frágangi yrði lokið í október. Að sögn Höskuldar Tryggvasonar hjá framkvæmdasviði Reykjavík- urborgar er verið að breyta gatna- mótum við Rauðarárstíg og segir hann þær framkvæmdir ekki tengjast færslu Hringbrautar. Ákveðið hafi verið að ráðast í þær seint í haust og þá áætlað að þeim lyki fyrir áramót. Útlit sé fyrir að þetta standist. Opnuð með formlegum hætti á föstudag Þá segir Höskuldur að vinna við mannvirkin sem gerð voru vegna færslu Hringbrautar sé á lokastigi en til standi að opna þau með formlegum hætti á föstudag. Tafir hafi orðið á verktímanum og skýrist þær af meðal annars af atriðum sem snúa að lögn- um á svæðinu í kring og öðrum sem tengjast lokun Snorrabrautar. „Ekki var hægt að hefja vinnu við brú yfir Njarðargötu fyrr en búið var að opna Snorrabrautina en þar fór fram und- irgangagerð. Nokkrar tafir urðu þar líka,“ segir hann. Þá hafi verið ákveð- ið í haust að byggja upp í kringum Valssvæðið. Vegna ræsagerðar þar hafi ekki verið hægt að ganga frá göngustíg á þeim slóðum. Vinna vegna ræsisins hefjist á næstu dögum og í framhaldinu verði hægt að ganga frá stígnum þar. Enn ófremdarástand hjá gangandi og hjólandi vegfarendum við Hringbraut Gönguleiðir ófrágengnar og sums staðar lokaðar Lokað Vegfarendur sem hyggjast ganga eða hjóla milli Hlíða- hverfis og Landspítalans eða miðbæjarins eiga ekki greiða leið að áfangastöðum sínum um þessar mundir. Morgunblaðið/Ómar Hrúga Hér hefur vegfarendum enn verið gerð erfið leiðin, en rör og ýmiss konar efni og afgangar mynda óásjálegan vegatálma. Hér er erfitt að fara um fótgangandi. Farartálmi Ástandið er ekki gott fyrir vegfarendur sem ekki nota vélknúin farartæki. Þessi vegfarandi vildi þó meina að „þetta hlyti nú bara að fara að koma“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.