Morgunblaðið - 14.12.2005, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 14.12.2005, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MENNING HVERN hefði grunað að Vegir liggja til allra átta, lagið sem flestir kannast við í rokkútgáfu Ellýjar Vilhjálms, hefði upp- haflega verið skrifað sem tangó? Á nýútkominni geislaplötu salonhljómsveitarinnar L’amour fou, Íslensku lögin, gefur að heyra það og fleiri ástsælar ís- lenskar dægurperlur í slíkum dansandi meðförum. Þannig hafa jafnvel lög eins og Þú og ég, sem Gunnar Þórðarson og Hljómar gerðu ódauðlegt á sín- um tíma, fengið dramatíska yf- irhalningu í útsetningum aðal- útsetjara hópsins – Hrafnkels Orra Egilssonar. „Hljómsveitin L’amour fou var stofnuð árið 1999 og þá urðu fyrstu útsetningarnar til, og sumar þeirra gefur að heyra á diskinum. Síðan þá hafa smám saman verið að bætast íslensk lög við þangað til nú, að við vorum komin með efni í heilan disk sem okkur fannst heildstæður. Þannig varð hann til,“ segir hann í samtali við Morgunblaðið, en hann leikur ennfremur á selló í sveitinni ásamt þeim Hrafnhildi Atla- dóttur á fiðlu, Guðrúnu Hrund Harðardóttur á víólu, Gunn- laugi Torfa Stefánssyni á kontrabassa og Tinnu Þor- steinsdóttur á píanó. Til að fagna útkomu geislaplötunnar efnir sveitin til salontónleika í Þjóðleikhúskjallaranum annað kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 21. Kveikjan í lögunum sjálfum Hrafnkell Orri nefnir tvo áhrifavalda aðspurður hvað hann hefur í huga við útsetn- ingar sínar; annars vegar salon- tónlist sem var vinsæl á sínum tíma í Mið-Evrópu og hins veg- ar tangóinn argentínska. „Fyrir fimmtán árum fór ég á slíka tónleika og varð fyrir miklum áhrifum. Varð einlægur Astor Piazzolla-aðdáandi eftir þá,“ segir hann, en auk efnis af geisladiskinum, sem allt er ís- lenskt eins og nafn hans gefur til kynna – Íslensku lögin – verða á tónleikunum ennfremur leikin nokkur verk eftir tangó- meistarann Piazzolla, sem og Nino Rota, sem kunnastur er fyrir tónlist sína við kvikmyndir Federicos Fellinis. „Það eru þessi tvö element sem blandast saman. En síðan er maður auð- vitað bara að hugsa um að lögin fái að njóta sín, og sníða þeim búning sem manni finnst vera smekklegur og við hæfi. Ekki of flúrað og flókið, en samt nógu metnaðarfullt og mús- íkalskt. Það er mín nálgun.“ Hrafnkell Orri segir íslenska dægurtónlist frá miðri síðustu öld, sem er í öndvegi á geisla- plötunni, ríka uppsprettu til þeirrar nálgunar sem L’amour fou kýs í tónlistarvali sínu – salontónlistar. „Mörg þessara laga sem voru samin þá voru tangóar og foxtrottar að form- inu til. Þótt þau hafi ekki verið beinlínis salontónlist voru þau að forminu til skyld henni. Þannig var til dæmis Vegir liggja til allra átta upphaflega tangó,“ útskýrir hann. „Kveikj- una að þessari tónlist okkar er því að finna í lögunum sjálfum – mér fannst þau tilvalin til að sníða í þennan búning.“ Á Íslensku lögunum eru þó ekki bara lög frá þessu tímabili, því þar er einnig að finna tvö frumsamin lög eftir Hrafnkel sjálfan, sem og Þú og ég Gunn- ars Þórðarsonar. „Sú útsetning er eiginlega fjærst – í allt öðr- um búningi en upphaflega lag- ið. En síðan var það lag reynd- ar gert að diskólagi, sem sýnir kannski hvað það er fyrst og fremst flott lag. Það er greini- lega sígilt,“ segir hann. Dansskór og góða skapið Frá stofnun hljómsveit- arinnar hafa meðlimir hennar reglulega komið saman hér á landi og haldið tónleika, til dæmis í Iðnó og Hlaðvarp- anum, en þar sem hljómsveit- armeðlimir starfa við tónlist víðsvegar um heim verða tón- leikarnir á morgun þeir einu í bili. Hrafnkell Orri segir að gestir tónleikanna annað kvöld geti mætt með dansskóna í fartesk- inu ef þeir eigi þá – enda tón- listin dansvæn. „En fyrst og fremst er þetta tónlist sem okk- ur finnst gaman að spila og mörgum finnst gaman að heyra, enda hefur oftast verið fullt út úr dyrum hjá okkur. Mikilvægast af öllu er að koma með góða skapið og leyfa sér að lyfta sér upp.“ Tónlist | L’amour fou á tónleikum í Þjóðleikhúskjallaranum Íslensku lögin verða að tangó og salontónlist L’amour fou leikur tónlist af nýútkominni plötu, Íslensku lögin, í Þjóðleikhúskjallaranum annað kvöld. Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur ingamaria@mbl.is Tónleikar L’amour fou verða haldnir í Þjóðleikhúskjall- aranum annað kvöld kl. 21. ÞAÐ er fer víst varla milli mála að ásamt Louis Armstrong er Charlie Parker áhrifamesti ein- leikari djassins þó á hæla þeirra fylgi menn á borð við Coleman Hawkins, Lester Young, Mi- les Davis og John Coltrane. Oft voru áhrif þeirra svo yfirþyrmandi að við lá að tefði framþróun djassins. Nú er hálf öld liðin frá dauða Parker og vel við hæfi að tveir altóistar minnist hans á tónleikum í Reykjavík. Það fór líka vel á því þó að báðir hafi lært af Parker, þó Sigurður nokkuð meira, en hvorugur er undir sterkum áhrifum frá honum. Parker var mikill blúsari alla tíð, enda alinn upp í einu af höf- uðvígjum djassblúsins, Kansas City. Það var byrjað á blúsi og að sjálfsögðu var Parkers mo- od á dagskránni og það var skipst á skotum og ýlfrað og Benjamin oft nær Louis Jordan en Parker. Það voru margir aðrir fínir Parker- ópusar á efnisskránni eins og Scrapple from The Apple, sem Parker byggði á Honeycukle rose Fats Wallers. Þarna eins og oftar átti Ey- þór Gunnarsson besta sólóinn og skipti engu þótt hann léki á Yamaharafpíanó. Á píanóið á Rósenberg er óspilandi og það eina sem vantar til að Café Rosenberg sé besti djassklúbbkostur borgarinnar er almennilegt hljóðfæri. Í Con- firmation var Eyþór meira að segja Monkskot- inn í glæstum sóló. Þarna eins og í Ant- hropology voru saxarnir í heljarstuði og hrynsveitin fylgdi þeim vel. Aftur á móti held ég þeir hafi blásið best í ballöðunum. Benjamin blés If I should lose you og Siggi Everythin happen to you. Þar fór ekki á milli mála að báð- ir búa yfir persónulegum stíl þar sem Benjamin er nokkuð ryþmaskotnari en Siggi, sem er klassískari í sköpun sinni. Stórskemmtilegir tónleikar þar sem hlutirnir voru teknir mátulega hátíðlega þótt verið væri að minnast Charlie Parkers. Parkers minnst TÓNLIST Djass Benjamin Koppel og Sigurður Flosason altósaxófóna, Ey- þór Gunnarsson rafpíanó, Valdimar Kolbeinn Sig- urrjónsson bassa og Erik Qvick trommur. Cafe Rosenberg 10.12.2005. BENJAMIN KOPPEL OG KVARTETT SIGURÐAR FLOSASONAR Vernharður Linnet Í UMSÖGN Rögnu Sigurðardóttur í Morgunblaðinu á sunnudag um sýn- inguna Huldukonur í íslenskri myndlist í Þjóðminjasafninu, vitnaði Ragna í ræðu Áslaugar Thorlacius, formanns Sambands íslenskra myndlistarmanna, við opnun sýning- arinnar. Í ræðunni sagði Áslaug að af 550 félagsmönnum í SÍM væru rúmlega 400 konur eða tæp 73%, en að innkaup listasafnanna síðustu ár væru síður en svo í samræmi við þessar staðreyndir, og endurspegl- uðu ekki þetta kynjahlutfall. Minnti Áslaug á að sterk tengsl væru milli safneignar listasafna og þess hvern- ig listasagan er skrifuð. Áslaug nefndi fleiri tölur í ræðu sinni, sem vakið hafa athygli. Hún sagði að á síðustu fimm árum hefði Listasafn Íslands fest kaup á 46 verkum eftir konur en 64 eftir karla. 28% fleiri verk hefðu verið keypt af körlum en konum. Fyrir verk kvennanna hefðu verið greiddar 16,5 milljónir en rúm- ar 34 milljónir fyrir verk karlanna. Meðalverð fyrir verk eftir konu væri því tæplega 360 þúsund á móti rúm- um 530 þúsundum fyrir verk eftir karl. Munurinn væri í kringum 30%. Hún rakti sambærilegar tölur frá Listasafni Reykjavíkur og sagði að síðustu 3 ár hefðu verið keypt 33 verk eftir konur en 69 eftir karla. 52% fleiri verk hefðu því verið keypt af körlum en konum. Fyrir verk kvennanna hefðu verið greiddar 9,6 milljónir en rúmar 25,5 milljónir fyr- ir verk karla. Meðalverð fyrir verk eftir konu í innkaupum Listasafns Reykjavíkur hefði því verið 290 þús- und krónur á tímabilinu, en 370 þús- und fyrir verk eftir karl. Munurinn væri í kringum 22%. Áslaug tók fram að bæði söfnin hefðu að vísu sett fyr- irvara um hugsanlega ónákvæmni. Við nánari eftirgrennslan hjá söfnunum tveimur, um hverju kynja- mismunurinn sæti, fengust þær skýringar að samanburður væri af mörgum ástæðum erfiður í þessu samhengi, og gæfi ekki endilega gleggstu mynd af innkaupunum. Ekki sambærilegir hlutir Dagný Heiðdal deildarstjóri lista- verkadeildar Listasafns Íslands seg- ir að hægt sé að leika sér með tölur á ýmsan máta. Hún telur varhugavert að miða við félagatal SÍM, því fé- lagar þar væru ekki allir starfandi listamenn. „Ég þori ekki að fullyrða að það séu frekar karlar en konur sem hafa listsköpun að aðalstarfi en ég þekki dæmi þess að fólk sé fé- lagar í SÍM en starfi á öðrum vett- vangi. En það kemur fleira til. Í inn- kaupum er frekar miðað á þá sem eru mikið að sýna, og eru áberandi í myndlistarlífinu.“ Dagný segir í því sambandi, að ekki hafi verið teknar saman tölur um hlutfall karla og kvenna á sýningum safnsins. „Ég get þó bent á að af 13 listamönnum sem eru nú að sýna í safninu eru 8 konur og á sýningunni Ný íslensk myndlist í fyrra voru verk eftir 12 karla og 13 konur. Einnig má nefna að af einkasýningum íslenskra lista- manna 2001-2005 eru 8 karlar og 8 konur, en þar sækir fólk ekki um, heldur ákveður safnið hverjir sýna, “ segir Dagný. „Þessi umræða er alltaf mjög hættuleg, og að setja kynjahlutfallið beint fram á ekki alltaf við. Það sama á við um tölur um mismunandi verð á verkum karla og kvenna. Mér finnst ekki rétt að setja þær fram á þennan hátt, þar sem margir þættir spila inn í verð á verkum. Ef við skoðum kaup Listasafns Íslands, þá erum við bæði að kaupa verk eldri listamanna og ungra, en verk þeirra eru alla jafna ódýrari, hvort sem konur eða karlar eiga í hlut. Það er ekki hægt að reikna meðalverð verka eftir kynjum á þennan hátt, einfaldlega vegna þess hvað verkin eru ólík. Því er ekki hægt að jafna saman hvort verið er að kaupa stórt verk eftir Jón Stef- ánsson eða ljósmynd eftir unga konu, svo dæmi sé tekið. Þetta er ekki sambærilegt. Ég tel að það sé ekki mikill verðmunur milli kynja, ef tekin eru verk ungra listamanna. Því lengra sem farið er aftur í listasög- una, eru karlmenn meira áberandi, og því eðlilegt að frá þeim tímum séu til fleiri verk eftir karla.“ Listrænt mat – ekki kynjakvóti Þorbjörg Gunnarsdóttir deild- arstjóri safnadeildar Listasafns Reykjavíkur, segir að hjá safninu sé engin kynjakvótastefna í inn- kaupum, heldur sé farið eftir sam- þykktum safnsins um að leggja beri listrænt mat á þau verk sem til greina komi að kaupa. Hún segir líka erfitt að leggja mat á kaupverð verka, því þar geti þriðji aðili verið inni í viðskiptum, verð sé stundum trúnaðarmál, og greiðslur fyrir verk geti dreifst á lengri tímabil. „Það er engin markviss stefna að minna sé keypt af verkum kvenna og að lægri upphæðir séu greiddar fyrir þau.“ Þorbjörg segir að eðli málsins samkvæmt séu æ fleiri verk kvenna keypt til safnsins, og bendir á sömu skýringu og Dagný; æ fleiri konur stundi myndlist og vegni vel á því sviði. „Stóru söfnin kaupa meira af verkum eftir þá listamenn sem eru þekktir og búnir að koma sér fyrir í greininni, en minna eftir unga og lítt þekkta listamenn, sem hafa ekki sýnt mikið. Listasafn Reykja- víkur er líka bundið af því að við er- um með þrjú stór einkasöfn, Kjar- val, Ásmund og Erró, og við reynum að kaupa inn í göt í safni þeirra. Þeir eru jú allir karlmenn, og verk þeirra dýr, sérstaklega verk Kjarvals. Ef við eigum kost á að kaupa góð Kjar- valsverk sem okkur þykir ómissandi í safnið sem ber nafn hans, þá geta farið í það nokkrar milljónir, sem er stór hluti af því fé sem við höfum til listaverkakaupa ár hvert.“ Í ljósi þessara upplýsinga frá söfnunum, virðist það hafa talsverð áhrif á kynjahlutfall í listaverka- kaupum efni, hverjir iðnastir séu við að sýna verk sín. Þar þyrfti að kanna þætti eins og þann hvort karlar eigi oftar frumkvæði að því að sýna eigin verk, eða þeim sé oftar boðið að sýna í almennum sýningarsölum. Fleiri atriði væri vert að kanna í þessu sambandi, til dæmis, hvort söfnin þyrftu hugsanlega að leita fanga víð- ar en á formlegum sýningum, – til dæmis á vinnustofum listamanna. Enn annar þáttur sem kann að hafa áhrif eru almennar aðstæður kynjanna til listsköpunar, bæði list- rænar, félagslegar og efnahags- legar. Þær Þorbjörg og Dagný eru þó sammála um að með nýjum kyn- slóðum stækki hlutur kvenna í myndlistinni jafnt og þétt, eins og félagatölur SÍM gefa vísbendingu um. Listasöfnin starfrækja bæði innkaupanefndir. En sýningin á verkum Huldu- kvennanna í íslenskri myndlist stendur áfram í Þjóðminjasafninu – fram á vor. Sjálfsmynd Louisu Matthíasdóttur frá sumarsýningu Listasafns Reykjavíkur í Kjarvalssal 1999. Myndlist | Ýmsar ástæður fyrir kynjamismun í innkaupum Listasafnanna Ekki kynjamunur á verði verka ungra listamanna Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.