Morgunblaðið - 14.12.2005, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 14.12.2005, Blaðsíða 54
54 MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ STÖLLURNAR í Sopranos blása til jólatónleika í Seltjarnarneskirkju í kvöld kl. 20, en hópinn skipa þær Hörn Hrafnsdóttir, Margrét Grét- arsdóttir og Svana Berglind Karls- dóttir. Með þeim starfar píanóleik- arinn Hólmfríður Sigurðardóttir. Á tónleikunum gefur að heyra létta og skemmtilega jólatónlist sem flestir kannast við, í bland við nokkur alvarlegri verk, auk þess sem frumflutt verður nýtt íslenskt jólalag úr smiðju Egils Gunn- arssonar, sem ber heitið Jólavers. „Við ætlum að reyna að hafa þetta í léttari kantinum; erum bæði með háklassík og líka grín og glens,“ segir Margrét í samtali við Morgunblaðið og tekur sem dæmi að á tónleikunum muni hljóma allt frá Ave Maríu Bachs til Jólasveins- ins sem kemur í kvöld. Þá hyggja söngkonurnar einnig á flutning á Lepp, Skrepp og Leiðindasjóðu sem Halli og Laddi gerðu frægt á sínum tíma. „Það hefur verið tals- verður barningur að koma þessu lagi saman fyrir okkur. Ég skil ekki alveg hvernig þeim Halla og Ladda hreinlega tókst það,“ segir hún og hlær. Góðir gestir Egill Gunnarsson, sem stundar nám í tónsmíðum á Ítalíu, hefur bæði útsett og samið lög fyrir tón- leikana. Auk Jólavers útsetti hann Ó, helga nótt og spyrpu léttra jóla- laga. „Hún er mjög skemmtileg hjá honum, og útsetning hans á Ó, helga nótt er alveg mögnuð,“ segir Margrét, en Sopranos hafa fengist nokkuð við syrpu-formið á tón- leikum sínum. Þó nokkrir gestir munu koma fram með Sopranos-stúlkunum á tónleikunum; þeir Hrólfur Sæ- mundsson baritónsöngari, Guð- mundur Hafsteinsson trompetleik- ari og Örnólfur Kristjánsson sellóleikari. „Þetta er allt topp- tónlistarfólk sem við höfum fengið með okkur,“ segir Margrét. Leggja mikið upp úr túlkun og tjáningu Sopranos leggja mikið upp úr léttleika og húmor á tónleikum sín- um. Hvers vegna skyldu þær velja þá nálgun? „Ég hugsa að það sé leiðin til að ná til áheyrandans,“ svarar Margrét. „Um leið og mað- ur nær að túlka eitthvað, sama hvort það er grín eða dramatík, nær maður í gegn. Við leggjum mikið upp úr slíkri túlkun og tján- ingu, og viljum brjótast út úr hinu hefðbundna stífa formi.“ Hún segir að á tónleikunum muni hljóma þó nokkur gamalkunn jólalög. „Það er nú það sem allir vilja heyra – okkur virðist að fólk vilji gjarnan heyra sömu lögin aft- ur. Svo undarlegt sem það er,“ seg- ir Margrét, sem segir tónleikana fyrir alla aldurshópa. „Fyrir alla sem hlakka til jólanna.“ Tónleikar | Létt stemning á tónleikum Sopranos í Seltjarnarneskirkju Háklassík, grín og glens Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur ingamaria@mbl.is Létt stemning mun ráða ríkjum hjá Sopranos og gestum þeirra sem koma fram á tónleikum klukkan 20 í kvöld í Seltjarnarneskirkju. HJÁ Skjaldborg er komin út bókin Nakta konan, eftir Desmond Morr- is. Jón Daníelsson og Örnólfur Thorlacius þýddu. Desmond Morr- is vakti heims- athygli með bók sinni, Nakti ap- inn, árið 1967 og hefur síðan skrifað mikinn fjölda bóka um manninn – af sjónarhóli dýra- fræðinnar. Í þessari bók tekur hann lesandann með sér í könnunarleiðangur um kvenlíkamann og lýsir m.a. þróun hans í samanburði við kvendýr ann- arra tegunda, náskyldra okkur, en kvenlíkaminn hefur þróast mun meira en líkami karlmannsins. Morris fjallar hér t.d. líka ítarlega um ýmsar fegrunaraðferðir kvenna og rekur sögu þeirra og lesendum opnast einnig ný sýn á fjölmarga þætti líkamstjáningar og tískunnar gegnum aldirnar. Hér er á ferð áhugaverð og spennandi bók fyrir karla jafnt sem konur. Bókin er 286 bls. Nýjar bækur SÍMI 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.IS Jólatónleikar Klassískt jólakonfekt úr ýmsum áttum Hljómsveitarstjóri ::: Bernharður Wilkinson Kynnir ::: Halldór Gylfason Einleikari á klarinett ::: Arngunnur Árnadóttir Einleikari á trommur ::: Ingólfur Gylfason Kór ::: Barnakórar frá Flúðum og Selfossi Kórstjórar ::: Edit Molnar og Glúmur Gylfason Dansarar ::: Nemendur úr Listdansskóla Íslands Danshöfundur ::: Anna Sigríður Guðnadóttir tónsprotinn í háskólabíói LAUGARDAGINN 17. DESEMBER KL. 14.00 – ÖRFÁ SÆTI LAUS LAUGARDAGINN 17. DESEMBER KL. 17.00* – ÖRFÁ SÆTI LAUS F í t o n / S Í A F I 0 1 5 0 2 8 *Tónleikar utan áskrifta ER BAKHJARL TÓNSPROTANS Stóra svið SALKA VALKA Mi 28/12 kl. 20 Su 8/1 kl. 20 WOYZECK Fi 29/12 kl. 21 Fö 30/12 kl. 21 Lau 7/1 kl. 20 Su 15/1 kl. 21 KALLI Á ÞAKINU Má 26/12 kl. 14 Su 8/1 kl. 14 Su 15/1 kl. 14 CARMEN Fi 12/1 kl. 20 FORS. miðav. 2.000- kr Fö 13/1 kl. 20 FORS. miðav. 2.000- kr Lau 14/1 kl. 20 FRUMSÝNING UPPSELT Nýja svið/Litla svið ÞRJÁR SYSTUR e. TSJEKHOV Nemendaleikhúsið Aðeins sýnt í desember Fö 16/12 kl. 20 Lau 17/12 kl. 20 Su 18/12 kl. 20 Þr 27/12 kl. 20 Mi 28/12 kl. 20 MANNTAFL Mi 28/12 kl. 20 ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Fi 29/12 kl. 20 AUKAS. UPPSELT Fö 30/12 kl. 20 AUKASÝNING Síðustu sýningar! GJAFAKORT GEFÐU EFTIRMINNILEGA UPPLIFUN GJAFAKORT Í BORGARLEIKHÚSIÐ GILDA ENDALAUST Miðasala á netinu Borgarleikhúsið hefur opnað miðasölu á netinu Einfalt og þægilegt á vefsíðunni www.borgarleikhus.is Miðasala í síma 4 600 200 / www.leikfelag.is Fullkomið brúðkaup Fös. 16.des. kl. 20 UPPSELT Lau. 17.des. kl. 19 Örfá sæti Lau. 17.des. kl. 22 AUKASÝNING Mið. 28.des. kl. 20 UPPSELT Fim. 29.des. kl. 20 Örfá sæti Fös. 30.des. kl. 20 Örfá sæti Lau. 7.jan. kl. 19 AUKASÝNING - Í sölu núna Gjafakort í leikhúsið - góð jólagjöf! Miðasalan opin virka daga frá 13-17 og allan sólarhringinn á netinu. Snjór í fjallinu! bókasalur: Upplestur Í dag KL 12:15 Yrsa Sigurðardóttir Þriðja táknið Blóðrauð rauðrófusúpa á veitingastofu Á MORGUN Ævar Örn Jósepsson Blóðberg MEÐ FYRIRVARA UM FORFÖLL Jólaævintýri Hugleiks - gamanleikur með söngvum fyrir alla fjölskylduna. Lau. 17.12. Sun. 18.12. Fim. 29.12. Fös. 30.12. Síðustu sýningar! Sýnt í Tjarnarbíói, sýningar hefjast kl. 20.00. Miðapantanir í síma 551 2525 og á www.hugleikur.is . laus sæti laus sæti laus sæti örfá sæti laus laus sæti uppselt 15.12 16.12 17.12 27.12 28.12 29.12 fim. fös. lau. þri. mið. fim. Landsbankinn er stoltur bakhjarl sýningarinnar. GJAFAKORT - TILVALIN JÓLAGJÖF MIÐASALA: www.midi.is og í Iðnó s. 562 9700 Jólasöngvar Kórs Langholtskirkju í Langholtskirkju fös. 16. des. kl. 23.00 lau. 17. des. kl. 20.00 lau. 17. des. kl. 23.00 sun. 18. des. kl. 20.00 Kór Langholtskirkju Gradualekór Langholtskirkju Stjórnandi: Jón Stefánsson Einsöngvarar: Eivör Pálsdóttir Garðar Thór Cortes Ólöf Kolbrún Harðardóttir Úrvals hljóðfæraleikarar Ilmandi súkkulaði og piparkökur í hléi Ógleymanleg jólastemning Miðasala á midi.is og við innganginn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.