Morgunblaðið - 14.12.2005, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 2005 49
Bættu Microsoft í ferilskrána.
Vandað Microsoft nám fyrir kerf-
isstjóra hefst 6. feb. Undirbúning-
ur fyrir MCP og MCSA gráður.
Nánar á www.raf.is og í síma 86
321 86. Rafiðnaðarskólinn.
Þjónusta
Þarftu aðstoð við tölvuna? Kem
á staðinn og geri við. Viðurkennd-
ur af Microsoft. 10 ára reynsla.
Ríkharður, s. 898 0690, 8-23 alla
daga. www.tolvudeildin.net.
Sumarhús
Iveco 50 C 13, sk. 11.2001.
Ekinn aðeins 45 þ. km.
Heildarþyngd 5,2 tonn. Lyfta.
Topp ástand og útlit.
Kaldasel ehf.,
s. 544 4333 og 820 1070.
Golf GTi. Til sölu Golf GTI árg.
2005, ekinn 10 þús. km. Topplúga,
aðgerðastýri, Xenon, tveir dekkja-
gangar á álfelgum. Frábær bíll
fyrir jólin. Haukur, sími 864 1461.
1990.000. Hyundai Santafe
2003. Ekinn 56.000 km. Litað gler
og vindskeið, sumar- og vetrar-
dekk o.fl. Upplýsingar síma 586
1033 eða 866 1520.
Glæsilegur sumarbústaður til
sölu, staðsettur rétt við bakka
Hvítár í landi VaðneSs, Grímsnes-
og GrafningshreppI. Allar nánari
upplýsingar eru inn á
www.draumahús.is.
Útsala 195 þús. Opel Astra árg.
1998. Ekinn 107 þús. km. Ný
nagladekk. Uppl. í s. 544 4333 og
820 1070.
Toyota árg. '99, ek. 137 þús. km.
Land Cruiser 100 vx 6/99 með
leðri, tölvufjöðrun, 6 diska spilara,
ný 33" dekk o.fl. Topp eintak. Verð
3,6. S. 893 6840.
Nýr Mercedes Benz 213 CDI
pallbíll. ABS, ESP, loftkæling,
millilengd.
Kaldasel ehf., Dalvegi 16b,
201 Kópavogur,
s. 544 4333 og 820 1070.
Ný bílasala á rótgrónum stað
- 100 bílar. Höfum opnað nýja
bíla- og vélsleðasölu á Funahöfða
1. Rúmgóðir innisalir fyrir bíla og
vélsleða. Tökum við skráningum
í síma 517 9999 og á
www.100bilar.is
NÝ bíla- og vélsleðasala - 100
bílar. Höfum opnað nýja bíla- og
vélsleðasölu á Funahöfða 1. Rúm-
góðir innisalir. Tökum við skrán-
ingum í síma 517 9999 og á
www.100bilar.is.
Mercedes Benz Sprinter
316 CDI, nýr, 10 manna, 2x loft-
ræstikerfi. 156 hest., sjálfskiptur,
rafmagnsspeglar og rúður, sam-
læsingar með fjarstýringu, ESP,
hraðastillir o.fl. Litað gler.
Kaldasel ehf.,
s. 544 4333 og 820 1070.
Námskeið
Skipstjórnarnám 30 brl.
Bóklegt skipstjórnarnám kennt
með fjarkennslusniði. Fyrir þá
sem vilja öðlast atvinnuréttindi
og (eða) áhugafólk um siglingar.
Námið hefst 9. janúar 2006 og
lýkur með prófi 2. maí 2006.
Skráning og nánari upplýsingar
á vef skólans www.fas.is . Sími
470 8070 og fas@fas.is.
Framhaldsskólinn í
Austur-Skaftafellssýslu.
Bílaþjónusta
Bryngljái á bílinn!
Endist árum saman - verndar
lakkið - auðveldar þrif.
Mössun - blettun - alþrif - djúp-
hreinsun. Yfir 20 ára reynsla!
Litla Bónstöðin, Skemmu-
vegi 22, sími 564 6415.
Hjólbarðar
Negld vetrardekk 4 stk. + vinna
155/70 R 13 kr. 22.500
175/70 R 13 kr. 24.900
175/65 R 14 kr. 25.900
195/65 R 15 kr. 28.900
205/55 R 16 kr. 37.000
Kaldasel ehf.,
Dalvegi 16b, 201 Kópavogi,
s. 544 4333.
Ökukennsla
Ökukennsla Reykjavíkur ehf.
Ökukennsla akstursmat.
Vagn Gunnarsson
Mersedes Benz,
894 5200/565 2877.
Ævar Friðriksson
Toyota Avensis '02,
863 7493/557 2493.
Gylfi Guðjónsson
Subaru Impreza,
696 0042/566 6442.
Gylfi K. Sigurðsson
Suzuki Grand Vitara,
892 0002/568 9898.
Snorri Bjarnason
BMW 116i, nýr,
892 1451/557 4975.
Sverrir Björnsson
Volkswagen Passat, '05
892 4449/557 2940.
Húsbílar
Erum að taka pantanir í Hobby
húsbíla 2006. Eigum til tvö hjól-
hýsi á tilboðsverði.
Netsalan ehf.,
Knarrarvogi 4, sími 517 0220,
www.netasalan.com.
Opið virka daga frá kl. 10-18.
Varahlutir
JEPPAPARTAR EHF.,
Tangarhöfða 2, sími 587 5058
Nýlega rifnir Patrol '91-95, Terr-
ano II '99, Subaru Legacy '90-'04,
Impreza '97-04, Kia Sportage '03
og fleiri japanskir jeppar.
Þjónustuauglýsingar 5691100
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
FRÉTTIR
PARKINSONSAMTÖKIN á Ís-
landi fengu nýlega styrk að upphæð
3,6 milljónir króna til að auka þjón-
ustu við félagsmenn samtakanna í
gegnum jafningjastuðning. Það eru
VÍS, Hönnun verkfræðistofa og
börn Ólafs Sverrissonar, fyrrver-
andi kaupfélagsstjóra, sem veita
styrkinn og verða þessir aðilar sér-
stakir bakhjarlar verkefnisins.
Ólafur, sem nú er látinn, var um
árabil stjórnarmaður í Parkinson-
samtökunum á Íslandi.
Styrkurinn gerir félaginu fært að
veita parkinsonsjúklingum og að-
standendum þeirra andlegan og fé-
lagslegan stuðning á erfiðum tím-
um þegar greining hefur átt sér
stað og líf fólks tekur stakkaskipt-
um.
Parkinsonsamtökin munu nýta
styrkinn til að auka stuðning við
parkinsonsjúka og aðstandendur
þeirra. Stefnt er að því að mynda
tengslanet þar sem reynsla fagfólks
og sjúklinga verður nýtt til að ná til
þeirra fjölmörgu einstaklinga sem
hafa einangrast í kjölfar sjúkdóms-
ins. Liður í átakinu eru námskeið
sem haldin verða fyrir parkinsons-
sjúka þar sem fjallað verður um
hinar margvíslegu afleiðingar sjúk-
dómsins hvort sem þær eru líkam-
legar, félagslegar eða tilfinninga-
legar. Jónína Björg Guðmunds-
dóttir félagsráðgjafi verður ráð-
gjafi samtakanna í þessu verkefni
og mun hún stjórna námskeiðunum
sem hefjast í janúar nk.
Þá er einnig í undirbúningi að
bjóða upp á símatíma fyrir sjúk-
linga og aðstandendur þeirra einu
sinni í viku. Þar verður leitast við að
aðstoða jöfnum höndum eldri park-
insonsjúklinga og þá sem hafa
greinst nýlega, við ýmis réttinda-
mál og vandamál sem óhjákvæmi-
lega gera vart við sig þegar fólk
greinist með varanlegan sjúkdóm,
segir í fréttatilkynningu.
Parkinson-
samtökin
fá styrk
ORKUVEITA Reykjavíkur
(OR) hefur verið tilnefnd til
„Networkers Innovation Aw-
ards“-verðlaunanna fyrir
framsækna gagnanetsþjón-
ustu. Það er Cisco Systems
sem veitir verðlaunin en þau
verða afhent á morgun á al-
þjóðlegri ráðstefnu í Cannes í
Frakklandi. OR er tilnefnt í
flokknum „Best Broadband IP
Service“, eða „besta háhraða-
gagnaþjónustan“, ásamt fjór-
um öðrum fyrirtækjum, í Nor-
egi, Ungverjalandi, Austurríki
og Bretlandi.
Í fréttatilkynningu kemur
fram að ástæður þess að OR
er tilnefnd til Networkers-
verðlaunanna má rekja til
uppbyggingar fyrirtækisins á
opnu ljósleiðaraneti sem þjóna
mun heimilum á veitusvæði
OR.
Orkuveitan
tilnefnd til
verðlauna
EA-SAMTÖKIN halda sinn ár-
lega fund um jólakvíða á morg-
un, fimmtudaginn 15. desem-
ber kl. 18 í Kórkjallara Hall-
grímskirkju. EA-samtökin
bjóða upp á 12 spor tilfinninga
til gleðilegra jóla. Allir vel-
komnir.
Það er því miður vaxandi
hópur fólks sem er að berjast
við mikinn jólakvíða fyrir þessi
jól eins og undanfarin jól. Til
dæmis vegna ástvinamissis,
hjónaskilnaðar, fjárhagsörðug-
leika, fjölskylduvanda af ýms-
um toga, sjúkdóma o.fl. sem
erfitt er að sætta sig við, segir í
fréttatilkynningu.
Fundur um
jólakvíða
SORPA hefur undanfarin þrjú ár lagt góðum málum lið
í stað þess að senda viðskiptavinum sínum jólakort. Í ár
rennur jólakortastyrkur SORPU til þriggja athvarfa á
höfuðborgarsvæðinu fyrir geðfatlaða. Athvörfin þrjú,
Vin í Reykjavík, Dvöl í Kópavogi og Lækur í Hafn-
arfirði, eru öll rekin af Rauða krossi Íslands. Markmið
athvarfanna eru m.a. að auka lífsgildi geðsjúkra, að
rjúfa einangrun þeirra við umhverfi sitt, að draga úr
fordómum og að efla þekkingu sem flestra á málefnum
geðsjúkra. Gestir koma að eigin frumkvæði og er um
breiðan hóp að ræða, karla og konur á aldrinum 20–70
ára. Athvörfin safna peningum í sérstaka ferðasjóði
sem nýttir eru til ferðalaga gesta athvarfanna innan-
lands sem utan. Styrkur SORPU rennur í ferðasjóði at-
hvarfanna.
Meðfylgjandi mynd er frá styrkveitingunni. Frá
vinstri talið Sigríður B. Einarsdóttir, SORPU, Rebekka
Bjarnadóttir og Björg Haraldsdóttir frá Vin, Jóhanna
Bragadóttir og Þórdís Guðjónsdóttir frá Læk, Björg
Fríða, Björk Guðmundsdóttir og Hafdís Matthíasdóttir
frá Dvöl og Ögmundur Einarsson, framkvæmdarstjóri
SORPU.
SORPA styrkir geðfatlaða
FORMLEG afhending á St. Aug-
ustine 3 barnaskólanum í Malaví fór
fram þann 30. nóvember sl. Sendi-
herra Íslands, Benedikt Ásgeirsson,
afhenti menntamálaráðherra Malaví
lyklana að skólanum við hátíðlega
athöfn.
Bygging skólans hófst í byrjun
júlí og er framkvæmdum við fyrri
áfanga lokið og framkvæmdum við
seinni áfanga mun ljúka á allra
næstu vikum. Skólinn er einn sá
stærsti í héraðinu með um 4.000
nemendur. Áður en framkvæmdir
hófust voru aðeins 8 skólastofur
sem skólinn hafði til umráða og því
var um 42 bekkjum kennt undir
skuggum trjánna. Þetta þýddi að á
rigningartíma gat kennsla ekki far-
ið fram. Búið er að byggja 8 skóla-
stofur, stjórnunarbyggingu, bóka-
safn og salernisaðstöðu fyrir
nemendur og kennara. Einnig hafa
verið smíðuð húsgögn fyrir skólann.
Verið er að byggja 4 skólastofur til
viðbótar, ásamt því að lagfæra eldra
húsnæði.
ÞSSÍ, Þróunarsamvinnustofnun
Íslands, hóf samstarf við mennta-
málayfirvöld í Malaví árið 1995 en
þá hófst stuðningur við byggingu
Namazizi barnaskólans í Chirombo
þorpi við Apaflóa. Á næsta ári hefst
bygging á nýjum barnaskóla, en
byggður verður grunnskóli í fiski-
þorpinu Malembo, segir í frétta-
tilkynningu.
Afhentu
skóla í
Malaví