Morgunblaðið - 14.12.2005, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 14.12.2005, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 2005 37 UMRÆÐAN Í UPPHAFI þings til heiðurs Vig- dísi Finnbogadóttur 75 ára í apríl sl. sagði breski málfræðingurinn David Crystal m.a. að tungumál sem til- tölulega fáir tala þurfi á öllum að halda sem sýna þeim áhuga, jafnvel þótt tök þeirra á mál- inu séu í lágmarki. Kennsla í íslensku sem öðru máli og er- lendu máli er ekki síð- ur málrækt en móð- urmálskennsla. Styrkur íslensku nú er ekki aðeins að aldrei hafa fleiri átt hana að móðurmáli heldur einnig að aldrei hafa fleiri lagt stund á hana sem annað mál hér á landi og erlent mál við háskóla erlendis. Nú stunda um 1.000 nemar árlega há- skólanám í íslensku erlendis. Áhugi þeirra á málinu er af ýmsum toga. Sumir stunda námið í tengslum við almenn málvísindi, aðrir vilja geta lesið ís- lenskar bókmenntir á frummálinu, í þriðja hópnum er fólk sem hefur almennan áhuga á íslenskri menningu, í fjórða lagi eru nemar sem vilja einkum geta notað málið í samskiptum við Íslendinga. Margt hefur verið gert til að auð- velda erlendu fólki nám í íslensku, námsframboð hefur verið aukið bæði hér á landi og annars staðar og ný kennslugögn búin til. Ljóst er þó að mikið vantar á að kennslu í íslensku sem öðru máli og erlendu máli hafi verið sinnt sem skyldi þar sem fjár- magn hefur vantað. Stofnun Sigurðar Nordals annast umsjón með kennslu í íslensku við er- lenda háskóla. Nú er kennsla í ís- lensku nútímamáli studd við sextán háskóla erlendis, þó óverulega á flest- um stöðum nema í Berlín, London og Winnipeg. Ýmsir aðrir skólar en þess- ir sextán bjóða íslenskukennslu, svo sem Tokaiháskóli í Japan, Moskvuhá- skóli, háskólarnir í Vilnius í Litháen, Poznan í Póllandi, Prag í Tékklandi og nokkrir skólar í Þýskalandi. Vitað er að fjölmargir nemar vilja læra ís- lensku án þess að eiga þess kost við heimaskóla sína. Því var brugðið á það ráð að búa til sjálfstýrt námsefni í íslensku fyrir byrjendur á netinu, Ice- landic Online. Þetta efni hefur hlotið frábæra dóma jafnt hjá sérfræð- ingum og námsmönnum víða um heim. Þeir sem nema íslensku með hjálp Icelandic Online koma frá 74 löndum, flestir frá Bandaríkjunum og Póllandi. Ánægjulegast er að sjá að efnið er mikið notað í löndum þar sem lítil eða engin íslenskukennsla fer fram eins og í Brasilíu, Chile, Mexíkó og á Nýja Sjálandi. Að jafnaði eru 150 heimsóknir á námskeiðið daglega. Hins vegar hefur sýnt sig að Ice- landic Online kemur líka að notum í kennslu í íslensku sem öðru máli hér á landi. Þannig hefur námsefnið verið notað í sjálfstýrðu námi við Háskóla Íslands bæði af nemendum og erlend- um kennurum. Jafnframt hefur Stofnun Sigurðar Nordals gert það að skilyrði fyrir þátttöku í sumarnám- skeiði stofnunarinnar og hugvís- indadeildar að nemarnir hafi lokið Icelandic Online 1. Þessar forkröfur hafa þó ekki dregið úr umsóknum, þvert á móti. Umsóknir um íslensku- námskeiðið, eins og raunar allt nám í íslensku fyrir þá sem eiga íslensku ekki að móðurmáli, hefur aukist jafnt og þétt. Dæmi um það er t.d. Manitobaháskóli í Winnipeg. Þar hef- ur aðsókn í nám í íslensku og íslensk- um bókmenntum aukist mikið á und- anförnum árum. Öll ríki á Norðurlöndum styðja kennslu í tungumálum sínum við er- lenda háskóla og stuðla að rann- sóknum þar. Stofnun Sigurðar Nor- dals hefur um árabil tekið þátt í samstarfi stofnana á Norðurlöndum sem styðja kennslu í skandinavískum málum og finnsku erlendis. Sam- starfsnefnd um kennslu í Norður- landafræðum erlendis fær fjárveit- ingu frá Norrænu ráðherranefndinni. Skrifstofa nefndarinnar er nú hjá Stofnun Sig- urðar Nordals. Á þessu ári hefur nefndin m.a. staðið fyrir kynningu á Norðurlöndum við há- skóla í Shanghai og Beij- ing í Kína og ráðstefnu í Vilníus í Litháen um stöðu og framtíð Norð- urlandafræða utan Norð- urlanda. Á ráðstefnunni kom fram hvernig Norð- urlandafræðin hafa leit- ast við að aðlagast nýjum raunveruleika á tímum Bolognaferlisins í evr- ópskum háskólum. Skemmtilegast var að heyra um nýtt náms- skipulag eins og í Köln í Þýskalandi, þar sem reynt hefur verið að koma til móts við þarfir nema í öllum Norður- landamálum, samvinnu milli skóla í ólíkum lönd- um um kennsluna eins og í Freiburg og Tübingen í Þýskalandi, Basel í Sviss og Strassborg í Frakk- landi og nýtt MA-nám í Norður- landafræðum við háskólann í Sofíu í Búlgaríu. Á meðan Norðurlönd eiga hauka í horni eins og þá fjölmörgu sem sinna norrænum fræðum við um 250 há- skóla í heiminum þarf ekki að efast um að fjölmörg ungmenni munu fræðast um löndin í heimaskólum sín- um og óska að kynnast enn frekar þessum fimm fámennu ríkjum sem öll hafa náð lengst allra að skapa lands- mönnum velferð og auka menningu þeirra og menntun. Nauðsynlegt er að styðja þessa háskóla til góðra verka. Hverri krónu sem fer til að efla íslenskukennslu og íslensk fræði erlendis er varið til málræktar og menningarkynningar. Þeir fjármunir auka heldur ekki verðbólgu hér á landi. Íslenska, það er málið Úlfar Bragason fjallar um ís- lenskukennslu og íslensk fræði Úlfar Bragason ’Hverri krónusem fer til að efla íslensku- kennslu og ís- lensk fræði er- lendis er varið til málræktar og menningar- kynningar.‘ Höfundur er forstöðumaður Stofnunar Sigurðar Nordals. Á UNDANFÖRNUM áratugum hefur atvinnulíf í landinu breyst verulega. Komið hafa til sögunnar ný atvinnutækifæri, einkum í þjón- ustu ýmiss konar. Þá hafa horfið ýmis störf sem áður voru einkenn- andi í iðnaði og land- búnaði. Akureyri var t.d. í eina tíð öflugur iðnaðarbær með um- fangsmikinn text- íliðnað á Glerár- eyrum, umsvifamikla starfsemi Slippstöðv- arinnar, og áberandi fiskiðnað sem gegndi mun stærra hlutverki í atvinnulífi bæjarins en nú er. Fleiri dæmi mætti nefna um at- vinnuþróunina á Ak- ureyri en hún endur- speglar í raun atvinnuþróunina í landinu öllu. Verslunar- og þjón- ustustörfum hefur aftur á móti fjölgað og setja þau nú mun sterk- ari svip á atvinnulíf landsmanna en áður. Þekkingar- og menntastóriðjan Á undanförnum árum hefur mikilvæg tegund þjónustu vaxið sem lýtur að þekkingu og mann- auð. Hér er átt við háskólana í landinu sem þjónusta nú mun fleiri landsmenn en nokkru sinni áður. Nokkrir þessara háskóla eru á landsbyggðinni og miða þjónustu sína m.a. við landsbyggðarnem- endur. Ein af þessum ágætu menntastofnunum er Háskólinn á Akureyri sem hefur sett æ meiri svip á háskólasamfélagið í landinu og ekki síður á atvinnulíf Akureyr- ar frá stofnun haustið 1987. Því hefur verið fleygt að bæjarfélagið á Akureyri eigi háskólanum að þakka um 3.000 íbúa fjölgun. Eitt er víst að þessi mennta- stóriðja, sem er ætlað um millj- arður í rekstrarkostnað á komandi ári, hefur lagt til atvinnulífs bæj- arins og hagkerfis þjóðarinnar margfalda þá upphæð á und- anförnum árum. Háskólinn á Ak- ureyri er í raun merkilegt og jafn- framt mikilvægt byggðamálefni sem stundum virðist gleymast í umræðunni um horfin atvinnu- tækifæri og ákafar tilraunir til að endurheimta horfin störf. Full ástæða er hér til að staldra við og íhuga þær breytingar sem orðið hafa á íslensku atvinnulífi. Frá frumvinnslu og iðnaði til þjónustu- og þekkingar Fyrir tilstilli markaðsafla og aukinnar markaðshyggju, sem stundum er nefnt hnattvæðing, hefur hefðbundið iðnaðar- og landbúnaðarsam- félag gærdagsins breyst í nútíma þjón- ustu- og þekking- arsamfélag. Þetta á við um dreifðar byggðir landsins jafnt og þéttbýlt suðvest- urhorn þess. Meg- ineinkenni og frum- forsenda þjónustu- samfélagsins er mannauður þekkingar í framleiðslunni, áhersla á mennt- að vinnuafl og fjölbreyttar þarfir nútímamannsins. Af þessari ástæðu er þjónustusamfélagið stundum einnig kallað þekking- arsamfélag. Þróun þjónustu- og þekking- arsamfélags þýðir ekki að öll frumvinnsla og allur iðnaður sé á hverfanda hveli, heldur er meg- ineinkenni nútímans þarfamiðaður þjónustuiðnaður sem byggir á þekkingu og felur bæði í sér hefð- bundinn iðnað og frumvinnslu. Þjónusta er megineinkenni, ekki eina einkenni þjónustu- og þekk- ingarsamfélagsins. Til marks um þetta fylgja t.d. þjónustu Háskól- ans á Akureyri margvísleg störf í frumvinnslu og iðnaði sem hafa áhrif á atvinnulífið og gera það fjölbreyttara. Menntun snýst ekki einungis um mannauð nemenda og kennara heldur einnig uppbyggingu þekk- ingarstóriðju menntunarinnar, rekstur hennar og viðhald. Oft tengist þessum mannauðsiðnaði starfsemi á sviði ferðaþjónustu- og orlofsiðnaðar og annars afleidds iðnaðar. Háskólum tengjast einnig þekkingar- og háskólasetur, fjar- nám, rannsóknir og þróunar- og nýsköpunarstarfsemi, sem eflir mannauð og atvinnustarfsemi á fjölmörgum öðrum sviðum at- vinnulífsins. Þannig knýr mennt- astóriðjan áfram atvinnulíf þjón- ustusamfélagsins. Menntastóriðjan hefur ýmsar aðrar hliðar sem full ástæða er að hafa í huga einnig. Hún getur haft félagslega jöfnunarkosti í för með sér og vinnur gegn stéttaskiptingu sé hún aðgengileg öllum án tillits til búsetu og efnahagslegrar stöðu, t.d. vegna fjarnáms, og sé hún án himinhárra skólagjalda. Aukin menntun almennings er öflugasta tækið sem hugsast getur til jöfn- unar stéttarmunar. Aukið aðgengi eldri nemenda og aldraðra, ekki síst af landsbyggðinni, að há- skólanámi með fjarnámstækni, getur rétt hlut okkar Íslendinga í alþjóðlegum samanburði hvað framhaldsmenntun varðar. Jafn- framt má bæta menntunarlegan hlut landsbyggðarinnar sam- anborið við höfuðborgarsvæðið. Menntastóriðjan getur þannig unnið gegn vaxandi stéttaskipt- ingu, aukinni mismunun vegna bú- setu og gefið eldri nemendum og öldruðum kost á nýjum náms- tækifærum. Hún gerir þetta með því að gera fólki kleift að njóta menntunar á sínum eigin for- sendum og búa um leið þar sem það kýs. Háskólinn á Akureyri hefur verið í fararbroddi í þessu sambandi. Full ástæða er til að minna á áðurnefnda stóriðju sem vill auð- veldlega gleymast í þröngsýnni stóriðjuumræðu samtímans. Hún er engu síður en önnur stóriðja at- vinnuskapandi og arðsöm með til- liti til mannauðs þjóðarinnar og gjaldeyristekna, því þekkinguna og mannauðinn má flytja út. Þess- ari stóriðju fylgir lítil mengun, lítil náttúruspjöll og ávinningurinn er margfaldur miðað við aðra stór- iðju, sé til framtíðar litið. Menntun er besta byggðastefnan Hermann Óskarsson fjallar um menntun og byggðastefnu ’Menntastóriðjan geturþannig unnið gegn vax- andi stéttaskiptingu, aukinni mismunun vegna búsetu og gefið eldri nemendum og öldruðum kost á nýjum námstækifærum.‘ Hermann Óskarsson Höfundur er formaður kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi.                               !" #!" "$  !   %&' ())    "#$% &'() * + #,% , -  ** $  #..+   6                                            !"#$ !%                    !   "# !!   $ % 8          9    :     ;         & $  !! ""   '""%    "   (  " )" Z &" ( !" ! *+,-.,  + /0*[1 0.,2 % *+,-.2  . /0*[1 3,22 % ) * # " *+ 0 [ 4 ,[ ,22 % 0*[ 4 ,[ 0222 % *5,-.,  + /00[1 ,222 % 0 ,-.,  + /0,[1 5,22 % 00[ 4 .[ 6222 % 0,[ 4 .[ * 222 % , - # &*  (   )' !     5 7  - " "  " )" 8 ""  !    "(%  .   
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.