Morgunblaðið - 14.12.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.12.2005, Blaðsíða 8
Ræða stjórnar- myndunina 1980 LANDSSAMBAND sjálfstæðis- kvenna og vefritið Tíkin standa fyr- ir hádegisfundi um stjórnarmynd- un Gunnars Thoroddsens og klofning Sjálfstæðisflokksins árið 1980. Fundurinn fer fram í dag, miðvikudag, kl. 12, á Kaffi Sóloni, Bankastræti 7a, efri hæð. Fundarstjóri verður Ásta Möller, alþingismaður og formaður Lands- sambands sjálfstæðiskvenna. Fram- sögumaður verður Guðni Th. Jó- hannesson sagnfræðingur. Um- ræður í pallborði leiða, ásamt Guðna, Björn Bjarnason dóms- málaráðherra og Þorsteinn Páls- son, lögfræðingur og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins. RAGNAR Aðalsteinsson hæsta- réttarlögmaður segir að talsmenn Falun Gong-iðkendanna, sem ætl- uðu að koma til Íslands sumarið 2002, séu að íhuga viðbrögð við nýju áliti umboðsmanns Alþingis. Hann segir að þeir séu að sjálf- sögðu ánægðir með álitið, svo langt sem það nái. Sjálfur kveðst hann gera athugasemdir við einstaka þætti þess. „Það virðist vera byggt á því í þessari niðurstöðu umboðsmanns að svarti listinn, sem svo var kall- aður, hafi verið tekinn saman af ís- lenskum stjórnvöldum. Það er ekki rétt. Íslensk stjórnvöld fengu hann frá kínverskum stjórnvöldum.“ Umboðsmaður komst að þeirri niðurstöðu að lög heimiluðu ekki íslenskum stjórnvöldum að biðja Flugleiðir að banna þekktum Fal- un Gong-iðkendum að fljúga hing- að til lands í júní 2002, meðan á op- inberri heimsókn forseta Kína stóð. Í álitinu tekur umboðsmaður þó fram að það yrði að vera verk- efni dómstóla að skera úr um það hvort íslenska ríkið hefði með framgöngu sinni bakað sér skaða- bótaskyldu gagnvart þeim sem hlut áttu að máli. Ragnar segir aðspurður að eng- in ákvörðun hafi verið tekin um næstu skref, á grundvelli álitsins. Verið sé að ræða það, á meðal þeirra sem hagsmuna hafa að gæta í málinu. Falun Gong-iðkendur um álit umboðsmanns Íhuga næstu skref Morgunblaðið/Þorkell 8 MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Gífurleg aukning hef-ur orðið á undan-förnum árum á svokölluðum óumbeðnum pósti sem berst inn á heim- ili landsmanna en í þann flokk fellur m.a. ýmis kon- ar mark- og auglýsinga- póstur auk fréttablaða sem dreift er inn á heimili án endurgjalds. Þykir mörg- um sem áreitið keyri úr hófi í aðdraganda jólanna og segir Ögmundur Ein- arsson, framkvæmdastjóri Sorpu bs., að ávallt beri nokkuð á kvörtunum en þeim hafi fjölgað mikið að undanförnu, fólk segist ekki komast yfir að lesa allt það sem berst og varla hafa við að bera pappírinn út í grenndargáma. Ögmundur segir skýrar vísbend- ingar um að aukið pappírsmagn streymi inn á heimilin og m.a. hafi innihald pappírs í húsasorpi aukist um sex til sjö prósent frá síðasta ári. „Það segir þó ekki alla söguna því aukningin er jafnvel enn meiri í söfnun í grenndargáma sem taka dagblöð og tímarit,“ segir Ög- mundur og telur tilkomu ókeypis blaða stærsta þáttinn í þessari miklu aukningu en innflutningur á dagblaðapappír hefur aukist úr átta þúsund tonnum á árinu 2000 í 15 til 16 þúsund tonn á árinu í ár. „Okkur mælist til að um það bil 75% af því pappírsmagni sem inn á heimilin berst sé óumbeðinn póst- ur.“ Verkefnið „Pappírsfjallið“ Á árinu 2003 stóð Sorpa fyrir verkefni sem nefndist „Pappírs- fjallið“ og miðaði að því að fá skýra hugmynd um hvað bærist, og í hvaða magni, inn á heimilin. Mæl- ingar stóðu yfir frá 1. janúar til áramóta og tóku tólf heimili þátt í þeim. Sjö á höfuðborgarsvæðinu, þrjú á Norðurlandi og tvö á Suður- landi. Niðurstöður mælinganna bentu til þess að um 100 kg af pappír, óumbeðnum og dagblöðum í áskrift, bærist að meðaltali á hvert heimili en ljóst er að sú tala hefur hækkað verulega. Oft er sá mælikvarði notaður að skoðað er það magn sem flutt er inn af pappír en á árinu 2002 var innflutningurinn í kringum 12 þús- und tonn, tveimur árum síðar var magnið komið í 15 til 16 þúsund tonn. Í ár hefur innflutningur á pappír svo enn aukist og er talin verða á bilinu 18 og 20 þúsund tonn. Sá pappír sem berst til Sorpu er sendur til Svíþjóðar og þar endur- unninn. „Við fáum 150 krónur á tonnið þegar búið er að bagga það og setja í gám. Það er örlítið meira en flutningskostnaður og dugir fyrir flutningnum og örlitlu meir,“ segir Ögmundur og bætir við að það sé betra en að urða pappírinn, en magnið sé að aukast mikið og þá aukist jafnframt sá hluti sem fer í ruslakörfuna. Breytingar á lögum um úrvinnslugjald Gríðarlegur kostnaður fylgir því að farga öllum þessum pappír og hefur Samband íslenskra sveitar- félaga ákveðið að óska eftir því við umhverfisráðherra að lögum um úrvinnslugjald verði breytt, svo hægt sé að leggja slíkt gjald á pappír. Í greinargerð með tillög- unni kemur fram að aukning á frí- dreifingu dagblaða og tengdu efni hafi vaxið um 77% á þessu ári og að kostnaður vegna meðhöndlun- ar og förgunar þess úrgangs fari ört vaxandi. Ætlað er að kostnað- ur sveitarfélaganna við söfnun, móttöku og förgun 18 til 20 tonna af pappír sé um 350 milljónir króna. „Því er rétt, eðlilegt og nauðsynlegt að horft verði á þenn- an stóra lið og á hann lagt úr- vinnslugjald til að skapa nauðsyn- legan hagrænan hvata til sérstakrar flokkunar, söfnunar og meðhöndlunar þessarar úrgangs- tegundar,“ segir í greinargerðinni. Frá áramótum verður lagt úr- vinnslugjald á allar umbúðir úr pappa, pappír og plasti en Alþingi samþykkti nýverið lög þess efnis. Álagningin er í samræmi við mengunarbótaregluna, þ.e. að sá sem mengar ber kostnaðinn af menguninni og á gjaldið að standa undir úrvinnslu umbúða. Úr- vinnslugjald verður innheimt í tolli af innfluttum umbúðum og hjá skattstjórum við sölu á innlendri framleiðslu og áætlað er að inn- heimtar verði um 320 til 340 millj- ónir árlega. Framleiðendur taki á sig ábyrgð Ögmundur Einarsson telur að það sama geti gengið með prent- mál. „Ég veit ekki betur en að hver sem er geti gefið út hvað sem hann eða hún vill ef þeir standa ábyrgir fyrir því sem þar kemur fram. Ég spyr því hvort þeir séu ekki jafn ábyrgir fyrir því að taka efni sitt til baka? Af hverju ekki að setja úrvinnslugjald á prentmál- ið?“ Ögmundur telur einnig að aðrar leiðir gætu virkað en þær að setja á skatta og gjöld. Hann segir að hægt sé að ná samningum um að prentiðnaðurinn taki þátt í kostn- aðinum af fúsum og frjálsum vilja, það hafi gengið í Noregi þar sem samkomulag náðist á milli prent- iðnaðarins og sveitarfélaganna um ábyrgð og greiðslur. Fréttaskýring | Mun meira af pappír berst inn á heimili landsmanna en áður Mælt með úr- vinnslugjaldi Um 75% af öllu pappírsmagni sem berst inn um bréfalúgur er óumbeðinn póstur Endurunninn pappír er sendur til Svíþjóðar. Kostnaður sveitarfélag- anna um 350 milljónir  Innflutningur á pappír fyrir árið 2005 er á milli 18 og 20 þús- und tonn en til samanburðar voru um 16 þúsund tonn flutt inn í fyrra og 12 þúsund tonn árið 2002. Kostnaður sveitarfélag- anna vegna meðhöndlunar og förgunar dagblaðapappírs og pappírs til prentunar hefur því aukist mikið á undanförnum ár- um og er áætlað að fjárhæðin geti numið um um 350 milljónum króna í ár. Eftir Andra Karl andr@mbl.is Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina til Kanaríeyja í janúar á frábærum kjörum. Þú bókar og tryggir þér sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Stökktu til Kanarí 17. janúar frá kr. 29.990 Munið Mastercard ferðaávísunina Síðustu sætin Verð frá kr.29.990 Netverð á mann, m.v. hjón og 2 börn, 2-11 ára, í íbúð í viku 10. eða 17. janúar. Innifalið: Flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn. Verð frá kr.39.990 Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi/íbúð/stúdíó í viku 10. eða 17. janúar. Innifalið: Flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn. 10. janúar Uppselt - aukaflug JÓLASVEINARNIR tóku tæknina í sína þjónustu þegar þeir komu við á jólaballi Landhelgisgæslu Ís- lands um síðustu helgi, og kom það krökkunum á óvart að sjá annan tveggja jólasveinanna lenda þyrl- unni sinni fullkomlega, enda jólasveinar ekki þekktir fyrir að vera sérlega færir í meðhöndlun á nútíma- tækjum. Með jólasveinunum tveimur voru Birta og Bárður úr Stundinni okkar, og skemmtu yfir 300 krakkar og fullorðnir sér vel við að dansa í kringum jólatré, syngja og sprella. Jólaballið bar einmitt upp á afmæl- isdag flugdeildar Landhelgisgæslunnar, en 50 ár voru þá síðan gæslan fékk fyrstu flugvélina, sem var Katalínaflugbátur með einkennisstafina TF-RAN. Morgunblaðið/Árni Sæberg Jólasveinarnir flugu þyrlunni ÞÓR Sigurgeirs- son hefur ákveðið að gefa kost á sér í prófkjöri sjálf- stæðisfélaganna á Seltjarnarnesi fyrir bæjarstjórn- arkosningarnar næsta vor og sækist eftir 2. sæti listans. Prófkjörið fer fram laugardaginn 4. febrúar nk. Þór er 38 ára gamall, borinn og barnfæddur Seltirningur, sonur hjónanna Sigurgeirs Sigurðssonar, fyrrverandi bæjarstjóra, og Sigríðar Gyðu Sigurðardóttur myndlistar- konu. Eiginkona Þórs er María Björk Óskarsdóttir viðskiptafræð- ingur. Þau eiga dæturnar Söru Bryndísi 7 ára og Örnu Björk 5 ára. Þór starfar sem ráðgjafi á fyrir- tækjasviði Sjóvár og hefur starfað við sölu- og markaðsmál undanfarin 15 ár. Áherslumál Þórs eru uppeldis- og skólamál, skipulagsmál, m.a. markviss uppbygging íþróttamann- virkja, æskulýðs- og íþróttamál, mál- efni aldraðra ásamt því að tryggja ráðdeild í rekstri bæjarfélagsins, bæjarbúum til hagsbóta. Gefur kost á sér í 2. sæti Maður með hníf tekinn LÖGREGLAN í Reykjavík hafði af- skipti af manni á sextugsaldri um hádegisbil í gær sem hafði farið inn í tvær verslanir í miðborg Reykjavík- ur og tekið þar upp hníf. Að sögn lögreglunnar stafaði engin ógn af manninum sem er sjúklingur og lít- ur lögreglan málið ekki alvarlegum augum. Lögregluþjónar lögðu hald á hníf- inn og komu manninum til hjálpar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.