Morgunblaðið - 14.12.2005, Blaðsíða 22
Fyrir heimilið
Mikið úrval af ilmkertum,
reykelsum, heimilisilmi
og fleiru fyrir heimilið.
L’Occitane heimilislínan
skapar sætan jólailm
Jólastjörnur til að
setja ilm á
Ljósaperuhringir til
að setja ilm á.
Laugavegi 76 - 101 Reykjavík
Fljótsdalshérað | Það er mis-
jafnt hvernig Héraðsbúar ná sér
í jólatré fyrir jólin. Sumir kaupa
sér tré í búð, aðrir axla eggvopn
og ösla með fjölskylduna út í
skóg að leita rétta trésins. Það
er þó ekki svo að menn geti
höggvið sér tré hvar sem er,
þeir sem ekki eiga beinlínis eig-
in skógræktarreiti leita á náðir
forsvarsmanna skóganna, sem
gjarnan auglýsa trjásöludaga á
aðventunni fyrir almenning.
Forsvarsmenn Eyjólfs-
staðaskógar á Völlum hafa boðið
fólki að koma og sækja sér tré
og er svo rukkað fyrir eftir
lengd þess. Í skóginum getur
fólk fundið sér furu, rauð- eða
blágreni og verðið rúmlega tvö
þúsund krónur og á fimmta þús-
undið. Skógræktarfélag Austur-
lands keypti Eyjólfsstaðaskóg
árið 1944. Auk sumarhúsalands
við Einarsstaði hafa verið
byggðir á sjötta kílómetra af
vegum og göngustígum í skóg-
inum og víða verið sett upp borð
og bekkir göngufólki til hægð-
arauka.
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Þar höggva menn sitt jólatré
Skógrækt
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Landið
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi
Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir,
maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís
Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust-
urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is,
sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Úr
bæjarlífinu
HÉÐAN OG ÞAÐAN
GSM-kerfið eflt | Og Vodafone hefur
tekið í notkun nýjan GSM-sendi í Hegra-
nesi í Skagafirði. Nýr sendir tryggir við-
skiptavinum betra samband milli Sauð-
árkróks og Varmahlíðar og í Blönduhlíð, frá
Frostastöðum og norðureftir. Stöðugt er
unnið að því að efla GSM-kerfi Og Voda-
fone en það nær nú til 99% landsmanna, að
því er fram kemur í fréttatilkynningu frá
fyrirtækinu.
Ljósmyndir í Saltfisksetri | Ljósmyndir
eru sýndar í Saltfisksetrinu í Grindavík
þessa dagana. Eru þetta 3.300 myndir sem
Ómar Smári Ármannsson hefur valið úr
ferðum Ómars Smára og félaga úr FERL-
IR, Ferðafélagi rannsóknarlögreglumanna
í lögreglunni í Reykjavík, í nágrenni
Grindavíkur og víðar á Reykjanesi.
Miðvikudaginn 14. desember verður
Saltfisksetrið opið til kl. 22 og mun Ómar
þá útskýra og svara fyrirspurnum um
myndirnar.
Áhugafólk um náttúru Reykjanesskag-
ans er hvatt til að koma og láta reyna á
kunnáttu sína um staðhætti og fornar minj-
ar og nöfn á kennileitum.
spýturnar, ljóti andarunginn og dverg-
arnir sjö þó engin væri Mjallhvít. Lína
langsokkur sá um kynningu og var
einkar lífleg og skemmtileg, rétt eins
og hennar er von og vísa.
Á myndinni má bæði sjá Pétur pan
og dvergana sjö í lokaatriði sýning-
arinnar.
Jólasýning Fimleikadeildar Kefla-víkur var með glæsilegasta móti íár, þar sem deildin er 20 ára á
árinu. Ævintýraþema var á sýningunni
og brugðu ýmsar ævintýrafígúrur á
leik, allar í fleirtölu.
Pétur pan sýndi listir sínar, Rauð-
hetta, Öskubuska, litla stúlkan með eld-
Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir
Ævintýrafígúrur bregða á leik
Hálfdan ÁrmannBjörnsson leggurút af vísum frá í
gær um Jón Baldvin
Hannibalsson afturgeng-
inn í stjórnmálum:
Oft það mátti áður finna,
afturgengnir reyndust miður.
Dæmist vera dómklerks
vinna,
drauginn þann að kveða niður.
Séra Hjálmar Jónsson
dómkirkjuprestur svarar
þegar:
Þó að stefni í þjóðartjón
það er ekki bóla ný.
En ætla að fara að jafna um
Jón!
Ég kem ekki nálægt því.
Benedikt Jónsson fagnar
nýju dæmi um útrás Ís-
lendinga:
Enginn má við útrás spyrna
okkar hér við sker.
Alheimsdrottning Unnur Birna
Íslands hróður ber.
Og Ingólfur Ómar Ár-
mannsson yrkir vísu í
anda jólanna:
Við það hýrnar viðmótið
að vonum hrindir trega;
ölið drekka, daðra við
dömu yndislega.
Enn af Jóni
pebl@mbl.is
Suðurnes | Stjórn Starfsmannafélags
Suðurnesja skorar á sveitarstjórnir á Suð-
urnesjum að endurskoða veitingu samn-
ingsumboða sinna til launanefndar sveitar-
félaga. Sveitarfélögin eru hvött til að taka
upp sjálfstæða, ábyrga og uppbyggilega
launastefnu byggða á eigin forsendum. Þá
óskar félagið eftir viðræðum við sveitar-
félögin í ljósi samninga í Reykjavík.
Í bréfi sem Starfsmannafélagið hefur
sent sveitarstjórnunum á Suðurnesjum
segir að í aðdraganda síðustu kjarasamn-
inga við launanefnd sveitarfélaga hafi fé-
laginu verið stillt upp við vegg, ef félagið
samþykkti ekki að taka upp hið nýja starfs-
matskerfi væri ekki grundvöllur af hálfu
LN að ganga til samninga við félagið. Í
hinu nýja samræmda starfsmati væri meg-
inmarkmið að sömu laun yrðu greidd fyrir
sambærilega vinnu, óháð kyni og búsetu.
Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar og
Reykjavíkurborg eru aðilar að þessu nýja
starfsmati. „Nýr samningur þessara aðila
gerir það að verkum að ofangreind mark-
mið starfsmatsins eru brostin.
Með því að Reykjavíkurborg semji sjálf
við viðsemjendur sína í stað þess að fela
LN samningsumboðið eins og öll önnur
sveitarfélög hafa gert sýnir að Reykjavík-
urborg hefur metnað til að sjá sjálf um
samningagerðina þar sem launastefnu
borgarinnar er komið vel til skila. Reykja-
víkurborg hefur því ákveðið að standa utan
við láglaunastefnu LN og sveitarfélögin á
Suðurnesjum ættu að gera slíkt hið sama.“
Óskar eftir
beinum við-
ræðum við
sveitarfélögin
Keflavíkurflugvöllur | Vel hefur gengið að
opna bráðabirgðaleið farþega úr innritunar-
sal upp í brottfararsal Flugstöðvar Leifs Ei-
ríkssonar. Vegna framkvæmda í flugstöð-
inni var uppgangurinn færður til bráða-
birgða síðastliðinn fimmtudag.
Um þúsund farþegar fóru af landi brott á
fimmtudagsmorguninn og „allt gekk glimr-
andi“ eins og það er orðað á vef Flugstöðvar
Leifs Eiríkssonar en þar er unnt að fylgjast
með framkvæmdunum á sérstökum síðum.
Sömu sögu er að segja af gangi mála á öðr-
um álagstímum eftir breytinguna.
Starfsfólk við innritun kemur skilaboðum
um nýjan inngang til farþeganna og flug-
farþegar hafa gengið rakleiðis að nýja inn-
ganginum hægra megin í salnum.
Breyting á leiðum
hefur gengið vel
♦♦♦
Jólaljós 2005 | Nú er komið að því að
vaskir húseigendur keppist um að láta ljós
sitt skína. Á vef Austurbyggðar greinir frá
því að hefð sé orðin fyrir að Djúpavogsbúar
keppi sín á milli í því hver sé með fallegustu
skreytinguna og verði engin breyting þar á
í ár.
Fyrirkomulagið er þannig að húseig-
endur senda mynd af húsi sínu á netfangið
djupivogur@djupivogur.is þegar skreyt-
ingameistaraverkið er fullkomnað. Skila-
frestur til að senda myndir er til að-
fangadags. Þá segir að geti húseigendur
ekki tekið slíka mynd sé starfsfólk Djúpa-
vogshrepps boðið og búðir að mæta á stað-
inn og mynda ljósadýrðina vegna keppn-
innar. Ljóst er að búast má við harðri
keppni um ljósagang hýbýla Djúpavogs-
manna fram að jólum.
Selja sinn hlut | Stjórn og trúnaðar-
mannaráð Verkalýðsfélags Húsavíkur hef-
ur samþykkt að selja hlut félagsins í Félags-
heimili Húsavíkur. Félagið á 8,25% hlut í
Félagsheimilinu og áætlað söluvirði er um
3,2 milljónir.