Morgunblaðið - 14.12.2005, Síða 46

Morgunblaðið - 14.12.2005, Síða 46
46 MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Stórt skarð hefur verið höggvið í fjöl- skyldu okkar, þar sem þú varst tekinn svo snöggt og óvænt frá okkur. Það tekur tíma að átta sig á því að við eigum ekki eftir að vera meira með þér. Stelpurnar fái ekki að njóta þess oftar að fara með afa að gefa hænunum og kindunum og annað sem þig vantaði aðstoð við. ÓLAFUR KETILS GAMALÍELSSON ✝ Ólafur KetilsGamalíelsson fæddist í Reykjavík 14. desember 1935. Hann lést á heimili sínu 21. september síðastliðinn og var úför hans gerð frá Grindavíkurkirkju 1. október. Og ekki að sam- gleðjast með þér í dag (14. des.) þar sem þú hefðir orðið sjötugur. Jólin á næsta leiti, ekki verður þú þar, nema í hugum okkar. Þetta er erfitt að sætta sig við. Karín Óla er dugleg að minna okkur á að engl- arnir hans guðs passi Óla afa um jólin, því hann geti ekki verið hjá okkur eins og hann var vanur. Á jólagjafalista Elsu Katrínar er ósk um kerti fyrir Óla afa og kemur það ekki á óvart, þar sem þú varst góður afi. Rakel Eva saknar símtalanna frá þér, þar sem þið gátuð talað um áhugamál ykkar, dýrin. Þú varst al- veg á því að Rakel Eva ætti að fá hest. Og ekki væri verra ef hún fengi hænur út í garð líka, þar sem hún er svo mikill bóndi í sér, eins og þú. Telma Rut er búin að finna fyrir góð- um straumum frá þér í lestri fyrir jólaprófin, enda á skrifstofunni þinni alla daga. Það líður ekki sá dagur að ekki sé minnst á þig. Þú varst litrík persóna sem tekið var eftir. Sinntir kindunum, hænun- um og útgerðinni og öðru sem þú tókst að þér mjög vel. Þú áttir marga vini enda greiða- góður og mikið góð sál, sem vildir allt fyrir alla gera. Minningin lifir um góðan mann sem fallinn er nú frá allt of fljótt. Góði Guð, hjálpaðu okkur að sætta okkur við það sem við fáum ekki breytt. Þín er sárt saknað. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. (Vald. Briem.) Þín dóttir, Sólveig. Mig langar í nokkr- um orðum að kveðja tengdaföður minn, hann Magnús Má. Leiðir okkar hafa legið saman í hart nær 35 ár. Þegar ég kom fyrst í Skólagerðið fann ég strax að ég var búin að eignast nýja fjölskyldu. Fullorðið fólk, unglingar og einnig barna- börn sem voru þó nokkur komin. Matarvenjur sem Magnús Már flutti með sér frá Kanada voru í hávegum hafðar. Þeir eru orðnir ófáir kalkúnarnir sem maður hefur borðað í Skólagerðinu. Já, maður fann að maður var velkominn og það er alltaf notalegt. Við Magnús Már deildum sameig- inlegum áhuga á tónlistinni, fannst hún eins og upphaf og endir alls. Ég var ekki eins áhugasöm um enska fótboltann og gleymi því aldrei þegar ég í fyrsta skipti sá heimilisföðurinn ásamt nokkrum börnum sínum horfa á laugardags- boltann. Þá labbaði ég inn í eldhús MAGNÚS MÁR SIGURJÓNSSON ✝ Magnús MárSigurjónsson fæddist að Wynyard Sask. 21. október 1916. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 29. nóvem- ber síðastliðinn og var útför hans gerð frá Kópavogskirkju 7. desember. til Gústu og spurði hvort þau öskruðu alltaf svona! Það var alltaf til- hlökkun hjá okkur á Húsavík þegar afi Magnús og amma Gústa komu í heim- sókn en það gerðu þau flest ár meðan Magnús hafði sjón til að aka norður. Þau létu sig meira að segja hafa það að heimsækja okkur til Bloomington þegar við bjuggum þar. Oft var Margrét mágkona með í för. Hún hefur gert foreldrum sín- um kleift að búa í fallega húsinu sínu í Skólagerðinu sem Magnús byggði sjálfur fyrir meira en hálfri öld. Fyrir það er fjölskyldan öll afar þakklát. Magnús Már var glæsilegur á 89 ára afmælisdaginn sinn nú í lok október. Hann var ákveðinn í því að verða níræður en enginn ræður sínum örlögum og því kveðjum við hann nú með þökk fyrir allt og allt. Hvíl í friði, tengdapabbi. Hólmfríður Ben. Komdu sæll! Ásta Magnúsdóttir heiti ég. „Já, er það? Heitir þú Ásta Magnúsdóttir? Og hvað segir þú gott í dag?“ Svona hófust alltaf símtölin okkar afa, sem nú er lát- inn. Það er skrítið að missa afa sinn. Ég hef verið svo gæfusöm að eiga báða afa mína á lífi þar til nú. Ég sé þig alltaf fyrir mér á pallinum í Skólagerðinu að veifa til okkar í kveðjuskyni. Þú varst svo góður við okkur þrjú systkinin. Mig kallaðir þú allt- af „ráðskonuna“ þína. Þegar við vorum yngri man ég alltaf eftir því þegar við komum til ykkar í Kópa- voginn að ég var alltaf fyrst á fæt- ur. Þú hafðir verið á fótum dágóða stund eins og venjan var, en tókst mér alltaf opnum örmum. Ég leyfði þér aldrei að klára að lesa blaðið, því þú áttir að spila við mig. Mér fannst alltaf svo gaman að spila við þig og var þetta okkar stund. Svo vöknuðu hinir og frið- urinn var úti. Mér leið alltaf svo vel að koma til ykkar í Skólagerðið og var svo stolt að kynna ykkur fyrir honum Freysa mínum. Þér þótti nú ekki slæmt að ég skyldi hafa valið sveitastrák, þú sem bjóst í sveit í Kanada. Gaman var að heyra ykkur tala saman um breyt- ingarnar sem hafa orðið á bústörf- unum. Eftir að hafa búið í Banda- ríkjunum sem krakki kom ég altalandi á ensku heim. Krökkun- um í skólanum fannst það skrítið að við systurnar skyldum tala oft útlensku okkar á milli. Ég var fljót að hugsa og sagði að auðvitað töl- uðum við ensku, afi okkar væri nú frá Kanada. Þar með var málið út- rætt, ég væri af útlenskum ættum og mætti því tala útlensku. Ég var svo stolt af því að þú værir frá Kanada. Þú sagðir mér að úti hafir þú verið kallaður Mike og þegar við Freyr fórum til Ný- fundnalands keypti ég penna merktan Mike sem þú áttir enn. Ég spurði þig stanslaust um lífið þarna þegar þú varst ungur. Þú hefur líka verið svolítið ánægður þegar ég hef hringt í þig undanfarin sumur, hvort sem ég er á morgun- eða kvöldvakt á Hótel Eddu á Akureyri til að spyrja þig hvort þú þekkir þá Vestur-Íslend- inga sem eru gestir á hótelinu. Ég reyni að hjálpa fólkinu að finna ættingja sína eða einhverja sveitabæi á svæðinu og er fólkið mjög þakklátt fyrir þá hjálp. Auð- vitað segi ég svo öllum að afi minn sé frá Kanada og vita margir hver þú ert. Það verður skrítið að geta ekki hringt í þig næsta sumar í sömu erindagjörðum. Manstu þeg- ar við komumst að því að um ætt- ingja okkar var að ræða. Ég varð ekkert smá æst. Elsku afi. Ég er mjög þakklát fyrir þá stund sem við áttum sam- an í ágúst síðastliðnum. Við vorum að koma úr sumarbústað og var ekki hægt að keyra aftur norður án þess að koma við hjá ykkur. Ég er búin að segja Atla Frey að þú sért í pössun hjá Guði en að þú verðir alltaf hjá okkur nálægt ömmu Gústu. Þín Ásta. Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, bróðir, afi og langafi, EINAR THORLACIUS MAGNÚSSON, Lækjasmára 2, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju föstudaginn 16. desember kl. 13.00 Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á KFUM og K eða Kristniboðssambandið. Petrína Helga Steinadóttir, Elín Einarsdóttir, Guðmundur Ingi Leifsson, Guðmundur Th. Einarsson, Þórstína Aðalsteinsdóttir, Rósa Einarsdóttir, Ragnar Baldursson, Steinunn Einarsdóttir Egeland, Torstein Egeland, Magnús Th. Einarsson, Kristín M. Möller. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, RICHARD JÓNSSON, Krummahólum 2, Reykjavík, sem andaðist fimmtudaginn 8. desember, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstu- daginn 16. desember kl. 15:00. Erla Þórðardóttir, Þórdís Richardsdóttir, Per Otto Sylwan, Ingibjörg Richardsdóttir, Kristinn Karl Dulaney, afabörn og langafabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, INGIMAR SIGURÐSSON járnsmiður, Kópavogsbraut 1B, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju fimmtu- daginn 15. desember kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð í Kópavogi, sími 560 4100. Guðrún Kristinsdóttir, Helgi Stefánsson, Alexander Ingimarsson, Edda Ástvaldsdóttir, Guðmundur S. Ingimarsson, Birna Rúna Ingimarsdóttir, Friðþjófur Thorsteinsson Ruiz, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, HERBORG JÓNSDÓTTIR, Álfatúni 37, Kópavogi, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 16. desember kl. 13.00. Sigríður Bragadóttir, Kjartan Lilliendahl, Jón Trausti Bragason, Kristín Laufey Reynisdóttir, Tómas Bragason, Sigrún Edda Sigurðardóttir, Hermann Kristinn Bragason, Jóhanna Þorsteinsdóttir og barnabörn. Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför GUÐBJARGAR KARLSDÓTTUR frá Stekkjarholti, Ölduslóð 26, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir fær starfsfólk heimahlynningar Krabbameinsfélagsins fyrir frábæra umönnun og aðhlynningu. Anna Fía Emilsdóttir, Björn Magnússon, Hallfreður Emilsson, Kristín Björg Hákonardóttir, Emil Hörður Emilsson, Jóhanna Sigrún Jónsdóttir, Karl Ingiberg Emilsson og fjölskyldur. Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgunblaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minningar/afmæli“ ásamt frekari upplýsingum). Skilafrestur Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til- tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minn- ingargreinunum. Undirskrift Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir Ef mynd hefur birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minn- ingargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á myndamóttöku: pix@mbl.is og láta umsjónarmenn minning- argreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.