Morgunblaðið - 14.12.2005, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 14.12.2005, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 2005 29 DAGLEGT LÍF „JÓLIN skerpa á kærleikanum í mannlegum samskiptum, hvort sem við skrifum jólakort með fallegum kveðjum eða kaupum gjafir til að gefa öðrum. Allt kallar þetta á fallegar hugsanir. Svo ég tali nú ekki um að elda góðan mat handa öðrum,“ segir Spessi sem síðastlið- inn föstudag bauð til sinnar árlegu Friðar- máltíðar á aðventunni á veitingahúsinu Á næstu grösum. „Ég er hrifinn af hefðum og þetta er ein af mínum jólahefðum. Ég elda allt- af sama matinn, hnetusteik, og ég fer alltaf daginn eftir og tek þátt í danssýningu Kram- hússins í Borgarleikhúsinu. Í þetta sinn leik ég hreindýr,“ segir Spessi sem líka leggur þó nokkuð í að gera auglýsingaplakat um Frið- armáltíðina sína. „Við gerum plakatið saman, ég og Ámundi Sigurðsson sem er grafískur hönnuður.“ Friður á jörð spilar djass Hnetusteikin er ævinlega skreytt með hvítu flaggi, til að leggja áherslu á heiti hennar. En hvers vegna heitir þetta friðarmáltíð? „Jóla- máltíðin sjálf er friðarmáltíð. Og á jólunum finnst mér eins og friður leggist yfir allt og mér finnst meira að segja eins og veðrið lægi alltaf um jólin. Það er gott að minna fólk á nauðsyn friðar í sem víðustu samhengi,“ segir Spessi sem tekur vel á móti gestum sínum og það er mikið um kossa og knús, alveg í takt við inntak máltíðarinnar. Andrúmsloftið er mjög heimilislegt, Spessi röltir á milli borða, sest hjá fólki og spjallar við það og klappar fyrir hljóm- sveitinni, en það er ein hefðin enn í tengslum við þessa máltíð. „Ég er alltaf með lifandi tón- list til að skapa sérstaka stemningu og und- anfarin þrjú ár hefur vinur minn Óskar Guð- jónsson saxófónleikari sett saman band fyrir þetta kvöld, en hljómsveit kvöldsins heitir æv- inlega Friður á jörð, þótt hana skipi aldrei sama fólkið frá ári til árs.“ Hnetusteikin góða: Fyrir 10 manns: 3 b soðnar linsubaunir 3 b soðið hirsi 3 b soðin brún hrísgrjón 1 b rifið heilhveitibrauð ½ b. haframjöl ½ b. muldar cashewhnetur ¼ b. sólblómafræ ¼ b. ólífuolía 1 b. niðursneiddur laukur fersk. salvía eftir smekk ½ tsk. sellerífræ hvítlaukur – þrjú rif salt eftir hendinni ferskur chili smátt skorinn eftir smekk Öllum efnum blandað saman og hrært þar til deigið er mátulega stinnt og sett í mót með smjörpappír á botninum. Baka í rúma klukkustund við 200°C. Ef yfirborðið byrjar að brenna er hægt að setja plötu yfir hleifinn. Hleifurinn borinn fram og skreyttur með friðarflaggi. Frjálst er að frysta hleifinn eftir að hann hefur kólnað og hita hann upp þegar rétti tím- inn kemur. Meðlæti: Kartöflumús gerð úr sætum kart- öflum, trönuberjasulta, smjörsteikt sellerírót, villisveppasósa og ferskt salat.  MATARKISTAN |Jólamatur grænmetisætunnar Kossar, knús og kærleikur Morgunblaðið/Sverrir Friðarmáltíðin tilbúin á diski. Spessi með hvítflaggaða hnetusteik og hljómsveit kvöldsins Friður á jörð, en hana skipa Óskar Guðjónsson saxófón, Ómar Guðjónsson gítar, Jóhann Ásmundsson bassa og Birgi Baldursson tommur. Snjáð og kámug opna í uppskriftarbókinni þar sem friðarmáltíðina er að finna. Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is     Yamaha píanó. Yamaha píanó og flyglar með og án SILENT búnaðar. Veldu gæði – veldu Yamaha! Samick píanó. Mest seldu píanó á Íslandi! Fáanleg í svörtu, hnotu og mahoný. Verð frá 357.000 kr. Goodway píanó. Fáanleg í svörtu, hnotu og mahoný. Verð frá 238.000 kr. 15 mán. Vaxtalausar greiðslur. Estonia flyglar. Handsmíðuð gæðahljóðfæri. Steinway & Sons Fyrir þá sem vilja aðeins það besta. Til sýnis í verslun okkar. H L J Ó Ð F Æ R A H Ú S I Ð Suðurlandsbraut 32 • 108 Reykjavík • 591 5350                       ! "#$%& '(  ' )*+%& ,-& ./ 0''  111!23+22!&  4 4 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.