Morgunblaðið - 14.12.2005, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 14.12.2005, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 2005 55 MENNING MÁLIÐ MOGGANU M Á MOR GUNMÁLIÐ FY LGIR MEÐ HRAFNHIL DUR ARNA RDÓTTIR A.K.A. SH OPLIFTER MYNDLIST ARKONA, HÖNNUÐU R OG STÍL ISTI Í NEW YORK MÝRIN, eftir Arnald Indriðason, kom út í Bandaríkjunum fyrir skömmu og hefur talsvert verið fjallað um bókina vestra. Mýrin er ein af tíu áhugaverðustu glæpa- sögum sem komu út í Bandaríkjunum á árinu að mati rit- stjórnar bandaríska blaðsins Kansas City Star. Er Arnaldur þar í hópi kunnra rithöf- unda á borð við Mich- ael Connelly og P.J. James. Gagnrýnandi Balti- more Sun segir Arn- ald sýna vel hvers vegna verk hans hafi sópað til sín verðlaunum erlendis og að Mýrin dragi allt í senn fram framandleika Íslands og það hversu líkir íbúar þess eru öðrum íbúum jarðarinnar. „Það eru allir sammála um að hér er á ferð heimsklassa rithöf- undur,“ segir gagnrýnandi Boul- der Bookstore. Gagnrýnandi Bookpage segir lýsingarnar á Reykjavík og ná- grenni heillandi og fléttu sögunnar æsispennandi. Gagnrýnandi Publishers Weekly segir bókina hafa óvenjulegt yf- irbragð, hún sé vel skrifuð og vel sé unnið úr fléttu og úrlausn. Gagnrýnandi Boston Globe segir Mýrina myrka og áleitna. „Klass- ísk ráðgáta, bæði full samúðar og spennu. Arnaldur Indriðason er að verða ein skærasta stjarnan á myrkum himni glæpa- sagnaheimsins,“ segir John Connolly, höf- undur Dark Hollow. Michael Malone, höf- undur Uncivil Seasons, segir Mýrina líkasta góðri Ingmar Bergman- mynd: „Hún dregur okkur inn í einkennilega fallegan heim sorga og hættulegra leyndarmála sem grafin eru í fortíð- inni. Rannsóknarlög- reglumaður Arnaldar er, eins og fyrirrenn- arar hans Philip Marlow og So- merset í Seven, einkar viðkunn- anleg söguhetja, tilfinningaríkur, greindur, siðsamur, einmana og mjög, mjög, mjög fær í því sem hann gerir.“ Og Marshall Browne, höfundur The Eye of the Abyss, lét þessi orð falla um Mýrina: „Heillandi lögreglusaga þrungin sálarflækjum og ásæknum leynd- armálum úr fortíðinni. Fléttan er margslungin, sögusviðið einstakt og einkalíf Erlendar er jafnvel enn nöturlegra en íslenska haustið. Er- lendur er lögga sem vert er að fylgjast með. Og það ætla ég að gera.“ Bækur | Mýrin fær góðar viðtökur í Bandaríkjunum „… ein skærasta stjarn- an á myrkum himni glæpasagnaheimsins“ Arnaldur Indriðason SVISSNESKI ljósmyndarinn Marco Paoluzzo sýnir nú ljós- myndir frá Íslandi og Færeyjum í Þjóðminjasafni. Hann hefur einnig gefið út aðra ljósmyndabók sína með myndum frá Íslandi, sú fyrri kom út fyrir áratug og bar einfald- lega nafnið Ísland, nýja bókin heit- ir Norður/North, og í henni er að finna myndir frá Íslandi og Fær- eyjum eins og sjá má á sýning- unni. Paoluzzo er reyndur í sínu fagi og hefur gefið út ljós- myndabækur frá fleiri löndum, m.a. Kína, Kúbu og Bandaríkj- unum. Það er töluverður fjöldi svart/hvítra mynda sem nú er til sýnis í Þjóðminjasafninu.Flestar sýna stefnumót hafs og lands, hvíts og svarts, ljóss og myrkurs. Svartir sandar, dökkir klettar, hvítfyssandi brim. Bráðnandi ís- jakar, eitt andlit, leiri smurt í Bláa lóninu. Eins og allir gera sem hingað koma eða hér búa, skapar Paoluzzo sér sína eigin mynd af Ís- landi, hann hrífst af þessum sér- stöku þáttum landslagsins og það er athyglisvert hvernig honum tekst að mýkja drætti hafsins í myndum sínum. Með því að taka myndir sínar á einhverjum tíma verður brimið ekki ógnvekjandi heldur mjúkt og áferðarfallegt. Undantekning á þessu er Dettifoss sem birtist í hrikaleik sínum, enda tæpast hægt að sjá hann í öðru ljósi. Myndir Paoluzzos eru und- antekningarlaust afar vel unnar og tæknilega fullkomnar, þær birta fallega og dulúðuga mynd af ís- lensku landslagi. Tæpast er hægt að segja að ljósmyndarinn komi með nýja sýn á landið enda varla hægt að búast við eða fara fram á slíkt, þetta eru klassískar myndir og í því felst gildi. Einstaka mynd birtir mannlegt umhverfi, eft- irminnileg er t.a.m. mynd innan úr stórum tanki og sýningin væri einsleitari ef slíkrar fjölbreytni nyti ekki við. Myndir Paoluzzos njóta sín vel á þessum árstíma þegar hvítt og aðallega dökkt og svart er ríkjandi í náttúrunni, og heimsókn á sýninguna verður eins og ganga við ströndina, alltaf birt- ist önnur alda, nýr klettur, annað sjónarhorn. Sérhæfing Paoluzzos hvað varðar myndefni og úrvinnslu þess gefur sýningu hans heil- steyptan svip og okkur Íslend- ingum er fengur í þessari klass- ísku og fögru sýn á svipmót lands og sjávar sem hér birtist, á okkar myrka og elskaða norður. Svipmót lands og sjávar MYNDLIST Þjóðminjasafnið Ljósmyndir, Marco Paoluzzo Til 20. febrúar. Opið alla daga nema má- nud. frá kl. 11–17 Norður/North Marco Paoluzzo: Baulárvallavatn á Snæfellsnesi. Ragna Sigurðardóttir SAMBÚÐ samanstendur af 34 ljóð- um sem eru ýmist ort með rími eða ekki og eru þau æði misjöfn að gæð- um. Umfjöllunarefnin eru allt frá Jónasi Hallgrímssyni til góðrar þjón- ustu og erfitt er að finna nokkurn heildarþráð í bókinni. Ljóðin hér eru mörg hver full ein- föld eða þá að meiningin er einfald- lega ekki nógu vel orðuð til að hægt sé að lesa úr þeim hvert höfundur er að fara. Þannig virkar bókin und- arlega á mann, ljóðin sem eiga að vera súrrealísk ná því einhvern veg- inn ekki og ef einhver meining er á bak við þau skilar hún sér ekki í gegn. Eins og í ljóðinu sem hér fer á eftir, „… nema stundum“: „Á túninu/sá hún mjólkina/koma úr baulinu/og baulið/(nei ekki úr kúnni)/úr/ húsbóndanum/litla stúlkan grét undir sænginni.“ Á þennan hátt tekst höf- undi sem sagt að fara offörum í ein- faldleikanum, svo mótsagnakennt sem það hljómar. Sambúð býr yfir ákveðinni glettni sem stundum fer á mis og bera sum ljóðin keim af því sem væri hægt að kalla aulahúmor. Þegar höfundi tekst vel upp skín frá- sagnargleðin í gegn og formfestan virðist fara Unni best eins og í ljóðinu „Dagrenning“: „Ef þú einn með sorg- inni situr/þú sérð hve dökkklædd hún er/með brostin augu og bitur/og bág- indin utan á sér./Bjódd’ enni bjartari klæði/brostu til hennar hlýtt/veittu svo voninni næði/til að verma allt upp á nýtt.“ Sambúð er bók sem nær eng- an veginn til mín, hún er bæði sund- urleit og ruglingsleg. Titillinn kemur mér spánskt fyrir sjónir miðað við efni bókarinnar og gefur til kynna að verkið sé hreinlega ekki fullunnið. Ég hef þó sterklega á tilfinningunni að með frásagnargleðinni að vopni geti höfundur vel gert betur. Einleikur á ljóð BÆKUR Ljóð Höfundur: Unnur Sólrún Bragadóttir. 39 bls. Höfundur gefur út. 2005. SAMBÚÐ Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.