Morgunblaðið - 14.12.2005, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 14.12.2005, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 2005 35 MENNING www.jpv.is BÓKIN SEM UNGA FÓLKIÐ ER AÐ TALA UM „Ekki á hverjum degi sem unglingar senda frá sér svo vel heppnaðar metsölubækur.“ Árni Matthíasson / MORGUNBLAÐIÐ „Algjörlega frábær bók.“ Hugi.is Metsölulisti Eymundsson Barnabækur 7. des. BIRNI Thors leikara hefur verið boðið hlut- verk í einu virtasta leikhúsi Evrópu, Burg-leikhúsinu í Vín í Austurríki. Hlut- verkið sem um ræðir er í verki sem kallast Area 7 og er hluti af Animatograph-seríu hins kunna þýska leik- stjóra, Christoph Schlingensief. Æfing- ar á Area 7 eru hafn- ar í Vín og verður frumsýnt í lok janúar á næsta ári. Björn hefur frá því í maí síðastliðnum unnið með Christoph Schlingensief í mörgum ólíkum verkefnum, nú síðast í Afr- íku í október þar sem hann var í fjórar vikur við tökur á kvikmynd- inni „The Afrikan Twin Towers“ sem tekin var víðsvegar í Nami- bíu. Area 7 er fimmta verkefnið sem Björn tekur þátt í ásamt Schlin- gensief. Auk þess að taka þátt í uppfærslu hans á óperunni Parsi- fal eftir Wagner í Bayreuth í sum- ar, hefur hann hingað til tekið þátt í þremur Animatograph- verkefnum Schlingensiefs, og seg- ir hann þau öll tengjast með ein- um eða öðrum hætti. Þannig verði að líkindum notaðir hlutar úr fyrri Animatograph-verkefnum í Area 7. „Þetta er mjög ævintýralegt alltsaman,“ svarar Björn að- spurður hvort ekki sé skemmtilegt að taka þátt í þessu verkefni. „Þessi vinna með Schlingensief er mjög frábrugðin þeirri sem ég hef kynnst sem leikari fram að þessu, og hún tengist miklu meira gjörn- ingum og aksjón en hefðbundnu leikhúsi.“ Björn segir ljóst að innblástur Schlingensiefs komi fremur úr myndlist en leikhúsi og nefnir dæmi máli sínu til stuðnings. „Nú erum við til dæmis staddir hér í Vín, sem aksjónistarnir áttu rætur að rekja til. Christoph hefur oft vísað í verk þessara manna, og listamennirnir Joseph Buyes og Dieter Roth eru honum einnig mikill innblástur. Hann fer inn í leikhúsið með það fyrir augum að brjóta það upp, og fyrir vikið er það ofboðslega spennandi fyrir mann sem leikara að kynnast þessum heimi. Það verður hins vegar ekkert auðvelt að snúa aftur á hefðbundið leiksvið aftur,“ segir Björn að lokum. Leikið í Burg- leikhúsinu í Vín Björn Thors Christoph Schlingensief Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur ingamaria@mbl.is Leiklist | Björn Thors leikari í sýningu Schlingensiefs JPV ÚTGÁFA hefur gengið frá sölu á útgáfurétti á Tíma norn- arinnar eftir Árna Þórarinsson til þýska útgefandans Droemer Knaur en í síðustu viku var geng- ið frá sölu bókarinnar til allra Norðurlandanna eftir að hún var tilnefnd til Íslensku bókmennta- verðlaunanna. Í tilkynningu frá JPV segir að þrír þýskir útgefendur hafi sleg- ist um útgáfuréttinn. „Eftir til- boðsstríð í nokkra daga hélt JPV útgáfa uppboð á bókinni og hreppti Droemer Knaur réttinn fyrir 31.000 evrur eða jafngildi um 2,4 milljóna króna í fyr- irframgreiðslu einungis fyrir sölu bókarinnar á almennum markaði og eru þá bókaklúbbar og aðrar söluleiðir ekki teknar með en þýski útgefandinn rekur öfl- ugasta klúbb Þýskalands, Welt- bild.“ Segir í tilkynningu JPV að þetta sé sennilega hæsta fyr- irframgreiðsla sem nokkru sinni hefur fengist fyrir sölu á ís- lenskri bók til útlanda. Tími norn- arinnar til Þýskalands ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.