Morgunblaðið - 14.12.2005, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 2005 33
rliti. Þar má nefna erlend
sigla í gegnum lögsöguna
ekki eru öll í fjareft-
fjölda flutningaskipa
olíuflutningaskipa og far-
k margvíslegra annarra
órra og smárra. Sumarið
in 4 norsk loðnuskip í ís-
gslögsögunni og færð til
tjóri eins þeirra gaf upp
en þrjú þeirra voru að
ðlínu Íslands og Græn-
nntu skipstjórar þeirra
æslunni að allur afli um
ð tekinn Grænlands-
línu. Varðskipsmenn
í skipin til að athuga
eiðarbók, afla ofl. og í
því voru skipin færð til ís-
ar og skipstjórarnir
amanburð milli upplýs-
tirlitskerfinu og annarra
m í ljós að skipin höfðu
verið inni í íslenskri lög-
tilviki hefði sennilega
gt að sanna brot skip-
fjareftirlitskerfisins og á
rei verið hægt að kæra
varðskip ekki verið á
stjórarnir voru dæmdir
til að greiða háar sektir í Landhelg-
issjóð og einnig til upptöku afla í rík-
issjóð.
Verkefni varðskipanna
Skip Landhelgisgæslunnar þurfa að
vera til staðar úti á hafi ef eitthvað
kemur upp á. Sem betur fer hafa
stjórnvöld ákveðið að kaupa nýtt skip
fyrir Landhelgisgæsluna sem búið er
fullkomnum mengunarvarnarbúnaði og
öðrum nauðsynlegum tækjum sem
henta þeim verkefnum sem Landhelg-
isgæslan ber ábyrgð á. Í grein sinni
segist Helgi vegna meðfæddrar for-
vitni vilja vita í öllum aðalatriðum í
hvað varðskipin eyða tíma sínum í hin-
um hefðbundnu eftirlitsferðum og hver
það er sem skipuleggur og stjórnar
þeim. Ekki er hægt að telja upp öll
þau verkefni í svo stuttri grein. Það er
framkvæmdastjóri aðgerðasviðs sem
skipuleggur verkefni og ferðir varð-
skipanna í samráði við skipherrana og
forstjórann, sinn yfirmann. Yfirleitt er
reynt að skipuleggja ferðir varðskip-
anna þannig að þau séu þar sem hlut-
irnir eru að gerast, úti á miðunum, þar
sem flest skip eru. Fylgst er með veið-
um í efnahagslögsögunni og auk þess
utan hennar þegar fleiri en 10 íslensk
fiskiskip eru að veiðum á úthafs-
veiðisvæðum. Þegar varðskipsmenn
fara til eftirlits um borð í skip, t.d. til
að skoða afla og veiðarfæri, kanna þeir
um leið hvort öryggisbúnaður skips er
í samræmi við lög og reglur og hvort
þeir sem bera ábyrgð á siglingu skips-
ins eru með tilskilin réttindi og hvort
skipið er haffært og með skírteini sem
sannar það. Séu þessi atriði ekki í lagi
eru kærur sendar til sýslumanns í
heimabyggð skipstjórans. Komi í ljós
að mikið er af smáfiski í afla, leiðir
það oft til lokunar á því veiðisvæði
sem um ræðir í samstarfi við Hafrann-
sóknastofnun. Varðskipsmenn verða
auk þess að geta brugðist við neyðar-
ástandi af ýmsu tagi og þurfa þess
vegna að vera í stöðugri þjálfun. Sem
dæmi um æfingar sem varðskipsmenn
taka þátt í má nefna nýafstaðna fer-
juslyssæfingu á Seyðisfirði, reykköf-
unar- og brunaæfingar og marg-
víslegar samæfingar með öðrum
viðbragðsaðilum t.d. vegna almanna-
varna. Því fleiri úthaldsdagar varð-
skipa, því meira öryggi fyrir sæfar-
endur og íbúa afskekktra byggðarlaga.
Í raun þyrftu úthaldsdagar varðskipa
að vera mun fleiri og stöðugt þyrfti að
hafa skip fyrir norðan land þar sem
oft og tíðum sigla farþegaskip með
mörg hundruð farþega innanborðs.
Björgunarsvæði Landhelgisgæslunnar/
íslenska ríkisins er gríðarlega stórt.
Það er 1.800.000 ferkílómetrar en til
samanburðar er íslenska efnahags-
lögsagan 754.000 ferkílómetrar. Mik-
ilvægt er að skipin séu staðsett þannig
að það taki ekki langan tíma að sigla
þangað sem neyðin er stærst. Þegar
rússneska farþegaskipið Maxim Gorky
sigldi á ísjaka á milli Svalbarða og Jan
Mayen árið 1989 skipti nærvera varð-
skips frá norsku Landhelgisgæslunni
sköpum um að ekki varð manntjón en
nokkur hundruð manns var bjargað
um borð í varðskipið. Þyrlur hafa
margsinnis bjargað sjófarendum og
geta verið eina vonin þegar hætta er á
ferðum. Stundum eru skip þó í svo
mikilli fjarlægð frá landi er þau lenda
í hættu að þau eru fyrir utan flug-
drægi þyrlna. Ef hægt er að komast
framhjá þeirri hindrun með eldsneyt-
istöku úti á sjó getur það tekið þyrl-
una margar klukkustundir að komast
á vettvang og Líf, stóra þyrla Land-
helgisgæslunnar, tekur í mesta lagi 20
farþega. Það dugar skammt þegar stór
farþegaskip eiga í hlut. Varðskipin og
áhafnir þeirra eru fyrst og fremst á
siglingu til öryggis, löggæslu og eft-
irlits. Um leið sinna þau ýmsum öðr-
um brýnum verkefnum þegar tækifæri
gefst til, eins og t.d. að sinna viðhaldi
á ljósduflum, ölduduflum og skerjavit-
um í samstarfi við Siglingastofnun.
Með nýjum lögum um siglingavernd
eiga varðskipin og áhafnir þeirra að
geta brugðist við hryðjuverkum úti á
hafi og með nýjum lögum um verndun
hafs og stranda, hefur Landhelg-
isgæslan fengið íhlutunarrétt til að
bregðast við þegar mengunarslys vofa
yfir en ekki þarf að fjölyrða um
hversu alvarlegar afleiðingar eitt stórt
mengunarslys gæti haft fyrir markaðs-
setningu íslenskra sjávarafurða er-
lendis. Verkefnum hefur fjölgað en
ekki fækkað. Undanfarin ár hefur
Landhelgisgæslan ekki getað sinnt
nægjanlega vel eftirliti á Reykjanes-
hrygg vegna skipaskorts. Úthafskarf-
aveiðin á Reykjaneshrygg hefst venju-
lega í apríl og stendur fram í júlí og
það líða oft dagar og vikur án þess að
varðskip séu á svæðinu. Það orsakast
af því að ýmsu öðru þarf að sinna, lög-
sagan er gríðarlega stór og einungis 2
skip í rekstri en það þýðir að stundum
er aðeins eitt skip að gæta lögsög-
unnar þegar hitt skipið er í inniveru.
Varðskip þyrftu auk þess mun oftar að
vera við eftirlit austur af landinu í
maí–júní, á lögsögumörkum Íslands og
Færeyja, en þar hafa erlend síldarskip
verið að veiðum á vorin og norður af
landinu þegar loðnuveiðar eru stund-
aðar á lögsögumörkum Íslands og
Grænlands. Þar hafa auk Íslendinga
verið að veiðum færeysk, norsk og
dönsk skip.
Hagsmunamál allra sjómanna
að auka úthald varðskipa
Það er til marks um framsýni
Björns Bjarnasonar dómsmálaráð-
herra og samráðherra hans í rík-
isstjórninni hversu mikinn metnað þeir
hafa í málefnum Landhelgisgæslunnar
sem meðal annars birtist í því að
Landhelgisgæslan fær nýtt skip og
nýja flugvél til að sinna mikilvægum
verkefnum í efnahagslögsögunni. Von-
um við að spurningum Helga Laxdal
sé að einhverju leyti svarað með þess-
ari grein og þökkum við honum fyrir
að opna umræðu um þessi mál því
nauðsynlegt er að stjórnvöld og al-
menningur fái upplýsingar um hversu
mikilvægt starf fer fram hjá Land-
helgisgæslunni. Við vonum einnig að
Helgi, sem forsvarsmaður stórs hluta
sjómannastéttarinnar, gangi í lið með
Landhelgisgæslunni og berjist fyrir
auknu úthaldi varðskipanna og þar
með auknu öryggi sjómanna og allra
landsmanna.
verkefni
… nauðsynlegt
að stjórnvöld og
menningur fái
plýsingar um
ersu mikilvægt
arf fer fram hjá
ndhelgisgæsl-
ni.‘
Dagmar er lögfræðingur og upplýsinga-
fulltrúi Landhelgisgæslu Íslands. Halldór
er skipherra á Ægi, varðskipi Landhelg-
isgæslu Íslands.
rum í fyllingu tímans.
er hátt reitt til höggs,
sama skapi er til mikils
na. Nýlegar rannsóknir
l kynna að ef við-
hömlur á milli landa í
tu, iðnaði og landbúnaði
felldar niður ásamt út-
ngs- og framleiðslu-
um til landbúnaðar
það stuðla að um fimmt-
exti alþjóðaviðskipta. Sér
vekur eftirtekt að hvergi
öxtur alþjóðaviðskipta
en með landbún-
örur, enda á markaður
ær það sammerkt um all-
m að sitja fastur í viðjum
- og niðurgreiðslukerfa
nna meiri skaða en gagn
ri tíma litið.
ær sjálfshjálp
m hjá þeirri staðreynd
ekki litið að ávinningur
alþjóðaviðskiptum með
örur er meiri en í öðrum
taðreynd atvikast af því
fi og höft á landbúnaði
ubjagandi í eðli sínu.
stuðlar afnám vernd-
tolla að því að virkja á
mband framboðs og eft-
örkuðum með landbún-
f marka má nýlegar
á áætla að stærsti hluti
ábata sem verður til við
g styrkjakerfis myndi
urlanda en um 40% af
anum myndu hins vegar
íkjum í skaut. Ekki þarf
m það, að sé ábatinn
m hlutfall af landsfram-
st hagur þróunarlanda
hag Vesturlanda.
m þróunarhjálp hefur
ið fram að afnám við-
skiptahindrana sé greiðasta leiðin til
að lyfta hundruðum milljóna manna í
þróunarlöndum upp úr sárri fátækt og
að viðskiptahvetjandi aðgerðir séu eina
færa leiðin til að soltnir íbúar þróun-
arlanda fái tækifæri til að lifa á annan
máta en frá höndinni til munnsins.
Niðurstöður rannsókna skjóta stoðum
undir þessa fullyrðingu enda er það
einörð skoðun greinarhöfunda að af-
nám viðskiptahindrana á fram-
leiðsluvörur þróunarríkja sé besta þró-
unaraðstoð sem völ er á og að
Íslendingar eigi að ganga fram fyrir
skjöldu í þessum efnum og hvetja aðr-
ar G10-þjóðir til hins sama.
Takmarkað gildi
þróunaraðstoðar
Tiltölulega lágt framlag þróun-
araðstoðar sem hlutfall af landsfram-
leiðslu þróunarríkis hefur mikil áhrif á
hagvöxt á hvern einstakling í þróun-
arlandi. Hins vegar er jaðarábati auk-
innar þróunaraðstoðar tiltölulega lítill.
Ef litið er til hagtalna í Afríku á ár-
unum 1970–1995 kemur í ljós að hag-
vöxtur á mann dróst saman samfara
vaxandi þróunaraðstoð, þar sem hún
hefti efnahagslega framþróun og hvata
til viðskipta. Á sama tíma líta sömu
þjóðir og veita þróunaraðstoð fram hjá
því að afnám viðskiptahindrana myndi
örva efnahagslíf þróunarríkjanna þar
sem frumkvöðlar í löndunum myndu
finna leiðir til að framleiða vörur á
hagkvæmari máta en nú er gert – án
þróunaraðstoðar.
Sökum þessa má þróunaraðstoð sín
lítils í samanburði við alþjóðaviðskipti.
Með þróunaraðstoð fylgir gjarnan sá
böggull skammrifi að stjórnvöld í fjar-
lægum löndum íhlutist um hvernig út-
deila skuli fjármagni sem getur leitt til
óhagkvæmrar nýtingar fram-
leiðsluþátta. Alþjóðaviðskipti, t.a.m.
með landbúnaðarvörur þróunarlanda,
eru hins vegar til þess fallin að stuðla
að hagkvæmustu nýtingu takmarkaðra
framleiðsluþátta, enda er það erlend-
um framleiðanda í hag að uppskera
hvers árs sé hámörkuð í þróunarlandi.
Sá sem fellir niður viðskiptahindranir
hagnast síst minna en sá sem getur
aukið útflutning vegna þessa. Rann-
sóknir á helstu gangráðum hagvaxtar í
heiminum gefa til kynna að þau lönd
sem aukið hafi veg fríverslunar hafi
búið við hæst langtímahagvaxtarstig.
Þó ber að líta til þess að ekki er um
klárt orsakasamhengi að ræða, þar
sem ógerningur er að einangra frí-
verslun frá öðrum hagstjórnaraðgerð-
um. Hins vegar má benda á að ekki
fyrirfinnst eitt einasta dæmi þess að
lokað hagkerfi hafi notið langvarandi
hagvaxtar en hins vegar má finna mý-
mörg dæmi um samspil afnáms við-
skiptahindrana og hagvaxtar ríkja allt
aftur til sjöunda áratugar síðustu ald-
ar.
Gömul saga og ný
Engan skyldi undra þessi nið-
urstaða: alþjóðaviðskipti stuðla öðrum
þáttum fremur að því að lönd sérhæfi
sig í framleiðslu þeirra vara sem þau
njóti hlutfallslegra yfirburða í. Kenn-
ingin er síður en svo ný af nálinni – en
er jafnrétt nú og hún var þegar hag-
fræðingurinn David Ricardo setti hana
fram við dagsbrún nítjándu aldar. Í
kenningunni er bent á að sérhver þjóð
eigi að sérhæfa sig í framleiðslu þeirra
vara sem hún hafi hlutfallslega yf-
irburði í framleiðslu á – þ.e. þeirra
vara sem hún getur framleitt með
lægri tilkostnaði en aðrar þjóðir. Með
milliríkjaviðskiptum geti sérhver þjóð
því boðið til sölu vörur sem hún fram-
leiðir á hagkvæmari máta en aðrar
þjóðir og fengið í skiptum vörur sem
kostnaðarsamara er fyrir hana en aðr-
ar þjóðir að framleiða. Niðurstaðan er
sú að allar þjóðir hagnast á viðskipt-
unum, burtséð frá upprunalegi út-
hlutun, t.a.m. náttúruauðæva, enda
stuðla alþjóðaviðskipti að aukinni hag-
kvæmni með sérhæfingu og bættri
nýtingu framleiðsluþátta. Styrkir, inn-
flutningskvótar og höft af ýmsum toga
vinna hins vegar gegn því að þjóðir
sérhæfi sig í framleiðslu þeirra vara
sem hlutfallslegir yfirburðir þeirra
liggja í.
Sú röksemd heldur varla vatni að
mörg þróunarríki séu illa í stakk búin
til að af hafa hag af alþjóðaviðskiptum,
þar sem mörg þeirra skorti innviði og
stofnanir til að hafa hag af þátttöku í
alþjóðaviðskiptum. Uppbygging stofn-
ana og annarra innviða samfélagsins
er réttilega mikilvæg stoð frjálsra við-
skipta. Án eignarréttar er til lítils að
rækta garðinn ef nágranninn getur óá-
reittur uppskorið án þess að sá og
rækta. Öfugt við það sem gjarnan er
haldið fram í umræðunni eru frjáls
viðskipti – markaðshagkerfið – for-
sendan fyrir traustum innviðum.
Afléttum
viðskiptahindrunum
Umræða um niðurfellingu við-
skiptahafta á þróunarlöndin er tals-
verð en framkvæmdin hefur legið á
milli hluta. Þannig þarf ekki að velkj-
ast í vafa um að verulega hallar á
vaxtarmöguleika þróunarríkja á með-
an verndarstefna vesturveldanna bein-
ist gegn framleiðslu þróunarríkja á
landbúnaðarvörum. Þrátt fyrir hugs-
anlega mikinn ágóða af afnámi við-
skiptahindrana stunda næstum öll
stjórnvöld inngrip í alþjóðaviðskipti af
einhverjum toga. Það getur reynst
þrautin þyngri að aflétta viðskipta-
hindrunum og draga úr styrkjum til
greina sem hafa notið þeirra um ára-
bil.
Síbreytilegt umhverfi stjórnmála
stuðlar að því að stefna stjórnvalda er
lítt breytanleg gagnvart málefnum
sem eiga sér öfluga talsmenn í gegn-
um sérhagsmunahópa. Að öllu jöfnu
álíta stjórnmálamenn það ekki væn-
legt frá pólitísku sjónarmiði að tala
fyrir opinberum stjórnvaldsaðgerðum
sem munu leiða til atvinnumissis fyrir
hóp einstaklinga. Skiptir þá engu máli
hversu fáa einstaklinga um ræðir eða
hversu mikill ábati og velferð myndi
fylgja í kjölfarið fyrir heildina.
Ísland ætti því að stefna að því að
aflétta viðskiptahindrunum eins fljótt
og unnt er án tillits til hvort aðrar
þjóðir geri slíkt hið sama. Slík stefna
myndi stuðla að auknum hagvexti og
þjóðfélagslegri velferð til langs tíma
litið og stuðla að því að íslenskt hag-
kerfi geti blómgast enn frekar fyrir
atbeina þekkingar og sérhæfingar – til
hagsbóta öllum þorra manna – jafn-
framt því að leggja lóð á vogarskálina
í þeirri viðleitni að styðja þróun-
arlöndin til sjálfshjálpar.
Niðurstöður
Það er löngu ljóst að landbúnaður er
óverulegt hagsmunamál fyrir Íslend-
inga og í raun er óskiljanlegt að Ísland
skuli vera í hópi þeirra ríkja sem reka
harðasta verndarstefnu í landbún-
aðarmálum í heiminum. Enda eru Ís-
lendingar að meginstefnu til talsmenn
frjálsra og haftalausra viðskipta, hvort
sem litið er til verslunar, iðnaðar,
þjónustu eða annarra sviða hagkerf-
isins. Landbúnaður hefur hins vegar
einhverra hluta vegna setið eftir. Sjálf-
sagt er ekki um að kenna skorti á
skilningi á gildum frjálsra viðskipta og
jákvæðum áhrifum þeirra á þjóðarhag.
Það væri að æra óstöðugan að rekja
hagsögulegar skýringar á því hversu
erfitt hefur reynst að opna landbúnað
fyrir frjálsum viðskiptum og hvers
vegna landbúnaður er alltaf undanskil-
inn í umræðu um hagkvæmni við-
skipta. Hins vegar verður ekki farið í
grafgötur með það, að ef þessi grein-
arstúfur fjallaði um gildi frjálsra við-
skipta í verslun, iðnaði eða þjónustu
myndu velflestir taka umræðuna sem
gefnum hagfræðilegum sannindum.
Í gær komu ríki heims saman í
Hong Kong og semja sín í milli um
aukið frelsi í alþjóðaviðskiptum. Í þeim
samningum verður Ísland á bremsunni
hvað varðar landbúnaðarmál sem verð-
ur okkur sjálfum til skaða og þróun-
arlöndunum einnig. Okkar helsta nið-
urstaða er að Ísland eigi að afnema öll
höft og að landið eigi að yfirgefa G10-
hópinn fyrir samningalotuna sem hefst
í dag og stuðla þannig að auknum við-
skiptum með landbúnaðarvörur. Ekki
eingöngu myndi velferð á Íslandi
aukast við það að höftin yrðu rofin
heldur myndum við leggja lið baráttu
fyrir því að þróunarlöndin hæfu raun-
hæfa sjálfbæra sjálfshjálp.
Halldór Benjamín er hagfræðingur og
Tryggvi Þór er prófessor í hagfræði.