Morgunblaðið - 14.12.2005, Page 60

Morgunblaðið - 14.12.2005, Page 60
60 MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIN King Kong í leikstjórn Peters Jacksons er frumsýnd víða um heim í dag, þar á meðal í Bandaríkjunum og á Íslandi. Að- alkarlhlutverkin eru í höndum þeirra Adriens Brodys og Jacks Blacks, sem við fyrstu sýn virðast dálítið ólíkar týpur svo ekki sé sterkar að orði kveðið. Á blaðamannafundi í New York fyrir skemmstu, þar sem þeir Brody og Black sátu fyrir svörum, fór vel á með þeim og var greinilegt að þeir höfðu skemmt sér vel við tök- ur á myndinni sem fóru fram á Nýja-Sjálandi. Á fundinum kom í ljós að þeir eiga það sameig- inlegt að dást eindregið að hæfileikum og vinnubrögðum Peters Jacksons og segjast þeir báðir þakklátir fyrir að hafa fengið tækifæri til að taka þátt í því ævintýri sem gerð mynd- arinnar var. Að öðru leyti er erfitt að koma auga á sameiginlega þætti í fari þeirra og verð- ur að segjast að þeir koma manni jafn ólíkt fyr- ir sjónir og við mátti búast. En kannski á fram- koma blaðamanna í þeirra garð einhvern þátt í þeirri upplifun, þar sem viðstaddir hlæja hátt að öllu sem Black segir – hvort sem hann er að slá á létta strengi eða bara að lýsa vinnunni við myndina á blátt áfram hátt – á meðan það er meira verið að halla undir flatt og kinka kolli á skilningsríkan hátt þegar Brody tjáir sig. Báðir í skýjunum þegar þeim buðust hlutverkin Til marks um hversu ólíkan feril þessir leik- arar eiga að baki má benda á að þátttaka þeirra í King Kong felur í sér nýmæli fyrir þá báða en á alveg andstæðan hátt. Brody skaust upp á stjörnuhimininn í Hollywood árið 2002 þegar hann hreppti óskarsverðlaun fyrir leik sinn í titilhlutverki kvikmyndar Romans Pol- anskis, The Pianist, og síðan þá hefur hann að mestu haldið sig við dramatísk og alvarleg hlutverk. Jack Black hefur á hinn bóginn leikið aðalhlutverk í fjölmörgum vinsælum gam- anmyndum, svo sem Shallow Hal og School of Rock, og eru persónurnar sem hann leikur iðu- lega ýktar og farsakenndar. Með hlutverki sínu í ævintýramyndinni King Kong tekur Black þannig að sér alvarlegra hlutverk en hann hefur áður gert, en Brody fæst hins veg- ar við meiri léttleika en áður. Aðspurðir segjast leikararnir báðir hafa verið himinlifandi þegar þeim bauðst hlutverk í myndinni. Brody: „Ég var alveg í skýjunum. Eftir fyrsta fundinn með Peter þar sem mér var sagt að þau hefðu áhuga á því að fá mig í þetta hlutverk varð ég strax alveg ofboðslega spenntur.“ Black: „Ég fann strax hvað mig langaði hrikalega mikið í þetta hlutverk. Yfirleitt eru fyrstu viðbrögð mín þegar ég fæ hlutverk: Ó, nú þarf ég sem sagt að gera þetta. Í alvörunni. En þarna, og í fyrsta sinn í rauninni, var ég al- veg viss. Ég vissi að þetta var engin spurning.“ Erfiðara að leika í ævintýramynd en hann hélt Brody er spurður hvers vegna hann hafi ákveðið að taka að sér hlutverk sem er svona ólíkt því sem hann hefur áður fengist við. Brody: „Ég hef lítinn áhuga á því að end- urtaka mig og vil yfirleitt prófa nýja hluti. Mig hefur lengi langað til að leika aðalhlutverk í ástarsögu í stórri stúdíómynd – og hef í raun verið að leita að slíku tækifæri – en vildi að það yrði karakter með einhverja dýpt en ekki bara einfaldaður karakter sem gæfi mér lítið að vinna með. Það var geysilega fín reynsla að leika í þessari mynd og mér finnst útkoman frábær. Því þó að myndin sé mikið sjónarspil eru persónurnar unnar af mikilli nákvæmni og vel haldið utan um alla þræði sem tengjast hvaða atriði hann hlakkaði mest til að sjá. Black. „Ég hlakka til að sjá atriðið þegar við erum að hlaupa undan risaeðlunum. Því þar voru teknar myndir af mér hlaupandi í öllum mögulegum stellingum og síðan búin til staf- ræn útgáfa af mér sem var notuð til að gera það sem áhættuleikari gat ekki gert. Í raun var þannig búin til vélmennis/tölvuútgáfa af mér og ég vil bara vera viss um að tölvuútgáf- an hafi leikið nógu vel. Annars fer ég kannski í skaðabótamál. Því ef ég leik frábærlega, en vélmennið er síðan með einhvern lélegan leik, þá gæti það skaðað feril minn.“ Brody er spurður út í ástarþríhyrninginn í sögunni, en persóna hans, Jack Driscoll, berst um ástir Anne Darrow, sem Naomi Watts leik- ur, við afar öflugan keppinaut, það er að segja sjálfan King Kong. Brody: „Já, það er augljóslega ákveðinn ást- arþríhyrningur þarna, en við erum að keppa um ólíka tegund af ástúð. Og Driscoll er vel skrifaður, þar sem honum er leyft að hafa ákveðna samúð með Kong jafnvel þó að hann sé andstæðingur hans. Það sem ég legg upp með er að berjast fyrir konunni sem er hugs- anlega kona drauma minna, og það sem vakir fyrir mér er alls ekki að skaða Kong heldur að koma henni heim.“ Allir elskuðu Jackson Að lokum eru þeir spurðir hvernig sé að vinna undir stjórn Peters Jacksons. Black: „Peter Jackson hafði mjög skýra sýn á alla þætti myndarinnar. Stemningin í hverri einustu senu var greinilega mjög afgerandi af hans hálfu, hann vissi alltaf nákvæmlega hvað hann vildi, en mér fannst hann samt aldrei of stjórnsamur. Ég hef orðið fúll út í of stjórn- sama leikstjóra sem fara meira að segja stund- um út í það að lesa textann fyrir mann og þannig. En með Peter, þá hafði ég á tilfinning- unni að allir á tökustað elskuðu hann. Það vildu allir gera allt sem þeir gátu til að gera þá sýn sem hann hafði að veruleika, þetta var í raun dálítið sjaldgæf upplifun.“ Brody: „Já, leikstjóri sem er nákvæmur er eitt, en leikstjóri sem er nákvæmur og getur útskýrt vandlega fyrir manni ástæðurnar að baki þessari nákvæmni þannig að maður skilji og nái sambandi við það sem hann vill gera er annað. Út á það gengur líka vinna okkar leik- aranna, að skilja og koma því svo til skila. Pet- er var ótrúlega góður í því að gefa okkur inn- sýn í öll smáatriði þessa heims sem verið var að skapa. Það sem mér fannst líka einna magnaðast var hvað honum tókst að vera vel inni í öllu sem var að gerast og gera margt í einu, og hvað hann sýndi öllum mikla þol- inmæði og tillitssemi, ekki bara okkur leik- urunum heldur hverjum einasta manni í liðinu á tökustað.“ Frumsýning | Adrien Brody og Jack Black eru aðalleikararnir í King Kong Eins og að vera krakki í þykjustuleik Persóna Adriens Brody þarf að berjast fyrir konunni sem hugsanlega er kona drauma hans en Naomi Watts leikur hana. Jack Black tekur að sér alvarlegra hlutverk en hann hefur áður gert. Eftir Birnu Önnu Björnsdóttur í New York bab@mbl.is ERLENDIR DÓMAR Metacritic.com 90/100 Hollywood Reporter 90/100 Empire 100/100 New York Times 100/100 Variety 90/100 (allt skv. metacritic) þeim. Enda er það nú svo að ef manni er sama um persónurnar þá fer maður út af þessum stóru mega-myndum án þess að nokkrar til- finningar sitji eftir. Varðandi það að leika í æv- intýramynd hélt ég að það yrði auðveldara en það reyndist. Ég leit á þetta sem stórt æv- intýri, hélt að þetta yrði að mestu leikur og skemmtun, en þetta er ótrúlega erfitt. Ég ber mjög mikla virðingu fyrir náungum sem skara fram úr í ævintýrabransanum, leikurum eins og Harrison Ford sem ljá slíkum myndum ein- hvers konar raunveruleika. Maður þarf stöð- ugt að setja sig inn í þennan heim, að sjá fyrir sér skordýr klifrandi yfir mann, að hlaupa undan risagórillum til að bjarga lífi sínu, og maður þarf að trúa þessu algjörlega.“ Þeir Brody og Black eru spurðir út í það hvernig það hafi verið að leika í mynd þar sem svona mikið er unnið eftir á með tæknibrellum og í stafrænni vinnslu. Black: „Ja, þegar við þurftum til dæmis að ímynda okkur að mannætukakkalakkar væru á eftir okkur var það í rauninni bara eins og þegar maður var krakki og lék sér úti í þykj- ustuleik, og lét eins og skrímsli væri að elta mann og skaut á það með geislabyssu. Þetta er í raun bara leikur, mjög skemmtilegur leikur. Og við höfum öll verið að leika okkur í svona leik síðan við vorum lítil, þannig að við erum bara frekar góð í þessum tæknibrelluleik.“ Brody: „Ég átti aldrei geislabyssu. Ég er frá Queens [í New York], þar voru menn með al- vörubyssur [þessi athugasemd uppskar mik- inn hlátur], þannig að ég kann að hlaupa undan hættum. Ég fékk greinilega öðruvísi uppeldi en Jack, en það er sama hvernig við ólumst upp, við nýtum okkur það einhvern veginn.“ Vill vera viss um að tölvuútgáfan af honum leiki vel Black, sem átti eftir að sjá myndina þegar blaðamannafundurinn fór fram, var spurður Ástin lífgar þig við. Stattu á þínu og láttu það vaða. KING KONG kl. 5 - 7 og 9 b.i. 12 ára Harry Potter and the Goblet of Fire kl. 6 og 9 b.i. 10 ára La Marche de L´empereur kl. 6 Green Street Hooligans kl. 8 og 10.15 b.i. 16 ára Tim Burton´s Corpse Bride kl. 6 Gæti valdið ótta ungra barna ! Lord of War kl. 8 og 10.20 b.i. 16 ára Reese Witherspoon Mark Ruffalo FRÁ ÓSKARSVERÐLAUNALEIK- STJÓRANUM PETER JACKSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.