Morgunblaðið - 14.12.2005, Side 64

Morgunblaðið - 14.12.2005, Side 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. MÚRVERK SÍMI 698 0111 HÆKKANIR á fasteignaverði hér á landi á undanförnum misserum virðast fremur vera leiðréttingar á verði í átt til eðlilegra verðlags á markaðnum, en að um of hátt verðlag sé að ræða. Sveiflur á verði fasteigna hér eru hins vegar með því mesta sem þekkist meðal þjóða sem eru innan Efnahags- og framfarastofn- unarinnar, OECD, og því er áhætta samfara fasteignaviðskiptum meiri hér á landi en víð- ast annars staðar. Mest hækkun á Vesturlandi Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu viðskiptaráðuneytisins um mismun- andi þróun fasteignaverðs eftir kjördæmum. Árleg raunhækkun íbúðaverðs hér á landi hefur verið 1,1% frá árinu 1960, en hækkunin er mjög mismunandi frá einu landsvæði til annars og á Vestfjörðum er um að ræða veru- lega lækkun raunverðs á undanförnum fimm- tán árum. Frá 1990 til 2004 hefur raunhækk- un íbúðarhúnæðis þannig verið mest á Vesturlandi um 63%, því næst á höfuðborg- arsvæðinu 52%, Suðurnesjum 47%, á Suður- landi 44%, Norð-Austurlandi 30%, á Austur- landi 24% og Norð-Vesturlandi 1%. Á Vestfjörðum hefur hins vegar húsnæðisverð lækkað um 28% að raungildi á tímabilinu. Skýrsluhöfundar segja einnig að lykilþætt- ir í þróun íbúðaverðs séu hagvöxtur, tekjur og mannfjöldaþróun. Þá virðist fjarlægð frá þéttbýli einnig skipta miklu máli. Góðar sam- göngur séu einnig mikilvægar, sem sjá megi til dæmis á Vesturlandi, þar sem tilkoma Hvalfjarðarganga sé ein ástæða verðhækk- unar þar. Sömu áhrif megi greina frá stór- verkefnum svo sem af uppbyggingu orku- frekrar stóriðju. Meðal tillagna nefndarinnar, sem stuðla eiga að auknum hagvexti og treysta þannig forsendur fyrir hækkun húsnæðisverðs á ein- staka landsvæðum, er meðal annars að stuðla að byggðakjörnum á landsbyggðinni og að efla innri gerð samfélagsins, til dæmis með bættum samgöngum. Starfsemi framhalds- skóla og háskóla verði efld á einstaka svæðum og stuðlað að frekari atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni, þ. á m. stóriðju. Þá er lagt til að reynt verði að draga úr gengissveiflum eins og kostur er þrátt fyrir annmarka smæð- ar gjaldeyriskerfisins og að aukið verði við umsvif hins opinbera á landsbyggðinni. Verulegar verðhækkanir á fasteignum í flestum landshlutum frá 1990 Verð á fasteignum ekki óeðlilega hátt Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is  Verðleiðrétting | 10 KOSNINGU um kjarasamning Eflingar við Reykjavíkurborg lauk í gær og samþykktu 95% þeirra sem þátt tóku í atkvæðagreiðslunni samn- inginn. Alls voru 1.922 félagsmenn á kjörskrá og tóku 694, eða rúm 36%, þátt í kosningunni. 659 þeirra sem þátt tóku, eða 95%, sögðu já en 35 manns, eða 5%, sögðu nei við samningnum. Sigurður Bessason, formaður Eflingar, kveðst ánægður með útkomuna. „Ég held að það sé al- menn ánægja ríkjandi með samninginn og að hún speglist að einhverju leyti í þátttökunni. Það vill gjarnan vera þannig að þegar mikil ánægja er með samning skilar fólk sér síður inn því það telur tryggt að hann verði samþykktur,“ segir Sig- urður. Hann segist bærilega sáttur við þátttökuna í atkvæðagreiðslunni, en hún sé svipuð og í síðustu atkvæðagreiðslu félagsins um kjarasamninga. „Við höfum farið víða þessa dagana og kynnt samninginn og það hefur almennt verið mikil ánægja með hann,“ bætir hann við. Samningur Eflingar samþykktur með 95% atkvæða MAÐUR sem reyndi að smygla þremur kílóum af hassi til landsins hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á fimmtudag. Tollverðir á Keflavíkurflugvelli fundu hassið í ferðatösku mannsins þegar hann kom til landsins á föstudag. Þetta er mesta magn af hassi sem tekið hefur verið á Keflavíkurflugvelli í einu lagi á þessu ári. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er mað- urinn þýskur og hefur ekki verið búsettur hér á landi. Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Kefla- víkurflugvelli, segir að málið sé í rannsókn. Fleiri hafi ekki verið handteknir vegna málsins en hann verst frekari fregna af rannsókninni. Tekinn með þrjú kíló af hassi í ferðatösku EKKI hefur verið lokið við frágang stíga eða uppsetningu lýsingar við göngu- og hjólreiðaleiðir vegna færslu Hringbrautar og er frá- gangi ábótavant á mörgum stöðum, m.a. við gatnamót Hring- brautar og Njarðargötu eins og sést á þessari mynd. Þar eru gönguleiðir margar enn ófrágengnar og illfærar. Þá er erfitt að komast leiðar sinnar inn eftir Miklatúni og inn í Hlíðahverfið vegna þess að verið er að breyta gatnamótum við Rauðarárstíg. Hjá Framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar fengust þær upplýs- ingar að framkvæmdir við Rauðarárstíg tengdust ekki færslu Hringbrautar og áætlað væri að þeim lyki fyrir áramót. Þá væri vinna vegna færslu Hringbrautar á lokastigi en tafir hefðu orðið á vinnu af ýmsum ástæðum. | 23 Morgunblaðið/Ómar Vinnu við frágang ekki enn lokið LÖGREGLAN í Reykjavík hefur fengið það staðfest að eigandi skemmtibátsins Hörpu sem fórst á Viðeyjarsundi 9. september var sjálfur við stýrið þegar báturinn steytti á Skarfaskeri og sökk. Lög- reglurannsókn á slysinu er lokið og hefur hún leitt í ljós að stjórnandi bátsins var undir áhrifum áfengis þegar slysið varð. Tveir létust í slys- inu, en stjórnandi bátsins bjargaðist ásamt konu sinni og syni. Í tilkynningu frá lögreglunni í gær kemur fram að rannsókn hafi leitt í ljós að í bátnum var GPS-staðsetn- ingarbúnaður sem skráði staðsetn- ingu, tíma, stefnu og hraða bátsins. Ferð bátsins hófst nokkru eftir kl. 19 að kvöldi föstudagsins 9. september, þegar siglt var frá Snarfarahöfn, um ytri höfnina og inn á Reykjavíkur- höfn, Gömlu höfnina. Þaðan var siglt út á Sundin, m.a. með viðkomu í Þerney. Síðar lá leiðin inn Elliðavog þar sem m.a. var lagst að bryggju í Bryggjuhverfinu. Þaðan var siglt af stað aftur út sundið. Sigldi síðast um Viðeyjarsund Síðasti hluti siglingarinnar var um Viðeyjarsund til vesturs. Út af Laug- arnesi var stefnunni breytt, snúið við og siglt til baka. Þá var klukkan orð- in rúmlega hálftvö um nóttina, rign- ing og myrkur. Eftir að bátnum var snúið við var honum siglt á auknum hraða og skv. GPS-tækinu var bát- urinn á 17 hnúta hraða þegar hann lenti á Skarfaskeri um kl. 01.38. Nokkru síðar, eftir að hafa verið kyrr við eða á skerinu í 20 mínútur, var bátnum siglt frá skerinu og áfram áleiðis austur Viðeyjarsund. Vegna skemmda sem hlutust af ásiglingunni var kominn leki að bátn- um, honum hvolfdi og hann sökk, eft- ir að hafa verið siglt nokkur hundruð metra í austur frá Skarfaskeri. GPS- tækið hætti að skrá kl. 02.06. Síma- samband var við bátinn um GSM- síma í tæpa hálfa klukkustund, eða frá kl. 01.49;45 til kl. 02.27;42. Eigandi bátsins einn við stjórn- völinn og undir áhrifum áfengis Morgunblaðið/Júlíus Skemmtibáturinn Harpa fórst á Viðeyjarsundi 9. september sl. eftir að hann strandaði við Skarfasker. Mikill leki kom að bátnum við óhappið. Lögreglan í Reykjavík hefur lokið rannsókn á slysinu á Viðeyjarsundi TUTTUGU OG FJÖGUR lög hafa verið valin til þátttöku í for- keppni Sjónvarpsins fyrir Söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva sem fram fer í Aþenu á næsta ári. Þá verða jafnframt liðin 20 ár frá því að Sjónvarpið tók fyrst þátt í keppninni með laginu „Gleði- bankinn“. Meðal lagahöfund- anna í ár eru bæði þekktir og óþekktir höfundar. Fram- leiðslufyrirtækið BaseCamp sér um alla framkvæmd keppninnar fyrir hönd Sjónvarpsins en lögin verða frumflutt í beinni útsend- ingu laugardagskvöldin 21. jan- úar, 28. janúar og 4. febrúar. Hvert kvöld keppa átta lög og komast fjögur þeirra áfram í úr- slitakeppnina sem fer fram 18. febrúar. Lögin sem komast áfram verða valin í símakosn- ingu og dómnefnd verður ein- göngu til vara. Alls voru 226 lög send inn í keppnina. | 58 Forkeppni Evróvisjón ÍSLAND á að afnema öll höft í landbúnaði og yf- irgefa G10-hópinn svonefnda fyrir samningalot- una sem hefst í dag og stuðla þannig að auknum viðskiptum með landbúnaðarvörur, segja þeir Halldór Benjamín Þorbergsson og Tryggvi Þór Herbertsson hagfræðingar í grein blaðinu í dag. „Ekki eingöngu myndi velferð á Íslandi aukast við það að höftin yrðu rofin heldur myndum við leggja lið baráttu fyrir því að þróunarlöndin hæfu raunhæfa sjálfbæra sjálfshjálp,“ skrifa þeir. Þeir segja að á Íslandi ríki afturhald þegar komi að frí- verslun með landbúnaðarvörur. Til marks um það sé sú staðreynd að Ísland sé í hópi hinna svoköll- uðu G10-landa. Í þeim hópi eru, auk Íslands, Búlg- aría, Ísrael, Japan, Kórea, Liechtenstein, Máritíus, Noregur, Sviss og Taívan. | 18 og 32 Vilja að Íslendingar yfirgefi G10-hópinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.