Morgunblaðið - 14.12.2005, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
AKUREYRI
SUÐURNES
Hafnir | Kristín Jóhannsdóttir hefur opnað
nýja einangrunarstöð fyrir gæludýr í Höfn-
um, Einangrunarstöðina í Reykjanesbæ.
Hingað til hefur ríkið átt slíka stöð í Hrísey
en Kristín segir að yfirlýsing hafi verið gefin
um að leggja ætti þá stöð niður. Morg-
unblaðið fékk það þó ekki staðfest.
Fyrstu dýrin komu í nýju stöðina þann
fyrsta þessa mánaðar, en stöðin er ætluð
hundum og köttum.
„Öðrum dýrum er ekki hleypt inn í landið,
nema þeim sem fara í einangrun í gælu-
dýraverslunum,“ segir Kristín. „Það eru til
dæmis páfagaukar, fuglar og fiskar.“
Dýrin koma í stöðina til Kristínar eftir að
hafa farið í gegnum ferli erlendis, svo sem
bólusetningar og heilbrigðisskoðanir.
„Þau eru svo í einangrun hjá mér í 28–30
daga og á þeim tíma geng ég úr skugga um
að það sé í lagi með þau, tek úr þeim blóð-
og saursýni og fleira,“ segir Kristín. „Þeim
er líka haldið í einangrun hverju frá öðru og
gætt er ýtrustu varkárni í öllum smitvörn-
um.“
Kristín segir að dýr hafi ávallt verið mikið
áhugamál hjá sér.
„Ég ákvað fyrst og fremst að fara út í
þetta til þess að skapa mér atvinnu við það
sem mér finnst gaman að gera. Við mæðg-
urnar göngum hér til verks með bros á vör,“
segir Kristín, en dóttir hennar vinnur með
henni í nýju stöðinni ásamt dýralækni og ein-
um starfsmanni til viðbótar.
Álag á dýrin að þurfa
að ferðast norður í land
Kristín segir að henni hafi fundist þörf á
að setja upp einangrunarstöð nær flugvell-
inum.
„Það var óhemju álag á dýrin að þurfa allt-
af að fara norður í land í einangrun,“ segir
hún. „Þetta er búið að vera stórt og mikið
verkefni hjá mér en ég er með mjög full-
komna stöð sem uppfyllir öll skilyrði um útlit
og starfsemi.“
Kristín segir stöðina nógu stóra til þess að
taka við allri starfsemi sem áður fór fram í
Hrísey.
„Það átti ekkert að leggja niður stöðina í
Hrísey en það má ekki reka þá stöð í sam-
keppni við mig, án úrbóta, því hún er rekin
með svo miklum undanþágum. Ég uppfylli öll
skilyrði um svona rekstur en það gerir stöðin
í Hrísey ekki,“ segir Kristín. „Ég hræðist
ekki heiðarlega samkeppni en ég er auðvitað
ekki sátt við að ríkisrekin stöð sé í sam-
keppni við mig, nema á henni verði gerðar
úrbætur. Á mig eru lagðar miklar kröfur,
samkvæmt reglugerðum, og mér þykir sjálf-
sagt að fara eftir þeim, en það sama á þá að
gilda um hina stöðina. Svo er spurning hvort
þar verði lagt í þessar úrbætur, því það fer
óhemju kostnaður í að uppfylla þessi skil-
yrði.“
Kristín segist ekki hafa séð stöðina í Hrís-
ey en af teikningum og upplýsingum hennar
að dæma hafi sín stöð margt umfram hina.
Stöðin þar sé til dæmis ekki afgirt, þar séu
ekki löggilt útibúr frá hverju búri eins og
reglur segi til um og þar sé ekki bílskúr til
að keyra dýrin inn í.
„Stöðin mín er í alla staði fullkomin. Hún
var tekin út og það var ekkert hægt að finna
að henni,“ segir Kristín. „Svo er sóttvörnin
hjá mér auðvitað miklu sterkari því það þarf
að fara langa leið í gegnum landið og yfir
mörg smitsvæði til þess að koma dýrunum í
hina stöðina.“
Ný einangrunarstöð fyrir gæludýr sem opnuð hefur verið í Höfnum er sérbyggð fyrir starfsemina
Uppfyllir öll skilyrði um rekstur
Eftir Hrund Þórsdóttur
hrund@mbl.is
Eigandinn Kristín Jóhannesdóttir á og rekur
Einangrunarstöðina í Reykjanesbæ.
Búið að opna Nýja einangrunarstöðin stendur á afviknum stað, í Kirkjuvogshverfi í Höfnum.
Naustaskóli | Á síðasta fundi skóla-
nefndar var rætt um tilnefningar í vinnu-
teymi til að útbúa þarfagreiningu fyrir nýj-
an grunnskóla í Naustahverfi. Vinnuteymið
vinni einnig tillögur að því hvernig staðið
verði að hönnun og útboði verksins. Skóla-
nefnd samþykkti að tilnefna Laufeyju Pet-
reu Magnúsdóttur, Hermann Jón Tóm-
asson og Gunnar Gíslason deildarstjóra
skóladeildar í vinnuteymið.
Django Jazz | Á fundi menningarmála-
nefndar voru lögð fram drög að þriggja ára
samningi við Django Jazz Festival Akur-
eyri um árlegan stuðning Menningarsjóðs
Akureyrarbæjar við hátíðina. Samkvæmt
drögunum verður alþjóðleg djangojazz-
hátíð annað hvert ár á Akureyri, næst á
árinu 2006. Menningarmálanefnd felur
menningarfulltrúa að ganga frá samningi
sem taki gildi á næsta ári.
Lóð fyrir leikskóla | Á fundi skóla-
nefndar var tekið fyrir erindi frá Pétri
Bolla Jóhannessyni byggingafulltrúa þar
sem hann óskar eftir áliti skólanefndar á
þörf fyrir leikskóla í Síðu- og Hlíðahverfi.
Að mati skólanefndar má gera ráð fyrir að
þörf verði fyrir nýbyggingar fyrir leikskóla
í Síðu- og Hlíðahverfi fyrir um 170 börn á
næstu árum, þar sem óljóst er um end-
urnýjun á samningum vegna þess húsnæðis
sem Akureyrarbær er nú með á leigu fyrir
starfsemi leikskóla.
Foreldrakynning | Á fundi skólanefndar
var fjallað um innritunarreglur í grunn-
skóla Akureyrar og kynningu fyrir for-
eldra barna sem hefja nám í 1. bekk
haustið 2006. Í fjölskyldustefnu Akureyr-
arbæjar er m.a. gert ráð fyrir að foreldrar
og forráðamenn barna sem hefja nám í 1.
bekk grunnskóla að hausti fái kynningu á
öllum skólunum í janúar sama ár. Skóla-
nefnd samþykkti að stefna að slíkri kynn-
ingu í fyrsta sinn í janúar nk. m.a. með
kynningarbæklingi og fól einnig deild-
arstjóra skóladeildar að ræða við skóla-
stjóra grunnskólanna um undirbúning og
framkvæmd slíkrar kynningar.
LAUTIN, athvarf fyrir geðfatl-
aða sem Akureyrardeild Rauða
krossins rekur, átti 5 ára afmæli
nú í vikunni, en það var opnað 8.
desember árið 2000. Á þeim
tíma frá því athvarfið, sem er
við Þingvallastræti 32 í um 100
fermetra einbýlishúsi, var opnað
eru gestakomur um 12 þúsund
talsins, en starfsemin hefur auk-
ist eftir því sem árin líða.
Í afmælishófi sem efnt var til
sagði Jakob Björnsson formaður
félagsmálaráðs að vilji væri til
þess innan Akureyrarbæjar að
eiga áfram samstarf um rekstur
athvarfsins, en bærinn hefur
málefni fatlaðra innan sinna vé-
banda. Samningur um rekstur
þess rennur út á næsta ári. Jak-
ob sagði ljóst að skipta þyrfti
um húsnæði, það sem nú væri
fyrir hendi hentaði ekki lengur.
Hann sagði að húsnæði leikskól-
ans Klappa efst í Brekkugötu
myndi losna á næsta ári og hef-
ur þegar verið ákveðið að selja
það ekki fyrr en niðurstaða fæst
um hvort það henti undir starf-
semina.
Jónína Hjaltadóttir sem veitir
athvarfinu forstöðu sagði að
húsnæðið, Klappir væri að
mörgu leyti ákjósanlegt og að
fleiri gætu nýtt það einnig, en
nú hefur t.d. Aflið, systursamtök
Stígamóta aðstöðu í Lautinni um
helgar. „Við lítum til þess að fé-
lagasamtök af svipuðu tagi gætu
fengið hér inni ef aðstaðan batn-
ar,“ sagði Jónína, en eins og nú
háttar hafa starfsmenn lítið af-
arfélag Akureyrar sagði í
afmælishófi Lautarinnar að
menn hefðu fyrir opnun at-
hvarfsins haft þá bjargföstu
skoðun að brýn þörf væri fyrir
húsaskjól fyrir geðfatlaða af
þessu tagi og það hefði sýnt sig
að svo væri, þörfin hefði verið
brýn, notendur margir, þeir
kæmu á eigin forsendum og fyr-
ir marga hefði athvarfið orðið
til að rjúfa félagslega einangrun
þeirra. Lífsgæði hefðu aukist í
kjölfar þess að þeir heimsæktu
athvarfið reglulega. „Ég fullyrði
að tilvist Lautarinnar hafi komið
mörgum mjög vel, hún hefur
dregið úr þörf margra fyrir
sjúkrahúsþjónustu, auk þess að
draga úr fordómum og eyða
vanþekkingu almennings.“
meira mæli að rjúfa sig út úr
einangrun sinni, að fara út úr
húsi.
Í Lautinni geta gestir pantað
hádegisverð og segir Jónína að
nú undanfarið hafi fleiri en áður
pantað mat. Máltíðin er seld á
300 krónur og segir Jónína að
merkja megi aukningu um leið
og kjörin versna, „maður finnur
það um leið í aukinni aðsókn
hingað í hádeginu, það er mikils
virði fyrir fólkið að hafa aðgang
að ódýrri máltíð.“
Tilvist Lautarinnar hefur
komið mörgum vel
Úlfar Hauksson formaður
Rauða krossins, sem rekur at-
hvarfið í samstarfi við Akureyr-
arbæ, ríkissjóð og Geðvernd-
drep, sem einnig þjónar sem
skrifstofa og jafnvel geymsla.
Konur í fyrsta sinn
í meirihluta gesta
Um 12 þúsund gestir hafa
komið í Lautina á síðastliðnum 5
árum, „þannig að þörfin fyrir
þetta athvarf er greinilega fyrir
hendi,“ sagði Jónína. Hún sagði
aðsókn aukast jafnt og þétt, en
yfirleitt hefðu karlmenn verið í
meirihluta gesta. Því hefði það
þótt nokkrum tíðindum sæta að
nú í nóvember voru konur í
meirihluta. „Þær hafa yfirleitt
verið þetta 30 til 35%, en nú í
fyrsta skipti í nóvember eru þær
mun fleiri en karlarnir,“ sagði
Jónína og kvaðst ekki hafa á því
skýringu. Konur væri ef til vill í
Þörf fyrir Lautina, athvarf fyrir geðfatlaða var mjög brýn
Um 12 þúsund gesta-
komur og aðsókn eykst
Afmæli Fjöldi fólks fagnaði fimm ára afmæli Lautarinnar.
Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur
maggath@mbl.is
Horft til þess að
flytja starfsemina
í húsnæði leik-
skólans Klappa
SVA flytur | Á fundi framkvæmdaráðs
var lagt fram minnisblað sviðsstjóra um
flutning Strætisvagna Akureyrar að Rang-
árvöllum. Framkvæmdaráð samþykkti að
gengið verði til samninga við Norðurorku
hf. um leigu á aðstöðu fyrir SVA að Rang-
árvöllum og að flutningur starfseminnar
fari fram eins fljótt og unnt er. Núverandi
húsnæði SVA fái Slökkvilið Akureyrar til
afnota.