Morgunblaðið - 14.12.2005, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 14.12.2005, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN TIL MÍN hringdi maður í sumar og kynnti sig sem Guðmund Magn- ússon sagnfræðing og sagðist vilja leita heimilda um „Thorsarana“ en hann væri að skrifa bók um þá. Móðir mín var Kristín dóttir Thors Jensen en faðir Guðmundur Vilhjálmsson forstjóri Eimskipafélagsins og var þetta því ekki óeðlilegt. Ég spurði hann hvort hann væri ekki sá sem skrifaði sögu Eimskipafélagsins (útg. 1998) og kvað hann svo vera. „Þá talar þú nú við þann sem samkvæmt þínum bókum er ekki til“. Með þeim orðum var ég að vísa til bókar hans þar sem rætt er um ráðningu nýs forstjóra 1962 þegar faðir minn lét af störfum. Þar segir að gögn um umsóknir hafi ekki fundist í skjalasafni félagsins og því væri ekki hægt að fullyrða um umsækjendur. Jafnframt er sagt að Thor Thors hafi verið boðið starfið en hann hafi ekki þekkst það boð. Sagði ég sagnfræðingnum að ég hefði sótt um starfið 1962 og orðið undir í atkvæðagreiðslu stjórnar. Hann virtist mjög undrandi á því að þetta hefði farið leynt. Ofan- greint skiptir ekki máli nema vegna frásagnar af sömu atvikum í bókinni um „Thorsarana“. Við Eimskipafélagið er oft norðangarri og strekkingur; við opinn glugga getur umsókn fokið af borði og jafnvel blaðsíða úr fundargerð stjórnarinnar rifnað úr bók. Ekki hafði hann aðrar heimildir frá mér í bók sína um „Thors- arana“ nema varðandi kaup Eim- skips á Kveldúlfshúsunum við Skúlagötu. Richard Thors hafði samkvæmt frásögn hans í bókinni um Eimskipafélagið tilkynnt stjórn félagsins á stjórnarfundi að þessar fasteignir Kveldúlfs væru senn til sölu. Sagnfræðingurinn segir: „Richard Thors var ásamt systk- inum sínum eigandi húsanna og var ein systra hans gift Guðmundi Vilhjálmssyni forstjóra Eimskipa- félagsins. Var því um viðkvæmt og vandmeðfarið mál að ræða fyrir stjórnina.“ Jafnframt vitnar hann í skrif Þjóðviljans og Tímans frá þessum tíma og segir: „Voru óspart notuð orð eins og gróða- brall, brask og fjármálahneyksli.“ Ég sagði sagnfræðingnum þegar hann hringdi í mig í sumar að móðir mín og systur hennar hefðu ekki átt eignaraðild að Kveldúlfi og spurði hann hvaðan hann hefði þessar heimildir. Sagðist hann hafa flett því upp í blöðum frá þeim tíma! Kemur þá aftur að bókinni um „Thors- arana“. Þar hefur hann tekið það til greina að móðir mín hafi ekki verið meðeig- andi í Kveldúlfi. Kaup Eimskips á þessum eignum Kveldúlfs voru alfarið á hendi stjórn- ar félagsins og hafði faðir minn lítil afskipti af því máli en í svo fá- mennu þjóðfélagi kann málið samt að hafa verið viðkvæmt. Í reynd munu kaupin á þessum eignum hafa verið mjög heppileg einkum með tilliti til hafta, banns og boða og pólitískra útdeilinga. En aftur að ráðningu forstjóra Eimskips 1962. Thor Thors, frændi minn, hafði áhuga á að flytjast heim frá sendiherrastarfi sínu í Washington. Hafði sú þrá þess sem borinn er og barnfæddur á Ís- landi að komast heim magnast með árum og áratugum vestan hafs. Þá kviknaði sú hugmynd að hann yrði eftirmaður föður míns sem for- stjóri Eimskipafélagsins. Faðir minn var hrifinn af þeirri hugmynd og ég sem starfsmaður þess félags hlakkaði til þess að úr yrði. Thor var vinur minn og ég var sann- færður um að það yrði félaginu til farsældar að hann tæki við sökum mannkosta hans og dugnaðar. Voru og þeir mágar, faðir minn og Thor Thors, miklir vinir. Sagnfræðingurinn segir að þeir mágar hafi rætt um þennan mögu- leika í heimsókn Thors til Íslands 1961. Hann segir: „Guðmundur var ekki hlynntur hugmyndinni því sonur hans og nafni, Guðmundur W. Vilhjálmsson sóttist einnig eftir starfinu.“ Ekki veit ég hvaðan hon- um kemur þessi vitleysa: heimildin kannski fluga á vegg er þeir mágar ræddust við? Er hér komið að tilefni þessara skrifa. Ég sóttist ekki eftir starfi forstjóra Eimskipafélagsins fyrr en að Thor Thors frágengnum. Skila- boðin til Thors Thors komu ekki frá föður mínum heldur úr öðrum stað. Enda var það ekki stíll föður míns að beita sér fyrir málum með þessum hætti. Eftir að hafa orðið undir í at- kvæðagreiðslu um forstjórastarfið sagði ég upp starfi mínu með óvissa framtíð. Ég hafði öðlast réttindi sem héraðsdómslögmaður og velti fyrir mér um tíma að snúa mér að lögfræðistörfum. Flugfélag Íslands auglýsti þá til umsóknar stöðu sem ég sótti um til vonar og vara, enda fyrstu skref sjálfstæðra lögfræðinga stundum erfið með innheimtum og harðneskju. Sú um- sókn hefur líklega ekki glatast því að sagnfræðingurinn segir að ég hafi eftir starfslok hjá Eimskipa- félaginu starfað hjá Flugfélaginu. Þar skrikar honum enn fótur því það dróst nokkuð að ég fengi svar frá Flugfélaginu – og áður en það bærist fékk ég tilboð um starf- samning við Loftleiðir sem ég gat ekki hafnað. Eftir að það gerðist hringdi Örn Johnson forstjóri Flugfélagsins til mín og sagði að ég gæti fengið starfið en ekki yrði tekið tillit til lögfræðiþekkingar minnar. Þá sagði ég honum frá samningi mínum við Loftleiðir og lauk þannig því samtali. Sem sagt, ég fór að vinna hjá Loftleiðum en ekki Flugfélaginu og átti þar nokk- ur góð og farsæl ár meðan það fyr- irtæki var og hét. Ég hefi ekki lesið mikið í bók- inni „Thorsararnir“ en rakst þó á eina fljótfærnislega villu. Margrét systir mín lánaði sagnfræðingnum mynd sem hún hafði tekið af afa okkar, föður og Helgu systur okk- ar, sem hún tilgreindi. Sagnfræð- ingurinn segir það vera Margréti sem er á myndinni. Þessi villa er bagaleg þar sem þetta mun vera ein síðasta myndin sem til er af Thor Jensen. Heimildir og heimildarleysi Guðmundur W. Vilhjálmsson gerir athugasemd við bókina Thorsararnir ’Ég sóttist ekki eftirstarfi forstjóra Eim- skipafélagsins fyrr en að Thor Thors frá- gengnum. Skilaboðin til Thors Thors komu ekki frá föður mínum heldur úr öðrum stað.‘ Guðmundur W. Vilhjálmsson Höfundur er lögfræðingur. HJÁLMTÝR Heiðdal, kvikmynda- gerðamaður, ritaði grein í Morg- unblaðið á dögunum og kvartaði sáran yfir því að ég og einhverjir fleiri hefðum að und- anförnu tjáð okkur í blaðinu um fylgishrun Samfylkingarinnar sem átt hefur sér stað allt frá því Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var kjörin formaður flokks- ins sl. vor. Orðrétt seg- ir hann um mína að- komu að því máli: „Ungur maður að nafni Hjörtur J. Guðmunds- son (einn af ritstjórum vefritsins íhald.is) gerir mikla atlögu sem ein- göngu byggist á nið- urstöðum skoð- anakannana (Mbl. 6. des.). Allur málatilbún- aður hans hrynur ef næsta skoðanakönnun sýnir vaxandi gengi Samfylkingarinnar - Hjörtur er ekki mál- efnalegri en svo.“ Það er nefnilega það. Fyrst ber nú að geta þess að ég sagði aldrei neitt um það í greininni minni hvað framtíðin kynni að bera í skauti sínu í þessum efnum þó Hjálmtýr geri því skóna, enda er ég eðli máls- ins samkvæmt ekki frekar en aðrir í aðstöðu til að segja neitt til um það. Eins og þeir vita sem lásu greinina var ég einungis að tala um það hvern- ig fylgi Samfylkingarinnar hefði þróast frá því Ingibjörg var kjörin formaður flokksins sem er ekki beint eitthvað til að hrópa húrra fyrir! Það er annars furðulegt að á sama tíma og Hjálmtýr sakar mig um að vera ómálefnalegur skuli hann gera mér upp skoðanir með þessum hætti. Í annan stað er merkilegt að Hjálmtýr (sem ég býst við að sé Sam- fylkingarmaður) reyni að gera lítið úr því að ég skuli hafa byggt mál mitt „eingöngu“ á skoðanakönnum. Sam- fylkingin er nú fræg fyrir það að hafa í gegnum tíðina byggt heilu stefn- urnar á að því er virðist litlu öðru en skoðanakönnunum. Yfirleitt hefur ekki þurft mikið meira en eina slíka könnun til þess. Sennilega er nóg að nefna Evrópumálin í því sambandi. Greinin mín var hins vegar byggð á heilum átta skoðanakönnunum, sex frá Gallup og tveimur frá Frétta- blaðinu, sem allar bar að sama brunni. Fylgi Samfylkingarinnar hef- ur bókstaflega hrunið sl. sex mánuði! Ég geri annars ráð fyrir því að næst þegar Samfylkingin vekur máls á einhverju á grundvelli skoð- anakannana, ég tala nú ekki um ef aðeins verður um að ræða eina slíka, að þá muni Hjálmtýr skrifa grein í Morg- unblaðið og kvarta yfir því hversu ómálefnaleg forysta flokksins er. Svona ef hann vill vera sjálfum sér sam- kvæmur. Greinin mín fjallaði um það hvernig fylgi Samfylkingarinnar hefði þróast sl. sex mán- uði og eðlilega byggði ég því mál mitt á skoð- anakönnunum sem gerðar hafa verið í því sambandi. Ef Hjálmtýr veit um einhverja betri aðferð til að mæla fylgi stjórnmálaflokka á milli kosninga en slíkar kann- anir þá gæti ég trúað að forsvarsmenn Gallup og hliðstæðra aðila yrðu áhugasamir að heyra meira um þá uppgötvun. En að öllu gamni slepptu þá er staðreyndin einfaldlega sú að þetta er ekkert annað en væl í Hjálmtý með fullri virðingu fyrir honum og hans skoðunum. Það er hins vegar meira en skiljanlegt að stuðningsmenn Ingibjargar Sólrúnar séu í einhverri tilvistarkreppu þessa dagana. Ekki lái ég þeim það. Hjálmtýr kvartar sáran yfir því m.a. að skuldinni af minnkandi fylgi Samfylkingarinnar sé skellt á Ingibjörgu. Er hún ekki formaður flokksins? Var ekki Össuri alltaf kennt um allt sem aflaga fór í þessum efnum þegar hann var for- maður? Og ef þessa þróun má ekki rekja að miklu leyti til Ingibjargar, hvers þá? Samfylkingar- menn í sárum Hjörtur J. Guðmundsson svarar grein Hjálmtýs Heiðdal um fylgi Samfylkingar Hjörtur J. Guðmundsson ’Það er hinsvegar meira en skiljanlegt að stuðningsmenn Ingibjargar Sól- rúnar séu í ein- hverri tilvist- arkreppu þessa dagana.‘ Höfundur er einn af ritstjórum vefritsins íhald.is. OFTAR en ekki setjum við fjöl- menningu og málefni innflytjenda undir sama hatt í umræðunni og telj- um þau af sama meiði en einmitt það er rangt. Þau eru líkt og tveir sjálfstæðir hringir sem skarast að nokkru leyti. Til Íslands koma innflytjendur og flestir flytja með menningu frá sínum heimalönd- um sem getur virst þeim sem fyrir búa framandi. Framandi menning á hins vegar einnig greiða leið til ís- lensku þjóðarinnar jafnvel þótt fólkið sem skapaði hana og hefur viðhaldið komi ekki hingað til lands. Sem dæmi um það fyrrnefnda má nefna að nú hefur verið reist Búdda- hof á Íslandi þar sem margir inn- flytjendur, sem t.d. koma frá Taí- landi, eru búddatrúar. Þar eru bein tengsl á milli innflytjenda og fjöl- menningar. Sem dæmi um það síð- arnefnda má nefna að margir Ís- lendingar njóta spánskrar matargerðar og flamencó-dansins án þess að Spánverjum hérlendis hafi fjölgað verulega. Þar er því um að ræða fjölmenningu sem ekki er bundin við innflytjendur heldur ferðalög landans. Það er mjög mik- ilvægt að við séum meðvituð um þennan mun sem getur verið á fjöl- menningu. Menning breytist líka og flyst til í heiminum. Raunveruleg menn- ing er síbreytileg Margir Íslendingar virðast hafa áhyggjur af því að fjölmenning muni skaða hefð- bundna, íslenska menningu. Þeir telja t.d. að fjölgun innflytj- enda kunni að leiða til þess að enska verði al- mennara tungumál í samfélaginu sem muni hafa slæm áhrif á ís- lenska tungu. Þegar við skoðum málið út frá þeirri kenningu að mál- efni innflytjenda og fjölmenning séu tvö aðskilin mál verður myndin hins vegar önnur. Ljósvakamiðlar varpa að því mér sýnist, varlega áætlað, meira en helmingi efnis síns á ensku og það er varla vegna þess að helm- ingur íbúa Íslands sé frá enskumæl- andi löndum. Það sama á við tölvu- leiki sem nú eru leikföng nær allra barna og unglinga nútímans, flestir eru þeir á ensku auk þess sem það er sú tunga sem flestir Íslendingar kjósa að nota þegar þeir vafra um Netheima. Hugsanleg áhrif ensk- unnar á íslenskuna er því ekki mest frá innflytjendum þegar þessi svið eru skoðuð heldur frá umbreyt- ingum sem orðið hafa á hinu íslenska samfélagi. Samfélagið er iðulega í örri þróun og þegar litið er til lengri tíma má greina umbreytingu, sem t.d. má rekja til tækniframfara og nýjunga, aukinna samskipta við út- lönd og nýrra hugmynda um jafn- rétti kynjanna en ekki aðeins til inn- flytjenda eða hugmynda um fjölmenningu. Stöðnuð menning er aðeins til sem hugtak, raunveruleg menning er síbreytileg. Gagnkvæm aðlögun Í umræðunni um fjölmenningu á Íslandi, heyrist oft orðalagið „gagn- kvæm aðlögun“ og sú merking er oftast lögð í það að íslenskt samfélag og innflytjendur þurfi að laga sig hvort að öðru. „Gagnkvæm aðlögun“ er mjög mikilvægt orðasamband í umræðunni og getur verið lyk- ilhugtak. Margir sem hafa neikvæða af- stöðu til innflytjenda segja gjarnan að þeir síðastnefndu lagi sig oft ekki að grundvallarhugmyndum vest- rænna ríkja um lýðræði og mann- réttindi og hafi ekki vilja til þess. Ég ætla ekki gera lítið úr þessum mál- flutningi því gagnkvæm aðlögun get- ur vitaskuld aðeins átt sér stað þeg- ar báðir aðilar leggja sig fram. Hins vegar vil ég benda á gagn- kvæma aðlögun í samfélaginu sem er af öðrum toga, þ.e.a.s. aðlögun á milli nýrra tíma og þeirra eldri, nú- tíðar, framtíðar og fortíðar. Þar verða einnig árekstrar en fáum dett- ur samt í hug að njörva niður skipu- lag samfélagins, eins og það er á ein- hverjum ákveðnum tíma, um alla framtíð. Á síðastliðnum áratug hefur margt breyst í málum innflytjenda og hafa breytingarnar bæði verið já- kvæðar og neikvæðar. En hvort heldur sem er hafa þær breytingar haft miklu minni áhrif á samfélagið í heild sinni en t.d. tækninýjungar á borð við farsímann og Netið. Málið er, hvort sem við erum meðvituð um það eða ekki, að þá þarf það sam- félag sem er, og við nefnum oft hefð- bundið, sífellt að laga sig að nýrri menningu tímans. Þannig hefur gengið ágætlega að samræma þess- ar tækninýjungar íslenskri menn- ingu þótt þær séu ekki íslenskar að uppruna og það sama getur einnig gilt um fjölmenningu. Raunsæ framtíðarstefna Við þurfum að horfa á málefni inn- flytjenda og fjölmenningar í því ljósi að samfélag og menning eru sí- breytileg og fljóta með tímanum. Ég sé engan tilgang í því að spyrja hvort gagnkvæm aðlögun á milli ís- lensks samfélags og fjölmenningar sé möguleg eða ekki. Gagnkvæm að- lögun er þegar til staðar á milli for- tíðar okkar, nútíðar og framtíðar. Því er ekki hægt að hafna og það er mikilvægt að við séum meðvituð um það. Oftast veldur það togstreitu og jafnvel kvöl að þurfa að breyta okk- ur sjálfum, viðhorfum okkar og gild- um og aðlagast nýjum aðstæðum í lífinu. Samt getum við ekki forðast áhrif fjölmenningar á samfélagið og við verðum að takast á við þau. Það er alls ekki óraunhæfur draumur að trúa á fjölmenningu og vilja stuðla að vexti hennar og viðgangi heldur er það þvert á móti raunsætt. Aðlög- unin verður hins vegar auðveldari ef við skoðum fjölmenningu með opn- um hug. Í henni getur nefnilega líka falist vaxtarbroddur. Fjölmenning og umbreyting samfélags Toshiki Toma fjallar um þróun fjölmenningarsamfélags ’Það er alls ekki óraun-hæfur draumur að trúa á fjölmenningu og vilja stuðla að vexti hennar og viðgangi…‘ Toshiki Toma Höfundur er prestur innflytjenda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.