Morgunblaðið - 14.12.2005, Side 17

Morgunblaðið - 14.12.2005, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 2005 17 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF „... er opinská, leiftrandi og heillandi ... Bókin er vel og lipurlega skrifuð og hefur þýðing Steinþórs Steingrímssonar tekist með miklum ágætum ... ekki aðeins fyrir aðdáendur Lennons, heldur alla þá sem ... láta sig sögu dægurtónlistar einhverju varða.“ – Sveinn Guðjónsson, Mbl. Frábær bók sem varpar nýju ljósi á eina helstu rokkstjörnu 20. aldar. „... leiftrandi og heillandi“ SKRUDDA Eyjarslóð 9 - 101 Reykjavík s. 552 8866 - skrudda@skrudda.is www.skrudda.is Það er enginn einsemdar- eða vesældarbragur á þessari bók ... Hún er einfaldlega órúlega vel skrifuð, þar sem hvergi er dauður punktur ... frábær penni með auga fyrir því skondna í tilverunni ... – Össur Skarphéðinsson á vefsíðu sinni Það þarf mikið hugrekki til að skrifa svona bók um hverfulleika lífsins ... Alvaran er mikil en skoplegu hliðarnar gleymast ekki ... stíllinn er léttur og leikandi. – Jóhann Hjálmarsson, Mbl. „Merkileg bók, falleg og einstæð örlagasaga ... þrátt fyrir návist dauðans missir Ingólfur þó aldrei húmorinn.“ – Illugi Jökulsson Dómarnir eru einróma: Frábærlega vel skrifuð og skemmtileg bók um háalvarlegt efni. „... einstæð örlagasaga ...“ Frábærar jólabækur Ævi Jörgens Jörgensen, eða Jörundar hundadagakonungs, hefur alltaf verið Íslendingum hugleikin. Í þessari bók er ótrúlegt lífshlaup hans rakið allt frá æskuárunum í Kaupmannahöfn þar til hann lýkur ævi sinni á Tasmaníu. Sérlega vel skrifuð og vönduð ævisaga. Einstakur lífsferill! ATLANTSSKIP bjóða nú upp á flugfrakt í samstarfi við Icelandair Cargo, Bláfugl og Iceland Express. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að nú geti það boðið upp á heild- stæða flutningsþjónustu, hvort sem um flug- eða sjóflutninga sé að ræða. Atlantsskip eru með vikulegar siglingar til og frá Evrópu en á 28 daga fresti til og frá Ameríku. Þá býður fyrirtækið upp á reglulegar flugsendingar til og frá öllum heimshornum. Hjá fyrirtækinu starfa nú um 30 manns. Atlantsskip með flugfrakt TILKYNNT hefur verið í Kauphöll- inni um kaup Aðalsteins Ingólfs- sonar, varaformanns stjórnar SÍF, á félaginu Saltfiskframleiðendur, sem á lítinn hlut í SÍF, eða upp á ríf- lega 431 þúsund hluti. Ekki er upp- lýst um kaupverð á félaginu. Aðalsteinn kaupir Saltfisk- framleiðendur SÚ breyting hefur orðið á stjórn Tryggingamiðstöðvarinnar að Kjartan Broddi Bragason hefur sagt sig úr henni í kjölfar þess að Fjárfestingafélag sparisjóðanna seldi sinn hlut í tryggingafélaginu 23. nóvember síðastliðinn. Sæti Kjartans í stjórninni tekur Jón Kristjánsson, kenndur við Sund. Breyting á stjórn Trygg- ingamiðstöðv- arinnar SAMKVÆMT fréttabréfi Samtaka atvinnulífsins, Af vettvangi, virðast verðbólguárin gleymd hjá stórum hluta þjóðarinnar. Vitnað er í ný- lega könnun Gallup sem sýndi að 37% landsmanna hefðu litlar áhyggjur af mikilli verðbólgu. Um 54% svarenda sögðu mikla verð- bólgu valda þeim mjög eða frekar miklum áhyggjum, 9% svöruðu bæði/og eða í meðallagi. Sam- kvæmt könnuninni er meirihluti ungra Íslendinga, á aldrinum 16–24 ára, áhyggjulaus yfir mikilli verð- bólgu, eða 59% svarenda. 37% áhyggjulítil yfir verðbólgu VERÐMÆTI vöruinnflutnings ann- ars en skipa og flugvéla á fyrstu ell- efu mánuðum þessa árs er rúmlega rúmlega þriðjungi meira en á sama tíma í fyrra að raungildi. Þetta kem- ur fram í vefriti fjármálaráðuneyt- isins. Í nóvembermánuði voru flutt- ar inn vörur til landsins aðrar en skip og flugvélar fyrir um 27,5 millj- arða króna, samkvæmt bráðabirgða- tölum sem byggjast á innheimtu virðisaukaskatts. Ef tölurnar reyn- ast réttar er nóvember stærsti inn- flutningsmánuðurinn það sem af er þessu ári, en júní og september fylga þar fast á eftir. Í vefritinu segir að að raungildi sé innflutningur um 52% meiri í nóv- ember í ár en í fyrra. Að sama skapi sé meðalinnflutningur síðustu þriggja mánaða um 44% meiri en á sama tímabili á síðasta ári sem er mesta aukning undanfarinna ára. Meginskýringuna á auknum inn- flutningi milli ára megi rekja til ým- issa þátta. Segir í vefritinu að mikið hafi verið flutt inn af fjárfesting- arvörum sem sé að mestu leyti í tengslum við stóriðjuframkvæmdir. Olíuverðshækkanir og aukin einka- neysla hafi einnig átt stóran þátt í aukningu innflutnings. Vöruinnflutningur eykst um þriðjung Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Stóriðjan Aukinn innflutningur vegna stóriðjuframkvæmda vó þungt í tölum nóvembermánaðar. Á lóð Alcoa- Fjarðaáls í Reyðarfirði eru framkvæmdir í fullum gangi sem og við gerð Kárahnjúkavirkjunar á hálendinu. DANSKI kaupsýslumaðurinn Jesp- er Henrik Jørgensen hefur keypt Dennis Rohde út úr dönsku breið- bandsveitunni ComX og á nú fyr- irtækið ásamt Henrik Ottensten. Ís- lenska félagið Dagsbrún kannaði nýlega möguleika á því að kaupa ComX en hætti við. Danskir fjöl- miðlar segja að fjárhagsstaða ComX sé slæm og skuldir þess séu miklar. Dagsbrún hætti við ComX

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.