Morgunblaðið - 14.12.2005, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 14.12.2005, Qupperneq 16
16 MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF E & F 0G,  # #&' ( #&) *$+( *$+, + + (A0H 5?I , ,$) , '($ *$+( *$+# + + ;?; 6I % &-' -%' *$+% *$+' + + 6I 8 E**  ',# (, ))- .$+% *$+' + + D;HI 5 C J   , '$& ($ /'% *(+# *$+& + + ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ (FME) hefur sett fram drög að breytingum á reglum um viðmið við mat þess á áhættu fjármálafyrirtækja og við ákvörðun eftirlitsins um hækkun eiginfjárhlutfalls umfram lögbundið lágmark sem er 8%. Frá þessu er greint í hálffimmfréttum KB banka og vísað í tilkynningu á vefsíðu FME. Þar segir að í fyrsta lagi sé gert ráð fyrir að áfallaviðmið vegna hlutabréfaeignar fjármálafyrir- tækja verði hækkað úr 25% í 35%. „Þessi breyting er gerð í ljósi þró- unar á íslenskum hlutabréfamark- aði undanfarin misseri. Umrætt 35% viðmið samsvarar því að hluta- bréfavísitala Kauphallar Íslands lækkaði frá því sem nú er niður í gildið fyrir u.þ.b. ári síðan,“ segir á vef FME og er þannig vísað til þeirrar miklu hækkunar sem orðið hefur á verði íslenskra hlutabréfa að undanförnu. Það sem af er ári hefur Úrvalsvísitala Kauphallarinn- ar hækkað um nær 60% en fyr- irtæki á fjármálamarkaði eru al- mennt mun næmari fyrir sveiflum á hlutabréfamarkaði en önnur fyrir- tæki. Tillit tekið til gengis En hlutabréfaverð er ekki það eina sem hefur hækkað að undan- förnu. Það hefur gengi krónunnar líka gert og því telur FME rétt að bætt verði nýjum lið í áfallapróf sitt. Sá liður felur í sér að reiknuð verði áhrif breytinga á gengi er- lendra gjaldmiðla á eiginfjárgrunn annars vegar og áhættugrunn hins vegar. „Vegna misvægis í hlutdeild erlendra gjaldmiðla í eiginfjár- grunni og áhættugrunni, einkum hjá viðskiptabönkunum, geta áhrif- in af gengisbreytingum erlendra gjaldmiðla gagnvart íslensku krón- unni á eiginfjárhlutfall fjármálafyr- irtækja orðið umtalsverðar,“ segir á vef FME. Gerð er tillaga um að í áfallaprófinu verði reiknuð áhrif af 25% hækkun erlendra gjaldmiðla. Að sögn Guðjóns Rúnarssonar, framkvæmdastjóra Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja, hefur er- indið verið sent samtökunum og hafa þau frest til 19. desember til þess að koma með athugasemdir. Hann vill ekkert tjá sig um málið efnislega fyrr en hann hefur fengið svör frá öllum aðilum samtakanna. FME vill herða á kröfum um eiginfjárhlutfall #"**    %: @ %&$: - * * 1 2"**  @ ! % %% ($+ #$+ '$+ ($+(+ (&+)+ #'+(+ $+&+ (+(+ (+&+ ,  -    . % .(  -  %-   # $%&' $ : Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is ● Heildarvið- skipti í Kauphöll Íslands í gær námu 14 millj- örðum króna, þar af voru viðskipti með hlutabréf fyr- ir um 6,7 millj- arða. Mest við- skipti voru með bréf Landsbanka, fyrir um 4,2 millj- arða. Mest hækkun varð á bréfum FL Group, 2,3%, en mest lækkun varð á bréfum Mosaic Fashions, 1,1%. Úrvalsvísitala aðallista hækkaði um 1,15% og er hún nú 5.305,82 stig en þetta er í fyrsta skipti sem vísitalan fer upp fyrir 5.300 stig. FL Group hækkaði mest ● FL GROUP keypti í gær eina millj- ón hluta í KB banka, sem jafngildir 0,15% af heildarhlutafé og á félagið þá 5,14% af hlutafé bankans. Þetta kemur fram í flöggun í Kauphöll Ís- lands. Miðað við gengi bréfa KB banka í gær er andvirði þessara við- skipta um 680 milljónir króna. FL Group eykur hlut sinn í KB banka ● JÓN ÁSGEIR Jóhannesson, for- stjóri Baugs Gro- up, hefur verið valinn við- skiptamaður árs- ins af tímaritinu Scanorama sem SAS gefur út en því er dreift í öll- um flugleiðum SAS. „Fyrirtæki hans, Baugur, hefur ráðist inn á Bretlandsmarkað og keypt þar fata-, sætinda- og leik- fangaverslanir. Hann er einnig um- talaður í Danmörku. Hann keypti þar krúnudjásnin – stórverslanirnar Illum og Magsin du Nord, en var síðan ákærður í heimalandinu fyrir fjárdrátt, umboðssvik og trún- aðarbrot. Hann bjargaði sér fyrir horn þegar dómstólar vísuðu máli hans frá. Jóhannesson er aftur kominn á skrið,“ segir í umsögn Scanorama. Viðskiptamaður árs- ins hjá Scanorama Jón Ásgeir Jóhannesson ● NÝR kippur virðist hafa komið í út- gáfu erlendra skuldabréfa í íslensk- um krónum, sem samkvæmt Vegvísi Landsbankans virðast ganga undir nafninu Jöklabréf (e. glacier bonds) erlendis. Eftir tiltölulega rólegan nóv- embermánuð hefur útgáfan tekið við sér á ný en svo virðist sem gengi krón- unnar hafi orðið of hátt í nóvember. Nú hefur það veikst á ný og það sem af er mánuði hafa verið gefin út jökla- bréf fyrir um 25 milljarða króna. Í gær bættust tvær útgáfur við, sem Toyota og Evrópski fjárfestingarbankinn gáfu út, og nú er heildarútgáfan kom- in í um 144 milljarða króna. Jöklabréfin enn vinsæl                !  "# #                 / ./ " $0 &    &  ?/  = 9 : . **  = 9 : (%  = 9 : (2 = 9 : #. = & : K% & * : J   : 8 9L . * : 8 : 2 & * K% & :  % : 0K( : 0 $ !.  (@ : * : M : 1 0 - 2  ? * = 9 : (*$ *  K% & : # $9 @  :  D/ % &/ = 9 :   / (   : EN @ : 5  3 : ,O( ?% / ,  % $ A < $   : -%  : 3  (  4/5/ (* %& H<@ @ : 0% P%  0  % & : 4+ %* D;HQ 0)   *:                 ! !   ! ! ! ! ! ! ! ! . <   <  *: !  ! !  ! ! ! ! ! ! ! ! ! ! ! ! ! ! ! ! ! ! R +S R !+S ! R  +S R +S R +S ! R +S ! R +S ! ! R !+S R !+S ! ! ! ! R !+S ! ! ! ! ! ! ! ! # %&  *9 &  A% ) % * & ' 8 9 0 % : :   : :  : : : : : :: : : :  : : ! ! :  : ! ! ! ! ! ! ! :                                             - *9 ) L3: * : ?A#: ? % (@%&  *9       ! !   ! ! ! ! ! ! !  SAMKEPPNISEFTIRLITIÐ telur ekki ástæðu til að aðhafast frekar vegna samruna danska félagsins OW Bunker&Trading AS og Icebunker, sem var í helmingseigu Úthafsolíu ehf., félags í eigu Skeljungs, Olís og Kers, áður Esso. Úthafsolía ehf. hef- ur losað sig við sinn hlut, en samn- ingar þess efnis voru gerðir í október á þessu ári. Icebunker var stofnað í febrúar árið 2000 af OW í Danmörku og olíu- félögunum íslensku. Var því ætlað að annast sölu og afgreiðslu á eldsneyti til fiskiskipa á alþjóðlegu hafsvæði, allt frá Flæmingjagrunni og norður í rússneska lögsögu í Barentshafi. Í úrskurði Samkeppnisstofnunar vegna samráðs olíufélaganna voru gerðar athugasemdir við samstarf þeirra innan Icebunker. Í kjölfarið leituðu félögin til OW í Danmörku um að kaupa þau út. Sem fyrr segir telur Samkeppn- iseftirlitið ekki ástæðu til aðgerða vegna þeirra viðskipta. Ekkert hafi komið fram sem bendi til að kaupin geti raskað samkeppni á viðkomandi markaði. Með fullri eignaraðild OW á Icebunker muni Skeljungur, Olís og Ker hætta allri samvinnu um sölu á olíu til skipa á hafi úti. Engar aðgerðir vegna samruna Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Ekkert aðhafst Olíu dælt í hafrannsóknaskipið Árna Friðriksson. LANDSFRAMLEIÐSLA jókst um 4% á þriðja ársfjórðungi miðað við sama tímabil í fyrra. Ástæðan fyrir því að hagvöxturinn varð ekki meiri er hinn mikli vöruskiptahalli en einkaneysla er talin hafa vaxið um 12,7% á fjórðungnum. Þá óx fjárfest- ing um 42,3% á fjórðungnum en þjóðarútgjöld, sem eru neysla og fjárfestingar lagðar saman, eru talin hafa aukist um 18,2%. Þetta kemur fram í nýjum þjóðhagsreikningum sem Hagstofa Íslands birti í gær. Innflutningur jókst um 32,2% á fjórðungnum og er það mesti vöxtur á einum fjórðungi frá því að tekið var að gefa út þjóðhagsreikninga. Út- flutningur dróst saman um 3,3%. Misvægi dregur úr hagvexti Samkvæmt einföldustu útreikn- ingum landsframleiðslu eru einka- neysla, fjárfestingar, samneysla og birgðabreytingar lagðar saman (þjóðarútgjöld) en síðan leggst vöru- skiptajöfnuður við. Sé halli á vöru- skiptum dregst hann frá þjóðarút- gjöldum. Vöruskiptajöfnuður var neikvæður um ríflega 37 milljarða króna á ársfjórðungnum og jafngild- ir vöruskiptahallinn því 15,5% af vergri landsframleiðslu. Áhrif hins mikla misvægis sem nú ríkir sjást því greinilega í landsframleiðslunni en það vegur upp á móti aukinni neyslu og fjárfestingu og dregur úr hagvexti. Hagvöxtur á sama tímabili í fyrra var 8,3%. Þó verður að hafa í huga að einkaneysla og fjárfesting tengjast innflutningi. „Mikill hluti aukningar einka- neyslu er í formi innfluttra vara, sér í lagi bifreiða, raf- og heimilistækja og annarra varanlegra og hálf-varan- legra neysluvara. Auk þess fylgir mikill innflutningur fjárfestingum í stóriðju,“ segir í Morgunkorni Ís- landsbanka. Hagvöxtur dregst saman # $%&' #   K% & .(    - / -%/  " ) $%%@ $ * :   %      H*  <% 0 $ <% (@ $ $<& .   < T@1 3@%& U% D% -  % & $%:  (#%+( ,&+, ,,+% $+# #'&+# /-+' .-&+% ##-+( !  ! #!" ! # ! # 6!  !#  !#6 Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is EIGIÐ fé fjárfestingafélagsins Eyr- ir Invest ehf. hefur verið aukið með útgáfu og sölu nýs hlutafjár. Alls nemur útgáfan 2,3 milljörðum króna og að henni lokinni er eigið fé félags- ins um 9,5 milljarðar króna en heild- areignir þess eru um 16 milljarðar. Eiginfjárhlutfall er því um 59% og í fréttatilkynningu frá félaginu segir að allar skuldir þess séu fjármagn- aðar til langs tíma. Þetta var meðal annars gert með skuldabréfaútboði fyrr á árinu. Fram að þessu hefur félagið verið í eigu feðganna Þórðar Magnússon- ar og Árna Odds Þórðarsonar auk Sigurjóns Jónssonar en nú koma þau Jón Helgi Guðmundsson, oft kennd- ur við BYKO, og Steinunn Jónsdótt- ir einnig að félaginu. Í tilkynningunni segir að með hlutafjáraukningunni sé félagið bet- ur í stakk búið til þess að takast á við ný verkefni en jafnframt að styðja félög sem Eyrir á hlut í til frekari uppbyggingar og vaxtar. „Eyrir Invest fjárfestir í félögum sem hafa burði til að vera leiðandi á sínu sviði á heimsvísu og ná þannig hlutfallslegri stærðarhagkvæmni til hagsauka fyrir viðskiptavini, starfs- menn og hluthafa,“ segir í tilkynn- ingunni. Eyrir á um 30% hlut í Marel og um 15% hlut í Össuri og eru það um tveir þriðju hlutar af eignum félagsins. Jón Helgi og Stein- unn koma að Eyri
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.