Morgunblaðið - 14.12.2005, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 14.12.2005, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 2005 31 MENNING Í TITILLJÓÐI nítjándu ljóðabókar Matthíasar Johannessen, Kvöld- göngu með fuglum, er ljóðmælandi staddur einn í gamla kirkjugarð- inum. „Trén skrúfa sig /úr slabb- hvítri / jörð / að vængþreyttri / hugsun minni,“ og einhver kynni að halda að mælandi sé að búa sig undir endalokin, enda segir hann ketti sem er að sniglast í kirkju- garðinum í öðru ljóði að hér sé framtíð sín og kisi leggur niður stýrið. Í kirkjugarðinum heyrir kvöldgöngumaðurinn þögn jarð- arbúa, einnig þeirra sem hann þekkti ekki og þeir minna hann „á atvik / öllum gleymd“. Hann situr eins og „grjóthrunin varða“ og bíð- ur. En hann er ekki sestur til end- anlegrar hvíldar, heldur bíður þess „að kvikni / á sjöstjörnunni // og reyni að venjast / trjánum / eins og fuglarnir“. Bókin hefst á ljóðabálki sem nefndist „… ymur ið aldna tré“ með vísun í Völuspá og þá nánar tiltekið í ragnarök. Ætla má að heimsendir í einhverjum skilningi sé skáldinu hugstæður og vissulega má sjá þess merki í ljóðabálkinum. En hann er þó jafnframt ástarljóð og hefst á slóðum farandsöngvara og riddara, og fyrr en varir stend- ur Dante álengdar og „enginn veit hvort við erum / í öðrum hring / eða ilmi af óliðnum dögum“. Í öðrum hring vítis í Hinum guðdómlega gleðileik Dante dvelja m.a. þeir sem hafa syndgað á vegum ástarinnar. Dante kemst við yfir örlögum Fransesku og ástmanns hennar sem hann hittir þar og tek- ur tali. Í bók Matt- híasar er Franseska raunar ávörpuð í öðr- um ljóðabálki, „Goð- sögnum“, sem endar á skírskotun til annars frægs ástarpars af norðlægari slóðum, Sigurðar og Brynhildar. Og fleiri sambönd koma við sögu í fyrri bálkinum; þar skipar ljóðmælandi hinum ver- gjarna Seifi að þegja og horfa með blygðun til Heru, minnt er á váleg tíðindi af Ödipusi, en fyrst og fremst er þó mælt fyrir munn Dante og spurt hvort það líf sem við lifum sé „leikur að haustgulum stráum / eða fyrirheit mikillar ferð- ar / í fylgd með þér, Beatrísa“. Ástin er leiðarstjarna; hún reyn- ist stundum leiða menn inn í ríki syndar og svika, en maðurinn leitar að þeim hreinleika hjartans sem einungis er að finna í ástinni. Loka- orð bálksins eru: „þú sem ert eins hrein í hjarta mínu / og hrafninn er svartur á bringuna“ – og mann grunar að þetta eigi ekki að lesa sem skýrar andstæður. Skáldið víkur stundum beint að einkennum samtímans og nefnir m.a. nýja og net- tengda veröld og spyr hvort boð hennar ber- ist eins og „rafpóstur gamalla guða“. Matt- hías mætir samtím- anum með sinni eigin nettengingu og í því neti berst póstur greiðlega milli Völu- spár og Gleðileiks Dante (og víti hins flórenska skálds virð- ist staðsett í Kverk- fjöllum); Vesúvíus speglar Heklu, Reykjavík er bein- tengd Jerúsalem, og þegar mælandinn í ljóðinu „Sálmur um borgina“ segist hefja augu sín til fjallanna er maður í senn stadd- ur í Davíðssálmum, Gleðileiknum og í borg þar sem við blasir ekki bara jökull heldur Jökullinn. Og í enn einu ljóðinu sem staðsett er í gamla kirkjugarðinum reynist hann vera við upptök Nílar. Þetta er því ekki aðeins bók um endalok, heldur um upphöf og end- urnýjun. Upptökin, fæðingin, birtist í myndum af brotinni eggjaskurn, af flugi í vændum, af vængjum sem bærast víða á síðum eins og raunar í fleiri bókum Matthíasar. Þessar línur er að finna í einu ljóðinu: útlitið uggsamleg spurn þegar óvæntur dagur brýtur af sér eggsára fjötra og vængjaður morgunn vaknar eins og ráðvilltur fugl við brotið skurn. Kímnin og alvaran í hárfínum dansi og hér má sjá hversu hag- anlega Matthías nýtir sér hefð- bundnar ljóðeigindir þegar honum sýnist svo, hrynjandi, ljóðstafi, hljóðlíkingar og rím. Vorinu er ortur fagnaðaróður í sumum ljóðanna og mörg þeirra eru lofsöngur til náttúrunnar. Þetta kunna borgarskáld hefur smám saman orðið æ eindregnara nátt- úruskáld. Fuglar og tré eru jafn- framt boðberar náttúrunnar í borg- inni og þeim bregður fyrir um alla bók; fuglar leynast í trjám, lauf tekur á sig vængform; og „nóttin / er hvítur vængur“ á íslensku sumri þegar jökull blasir við. Mann- skepnan birtist sem vera er lifir á óræðu svæði milli guðanna og nátt- úrunnar. Líkt og í kveðskap róm- antíkurinnar virðist guðdómurinn raunar allt að því renna saman við náttúruna í ljóðum Matthíasar. Þennan samruna má kannski sjá í því hvernig vatnið í ljóðunum, hvort sem er í fossum, ósum eða hafi, virðist rísa mót himni. Tré og fuglar reyna í óða önn að koma boðum hinnar guðdómlegu náttúru til mannsins, en hann er tregur; „hikandi augu“ hans rýna „einstigi / ókleifra bjarga“. Á hinn bóginn má líka lesa þetta: „Enn eru víð- ernin / vonarskarðsmegin / hljóðlát og fjarlægðar- / blá.“ Mannskepnunni er ekki alls varnað og hún finnur nýtt líf oftar en ekki kvikna í því sem er liðið, í fortíð sem enn er þó framtíð. Hér að framan var minnst „á atvik / öllum gleymd“ en eitt ljóðið heitir raunar „Atvikslaus minning er at- vik“ og fjallar um það hvernig minning sem lifir eða kviknar get- ur verið „atvik eins og blóm sem gengur hægt í bæinn // í huga mínum, það blóm er atvik“. Atvik öllum gleymd reynast oft geymd í huga einstaklings og ætla má af þeirri fagurfræði sem mér sýnist búa í ljóðum Matthíasar að slík geymd sé ekki óskyld því minni, þeim minningum, sem búa í goð- sögum og raunar öðrum sagna- og ljóðmælum sem mynda arf okkar. Í báðum tilvikum reynir maðurinn að glöggva sig á þeim teiknum sem honum berast. Það er ekki alltaf auðvelt að ráða í þau og les- andi Matthíasar fær ekki heldur alltaf augljós skilaboð. Hvernig eigum við að skilja það fornfræga en í þessu tilviki þó íslenska hross sem blasir við náttúruskoðand- anum þegar hann sér „stjörnur eins og kvista / í nýhefluðum birkifjölum / trójuhestsins“? Eru einhver brögð í tafli mannsins við náttúruna? Áhersla skáldsins á orðið „atvik“ sendi mig í Íslensku orðsifjabókina og þar sést að orðið getur merkt í senn „árás, áverki“, „atburður, að- stæður“ og „atlot“. Með þetta í huga er óhætt að segja að í ljóða- bók Matthíasar séu mörg atviksorð, orð sem geta liðsinnt við það sem er áreiðanlega orðið manninum erf- iðara en áður fyrr, hvað sem líður nýjum netum – nefnilega að hlusta eftir tíðindum. Bækur Ljóð Höfundur: Matthías Johannessen. Vaka-Helgafell 2005. Kvöldganga með fuglum Ástráður Eysteinsson Matthías Johannessen Ilmur af óliðnum dögum ÚT ER komin barnabók eftir Rúnu K. Tetzsc- hner: Ófétabörnin. Í sögunni birtist ný- stárleg ævintýra- veröld ófétanna í máli og myndum. „Ófétin eru litlar verur sem búa í blómum og fljúga um á fiðrildum. Í Ófétaheimi er hið smáa risavaxið og allt er fullt af undrum og óvæntum uppákomum. Þetta er undurfalleg ver- öld en gullinhærðu og svarthærðu ófét- in eiga í eilífu stríði. Ófétabörnin kom- ast hins vegar að því að ekkert skilur á milli þeirra nema háraliturinn. Sagan er fyrir fimm til níu ára börn og alla sem unna góðum ævintýrum,“ segir í kynn- ingu frá útgefanda. Rúna K. Tetzschner er íslenskufræð- ingur að mennt. Hún starfar sjálfstætt við ritlist og myndlist og sem sérfræð- ingur á Þjóðminjasafni Íslands. Þar annast hún fræðileg og listræn verk- efni, m.a. fyrir börn, en vann áður með börnum á leikskóla. Rúna hefur sent frá sér ljóðabækurnar Kveðju til engils, Gullkornasandinn og Í samræðum við þig en Ófétabörnin er fyrsta barnabók hennar. Útgefandi er Lítil ljós á jörð. Nýjar bækur SAUTJÁNDU aðventutónleikar Söngsveitarinnar Fílharmóníu fóru fram sl. sunnu- og mánudags- kvöld. Þeir voru eftir öllum sól- armerkjum að dæma jafnframt hinir síðustu undir forystu Bern- harðs Wilkinson, er hóf starf sitt hjá Fílharmóníu 1996 en er nú bú- settur í Færeyjum. Verður mörg- um eftirsjá að jafnsnjöllum kór- stjóra og Bernharði – en vonandi reynist flugfjarlægðin ekki meiri en svo að hans verði í einhverjum mæli notið áfram hér við sérstök tækifæri. Stjórnandinn ólst sem kunnugt er upp við hina ríku ensku kóra- hefð, og dagskráin bar þess líka merki, því af 24 atriðum kvöldsins voru 11 að öllu eða einhverju leyti ensk. En eins og ég hef fyrr haft á orði á þessum vettvangi, þá er ávallt kærkomið að blanda miður gamalkunnu efni við jólalagafans- inn. Manni liggur við að segja því meira því betra – því lummuárinn vomir jafnan óþyrmilega yfir þessari hefðbundnustu allra tón- leikavertíða. Það er bagalegt að þurfa að beygjast undir plássþröng prent- miðilsins, því langflest atriðin voru af vandaðasta tagi og um- fjöllunarverð að sama skapi. En til þó að reifa eitthvað á stangli mætti kannski fyrst slæma á litlu endurreisnarperlu Williams Byrds, Ave verum corpus. Svo var þjóðhollustu Byrds fyrir að þakka, og ekki síður pólýfónísku meist- arahandbragði, að hann hélt fullri virðingu og starfsfriði þrátt fyrir kaþólsku sína á aðalháskatímum ungrar mótmælendastjórnar Bret- lands. Og mótetta hans sýndi líka hvers vegna í fallegum söng kórs- ins, þótt sá hitnaði að vísu svo um munaði þegar fram í sótti. Meðal fjölmargra annarra eftirtekt- arverðra atriða fyrri hlutans mætti nefna frumlegt og seiðandi lag Hildigunnar Rúnarsdóttur, Hirðarar sjá [sic?] og heyrðu, og Make we joy now in this fest í raddsetningu Waltons; eitt af fleirum fornum enskum jólalögum sem settu eftirminnilegt aldanið- arkrydd á tónleikana. Eitthvað hafði tónleikaskrárrit- ara misdægrazt, því miðbiksefnið skolaðist talsvert til í niðurröðun ásamt sennilega einni úrfellingu. En öruggt mátti þó heita að hið 14. aldar enska Personent hodie (radds. Holst) var fyrst eftir hlé; furðuhægt hjá annars (að ég hélt) frekar hraðasæknum stjórnanda. Þá kom arían And he shall feed his flock í stað prentuðu Messías- araríunnar How beautiful are the feet, með lúxuseinsöng Sólrúnar Bragadóttur, er á beztu augna- blikum gat minnt á lágfreyðandi cappucino. Eftir hlé bættist við allt til enda 12 manna strengja- sveit af faglegasta kalíber og lagði að vonum drjúgt til gæðaþrung- innar jólastemmningar. Áfram hélt hið bezta sem fyrir brezka tónlist gat komið á 18. öld, nefni- lega G.F. Händel, með fjörlega kór sínum úr sömu óratóríu, For unto us a child is born, sem þarf engu minna en stórskussa til að klúðra, enda gerðist það ekki. Hið skemmtilega fornenska jólalag í raddsetningu Vaughans Williams, The truth sent from above, Laudate Dominum Moz- arts (frábærlega sungið af Sól- rúnu) og þjóðlagalegt Nativity carol Rutters mynduðu síðan sem betur fór hæfilega frumlegt mótvægi við sakkarínsku en samt forkunnarvel teknu Bach- áklínun Gounods, Ave Maria, áð- ur en allir nærstaddir sungu að leikslokum Nóttin var sú ágæt ein eftir Sigvalda Kaldalóns í upplyftum jólaanda við hæfi. Kórmeistari kveður TÓNLIST Langholtskirkja Aðventutónleikar Söngsveitarinnar Fíl- harmóníu. Einsöngur: Sólrún Braga- dóttir. Guðríður St. Sigurðardóttir org- el ásamt strengjasveit. Konsertmeistari: Rut Ingólfsdóttir. Stjórnandi: Bernharður Wilkinson. Mánudaginn 12. desember kl. 20. KÓRTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.