Morgunblaðið - 19.12.2005, Page 32

Morgunblaðið - 19.12.2005, Page 32
32 MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ María LáraHalldórsdóttir hét hún fullu nafni, eða Lára Halldórs, eins og flestir köll- uðu hana, fæddist á Akureyri 6. júní 1917. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri hinn 13. desember síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Rósfríður Guðmundsdóttir, f. 8.10. 1876, d. 29.1. 1969, og Halldór Halldórsson, söðlasmiður á Akureyri f. 9.10. 1878, d. 2.9. 1964. Systkini Láru voru: Guðrún, Ingibjörg og Stefán og eru þau öll látin. Lára giftist 19. júlí 1941 Kára Sigurjónssyni setjara, f. 20.8. 1916, d. 15.4. 1970, en hann var sonur hjónanna Elínar Valdimars- dóttur og Sigurjóns Jóhannesson- ar, sem búsett voru á Akureyri. Lára og Kári eignuðust tvær dæt- ur. Þær eru: 1) Elín Ásta, leik- skólakennari, f. 19.11. 1942, gift Lúther Steinari Kristjánssyni, f. 12.10. 1934, og eiga þau þrjú börn, Kára, f. 1969, sambýliskona hans er Berglind Jónsdóttir, f. 1967, og eiga þau soninn Sindra Má, f. 1989; Sigurjón, f. 1971, og er sam- býliskona hans Fjóla Steingríms- dóttir, f. 1969; og Hildi Helgu, f. 1975, í sambúð með Þórhalli Há- konarsyni, f. 1973, og eiga þau dóttirina Ísabellu Elínu, f. 2003. Einnig á Lúther, maður Elínar, þrjú börn frá fyrra hjónabandi. 2) Rósfríður María, hjúkrunarfræðing- ur f. á afmælisdegi móður sinnar 6. júní 1948, gift Magnúsi Friðrikssyni, f. 31.1. 1947, og eiga þau tvo syni, Friðrik, f. 1970, kona hans er Vilborg Jónsdóttir, f. 1969. Þeirra börn eru, Hugrún María, f. 1995, Magnús Baldvin, f. 2001, og Jón Stefán, f. 2003. Kári, f. 1971, sam- býliskona Valgerður Karlsdóttir, f. 1975. Þeirra synir eru Steinar Logi, f. 2001, og óskírður dreng- ur, f. 2005. Lára ólst upp í Strandgötu 15, gekk í Gagnfræðaskóla Akureyr- ar og síðar í Iðnskólann, þar sem hún nam hárgreiðsluiðn og fékk meistararéttindi í greininni. Hún vann í mörg ár við iðngrein sína og seinna meir, eftir lát Kára, við verslunarstörf, bæði í hann- yrðaverslun og í Amaro. Ung að árum fór Lára til Kaupmanna- hafnar og vann þar við hár- greiðslu. Lára og Kári voru dugleg að ferðast, sérstaklega hér innan- lands, enda var Kári lengi formað- ur Ferðafélags Akureyrar. Lára var ákaflega félagslynd og starf- aði í mörg ár með Kvenfélaginu Framtíðinni og einnig tók hún virkan þátt í starfi aldraðra. Útför Láru verður gerð frá Ak- ureyrarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Lára móðursystir mín er látin. Síðustu árin voru henni erfið og ég er viss um að hún var hvíldinni feg- in. Þess vegna vil ég minnast hennar frá hennar yngri árum er hún var ung og full af lífsgleði í hópi góðra vinkvenna sem reyndust henni frá- bærlega. Lára átti góða æsku, yngst fjög- urra systkina og var uppáhald for- eldra sinna. Frá því ég man fyrst hafði hún áhuga á íþróttum. Hún varð hárgreiðsludama og sigldi eins og þá var oft vani ungmeyja til Kaupmannahafnar þar sem hún menntaði sig meir í hárkúnst og kynntist mörgum Íslendingum þar, sem urðu hennar vinir. Ég gleymi aldrei jólagjöfunum sem ég fékk frá henni þaðan. Lára kom heim rétt fyrir stríð og fór að starfa að iðn sinni. Hún var mikil útivistarkona og var félagi í íþróttafélaginu Þór. Þar kynntist hún verðandi manni sínum, Kára Sigurjónssyni, sem var mikill sund- kappi og ferðagarpur. Ég skildi aldrei af hverju Lára varð ekki álfa- drottning á Þrettándagleði Þórs þegar Kári var kóngur. Hvað um það, Kári fór að venja komur sínar í Strandgötuna og ég var örugglega til óþurftar þegar ég sat yfir þeim í herbergi Láru. Þar drukkum við límonaði sem ég hafði aldrei fyrr smakkað en þótti gott „þótt læki upp úr því“. Lára giftist Kára sínum (og eftir það voru þau alltaf nefnd saman Lára og Kári) og þau fluttu á Eyr- arveginn. Þar átti Kári hús með for- eldrum sínum, þriggja herbergja íbúð, sem ekki þætti stór nú til dags. Ég man fyrsta sinn er þær tengda- mæðgur tóku slátur (þrjú held ég) og Lára fór með kepp til að gefa móður sinni að smakka. Þegar hún kom til baka hafði Elín tengdamóðir hennar gefið vinum og nágrönnum allt sem eftir var svo sláturgerðin var hafin á ný. Á Oddeyrinni var mikið af ungu fólki sem hélt vel saman og Lára var þar hrókur alls fagnaðar, hún var ágæt eftirherma og sagði vel frá. Ég sakna sárlega að muna ekki öll „spakmæli“ Bærings frænda okkar sem var heimagangur og kostgangari hjá ömmu minni og Lára og Bibbi móðurbróðir gátu endalaust haft eftir misgáfulegar at- hugasemdir. Ég þakka Láru fyrir alla ánægju og gleði sem hún veitti mér. Guðrún Magnúsdóttir. Í dag kveð ég með söknuði kæra vinkonu mína Láru Halldórsdóttur, sem lést 13. desember s.l. Það var um 1920 sem leiðir okkar lágu saman. Þá vorum við fjögurra og fimm ára gamlar. Foreldrar okk- ur bjuggu í sama húsi á Strandgötu 15 á Akureyri, húsi sem nú er horf- ið. Mikill og góður vinskapur mynd- aðist milli fjölskyldnanna og hélst hann alla tíð og bar aldrei skugga á þá sambúð. Lára var skemmtileg, greind, vel lesin og hafði mikla frásagnargáfu og leikhæfileika, sem kom sér vel á okkar yngri árum, þegar margt var um manninn og gleðin ríkjandi í húsinu. Lára var mikil félagskona og þrátt fyrir breytingar á okkar hög- um með aldrinum, þegar báðar fluttu að heiman, hélst sama vin- áttan, börnin fæddust með stuttu millibili og á öllum hátíðar- og merk- isdögum hittust fjölskyldur okkar. Saumaklúbbur var stofnaður með fleiri góðum vinkonum og í rúm 50 ár nutum við samvista. Oft var glatt á hjalla og málin rædd langt fram á nótt. Síðustu ár lágu leiðir okkar sam- an á Brekkunni, þar sem við bjugg- um báðar og var þá nær daglegur samgangur, sem ég er þakklát fyrir í dag. Að fá að njóta vináttu og tryggðar Láru var mér mikils virði og vil ég þakka það af alhug um leið og ég sendi dætrum hennar Elínu, Rós- fríði og fjölskyldum þeirra mínar innilegustu samúðarkveðjur. Sigríður Gísladóttir. LÁRA HALLDÓRSDÓTTIR ✝ Guðný MarenMatthíasdóttir fæddist að Álftamýri við Arnarfjörð 17. nóvember 1920. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Eir í Graf- arvogi 12. desember síðastliðinn. Guðný var fyrsta barn for- eldra sinna, þeirra Sigríðar Gísladótt- ur, húsfreyju, frá Álftamýri við Arnar- fjörð, f. 1. des. 1896, d. 15. ág. 1987, og Matthíasar Ásgeirssonar frá Svarthamri í Álftafirði, f. 16. maí 1893, d. 4. mars 1946, skattstjóra á Ísafirði. Systur Guðnýjar eru Ás- laug, f. 20. júní 1924, d. 2004, og Svandís, f. 13. sept 1926. Hinn 12. febrúar 1944 giftist Guðný Garðari Finnssyni, skip- stjóra frá Kaldá í Önundarfirði, f. 14.10. 1920, d. 2. júlí 1994. Foreldr- ar hans voru Steinunn Jóhannes- dóttir, húsfreyja, f. 15. nóv. 1888, d. 24. jan. 1975 og Finnur Torfi Guðmundsson, f. 29. sept. 1892, d. 21. ágúst 1936, útvegsbóndi. Garð- ar og Guðný hófu sinn 50 ára langa búskap á Ísafirði og varð sex barna auðið, eignuðust 12 barna- börn og barnabarnabörnin eru 16. Börn Guðnýjar og Garðars eru: 1) Sigríður, hárgreiðslumeistari, f. 8. sept 1944, maki Kristinn Jónsson, slökkviliðsmaður, þeirra börn eru: Jón Örvar, f. 2. mars 1969, hann á fjögur börn, og Maren Brynja, f. 26. febr. 1979. Sigríður eignaðist dótturina Guðnýju Maren Vals- dóttur, f. 28. sept 1961, d. 17. júlí 1977. 2) Steinunn, barnahjúkrun- arfræðingur, f. 5. febr. 1946, maki Bjarni Lúðvíksson, framkvæmda- stj., f. 4. mars 1945. Barn þeirra er Elín Helena og á hún þrjú börn. 3) Matthías, fyrrv. framkvæmdastj. Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, f. 24. mars 1949, maki Þórhildur Karlsdótt- ir, snyrtifræðingur. Synir þeirra eru Garðar Ægir, f. 27. nóv. 1970, hann á tvö börn, og Karl Ágúst, f. 22. febr. 1982. 4) Finnur Gísli, fiski- fræðingur, f. 20. mars 1952, maki Kristbjörg Ólafs- dóttir, kaupmaður. Þeirra börn: Maren, f. 22. júní 1969, á hún tvö börn og Ólafur Magnús, f. 3. ág. 1979 og á hann einn son. 5) Bjarni Hermann, stýrimaður, f. 3. okt. 1953, maki Helga Pétursdóttir, skrifstofumaður, þeirra synir eru Pétur Örn, f. 1. júní 1972, á hann tvö börn, og Finnur, f. 19. febr. 1979, og á hann eina dóttur. 6) Garðar Sigurbjörn, rafmagns- tæknifræðingur, f. 13. nóv. 1955, maki Sigrún Björnsdóttir, upplýs- ingafulltrúi, dætur þeirra eru Edda Ýr, f. 18. febr. 1976, á hún einn son, og Saga, f. 6. ágúst 1987. Guðný ólst upp á Ísafirði. Hún var góður íþróttamaður og var skíðaíþróttin sérstaklega í uppá- haldi hjá henni. Eftir að hún út- skrifaðist sem gagnfræðingur hóf hún störf við Landsbankann á Ísa- firði og starfaði þar uns hún giftist manni sínum. Eftir að börnin voru flogin úr hreiðrinu fór Guðný aft- ur út á vinnumarkaðinn og starf- aði fyrst í Sparisjóðnum í Kópa- vogi og síðan í Landsbankanum þar til hún lét af störfum fyrir ald- urs sakir. Guðný verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Gógó amma og Garðar afi koma í heimsókn til okkar í Kaupmanna- höfn og mér líður eins og það séu jól- in um hásumar. Allir fá pakka, kyss- ast og faðmast. Blátt ópal, tyggjó, harðfiskur, hangikjöt og fleira góð- gæti. Öll fjölskyldan í sólinni á Bel- lavue-ströndinni, þrjár kynslóðir. Tíminn er endalaus. Amma var mikið sólskinsbarn og elskaði að ferðast. Það virtist alltaf vera sól á ferðum hennar. Þegar ég fletti í gegnum myndaalbúm fjöl- skyldunnar er hún alltaf í sólkins- skapi. Hún var há, glæsileg og efnileg í handbolta á yngri árum og á skíðum og hún ætlaði sér í nám, enda metn- aðarfull kona. Svo kynntist hún töff- aranum honum afa og þau eignuðust sex börn á tólf árum. Þá gáfust fá tækifæri til að hugsa um sjálfan sig. Mesta afrek ömmu var að halda utan um þessa stóru fjölskyldu, sinna börnum og búi á meðan aflakóng- urinn Garðar afi var langtímum á sjó. Þetta voru aðrir og erfiðari tímar – en samt var alltaf stutt í brosið. Ég man líka eftir ömmu í einkenn- isbúningi á skiptiborðinu hjá Lands- bankanum. Það var svolítið sport fyrir mig að koma í bankann og fá leyfi hjá öryggisvörðunum til að fara upp að heimsækja Guðnýju Maren. Einu sinni kom í fréttirnar að amma hefði gert lögreglunni viðvart um sprengjuhótun í bankanum og með hennar aðstoð hefðu ,,grínistarnir“ náðst. Amma var hetja! Átta ára gamalli fannst mér líka mikið til þess koma að heyra George Michael syngja í útvarpinu um ömmu mína ,,Wake me up, before you Gógó“! Það var ávallt mikill leikur í Gógó ömmu og hún hafði gaman af því að fá barnabörnin í heimsókn. Við lék- um boltaleiki á ganginum í Álfheim- unum, spiluðum ólsen ólsen, lágum í sólbaði hjá þvottasnúrunum bak við hús og fórum stundum í ísbúðina eða sátum í eldhúsinu, hlustuðum á hátt- stillt útvarpið, átum vöfflur með rjóma og skoðuðum allar blaðaúr- klippurnar af börnum hennar, barnabörnum, frænkum og frænd- um sem héngu á korktöflunni fyrir ofan eldhúsborðið. Hún var ákaflega stolt af sínu fólki. Þau voru dugleg að ferðast afi og amma og eltu sólina og ævintýrin uppi til framandi landa. Svo eign- uðust þau sumarbústað í Borgarfirð- inum. Fjallahringurinn og síbreyti- legt hraunið umkringdu þau og þarna undu þau löngum stundum og urðu ung á ný. Á 40 ára brúðkaups- afmæli þeirra bað hún um óskalag í útvarpinu, „Hvítir mávar segið þið honum að mitt hjarta slái aðeins fyr- ir hann …“ Þegar afi lést hvarf ljóminn úr augunum hennar ömmu. Hægt og bítandi náðu veikindi á henni tök- unum og síðustu árin var hún alveg rúmliggjandi á hjúkrunarheimilinu Eir. Það var þungbært að sjá hana hverfa okkur, en stundum lifnaði yf- ir henni, ekki síst þegar ég kom í heimsókn með Nökkva, litla strák- inn minn. Þá kom blik í augu hennar. Ég ætla að varðveita með mér stundina þegar við Nökkvi sendum henni fingurkoss í dyrunum og hún blikkaði til okkar á móti, brosti og vinkaði í kveðjuskyni. Bless, elsku amma mín, og geymi þig allir englar og góðar vættir. Edda Ýr Garðarsdóttir. GUÐNÝ MAREN MATTHÍASDÓTTIR Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, SALVÖR GOTTSKÁLKSDÓTTIR Bröttukinn 25, lést að kvöldi föstudags 16. desember á St.Jósepsspítala. Jarðarförin auglýst síðar. Vilhelm Adólfsson, Sigrún Vilhelmsdóttir, Vignir Þorláksson, Grímur Th. Vilhelmsson, Anita B. Vilhelmsson, Gottskálk Vilhelmsson, Ásta Valsdóttir, Nína Björg Vilhelmsdóttir, Reynir S. Hreinsson, Adolf Gunnar Vilhelmsson. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, VIGGÓ EINARSSON flugvirki, Gullsmára 8, lést á Landspítala í Fossvogi fimmtudaginn 8. desember. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju mánu- daginn 19. desember kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið. Sigurbjörg Hjálmarsdóttir, Hjálmar Viggósson, Ragnheiður Hermannsdóttir, Magnea Viggósdóttir, Kenneth Morgan, Erna Margrét Viggósdóttir, Kristján Þ. Guðmundsson, Helen Viggósdóttir, Þórarinn Þórarinsson, barnabörn og barnabarnabarn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HREFNA LÚTHERSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtu- daginn 22. desember kl. 15.00. Magnús Haukur Kristjánsson, Lárus Ingi Kristjánsson, Lára Gunnarsdóttir, Eymundur Kristjánsson, Hilmar Kristjánsson, Helga Ragnhildur Kristjánsdóttir, Grímur Örn Grímsson, Inga Lára Kristjánsdóttir, Alf Berntson, barnabörn, barnabarnabörn og systkini hinnar látnu, Alla, Eymundur og Guðjón. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Minningar- greinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.