Morgunblaðið - 19.12.2005, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 19.12.2005, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 2005 37 FRÉTTIR Bílar Subaru Legacy 1998. Ekinn 120 þús. km, sjálfskiptur, krókur, vetr- ar- og sumardekk, vel með farinn. Upplýsingar í síma 896 0089. Nissan Almera 4 SLX.1600 Bíllinn minn er til sölu árg. 1996, lítið keyrður aðeins 130.000 km. Sjálfskiptur, rafmagn í rúðum, sumar- og vetrardekk. Skoðaður án athugasemda, mjög vel hugsað um hann að öllu leyti. Upplýsingar í síma 694 2326. Mercedes Benz Sprinter 316 CDI. Sjálfskiptur, 156 hestöfl, dísel, ESP stöðugleikakerfi. Kaldasel ehf., Dalvegi 16b, 201 Kópavogi, s. 544 4333 og 820 1070. Iveco 50 C 13. Sk. 11/2001. Ekinn aðeins 45 þ. km. Heildarþyngd 5,2 tonn. Lyfta. Topp ástand og útlit. Kaldasel ehf., s. 544 4333 og 820 1070. Bílaþjónusta Bryngljái á bílinn! Endist árum saman - verndar lakkið - auðveldar þrif. Mössun - blettun - alþrif - djúp- hreinsun. Yfir 20 ára reynsla! Litla Bónstöðin, Skemmu- vegi 22, sími 564 6415. Hjólbarðar Camac jeppadekk. 4 stk. 31x10.5 R 15 + vinna 49.000 kr. Kaldasel ehf., Dalvegi 16b, 201 Kópavogi, s. 544 4333. Ökukennsla Ökukennsla Reykjavíkur ehf. Ökukennsla akstursmat. Vagn Gunnarsson Mersedes Benz, 894 5200/565 2877. Ævar Friðriksson Toyota Avensis '02, 863 7493/557 2493. Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza, 696 0042/566 6442. Gylfi K. Sigurðsson Suzuki Grand Vitara, 892 0002/568 9898. Snorri Bjarnason BMW 116i, nýr, 892 1451/557 4975. Sverrir Björnsson Volkswagen Passat, '05 892 4449/557 2940. Glæsileg kennslubifreið, Subaru Impreza 2004, 4 wd. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, símar 696 0042 og 566 6442. Varahlutir JEPPAPARTAR EHF., Tangarhöfða 2, sími 587 5058 Nýlega rifnir Patrol '91-95, Terr- ano II '99, Subaru Legacy '90-'04, Impreza '97-04, Kia Sportage '03 og fleiri japanskir jeppar. Þjónustuauglýsingar 5691100 Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Smáauglýsingar augl@mbl.is Atvinnuauglýsingar Enskukennara vantar í Borgarholtsskóla Borgarholtsskóli auglýsir eftir enskukennara í 100% starf til afleysinga á vorönn 2006. Ráðning verður frá 1. janúar 2006 og eru laun skv. kjarasamningum KÍ og fjármálaráðherra. Ekki þarf að sækja um á sérstökum eyðublöð- um en í umsókn skal gera grein fyrir menntun og fyrri störfum. Upplýsingar um störfin veita skólameistari og aðstoðarskólameistari í síma 535 1700. Umsóknir berist Ólafi Sigurðssyni, skólameistara, Borgarholtsskóla við Mosaveg, 112 Reykjavík, ekki síðar en 28. desember 2005. Öllum umsóknum verður svarað. Upplýsingar um skólann má finna á www.bhs.is. Skólameistari. Félagslíf Jólabókamarkaður Ferðafé- lagsins – jólagjöfin í ár. Fjölmargir titlar um ferðir og ferðalög, útiveru og náttúru landsins. Árbækur FÍ, fræðslurit, kort og fleira. Gjafakort Ferðafé- lagsins einnig fáanleg á skrif- stofu. Verið velkomin. Ferðafélagið stendur fyrir göngu- ferð á Esjuna nk. sunnudag þegar gengið verður á Kerhólakamb. Mæting í Mörkina 6 kl. 10 og farið á einkabílum. Ókeypis þátttaka og allir velkomnir. Ferðafélag Íslands. I.O.O.F. 19  18612198  I.O.O.F.10  18612198  * Raðauglýsingar sími 569 1100 ÁGÓÐI af sölu húsbúnaðar í Góða hirðinum var afhentur 1. desember sl., sem styrkur til fjögurra aðila sem hafa það að markmiði að hjálpa öðrum til sjálfshjálpar og styðja við bakið á þeim sem greinst hafa með illvígan sjúkdóm. Þessir aðilar eru MS-félagið, MND-félagið og MG- félagið sem fengu milljón hvert og Framtíðarsjóður Hjálparstarfs kirkjunnar sem hlaut 2 milljónir. Góði hirðirinn er rekinn af SORPU í samvinnu við fjögur líkn- arfélög, Rauða kross Íslands, Mæðrastyrksnefnd, Hjálparstofnun kirkjunnar og Hjálpræðisherinn. Endurvinnslustöðvar SORPU sjá um að safna húsbúnaði sem er seld- ur í gegnum Góða hirðinn, en ágóð- inn af sölunni fer allur til líkn- armála. Á myndinni má sjá styrkþega ásamt starfsmönnum Góða hirðisins. Styrkþegar frá vinstri: Guðjón Sigurðsson formað- ur MND-félagsins, Sigurbjörg Ár- mannsdóttir formaður MS- félagsins, Vilborg Oddsdóttir fé- lagsráðgjafi Hjálparstarfi kirkjunnar og Pétur Ágústsson for- maður MG-félagsins. Styrkir frá Góða hirðinum LEGUDEILD krabba- meinslækningadeildar Landspítala við Hring- braut hefur fengið jóla- kortastyrk Opinna kerfa í ár, en Opin kerfi hafa árlega styrkt gott mál- efni í stað þess að senda jólakort til viðskipta- vina. Ákveðið var að færa legudeild krabba- meinslækningadeildar, 11E, við Hringbraut, HP-fartölvu sem notuð verður í einangrunar- herbergi legudeildarinn- ar. Að sögn Steinunnar Ingvarsdóttur deildar- stjóra eru sjúklingar sem þurfa að dvelja í einangrunarherberginu nánast lokaðir af og hafa takmörk- uð samskipti við aðra. „Fartölvan mun því hafa afþreyingargildi fyrir þessa sjúklinga, sem geta til dæmis horft á kvikmyndir eða hlustað á tónlist. Fartölvan mun einnig vera nettengd og þannig getur sjúkling- urinn haft samskipti við vini og ætt- ingja í gegnum netið,“ segir í fréttatilkynningu. Myndin er tekin við afhendingu jólakortastyrks Opinna kerfa, frá vinstri: Agnar Már Jónsson, for- stjóri Opinna kerfa, Steinunn Ingv- arsdóttir deildarstjóri og Friðbjörn Sigurðsson læknir. Ljósmynd/Jón Svavarsson Styrkur í stað jólakorta STOFNUÐ verður á morgun, þriðjudaginn 20. desember, deild Alheims friðarsam- bandsins á Íslandi. Stofnfund- urinn verður haldinn í Nor- ræna húsinu í Reykjavík og hefst kl. 17. Alheims friðarsambandið byggist á starfi og hugsjónum séra Moons sem nú er á ní- ræðisaldri og hefur ferðast um heiminn og deilt hugsjón sinni í 120 löndum, segir m.a. í frétt frá fundarboðendum. Á fundinum verður unnt að hlýða á ræðu séra Moons þar sem hann kynnir boðskap sinn. Stofna Ís- landsdeild Alheims friðarsam- bandsins UT2006 sveigjanleiki í skólastarfi er nafn á ráðstefnu sem menntamála- ráðuneytið stendur fyrir í mars á næsta ári. Verður hún haldin í fjöl- brautaskóla Snæfellinga í Grundar- firði og fer skráning fram á vefsíð- unni menntagatt.is/ut2006 frá 13. janúar. „Á UT2006 er áhersla lögð á sveigjanlega kennsluhætti. Ráð- stefnugestir verða virkir þátttak- endur í dagskránni og formlegir fyr- irlestrar verða í lágmarki. Skipulag ráðstefnunnar er með nýstárlegum hætti og gefur fólki færi á að taka þátt í áhugaverðri og spennandi upp- byggingu skólastarfs á Íslandi,“ seg- ir m.a. í frétt um ráðstefnuna. Ráðstefna um þróun í skólastarfi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.