Morgunblaðið - 19.12.2005, Síða 38
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
ÞÚ ERT FARINN
AÐ SAFNA RYKI
EITTHVAÐ VERÐ ÉG AÐ GERA
EN
FALLEG
AUGU
HRÆ-
GAMMAR
KUNNA
EKKI VIÐ
SKJALL
MIKIÐ ER ÞÉR KALT
KALVIN, VILTU EKKI SETJAST
VIÐ ARINNINN OG HLÝJA
JÚ
HÚ!
ÞAÐ ER FÁTT JAFN
FRÁBÆRT EINS OG AÐ HLÝJA
SÉR VIÐ ARINNELD EFTIR AÐ
HAFA VERIÐ ÚTI Í KULDANUM
EN SUMIR HAFA VIT
Á ÞVÍ AÐ FARA BARA
BEINT AÐ ARNINUM
SJÁÐU! ÞARNA
ER VIN!
OKKUR
ER
BORGIÐ!
HVAÐ STENDUR
Á SKILTINU
„LOKAÐ Á
MÁNUDÖGUM“
HÉR STENDUR AÐ SÉST
HAFI TIL ÍSJAKA Í ÍSLEN-
SKRI LÖGSÖGU, SEM ER
JAFN STÓR OG ESJAN
MERKILEGT
HVERNIG ESJAN ER
ALLTAF NOTUÐ TIL
AÐ LÝSA STÆRÐ
ER ÞAÐ? ÉG
HAFÐI EKKI
TEKIÐ EFTIR
ÞVÍ
ÉG SKILDI
SVOLÍTIÐ EFTIR
Á TEPPINU ÞÍNU,
SEM ER Á
STÆRÐ VIÐ
ESJUNA
MYNDLISTIN HEFUR AUÐVELDAÐ MÉR
AÐGANG AÐ SKÖPUNARGÁFU MINNI
ÉG VISSI EKKI AÐ ÉG VÆRI
SVONA SKAPANDI. ÉG ER FARIN
AÐ LÍTA Á MIG SEM LISTAMANN.
ÞETTA BÝÐUR UPP Á
ÝMSA MÖGULEIKA
TIL
DÆMIS?
ÉG ER AÐ SPÁ
Í AÐ FÁ MÉR
BLÁAR STRÍPUR
KÓNGULÓARMAÐURINN ELTIR HINA DULARFULLU RÓSU...
VONANDI
SÉR MIG
ENGINN
ÉG MÁ
ALLS EKKI
MISSA AF
HENNI
ÉG GET EKKI ELT
HANA ÞANGAÐ INN
EN KANNSKI ER TARAN-
TÚLAN EKKI SVO VARKÁR
Dagbók
Í dag er mánudagur 19. desember, 353. dagur ársins 2005
Víkverji dagsins rek-ur alltaf upp stór
augu þegar fólk tekur
að kvarta og kveina
yfir umferðarteppum í
Reykjavík. Sjálfur
hefur hann aldrei lent
í umferðarteppu sem
ekki á sér eðlilega
skýringu. Hann hefur
til að mynda farið nær
daglega um Ártúns-
brekkuna illræmdu og
það sem af er árinu
hefur hann aðeins
einu sinni tafist þar
vegna hægrar umferð-
ar. Ástæða teppunnar
var alvarlegt umferðarslys.
Ýmsir fjölmiðlamenn hafa kynt
undir þessu furðulega og nánast
sjúklega nöldri með látlausu orða-
gjálfri um „glundroða“ á götum
borgarinnar. Engu er líkara en að
sefasýkin sé komin á það stig að öku-
menn kvarti yfir umferðarteppu og
glundroða þegar þeir þurfa að bíða
eftir grænu ljósi við gatnamót.
Fyrr í mánuðinum birti Morg-
unblaðið frétt sem sýnir svart á
hvítu að þessar linnulausu kvartanir
eru staðlausir stafir. Þar er haft eftir
Tryggva Jónssyni, verkfræðingi hjá
Hönnun hf., að umferðarvandi í
Reykjavík sé nú minni háttar þegar
litið sé til samgangna í
alþjóðlegu samhengi.
„Hér eru að meðaltali
um fimmtán mínútna
toppar tvisvar á dag
en sjá má þriggja
klukkustunda toppa í
erlendum borgum,“
segir Tryggvi, sem
hefur rannsakað stöð-
una í samgöngum og
skipulagi borgarinnar.
x x x
Þótt umferðar-teppur séu ekki
meira vandamál en
þetta er loftmengunin
vegna bílaumferðar orðin ískyggi-
leg. Til að mynda hefur svifryk verið
yfir heilsuverndarmörkum í 18 daga
nú í ár á mælistöð á Grensási.
Blikur eru á lofti um að mengunin
stóraukist því gert er ráð fyrir því að
bílferðum á hvern hektara fjölgi um
30% næstu 20 árin. Götur og bíla-
stæði þekja nú nær helming alls
landsvæðis í borginni og viðbúið er
að aukin bílaumferð verði til þess að
enn fleiri götur verði lagðar. Ef til
vill er nýja Hringbrautin – mesti
óskapnaður Reykjavíkur til þessa –
aðeins forsmekkurinn af því sem
koma skal fái fyrrnefndir nöld-
urseggir að ráða.
Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is
Varsjá | Það er ekki bara á Íslandi sem börn á öllum aldri eru farin að hlakka
til jólanna. Þetta myndarlega jólatré reistu Varsjárbúar í miðborg sinni, en
það er eitt hið hæsta í Evrópu fyrir þessi jól – sjötíu og tveggja metra hátt. Á
því eru rúmlega tvær milljónir ljósa og um fimmtán þúsund stykki af jóla-
skrauti. Það er greinilega ekki allra veðra von í Varsjá eins og hér á þessum
árstíma þar sem vetur konungur væri líklega fljótur að feykja slíkum fínheit-
um á haf út.
Reuters
Bráðum koma blessuð jólin …
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug-
lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569
1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811,
gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.600 kr. á mánuði
innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr.
Orð dagsins: Varðveit mig, Guð, því að hjá þér leita ég hælis. (Sálm. 16, 1.)