Morgunblaðið - 19.12.2005, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 2005 45
KEFLAVÍKKRINGLAN AKUREYRI
FRÁ ÓSKARSVERÐ
LAUNALEIKSTJÓRANUM
PETER JACKSON
KING KONG kl. 4 - 6 - 8 - 10 B.i. 12 ára.
KING KONG VIP kl. 6 - 10 B.i. 12 ára.
HARRY POTTER OG ELDBIKARINN
kl. 5 - 8.10 B.i. 10 ára.
JUST LIKE HEAVEN kl. 4 - 6 - 8
GREENSTREET HOOLIGANS kl. 10.30 B.i. 16 ára
LORD OF WAR kl. 8 - 10.30 B.i. 16 ára.
Litli Kjúllin M/- Ísl tal. kl. 4 - 6
KING KONG kl. 4.20 - 8 - 11.40 B.i. 12 ára.
JUST LIKE HEAVEN kl. 6 - 8 - 10.10
HARRY POTTER
OG ELDBIKARINN kl. 5 B.i. 10 ára.
Litli Kjúllin M/- Ísl tal. kl. 4
KING KONG kl. 8 - 10 B.i. 12 ára.
INTO THE BLUE kl. 8 B.i. 14 ára.
KING KONG kl. 5.30 - 9 B.i. 12 ára
HARRY POTTER
OG ELDBIKARINN kl. 6 B.i. 10 ára
JUST LIKE HEAVEN kl. 9
ÁLFABAKKI
„King Kong er án efa ein mag-
naðasta kvikmynda
upplifun ársins.“
Topp5.is / V.J.V.
E.P.Ó. / kvikmyndir.com
****
****
S.U.S. / XFM 91,9
****
V.J.V. / topp5.is
*****
S.V. / Mbl.
****
A.B. / Blaðið
****
Ó.H.T / RÁS 2
Loðhúfur
Hafnarstræti 19 Sími 551 1122
ný sending
Verð frá
9.990 kr.
BRYNHILDUR Guðjónsdóttir sló
eftirminnilega í gegn sem Edit
Piaf. Hér er hún aftur komin á
stjá, nú með
hljómsveit sinni
BBÖ’s, með nýja
plötu sem hefur
að geyma þekkt
lög frá ýmsum
tímum. Lögin
eru flest í nýjum búningi, en
hljómsveitin hefur hresst upp á
þau og eru sum hver í ansi nýstár-
legum útsetningum, þar sem leik-
hússtemningin er allsráðandi,
jafnvel sirkuskennd á köflum.
Platan hefst á laginu „Walking
after midnight“ sem Patsy Kline
gerði frægt, og er þetta frekar til-
gerðarlegri nálgun sem bætir litlu
við það sem áður hefur verið gert.
Í kjölfarið siglir skemmtileg út-
gáfa af Ritchie Family laginu
„Where’s my man“, og er gaman
er að heyra hve vel harmónikkan
og „scratchið“ falla saman. „I
wanna be loved by you“ sem upp-
haflega var flutt af boop-boop-a-
doop stúlkunni Helen Kane og
seinna gert ódauðlegt af Marilyn
Monroe hljómar vel og nær að
fanga vel stemningu lagsins og
gefur Brynhildur áðurnefndum
stöllum lítið eftir. Það gleður svo
eflaust síung „eitís“ hjörtu að
heyra hér smekklega útgáfu af
Grace Jones laginu „I’ve seen that
face before“. Harmónikkuspil í
laginu er sérstaklega athyglisvert
en söngurinn nær ekki alveg sömu
hæðum og hjá þeirri þeldökku en
útsetning engu að síður vel heppn-
uð. Leikhússtemningin nær svo
hámarki í hinu revíukennda „I
want to be evil“, sem sennilega er
þekktast í flutningi Earthu Kitt.
Hið spænsk/mexíkóska „Piensa en
mi“ er harla gott, helst þó að svo-
lítið vanti upp á spænska fram-
burðinn svo söngurinn geti talist
fyllilega trúverðugur, allt annað er
með ágætum. Krummi, kenndur
við Mínus, leggur Brynhildi lið í
lagi Frank Loesser „Baby, it’s
cold outside“, en sýnir ekki fylli-
lega þann karakter sem lagið
sannanlega krefst, og geldur lagið
svolítið fyrir það. Blondie lagið
„Hangin’ on the telephone“ geng-
ur hér hins vegar í endurnýjun líf-
daga í stórskemmtilegri útsetn-
ingu. Miðjarðarhafsstemmingin er
svo í algleymingi í fjarska fjörugri
útgáfu af „Meglio Stasera“ eftir
Henry Mancini, og lag Cole Port-
er „My heart belongs to daddy“,
sem Marilyn Monroe flutti á sín-
um tíma, er hér í einkar smekk-
legum búningi. Hins vegar er út-
setning hins sígilda „Aint no
sunshine“ eftir Bill Withers ekki
alveg að gera sig, sálarlaust og
gerilsneytt borið saman við frum-
gerðina. Svipaða sögu er að segja
um „She’s got you“ sem þekktast
er í flutningi Patsy Cline. Mjög
vel tekst hins vegar til með lagið
„Love me or leave me“ úr söng-
leiknum Whoopee! eftir Walter
Donaldson sem Doris Day gerði
frægt, og kemst andi lagsins vel
til skila. Botninn er svo sleginn
með frábærri útgáfu af „Slow
hand“ þeirra Pointer systra.
Á heildina litið er þetta hin
ágætasta plata, og stendur raunar
upp úr í þeirri öldu ábreiðuplatna
sem ríður yfir, en hér er virkilega
reynt að finna nýja fleti á þessum
ágætu lögum og tekst það á köfl-
um mjög vel. Öll vinnsla er eins
og best verður á kosið og hljóð-
færaleikur allur með miklu ágæt-
um, þó sannarlega eigi þar vinn-
inginn snillingurinn Tatu sem er
ekki síður stjarna þessarar plötu
en Brynhildur. Á plötunni ræður
revíukennd leikhússtemning nán-
ast algjörlega ríkjum. Af þeim
sökum gæti hún orðið lítt leikhús
þenkjandi fólki óaðgengileg, jafn-
vel tormelt. Jafnframt er hún á
köflum, eins og reyndar leikhúsinu
sjálfu hættir til, óþarflega tilgerð-
arleg.
Revían lifir!
TÓNLIST
Geisladiskur
Brynhildur Guðjónsdóttir, ásamt hljóm-
sveit sinni BBÖ’s, hefur sent frá sér plöt-
una „grrr …“ Með Brynhildi, sem syngur,
leika þeir Birgir Bragason (kontrabassi/
gítar), Matthías Hemstock (trommur/
slagverk) og Tatu Kantomaa (harm-
ónikka/bandoneon). Einnig bregður fyrir
þeim Krumma Björgvinssyni (söngur) og
Gísla Galdri Þorgeirssyni („scratch“) í
sínu hvoru laginu. Útsetningar voru í
höndum hljómsveitarinnar, um upp-
tökustjórn og hljóðblöndun sá Ívar Ragn-
arsson og fóru upptökur fram í Sýrlandi í
Hafnarfirði. Útgefandi eru 12 Tónar.
Brynhildur & BBÖ’s – grrr …
Grétar M. Hreggviðsson
STRAX í upphafi jóla-fjölskyldukóm-
edíunnar Stone-fjölskyldan, má sjá
grilla í áætlanir leikstjórans og hand-
ritshöfundarins Thomas Bezucha,
um að setja á svið fjölskyldusögu með
stóru F-i. Jólahald stendur fyrir dyr-
um hjá Stone-hjónunum, þeim Kelly
sem er hæglátur háskólaprófessor og
Sybil sem er frjálslynd, intellektúal
og áhrifamikill miðpunktur fjöl-
skyldulífsins. Uppkomin börnin taka
að streyma að, þrír bræður og tvær
systur. Hvert systkinið á fætur öðru
er kynnt til sögunnar og reynist
hvert öðru skýrari birtingarmynd
ákveðinnar „týpu“. Sá fyrsti til að
detta inn úr dyrunum er heyrn-
arskerti miðbróðirinn Thad og kær-
asti hans Patrick en þeir reynast vera
fulltrúar hvorki meira né minna en
þriggja minnihlutahópa. Yngsta
barnið Amy er blönk, fúllynd og upp-
reisnargjörn og gengur m.a. um með
tösku merkta útvarpsstöðinni NPR
til að undirstrika ákveðna persónu-
gerð. Susannah er hamingjusöm
verðandi tveggja barna móðir og
slúbbertinn í fjölskyldunni er Ben.
Everett er indæli og ábyrgðarfulli
bróðirinn en með honum í för er til-
vonandi eiginkona hans Meredith,
sem Stone-fjölskyldan er vægast
sagt tortryggin gagnvart. Sam-
skiptadrama myndarinnar snýst síð-
an um árekstrana sem eiga sér stað
milli Meredith og annarra fjölskyldu-
meðlima sem reynist síðan bara yf-
irborðið að því sem er í raun og veru
að angra fjölskylduna: Hin krabba-
meinssjúka Sybil hefur nýgreinst
með alvarlegt bakslag.
Þrátt fyrir að margir ágætir og
reyndir leikarar séu samankomnir í
myndinni, er frammistaða þeirra
allra lituð því óöryggi og þeirri klisju-
hugsun sem einkennir bæði handritið
og leikstjórnina. Og jafnvel þótt lagt
sé upp með staðlaðar persónur tekst
leikstjóranum ekki einu sinni að
halda sig við þá klisju sem hver og ein
á að standa fyrir. Meredith er t.d. ýkt
birtingarmynd kaldlyndrar frama-
konu, en tilraunir til þess að afhjúpa
hana sem óörugga og óhamingju-
sama eru útfærðar á svo klunnalegan
hátt að það liggur beinast við að
álykta að þar sé á ferð manneskja
með alvarlega skertan félagsþroska.
Persóna Sybil, sem Diane Keaton
leikur af einstakri væmni, gengur
heldur engan veginn upp og sama er
að segja um flestar aðrar persónur
sem leikarar eru ýmist í vandræðum
með að túlka eða leika beinlínis illa,
eins og reyndin er með Dermot
Mulroney. Ljósi punkturinn í mynd-
inni er reyndar Luke Wilson sem
moðar vel úr hlutverki Bens, enda
eru hin óvæntu tengsl sem verða milli
Bens og Meredith, best heppnaði
þráðurinn í hinum annars klaufalega
og kunnuglega spuna í samskiptavef
sögunnar.
Klaufaleg fjölskyldusaga
„Þrátt fyrir að margir ágætir og reyndir leikarar séu samankomnir í
myndinni, er frammistaða þeirra allra lituð því óöryggi og þeirri klisju-
hugsun sem einkennir bæði handritið og leikstjórnina,“ segir m.a. í dómi.
KVIKMYNDIR
Regnboginn, Smárabíó og
Borgarbíó Akureyri
Leikstjórn: Thomas Bezucha. Aðal-
hlutverk: Diane Keaton, Sarah Jessica
Parker, Claire Danes, Rachel McAdams,
Dermot Mulroney og Luke Wilson.
Bandaríkin, 102 mín.
Stone-fjölskyldan (The Family Stone)
Heiða Jóhannsdóttir
BANDARÍSKI leikarinn John Spen-
cer, sem hefur undanfarin ár leikið
Leo McGarry, skrifstofustjóra
Bandaríkjaforseta
og nú varafor-
setaefni, í sjón-
varpsþáttunum
um Vesturálm-
una, lést á föstu-
daginn af völdum
hjartaáfalls.
Að sögn blaða-
fulltrúa Spencers lést leikarinn, sem
var 58 ára, á sjúkrahúsi í Los Angel-
es.Spencer fékk Emmy-verðlaun árið
2002 fyrir bestan leik í aukahlutverki
í dramasjónvarpsþáttum fyrir Vest-
urálmuna. Hann var einnig tilnefndur
til Golden Globe verðlauna.
Spencer varð þekktur þegar hann
lék í kvikmyndinni Uns sekt er sönn-
uð árið 1990 á móti Harrison Ford. Í
kjölfarið fékk hann hlutverk í sjón-
varpsþáttunum L.A. Law.
Hlutverk Spencers í Vesturálm-
unni var að hluta einskonar speg-
ilmynd af honum. Bæði Spencer og
McGarry voru áfengissjúklingar í aft-
urbata. Í þáttunum fékk McGarry
hjartaáfall þannig að hann neyddist
til að segja af sér embætti skrif-
stofustjóra forsetans. McGarry náði
sér og var valinn varaforsetaefni
Matt Santos, forsetaefnis demókrata,
sem Jimmy Smits leikur. Kosninga-
baráttan um hver verður eftirmaður
Jebs Bartlets, forseta, sem Martin
Sheen leikur, hefur verið miðpunktur
þáttaraðarinnar á þessu ári í Banda-
ríkjunum.
Leikarinn
John Spenc-
er látinn