Fréttablaðið - 22.03.2003, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 22.03.2003, Blaðsíða 4
4 22. mars 2003 LAUGARDAGUR ■ Evrópa ■ Skipulagsmál ■ Asía GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 80.39 0.82% Sterlingspund 125.62 0.67% Dönsk króna 11.46 0.52% Evra 85.15 0.48% Gengisvístala krónu 123,03 -0,32% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 390 Velta 6.829 milljónir ICEX-15 1.398 0,04% Mestu viðskipti SÍF hf. 1.355.724.690 Fjárfestingarf. Straumur hf.1.210.199.522 Össur hf. 201.236.351 Mesta hækkun Marel hf. 2,46% Kaupþing banki hf. 0,21% Opin kerfi hf. 1,01% Mesta lækkun Landsbanki Íslands hf. -1,21% Samherji hf. -1,08% Baugur Group hf. -0,98% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ*: 8449,4 2,0% Nasdaq*: 1419,4 1,2% FTSE: 3861,1 2,5% DAX: 2727,4 4,7% Nikkei: 8002,7 1,7% S&P*: 889,9 1,6% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 Ætlar þú að mótmæla innrás í Írak? Spurning dagsins í dag: Heldur þú að stjórnin haldi velli eftir kosningar? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 4,9% 51,0%Andvígur 44,1% Alveg sama Fylgjandi Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is DÓMSMÁL Tvítug hafnfirsk kona var dæmd til tveggja mánaða fangelsisdóms fyrir að hafa hnuplað snyrtivörum úr Hagkaup Smáralind í Kópavogi að andvirði 4.635. Þá er hún dæmd fyrir rang- ar sakagiftir en við afskipti lög- reglu af ákærðu gaf hún upp nafn annarrar konu og gaf upp ranga kennitölu. Ákærða var aðeins 18 ára þegar hún framdi brot sín og hefur ekki áður sætt refsingu. Þykir í ljósi þessa mega binda refsingu ákærðu skilorð, svo sem í dómsorði greinir. Henni er gert að greiða málskostnað. Tilkynning barst lögreglu um þjófnað í verslun Hagkaupa og þegar hana bar að var kona í vörslu öryggisvarðar sem hafði séð hana stela snyrtivörum. Kon- an framvísaði ökuskírteini og lög- reglan skráði samviskusamlega nafn sakbornings sem síðar barst bréf þar sem meðal annars stóð að ákveðið hefði verið að „falla frá saksókn á hendur henni fyrir þjófnað í verslun Hagkaupa í Smáralind í Kópavogi 19. ágúst 2002.“ Sú kannaðist hins vegar ekki neitt við neitt og setti sig í samband við lögregluna. Böndin bárust þá fljótlega að hinum rétta þjófi, sem játaði þá allt. Í dómnum um þetta sérkennilega mál segir meðal annars: „Hún segir að hún hafi fengið þetta ökuskírteini helgina áður, en þá hafi stelpa sem hún þekkir ekki neitt látið hana hafa ökuskírteinið.“ Hún var spurð af hverju hún leiðrétti ekki mistökin þegar hún varð vör við að hún var ekki með sitt ökuskír- teini. Hún kvaðst ekki geta svarað því en segist hafa verið býsna skelkuð. ■ MORGUNBLAÐIÐ REISIR PRENT- SMIÐJUHÚS Útgáfufélag Morgun- blaðsins, Árvakur hf., hefur sótt um leyfi til að reisa nýtt hús und- ir prentsmiðju blaðsins. Ætlunin er að prentsmiðjuhúsið verði samtals tæpir 6.500 fermetrar á þremur hæðum og standi við Há- degismóa. ÓBREYTTIR BORGARAR SEM SKILDIR Íslamskar vígasveitir tóku fimm óbreytta borgara höndum og báru þá fyrir sig í átökum við hermenn í suður- hluta Filippseyja. Uppreisnar- mennirnir drápu þrjá þeirra og særðu hina tvo áður en þeir hurfu á braut. Á meðal hinna særðu var eins árs gömul stúlka. FISKISKIPI SÖKKT Sautján manns fórust þegar uppreisnar- menn úr röðum Tamil-tígra sökktu kínversku fiskiskipi skammt undan ströndum Sri Lanka. Grunur leikur á að um mistök hafi verið að ræða og Tamil-tígrarnir hafi ætlað að ráðast á srílanskt herskip. Vopnahlé hefur ríkt milli sríl- anskra yfirvalda og uppreisnar- manna í eitt ár en fyrir tæpum tveimur vikum sökkti herinn báti Tamil-tígra. LÉTUST Á LEIÐ TIL VINNU Flutn- ingabíll fór út af vegi í norður- hluta Bangladesh með þeim af- leiðingum að 22 létust og fimmt- án slösuðust. Um borð í flutn- ingabílnum var hópur landbún- aðarverkamanna á leið til vinnu. AUGLÝSINGAR „Ég fullyrði að það starfsfólk Icelandair sem semur og tekur ákvarðanir um auglýsing- ar okkar erlendis vill ekki gera neitt það sem getur talist óvirðing við einstaklinga, hvorki konur né karla,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, vegna þeirrar reiði sem komið hef- ur fram meðal kvenna út af aug- lýsingum Icelandair í útlöndum. Hann segir sjálfgefið að fyrir- tækið fari að lögum og reglum um auglýsingar á Íslandi, sem og í löndunum þar sem auglýsingarnar eru gerðar og birtar. „Allir sem vinna við mark- aðsstarf í ferða- heiminum vita að það er slæmt fyrir áfangastað að fá á sig kyn- lífsstimpil. Það er því bæði af einföldum sið- ferðisástæðum og hörðum við- skiptaástæðum sem það hvarfl- ar ekki að starfs- fólki Icelandair að gera Ísland að einhverri ímynd- aðri kynlífs- paradís,“ segir hann. Guðjón kveðst hafa átt fundi með framkvæmdastýru Jafnrétt- isstofu, sem að undanförnu hafi haft forgöngu um vefumræðu um þessa meintu auglýsingastefnu. „Eftir að hún sakaði fyrirtækið um gróf siðferðisbrot og lögbrot í útvarpsviðtali buðum við henni til fundar og óskuðum eftir því að hún leiðbeindi okkur; við myndum kippa til baka eða breyta þeim auglýsingum sem hugsanlega fælu í sér slík brot. Hún gat eðlilega ekki bent okkur á nein dæmi um það í auglýsingum okkar, því þau er þar ekki að finna,“ segir Guðjón. „Vegna þessara stóryrtu ásak- ana fengum við einnig lögfræð- inga til að fara yfir auglýsingar okkar til að taka af allan vafa og niðurstaðan var sú sama; í þeim er ekkert sem talist getur brot á jafn- réttislögum eða öðrum lögum,“ segir hann. Guðjón segir að þær auglýsing- ar sem helst er vísað til sé sú sem hefur yfirskriftina „Fancy a Dirty Weekend?“ Sú auglýsing sýni fólk í Bláa lóninu, atað hvítu leðjunni sem þar er að finna. „Það þarf ótrúlegt hugarfar til að segja hana „bjóða íslenskar konur sem ódýran kynlífskost“, eins og framkvæmdastýra jafn- réttisráðs gerði,“ segir Guðjón og bendir á að á sama tíma hafi ýmis önnur fyrirtæki og samtök þar í landi nýtt sér þetta gamla og þekk- ta slagorð. Náttúruverndarsamtök hvöttu sitt fólk til gróðursetning- arferðar undir yfirskriftinni „Fancy a Dirty Weekend?“ Í öllum tilfellum er hugmyndin sú sama; að tengja saman óhrein- indi, „dirt“, sem t.d. fylgir lagn- ingu göngustíga eða gróðursetn- ingu, eða för í Bláa lónið, og þá létt erótísku kímni sem felst í hugtak- inu dirty weekend, sem bresk hjón hafa notað um árabil yfir það að komast eitthvað í burtu frá heim- ilisamstri. Það er einfaldlega mis- skilningur á enskri tungu og menningu að þessi auglýsing hafi eitthvað sérstaklega með íslensk- ar konur að gera. Það er verið að auglýsa Bláa lónið með orðaleik, sem vissulega hefur kynferðislega tilvísun, en tvíræðir orðaleikir eru ær og kýr Breta,“ segir Guðjón. rt@frettabladid.is Akureyri: Flótta- menn vænt- anlegir FLÓTTAMENN Á mánudaginn eru 24 flóttamenn frá fyrrum Júgóslavíu væntanlegir til landsins. Um er að ræða sex fjölskyldur, sem koma frá Belgrad. Félagsmála- ráðuneytið og Akureyrarbær náðu samkomulagi um það 12. mars að fólkið yrði búsett í Akureyrarbæ. Undirbúningur fyrir komu fjöl- skyldnanna er á lokastigi. Framkvæmdastjóri Rauða Kross Íslands, aðstoðarmaður fé- lagsmálaráðherra og formaður Flóttamannaráðs Íslands munu taka á móti flóttamönnunum á Keflavíkurflugvelli klukkan 15.30. ■ KREKAR ÁKÆRÐUR Dómstólar í Osló hafa gefið út ákæru á hend- ur Mullah Krekar, leiðtoga kúrdískra skæruliðasamtaka, vegna aðildar að hryðjuverkum. Óttast var að Krekar myndi gera tilraun til þess að flýja land og var hann því hnepptur í gæslu- varðhald og ákærður. Krekar hefur neitað öllum sakargiftum en ef hann verður fundinn sekur á hann yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi. HERT LÖG UM UMSKURÐ Lagt hefur verið fram lagafrumvarp á breska þinginu sem opnar fyr- ir þann möguleika að dæma for- eldra í fangelsi fyrir að láta um- skera dætur sínar utan Bret- lands. Umskurn kvenna í Bret- landi hefur verið bönnuð með lögum síðan 1985 en verði þetta nýja frumvarp samþykkt verður hámarksrefsing fyrir að stuðla að slíku athæfi, jafnt innan lands sem utan, fimm til fjórtán ára fangelsisvist. Framvísaði fölsku skírteini: Dæmd í tvo mánuði fyrir búðarhnupl Í SMÁRALIND Hagkaup ætlaði að falla frá saksókn vegna búðarhnupls en bréf þar um fékk blásak- laus manneskja. Jafnréttisstýra gat ekki bent á lögbrot Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Flugleiða, segir fráleitt að halda því fram að auglýsingar fyrirtækisins séu ósiðlegar eða feli í sér lögbrot. Málið misskilningur, sprottinn af vanþekkingu á ensku. AUGLÝSINGAR „Það var Sopranos- þátturinn sem kveikti reiði kvenna. Mörgum finnst sem Icelandair sé með auglýsingum sínum að falbjóða íslenskar kon- ur,“ segir Erla Hulda Halldórs- dóttir, sagnfræðingur og starfs- maður Rannsóknarstofu í kvenna- fræðum, um þá ólgu sem fram hefur komið á feministinn.is, um- ræðuhring kvenna á Netinu. Hundruð tölvuskeyta hafa að und- anförnu birst þar sem íslenskar konur erlendis og heima hafa for- dæmt auglýsingar Flugleiða sem ganga út á „dirty weekend“ og „one night stand“ svo ekki sé minnst á áskoranir um að áreita íslenskar fegurðardrottningar. Erla Hulda, sem jafnframt á sæti í stjórn Kvenréttindafélags Íslands, segir að fólk hafi áhyggj- ur af því að boðskapurinn hafi náð til heimsbyggðarinnar með þeim hætti sem fram kom í Sopranos-þættinum þar sem ís- lenskar flugfreyjur voru í því hlutverki að svala fýsnum mafíósa. Erla er með eindregnar skoð- anir á því hvað skuli gera til að fæla Flugleiðamenn frá því að falbjóða íslenskar konur. „Ég er persónulega fylgjandi því að fyrirtækið verði kært og látið verði á það reyna hvort Flug- leiðir hafi brotið jafnréttislög með þessum auglýsingum,“ segir Erla Hulda og vísar til laga núm- er 96 frá árinu 2000 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla þar sem segir: „Auglýsandi, og sá sem hannar eða birtir aug- lýsingu, skal sjá til þess að aug- lýsingin sé öðru kyninu ekki til minnkunar, lítilsvirðingar eða stríði gegn jafnri stöðu og jafn- rétti kynjanna á nokkurn hátt.“ ■ Sopranos-þættir kveiktu reiði kvenna: Vill kæra Flugleiðir fyrir lögbrot ERLA HULDA HALLDÓRSDÓTTIR Icelandair er með auglýsingum sínum að falbjóða íslenskar konur. ICELANDAIR Auglýsingar valda reiði og þau sjónarmið heyrast að rétt væri að kæra fyrirtækið fyrir meint brot á jafnréttislögum. GUÐJÓN ARNGRÍMSSON Segir fráleitt að halda því fram að Icelandair sé að falbjóða íslenskar konur með auglýsingum sínum. „Vegna þessara stór- yrtu ásakana fengum við einnig lög- fræðinga til að fara yfir auglýsingar okkar til að taka af allan vafa. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.