Fréttablaðið - 22.03.2003, Síða 12

Fréttablaðið - 22.03.2003, Síða 12
12 22. mars 2003 LAUGARDAGUR CELTIC LAGÐI LIVERPOOL Celtic vann Liverpool 2-0 á Anfield í UEFA- bikarkeppninni. John Hartson, sem hér sést í baráttu við Djimi Traore og Steven Gerrard, skoraði seinna mark Skotanna. Celtic leikur við Boavista í undanúrslitum keppninnar. Celtic sló síðast enskt félag út úr Evrópukeppni árið 1970 en Liverpool hefur aldrei áður tapað fyrir skosku félagi. Fótbolti hvað?hvar?hvenær? 19 20 21 22 23 24 25 MARS Laugardagur FÓTBOLTI Bandaríkin sigruðu Kína 2:0 í úrslitaleik 10. Algarve-bikar- keppninnar á fimmtudag. Mia Hamm og Shannon MacMillan skoruðu mörkin snemma í seinni hálfleik. Norðmenn urðu þriðju eft- ir 1:0 sigur á Frökkum. Dagny Mellgren skoraði markið snemma leiks. Í leiknum um 5. sætið unnu Svíar Finna 5:0 og Kanada burstaði Grikkland 7:1 í leik um 7. sætið. Grikkir eru að undirbúa sitt lið fyr- ir Ólympíuleikana í Aþenu á næsta ári. Þá urðu Danir í 9. sæti eftir 1:0 sigur á Portúgal og Írar urðu ell- eftu eftir sigur á Wales í víta- keppni. Mótið í Portúgal fór fram í tí- unda sinn. Norðmenn sigruðu á fyrsta mótinu árið 1994 en þeir hafa oftast orðið meistarar. Kín- verjar, Svíar og Bandaríkjamenn hafa sigrað tvisvar hver þjóð. Ís- lendingar tóku þátt í keppninni árin 1996 og 1997. Tólf þjóðir voru með í keppninni að þessu sinn en helmingur þeirra hefur tryggt sér sæti í heimsmeist- arakeppninni í Kína í sumar. ■ Símadeildin 2003: Hollenskur sóknarmað- ur til ÍBV FÓTBOLTI Jeroen van Wetten, 23 ára hollenskur sóknarmaður, kemur til ÍBV á morgun. Hollenska fótbolta- tímaritið Voetbal International heldur því fram að hans bíði tilboð um tveggja ára samning í Eyjum. Van Wetten hefur leikið tvo leiki með RBC Roosendaal í efstu deild Hollands í vetur en félagið er í 13. sæti í 18 liða deild þegar 24 umferð- um er lokið. Van Wetten lék einnig tvo leiki með félaginu í 1. deild og einn leik í sömu deild með ADO Den Haag tímabilið 2000-01. ■  12.15 Sýn Enski boltinn. Bein útsending frá leik Manchester United og Fulham.  12.50 Sjónvarpið Íslandsmótið í handbolta. Bein útsend- ing frá leik ÍBV og Hauka í lokaumferð Esso-deildar kvenna í Vestmannaeyjum.  13.00 Fífan ÍA mætir Stjörnunni í deildarbikar- keppni karla í fótbolta.  14.25 Sjónvarpið Þýski fótboltinn. Bein útsending.  14.45 Stöð 2 Enski boltinn. Bein útsending frá leik Newcastle United og Blackburn Rovers.  15.00 Egilshöll Valsmenn og Eyjamenn eigast við í deildarbikarkeppni karla í fótbolta.  15.45 Sýn Bein útsending frá leik Grindavíkur og Tindastóls í undanúrslitum Intersport- deildar karla í körfubolta.  16.20 Sjónvarpið Innanhússmeistaramót Íslands í sundi. Bein útsending frá Vestmannaeyjum.  16.30 Ásgarður Stjarnan og Grótta KR eigast við í Esso- deild kvenna í handbolta.  16.30 Fylkishöll Fylkir/ÍR tekur á móti Val í Esso-deild kvenna í handbolta.  16.30 Kaplakriki FH mætir Fram í Esso-deild kvenna í handbolta.  16.30 KA-heimilið KA/Þór og Víkingar eigast við í Esso- deild kvenna í handbolta.  6.30 Sjónvarpið Formúla 1. Bein útsending frá kappakstrinum í Malasíu.  13.00 Sjónvarpið Formúla 1. Upptaka frá kappakstrinum í Malasíu í morgun.  13.45 Sýn Enski boltinn. Bein útsending frá leik Liverpool og Leeds United.  15.30 Sjónvarpið Innanhússmeistaramót Íslands í sundi. Bein útsending frá Vestmannaeyjum.  15.55 Sýn Enski boltinn. Bein útsending frá leik Arsenal og Everton.  18.00 Egilshöll KR mætir Breiðablik í meistarakeppni kvenna í fótbolta.  19.15 Keflavík Keflavík tekur á móti Njarðvík í undan- úrslitum Intersport-deildar karla í körfu- bolta. FÓTBOLTI Real Madrid tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Meistara- deildar Evrópu í vikunni og mæt- ir Manchester United í næsta mánuði. Sæti í þessum hluta keppninnar stóð tæpt fram í loka- umferðina en síðbúið jöfnunar- mark Javier Portillo í Dortmund og sigrar gegn Milan og Lokomotiv fleyttu Real áfram. Leið Real í milliriðlana var heldur ekki greið en liðið hafði að lokum betur gegn Roma, AEK og Genk. Vandræðagangur Real kom mjög á óvart því búist var við miklum afrekum af félaginu í vet- ur. Tímabilið hófst með sannfær- andi sigri á Feyenoord í leik meistara Evrópumóta félagsliða. Árangur Real heima fyrir var með ágætum framan af en með slæmu gengi í október og nóvem- ber dróst Real aftur úr efstu fé- lögum. Real komst á beinu braut- ina að nýju í desember og er efst í deildinni þegar tólf umferðir eru eftir. Fram undan er keppni við Real Sociedad, Deportivo La Cor- una og hugsanlega Valencia um titilinn. Í aðalliði Real eru 25 leikmenn, ýmist leikmenn sem félagið hefur alið upp eða stórstjörnur sem fé- lagið hefur keypt fyrir háar fjár- hæðir. Casillas, Raúl, Guti, Portillo og Pavón hafa verið leik- menn Real frá unglingsaldri en Luis Figo, Ronaldo, Zidane, Ro- berto Carlos o.fl. voru keyptir fyr- ir til félagsins. Steve McManam- an kom hins vegar til Real árið 1999 án þess að félagið þyrfti að borga Liverpool fyrir hann. Samanlagt kaupverð leik- manna Real sem léku gegn Milan í Meistaradeildinni er um 20 millj- arðar króna. Liðið var skipað þessum leikmönnum: Casillas - Salgado, Pavón, Helguera, Ro- berto Carlos - Flavio Conceicao, Makelele - Luis Figo, Raúl (f.) (Portillo 90.), Zidane (Solari 88.) - Ronaldo (Guti 67.). Fyrirliðinn Fernando Hierro var meiddur en ekki var pláss fyrir Cambiasso, McManaman og Morientes. Leikmenn Real eru jafnframt burðarásar landsliða Spánar, Portúgals, Frakklands og Brasil- íu. Í næstu leikjalotu, 29. mars og 2. apríl, leika ellefu leikmenn Real með áðurnefndum liðum. Argent- ínumennirnir Solari og Cambiasso fá hins vegar frí þar sem ekkert verður af leik Argentínu og Ástr- alíu. Casillas, Guti, Michel Salgado, Raúl og Helguera eru í spænska landsliðshópnum sem mætir Úkraínu og Armeníu og Zidane og Makelele leika með Frökkum gegn Möltu og Ísrael. Fjórir leik- menn Real taka þátt í vináttuleik Portúgals og Brasilíu næsta laug- ardag, Luis Figo leikur með Portúgal og Flavio Conceicao, Roberto Carlos og Ronaldo með Brasilíu. ■ Algarve-bikarkeppnin: Bandaríkin sigruðu Kína í úrslitaleik MIA HAMM Mia Hamm, leikmaður ársins 2002, skoraði í úrslitaleiknum gegn Kína. Real á réttri leið Evrópumeistarar Real Madrid eru efstir í spænsku deildinni og leika gegn Manchester United í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. REAL MADRID Luis Figo og Ranaldo fagna sigurmarki Real Madrid gegn Lokomotiv í Moskvu. ROBERTO CARLOS Roberto Carlos hóf feril sinn hjá Palmeiras í Sao Paulo og lék eitt ár með Internazion- ale í Mílanó áður en hann var seldur til Real Madrid fyrir rúmlega 750 milljónir króna árið 1996. Hann getur hlaupið 100 metra á 10,6 sekúndum og getur skotið boltanum á 120 kílómetra hraða. Roberto Carlos varð heimsmeistari með Brasilíu- mönnum í fyrra og hefur þrisvar verið í sigurliði Real í Meistaradeildinni. Ferill leikir mörk Palmeiras 67 6 Internazionale 30 6 Real Madrid 234 29 Samtals 331 41 A-landsleikir 93 7 LUIS FIGO Luis Figo kom til Real Madrid árið 2000 fyrir fjóra og hálfan milljarð króna frá erki- fjendunum í Barcelona. Hann varð tvisvar meistari með Barcelona og bætti þriðja titlinum í safn sitt á fyrsta ári sínu með Real. Hann varð Evrópumeistari í fyrsta sinn þegar Real vann Bayer Leverkusen í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrra. Figo hóf feril sinn hjá Sporting Lissabon árið 1989 og lék með félaginu til 1995 þegar hann var seldur til Barcelona fyrir hálfan milljarð króna. Ferill leikir mörk Sporting Lissabon 129 16 Barcelona 172 30 Real Madrid 84 25 Samtals 85 71 A-landsleikir 89 27 RAÚL GONZÁLEZ Raúl González hefur verið leikmaður Real Madrid frá unglingsaldri. Hann hefur skorað 150 mörk í 308 deildarleikjum á ferlinum fyrir Real. Raúl stendur sig jafnan vel á stóru stundunum en hann skoraði í úrslitaleikjunum gegn Valencia og Bayer Leverkusen í Meistaradeildinni og Vasco da Gama í Heimsmeistarakeppni félags- liða. Ferill leikir mörk Real Madrid 308 150 A-landsleikir 57 28 IVAN HELGUERA Ivan Helguera kom til Real Madrid fyrir 650 milljónir króna árið 1999 í valdatíð John Toshack. Hann hafði leikið eitt tíma- bil í senn hjá Manchego, Albacete, AS Roma, Deportivo La Coruna og Espanyol þegar Real keypti hann. Helguera var miðjumaður framan af ferli sínum en hjá Real hefur hann lengstum leikið sem mið- vörður. Ferill Leikir mörk Manchego 13 2 Albacete 14 2 Roma 8 - Deportivo 1 1 Espanyol 37 2 Real Madrid 114 13 Samtals 187 20 A-landsleikir 29 2 hvað?hvar?hvenær? 20 21 22 23 24 25 26 MARS Sunnudagur Smíða glugga, opnanleg fög, fræsi, glerja, mála, hurðaísetningar, park- etl. Tek við tilboðum, geri tilb. tímav. Allt eftir óskum. Hagstætt verð. Hjalti: 892 4592 / 581 4906 geymið auglýsinguna Húsmæðraorlof Gullbringu- og Kjósarsýslu býður upp á eftirtaldar ferðir: Kárahnjúka-Svartaskóg 27. til 29. júní. Ítalíu-Gardavatn 17. til 24. ágúst. Helsinki-Tallinn 25. til 29. sept. Eftirtaldar konur veita nánari upplýsingar og taka á móti pöntunum í síma milli 17:00 og 19:00 á virkum dögum frá 24. mars til 4. apríl. Svanhvít: 565 3708 Ína: 421 2876 Guðrún: 426 8217 Valdís: 566 6635 Guðrún: 422 7174 Sigrún: 565 6551

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.