Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.03.2003, Qupperneq 13

Fréttablaðið - 22.03.2003, Qupperneq 13
13LAGUARDAGUR 22. mars 2003 FÓTBOLTI Evrópumeistarar Real Madrid leika gegn Manchester United í átta liða úrslitum Meist- aradeildar Evrópu. Fyrri leikurinn verður í apríl. Sigurvegarinn leik- ur gegn Juventus eða Barcelona í undanúrslitum. Real og United hafa þrisvar mæst í keppni meist- araliða. Real hafði betur árin 1957 og 2000 og varð Evrópumeistari en United vann árið 1968 og sigraði í keppninni um vorið. Internazionale leikur gegn Val- encia í átta liða úrslitum og Ajax mætir AC Milan. Sigurvegararnir mætast í undanúrslitum. Milan leikur gegn Ajax og Real gegn United 8. og 23. apríl en 9. og 22. apríl leikur Inter við Valencia og Juventus við Barcelona. Úrslita- leikurinn verður á Old Trafford í Manchester 28. maí. Í undanúrslitum UEFA-bikar- keppninnar leikur Celtic við Boa- vista og Lazio við Porto. Fyrri leik- irnir verða í Glasgow og Róm 10. apríl en seinni leikirnir í Portó 24. apríl. Úrslitaleikur keppninnar verður á Estadio Olímpico í Sevilla 21. maí. ■ NÆRFÖT • NÁTTFÖT Meistaradeildin og UEFA-bikarinn: Real Madrid gegn Manchester United REAL MADRID Evrópumeistarar Real Madrid leika gegn Manchester United í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Úrvalsdeildarlið FH: Tveir Danir til reynslu FÓTBOLTI Tveir danskir leikmenn koma á mánudag til reynslu hjá úrvalsdeildarliði FH í fótbolta og verða hjá liðinu í nokkra daga. Báðir leikmennirnir koma frá danska liðinu AGF og koma til Hafnarfjarðarliðsins fyrir milli- göngu Ólafs Kristjánssonar, sem er aðstoðarþjálfari liðsins. Leikmennirnir heita Tommy Nielsen, sem er 31 árs gamall varnarmaður, og Allan Borgvardt, sem er 23 ára gamall sóknarmað- ur. ■ RONALDO Ronaldo kom til Real Madrid í fyrra fyrir tvo og hálfan milljarð króna frá Inter- nazionale í Mílanó. Ronaldo hóf feril sinn hjá Cruzeiro árið 1994, lék tvö tímabil með PSV, eitt með Barcelona og var í fimm ár hjá Internazionale. Ronaldo skor- aði bæði mörk Brasilíu í úrslitaleik heims- meistarakeppninnar í fyrra. Ferill leikir mörk Cruzeiro 14 12 PSV Eindhoven 46 42 Barcelona 37 34 Internazionale 68 49 Real Madrid 21 13 Samtals 186 150 A-landsleikir 66 47 ZINEDINE ZIDANE Zinedine Zidane er fæddur til að leika fyrir Real Madrid, sagði forseti félagsins, sem stóð fyrir því að Frakkinn var keyptur til fé- lagsins á 6,5 milljarða króna árið 2001. Zi- dane hóf feril sinn hjá Cannes árið 1988, lék í fjögur ár með Bordeaux og loks með Juventus í fimm ár. Hann skoraði tvisvar fyrir Frakka í úrslitaleik HM árið 1998 og markið sem færði Real sigur í Meistara- deildinni í fyrra. Ferill leikir mörk Cannes 61 6 Bordeaux 139 28 Juventus 151 24 Real Madrid 54 14 Samtals 405 72 A-landsleikir 79 19

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.