Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.03.2003, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 22.03.2003, Qupperneq 34
■ ■ FUNDIR  10.00 Heimspekingar og málvís- indamenn halda alþjóðlegt málþing í stofu 101 í Lögbergi um „rökliði og at- burði í málvísindum“. Fyrirlesarar eru Matthew Whelpton, Jim Higginbot- ham, Terry Parsons, Stephen Neale og Gillian Ramchard.  10.00 Í Menntaskólanum við Hamrahlíð fer fram ráðstefna um mat á skólastarfi. Þangað koma fulltrúar ým- issa skóla og kynna verkefni sín.  10.00 Fjölbreytt dagskrá Listadaga barna og ungmenna er í Garðabæ. Í Garðaskóla verða smiðjur þar sem bún- ir verða til flugdrekar, hattar og húfur. Einnig verður danssmiðja og ratleikur fyrir alla fjölskylduna.  11.00 Dagskrá um fólk og fersk- vatn verður haldin á degi vatnsins í Ráðhúsi Reykjavíkur í tilefni af Ári ferskvatnsins 2003. Rætt verður um stöðu ferskvatnsmála bæði erlendis og hérlendis og um framtíðarhorfur í ferskvatnsmálum hér á landi.  13.00 Reynir Axelsson flytur í Norræna húsinu þriðja fyrirlestur sinn í fyrirlestraröð á vegum Richard Wagner-félagsins um æskuverk Wagners. Í dag kynnir hann óperuna Rienzi, sem er þriðja og síðasta verk- ið í hópi æskuverka Wagners, sem ekki er talin standa síðari óperum hans jafnfætis.  13.00 Dagur iðnaðarins er að þessu sinni tileinkaður Meistarafélagi bólstrara og aðildarfyrirtækjum þess. Velflestir bólstrarar landsins hafa opið hús milli klukkan 13:00 og 16:00 í dag. Þar gefst almenningi kostur á að kynn- ast framleiðslu þeirra, handverki og þjónustu.  14.00 Opið hús í Flataskóla í Garðabæ á Listadögum barna og ung- menna. Götuleikhús, kórsöngur og dans.  16.00 Hin árlega bókmenntadag- skrá Vestanvindar verður haldin í Edin- borgarhúsinu á Ísafirði í dag. Að þessu sinni kynna vestfirsku skáldin Eyvindur P. Eiríksson, Rúnar Helgi Vignisson og Vilborg Davíðsdóttir verk sín. Einnig verður lesið úr verkum Guðmundar Inga Kristjánssonar.  16.30 Friðrik Skúlason, tölvu- og ættfræðingur, flytur erindi um ættfræði- grunninn Íslendingabók á fundi Sagn- fræðingafélags Íslands í húsi Sögufé- lagsins í Fischersundi. Hann mun eink- um reifa þá möguleika sem gagna- grunnur af þessu tagi getur opnað fræðimönnum. ■ ■ OPNUN  17.00 Í Nýlistasafninu við Vatnsstíg verður í dag opnuð sýningin Hlutabréf í sólarlaginu, sem tileinkuð er Degi Sig- urðarsyni. ■ ■ TÓNLEIKAR  14.00 Ella Vala Ármannsdóttir leikur á horn og Hrefna Eggertsdóttir á píanó á tónleikum í Salnum í Kópa- vogi. Þetta eru einleikaraprófstónleikar Ellu Völu frá Tónlistarskólanum í Reykja- vík.  17.00 Ungmennafélag Íslands og Kammerkór Reykjavíkur standa fyrir stórtónleikum í Hallgrímskirkju í tengslum við forvarnarverkefnið Fíkn er fjötur. Fram koma einsöngvararnir Signý Sæmundsdóttir, Kristín S. Snædal, Snorri Wiium og Davíð Ólafsson ásamt Kammerkór Reykja- víkur og fleiri kórum sem saman mynda voldugan 500 manna kór. Söngstjóri er Sigurður Bragason.  17.00 Vortónleikar Léttsveitar Reykjavíkur verða haldnir í Austurbæ við Snorrabraut undir yfirskriftinni Fljóð og funi. Efnisskráin er funheit með suð- rænum tónum, tangó og gospel. Snorri Wiium tenór syngur einsöng. Stjórnandi er Jóhanna V. Þórhallsdóttir.  20.00 Vortónleikar Léttsveitar Reykjavíkur verða haldnir í Austurbæ við Snorrabraut undir yfirskriftinni Fljóð og funi. Efnisskráin er funheit með suðrænum tónum, tangó og gospel. Snorri Wiium tenór syngur einsöng. Stjórnandi er Jóhanna V. Þórhallsdóttir. ■ ■ KVIKMYNDIR  16.00 Kvikmyndasafn Íslands sýnir frönsku myndina La Baie des anges frá 1963 í sýningarsal safnsins í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Leikstjóri er Jacques Demy. Aðalhlutverk eru í hönd- um Claude Mann og Jeanne Moreau.  19.30 Anima Reykjavík er nafnið á nýrri hreyfimyndahátíð sem Bíó Reykja- vík heldur í sal Mír við Vatnsstíg 10a. Eingöngu verða sýndar myndir sem gerðar eru með hreyfimyndatækni eða Stop Motion. Myndir eftir leikstjóra eins og Jan Svankmeyers, Jiri Trinka, Aardm- an og Tim Burton verða sýndar á hátíð- inni. Ókeypis aðgangur á meðan hús- rúm leyfir. ■ ■ LEIKLIST  14.00 Leikfélag Mosfellsbæjar sýnir Hobbitann í leikgerð Odds Bjarna Þorkelssonar eftir sögu Tolkiens.  17.00 Leikfélag Mosfellsbæjar sýnir Hobbitann í leikgerð Odds Bjarna Þorkelssonar eftir sögu Tolki- ens.  14.00 Stígvélaði kötturinn fyrir yngstu krakkana á Litla sviði Borgar- leikhússins í samstarfi við Sjónleikhús- ið. Allir fá ís á eftir.  20.00 Söngleikurinn Með fullri reisn eftir Terrence McNally og Davit Yazbek á Stóra sviði Þjóðleikhússins.  20.00 Rakstur eftir Ólaf Jóhann Ólafsson á Litla sviði Þjóðleikhússins.  20.00 Söngleikurinn Sól og Máni eftir Sálina hans Jóns míns og Karl Ágúst Úlfsson á Stóra sviði Borgarleikhúss- ins.  20.00 Píkusögur eftir Eve Ensler á Þriðju hæð Borgarleikhússins.  21.00 Einleikurinn Sellófon eftir Björk Jakobsdóttur í NASA við Austur- völl.  21.00 Leikfélag Dalvíkur frumsýnir leikverkið Gengið á hælinu eftir Júlíus Júlíusson í Ungó á Dalvík.  Le Sing, leiksýning og matur á Litla sviðinu í Broadway. ■ ■ SKEMMTANIR  21.30 Rokk gegn stríði í Kompaní- inu á Akureyri. Fram koma nokkrir rapp- arar, hljómsveitir og dansarar.  23.00 Hin hressandi hljómsveit HOD spilar á Kaffé Kulture, sem er beint á móti Þjóðleikhúsinu við Hverfisgötu. Hljómsveitina skipa þeir Davíð Þór Jóns- son, Helgi Sv. Helgason og Ómar Guð- jónsson.  23.00 Hörkuball með Jet Black Joe á Gauki á Stöng.  23.30 Hljómsveitirnar 5ta her- deildin, Örkuml og Sein halda tónleika á Grandrokk.  01.00 Hljómsveitin Papar spilar í Sjallanum á Akureyri.  Gullfoss og Geysir í Leikhúskjallar- anum.  Óskar Einarsson trúbador skemmtir á Ara í Ögri.  Rokktrúbadorarnir Máni og Jonni sjá um fjörið á Kránni, Laugaveg 73.  Hljómsveitin Feðgarnir leikur fyrir dansi á Fjörukránni.  Hljómsveitin 3some spilar á Celtic Cross.  Hljómsveitin Spilafíklar leikur á Dubliner.  Benni verður á miðhæðinni á 22 í kvöld.  Hello Kitty sér um New York-stemn- ingu á Laugavegi 11.  Á Vídalín verður Glitter Eighties kvöld.  Grímur Gíslason fer fyrir hljómsveit sinni á hippaballi í Höllinni, Vest- mannaeyjum. ■ ■ ÚTIVIST  10.00 Dagsferð Ferðafélags Ís- lands. Gengið verður í kringum Hval- vatn. Ekið verður inn í Botnsdal og gengið frá bílastæðunum upp að Hval- vatni sunnan við Glym. Gönguhækkun er um 350 metrar og áætlað að ferðin taki um fjóra til sex tíma. Fararstjóri er Sigurður Kristjánsson. Lagt verður af stað klukkan 10.00 frá BSÍ með við- komu í Mörkinni 6.  10.30 Strandganga Útivistar hefst við austanvert Ögmundarhraun og gengið er vestur ströndina að Selatöng- um. Þetta er um 10-11 km löng ferð, en seinfarin þar sem gengið er í hrauni hluta leiðarinnar. Fararstjóri Bergþóra Bergsdóttir. 34 22. mars 2003 LAUGARDAGUR hvað?hvar?hvenær? 19 20 21 22 23 24 25 MARS Laugardagur hvað?hvar?hvenær? 20 21 22 23 24 25 26 MARS Sunnudagur Það hefur verið sterk tilhneig-ing til þess að vilja þurrka Dag Sigurðarson úr út íslenskri menningarsögu,“ segir Hjálmar Sveinsson, sem ásamt Geir Svanssyni hefur skipulagt sýn- ingu í Nýlistasafninu til heiðurs Degi. Sýninguna nefna þeir Hlutabréf í sólarlaginu, eftir fyrstu ljóðabók Dags. „Til dæmis hefur það verið út- breidd skoðun að Dagur hafi ver- ið maður sem kastaði bæði hæfi- leikum sínum og lífi á glæ. Að okkar dómi er ekkert fjær sanni. Hann er eitt gjöfulasta ljóðskáld okkar á síðari áratugum. Við full- yrðum hiklaust að ekkert íslenskt ljóðskáld síðustu áratuga hafi haft jafn mikil áhrif á yngri kyn- slóð ljóðskálda,“ segir Hjálmar. Sýningin í Nýlistasafninu er með líku sniði og sýningar um Rósku og Megas sem þeir Hjálm- ar og Geir hafa áður sett upp á sama stað. Á sýningunni gefur að líta málverk og teikningar, ljóðahandrit, sendibréf og ljósmyndir. Margt af þessu hefur aldrei sést opinberlega. Um leið kemur út vegleg bók um Dag, svipuð að gerð og samsvarandi bækur þeirra félaga um Rósku og Megas. Í bókinni er mikill fróðleik- ur um Dag, bæði greinar eftir og viðtöl við samferðamenn og vini Dags alveg frá fyrstu tíð. „Þessi þríleikur er óður til þessa fólks án þess að hefja það upp á stall. Þau þrjú virðast hafa það sam- eiginlegt að hafa haft gríðarleg áhrif, sérstaklega kannski Meg- as og Dagur, en um leið verið talin óhrein á einhvern hátt, bæði bókstaflega og líka táknrænt.“ Hjálmar segir einnig alrangt, sem margir virð- ast álíta, að Dagur hafi verið mjög gott ljóðskáld en ö m u r l e g u r málari. „Hann er að mörgu leyti mjög skemmtilegur og flottur málari. Ég held að á þessari sýningu komi ein- mitt mjög vel fram að þessi fallega og hispurslausa trú hans á lífið birt- ist ekkert síður í málverkunum, sem eru expressíónísk, fígúratív og erótísk.“ gudsteinn@frettabladid.is ■ SÝNING Hlutabréf í sólarlaginu DAGUR SIGURÐARSON Sýning tileinkuð Degi Sig- urðarsyni verður opnuð í Nýlistasafninu í dag. Um leið kemur út vegleg bók um hann. BRYNDÍS VALBJARNARDÓTTIR Það er heilmikið í boði eins ogvenjulega,“ segir Bryndís Val- bjarnardóttir guðfræðingur. „Þegar maður var yngri þurfti maður ekki að velja neitt úr þar sem það var svo lítið í gangi að maður komst yfir allt sem mann langaði til að sjá. Fundurinn um fólk og ferskvatn er mjög athygl- isverður og í raun mikilvægur. Þá er alltaf gaman fara á tónleika í Hallgrímskirkju. Þarna verða frábærir einsöngvarar og það er alltaf meiriháttar að hlusta á 500 manna kór í kirkjunni. Ég er mik- ill Frakklandsaðdáandi og gæti því vel hugsað mér að sjá frönsku kvikmyndina La Baie des anges í Bæjarbíói. Þá eru tvær sýningar í Hafnarhúsinu sem gætu verið spennandi og ég hef alltaf farið á blaðaljósmyndarasýninguna. Þær eru fróðlegar og skemmtilegar og maður fær að sjá myndir sem maður hefur aldrei séð í blöðun- um, sem öll eiga frábæra ljós- myndara.“  Val Bryndísar✓ Þetta lístmér á! Bæjarleikhúsið Mosfellsbæ Laugard. 22 mars kl:14 og 17 Sunnud. 23 mars kl:14 og 17 Laugard. 29 mars kl:14 Sunnud. 30 mars kl: 14 Laugard. 5. apríl kl:14 Laugard. 12 apríl kl:14 Miðasala allan sólarhringinn í s í m a 5 6 6 - 7 7 8 8 BJARTAR NÆTUR Úr sýningu Ferðaleikhússins á Light Nights. Hæfnispróf fyrir dansara DANS Kristín G. Magnús leikkona hefur fært sig með Ferðaleikhús- ið sitt yfir í Iðnó, þar sem leiksýn- ingin Light Nights verður í sum- ar. Í dag klukkan 14.30 verður hæfnispróf fyrir dansara haldið í Iðnó. Kristín segir að tvö pör dansara eigi að koma fram í nokkrum atriðum í sýningunni í sumar, bæði í dansatriðum og og í leikatriðum. Í hæfnisprófinu verða dansar- ar beðnir um að sýna stutt dans- atriði, sem þeir hafa undirbúið og æft áður. Jafnframt fá þeir verk- efni á staðnum þar sem þeir eru prófaðir í leikrænni tjáningu. Þeir sem ekki sjá sér fært að mæta í dag geta samt haft sam- band við Kristínu. ■ ■ SÝNING ✓ ✓ ✓

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.