Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.03.2003, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 22.03.2003, Qupperneq 36
36 21. mars 2003 FÖSTUDAGUR Það er algjört offramboð á góðumkvikmyndum í bíó þessa dag- anna. Þó sumar þeirra hafi ekki fengið Óskarsverðlaunatilnefningu þýðir það alls ekki að þær séu lakari að gæðum en hinar. Einhver annar djöfull virðist ráða því hvaða mynd- ir komast í náðina hjá Óskari fræn- da. Þannig er nýjasta mynd Spike Lee, „25th Hour“ mögnuð. Jafnvel sú besta sem hann hefur gert. Sjaldan hef ég séð jafn vel leikna mynd. Aðalleikararnir þrír Ed Norton, Barry Pepper og Philip Seymour Hoffman eru stórkostleg- ir. Ed leikur Monty, sem á eftir einn sólarhring sem frjáls maður áður en hann er sendur í fangelsi í sjö ár fyrir eiturlyfjabrask. Hann er þó enginn skítablesi og í raun algjört ljúfmenni. Sögusvið myndarinnar er særð New York-borg eftir 11. september og notar Spike Lee táknmyndir hryðjuverkanna blygðunarlaust til þess að auka tilfinningalegt vægi atriða. Afar minnisstætt er samtal persóna Pepper og Hoffman í íbúð þess fyrrnefnda, þar sem rústir tví- buraturnanna og ótrúlega sterk tónlist Terence Blanchard skapa magnþrungna senu. Óskarsverð- launaakademían hefur ekki þorað að taka mynd til greina sem minnir á 11. september, jafnvel þó að hún geri það bara örlítið eins og þessi. „25th Hour“ er að minnsta kosti milljón sinnum betri en hin hund- fúla „Chicago“. Birgir Örn Steinarsson Umfjöllunkvikmyndir Snilldarverk Spike Lee 25TH HOUR Leikstjóri: Spike Lee LORD OF THE... b.i. 12 kl. 2/kl. 4 LÚXUSSPY KIDS 2 kl. 1.40, 3.45 og 5.50 GANGS OF NEW YORK b.i.16 kl. 10.20 DAREDEVIL b.i.16 kl. 3, 8 og 10.20 THE RING kl. 8 og 10.10 b.i. 16 ára SKÓGARLÍF 2 m/ísl.tali kl. 2, 4 og 6 TWO WEEKS NOTICE 6, 8 og 10.10 TRAPPED kl. 5.50, 8, 10.10 GULLPLÁNETAN kl. 2 og 4 Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.20 Sýnd í lúxus kl. 8 og 10.20 kl. 3.45CATCH ME IF YOU CAN kl. 3.45, 5.50 og 10.10LILJA 4-EVER Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.20 kl. 2, 4, 8 og 10NÓI ALBINÓI kl. 2DIDDA OG DAUÐI KÖTTURINN kl. 2 og 4SKÓGARLÍF 2 kl. 2 og 4STELLA Í FRAMBOÐI kl. 5.50, 8 og 10.108 FEMMES MAN WITHOUT A PAST 1.50, 6.15, 8.10 NORRÆNIR BÍÓDAGAR Sýnd kl. 2, 4, 5.50, 8 og 10.10 b.i. 16 ára Sýnd í lúxus kl. 5.50, 8 og 10.10 Sýnd kl. 8 og 10.30 Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10 b.i 12 ára THUNDERPANTS kl. 2, 4 og 6 2 og 4DIDDA OG DAUÐI KÖTTURINN Sýnd kl. 6 og 9 CHICAGO bi. 12 ára kl. 5.45 og 8 Chris Dreja, gítarleikari og einnstofnandi The Yardbirds, var staddur í Hollywood þegar blaða- maður sló á þráðinn. Honum leið vel þrátt fyrir að vera nývaknaður og hann sagðist hafa átt mjög upp- örvandi daga í Los Angeles að kynna væntanlega breiðskífu þeirra „Birdland“, sem er einnig fyrsta plata sveitarinnar í 35 ár. Hún kem- ur út 22. apríl. Sveitin heldur tón- leika á Broadway á fimmtudaginn. „Kraftaverkið er orðið að veru- leika,“ segir Chris Dreja fagnandi. „Fyrsta Yardbirds-platan í 36 ár. Við gáfum síðast út hljóðversplötu með nýju efni árið 1968. Við vorum þó nokkrir að semja tónlist saman á ní- unda áratugnum undir nafninu Box of Frogs. Við vildum ekki gera Yardbirds-plötu aftur fyrr en við gerðum okkur fyllilega grein fyrir hver kjarni sveitarinnar væri.“ The Yardbirds er talin ein mikil- vægasta gítarsveit síðustu aldar. Sveitin hefur farið í gegnum miklar mannabreytingar frá því að hún var stofnuð í Englandi árið 1963. Þar má nefna Eric Clapton, Jeff Beck og Jimmy Page. The Yardbirds var þekkt sem tilraunaglöð sveit. Til hennar er til dæmis rakið upphaf þess að gítarleikarar hófu að nota endurvarp (“feedback) sem hluta af lagasmíðum. „Þeir segja að við pönkuðum upp blúsinn. Svo eigum við að hafa sýrt hann upp og jafnvel farið út í metal. Við vorum bara að gera tilraunir. Okkur langaði til þess að búa eitt- hvað nýtt til. Við brutum víst fullt af reglum. Ég held að allir sem hafi verið í þessari hljómsveit hafi lagt mikið í púkkinn. Ef einn kom með hugmynd reyndum við bara að búa eitthvað til úr því.“ Á nýju plötunni votta nokkrar gítarhetjur sveitinni virðingu sína. Þar má nefna Steve Vai, Slash, Brian May, Joe Satriani og fyrrum liðs- manninn Jeff Beck. „Birdland hefur öll þau frumefni sem klassísk Yardbirds-plata verður að hafa. Hún hefur góðan gítar, er kröftug og lagasmíðarnar eru framúrstefnuleg- ar. Eins og í gamla daga eru þær angurværar. Ég efast um að fólk verði fyrir vonbrigðum.“ Á tónleikadagskrá The Yardbirds á Íslandi verður einnig bunki af gömlum lögum og verða nokkur þeirra í nýjum útsendingum. Miða- sala fer fram á Broadway. biggi@frettabladid.is ■ TÓNLIST Pönkaður sýru- blús eða metall? Á næsta fimmtudag heldur breska rokksveitin The Yardbirds tónleika á Broadway. Sveitin, sem er talin ein mikilvægasta gítarrokksveit síðustu aldar, er við það að gefa út sína fyrstu plötu í 35 ár. NÚMERAÐ UPPRUNASKÍRTEINI FYLGIR HVERJUM HRING L Æ K J A R G A T A 3 4 C • H A F N A R F I R Ð I Guðrún Bjarnadóttir Gullsmiður GULLSMIÐJAN Disney-fyrirtækið hefur gefið ískyn að það ætli sér að festa kaup á fyrirtæki Jim Henson. Það þýðir að Disney-framleiðslan eign- ast réttinn á Prúðuleikurunum. Kermit og félagar verða því frændur Mikka Mús og Andrésar Andar. Michael Eisner, yfirmaður Disney, sagði að fréttatilkynning þar sem fyrirtæki Henson kæmi við sögu væri væntanleg innan skamms. Disney var næstum því búið að tryggja sér kaup á fyr- irtæki Henson skömmu áður en hann lést fyrir ára- tug síðan. Eftir dauða stofnand- ans fór svo allt út um þúfur. Áður óútgefið Bítlalag, „Think-ing of Linking“, verður að finna á væntanlegum „Anthology“ DVD- disk sem gefinn verður út 31. mars næstkomandi. Lag- ið samdi Paul McCartney þegar hann var 16 ára gamall og er það eitt af fimm lögum sem Bítlarnir þrír George Harrison, Paul McCartney og Ringo Starr æfðu fyrir útgáfu Anthology-safnsins um miðjan síðasta áratug. Á DVD- disknum eru upptökur frá þessari æfingu. Jennifer Lopez lenti í vandræðumá veitingahúsi um daginn er trúlofun- arhringur hennar, sem kostaði Ben Affleck rúmar 119 milljónir króna, rann ofan í niður- fall salernisvasks. Lopez hafði tekið hann af sér til þess að þvo á sér hendurnar og rak sig í hann. Kalla þurfti á pípulagningarmann sem bjargaði hringnum úr vatnlásnum. Affleck hefði nú líklegast ekki orð- ið mjög sáttur ef hún hefði tapað hringnum. CHRIS DREJA Ólíkt fyrrum liðsmönnum The Yardbirds, eins og Eric Clapton, Jeff Beck og Jimmy Page hef- ur Chris Dreja aldrei langað að gera sólóplötu. „Mig hefur alltaf bara langað að spila með The Yardbirds,“ segir hann. „Þaðan er ég. Ég er stuðningsmaður frekar en andlit sveita.“ THE YARDBIRDS Í hljómsveitinni í dag eru stofnliðsmenn- irnir Chris Dreja og Jim McCarty auk Gypie Mayo (gítar), John Idan (bassi og söngur) og Alan Glen (munnharpa og bakraddir). Keith Relf, sem söng upphaflega með sveitinni, lést árið 1976. Söngvarinn Lee Ryan úr breskustrákasveitinni Blue segist eiga þann draum að hafa kynmök við geimverur. Hann segist trúa á til- vist þeirra á jörðinni og óskar eft- ir nánari kynnum. Hann segist oft hafa gert til- raunir til þess að verða brottnuminn af geim- verum en án árang- urs. Söngkonan Shakirasagði í viðtali á fimmtudag að hún hefði ekki komist í kórinn í skólanum sín- um þegar hún var lít- il. Hún segir að kenn- arinn hafi sagt henni að hún syngi eins og „jarmandi geit“. Hún segist hafa tekið gagn- rýninni vel þar sem það hafi hvort eð er verið hennar æðsti draumur á þeim tíma að verða geimfari, ekki poppsöngkona. Fréttiraf fólki Sjóbirtingur - Bleikja Til sölu veiðileyfi í Grenlæk svæði 2 og Steinsmýrarvötnum. Frábært tækifæri fyrir fjölskylduna að fara saman í ódýra og skemtilega veiði á einu besta silungssvæði landsins. Upplýsingar í síma 897-1060 (Hilmar)

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.