Fréttablaðið - 21.03.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 21.03.2004, Blaðsíða 2
2 21. mars 2004 SUNNUDAGUR „Jú, ég er alveg sammála því. Það er nauðsynlegt að kenna hvort tveggja.“ Jón Kr. Óskarsson, varaþingmaður Samfylkingar og fyrrverandi loftskeytamaður, spurði mennta- málaráðherra um danskennslu á þingi um dag- inn. Tangó er tákn fyrir bókstafinn „t“ á loftskeyta- máli og foxtrott stendur fyrir „f.“ Spurningdagsins Jón, þarf þá ekki sérstaklega að kenna tangó og foxtrott? Fylgi ríkisstjórnar- innar eykst á ný Rúmur helmingur landsmanna segist fylgjandi ríkisstjórn Davíðs Odds- sonar, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins. Fylgi við ríkisstjórn- ina eykst á ný eftir að hafa dalað í þremur síðustu könnunum. KÖNNUN Rúmur helmingur lands- manna segist fylgjandi ríkisstjórn Davíðs Oddssonar samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Stuðning- ur við ríkisstjórnina hefur aukist á ný eftir að hafa dalað í þremur könnunum blaðsins frá því í ágúst í fyrra. Líkt og í fyrri könnunum var spurt: Ertu fylgjandi eða and- víg(ur) ríkisstjórninni? og voru svarmöguleikar fjórir. 43,8% sögðust fylgjandi ríkis- stjórninni og 41,3% sögðust and- víg. 13,3% aðspurðra sögðust óá- kveðin og 1,8% svöruðu ekki spurningunni. Ef aðeins er tekið mið af svör- um þeirra sem tóku afstöðu sögð- ust 51,5% vera fylgjandi ríkis- stjórninni en 48,5% sögðust and- víg henni. Samkvæmt könnun Frétta- blaðsins á fylgi flokkanna sem birt var í gær, njóta stjórnarflokk- arnir samanlagt fylgis 50,9% landsmanna. Umtalsvert fleiri karlar eru fylgjandi ríkisstjórninni en konur en ekki er merkjanlegur munur á afstöðu fólks til ríkisstjórnarinn- ar eftir búsetu. Fylgismönnum ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar fer fjölgandi á ný ef mið er tekið af þremur síð- ustu skoðanakönnunum Frétta- blaðsins sem gerðar voru í febrú- ar og ágúst og október í fyrra. Í febrúar sögðust 49% fylgj- andi ríkisstjórninni en 51% voru henni andvíg. Í október í fyrra sögðust 52,6% fylgjandi ríkis- stjórninni en 47,4% andvíg og í ágúst voru 58% fylgjandi ríkis- stjórninni en 42% andvíg. Stuðningur við ríkisstjórnina er þó enn 6,5 prósentustigum minni en í ágúst í fyrra. Könnun Fréttablaðsins var gerð síðastliðinn fimmtudag. Haft var samband við átta hundruð manns og var skiptingin hlutfalls- lega jöfn milli kynja og kjör- dæma. Af þeim tóku 85,1% af- stöðu. the@frettabaldid.is Starfsmaður Landsbankans kærður fyrir fjárdrátt: Færði milljónir milli reikninga LÖGREGLUMÁL Starfsmaður Lands- bankans í Keflavík verður kærður í fyrramálið fyrir að hafa dregið sér fé. Eftir að upp um brotin komst var starfsmanninum gert að hætta störfum samstundis. Hann náði peningum með því að færa fé á milli reikninga. Ársæll Hafsteinsson, lögfræðingur bank- ans, staðhæfir að peningarnir hafi ekki verið teknir af reikningum viðskiptavina bankans og þeir skaðist ekki vegna málsins. Lögð verður fram kæra til lög- reglu vegna málsins á morgun. Ársæll segir ekki hægt að nefna hversu mikið starfsmaðurinn færði milli reikninga þar sem það er ekki fullkannað. Hann vildi ekki segja hversu mikið vitað er að starfsmaðurinn hefði sett inn á reikninga sem hann hafði aðgang að. Eftir að upp um brotin komst var fundað með stafsmanninum og starfslok hans ákveðin. Ekkert hefur komið fram sem bendir til annars en að starfsmaðurinn hafi verið einn að verki. ■ Líknardauði: Verður ekki réttlættur VATÍKANIÐ, AP Jóhannes Páll páfi annar sagði í gær að ekkert rétt- lætti að slökkt væri á öndunar- vélum og öðrum búnaði sem heldur sjúklingum á lífi. Páfi sagði að jafnvel þótt fólk væri heiladautt gætu menn ekki tekið sér það vald að binda enda á líf þess. Hann gagnrýndi líka að fólk sem haldið er á lífi með þessum hætti væri stund- um líkt við grænmeti sökum ástands síns. Slíkt væri niður- læging við sjúklinginn. „Hann er og verður alltaf maður, hann verður aldrei grænmeti eða dýr,“ sagði páfi. ■ TÍU HANDTEKNIR Tíu hafa verið handteknir vegna árásanna í Madríd og þrír ákærðir. Tilræðin í Madríd: Spánverji handtekinn MADRÍD, AP Spánverji hefur verið handtekinn eftir að í ljós kom að hann hjálpaði þeim sem taldir eru hafa staðið á bak við árásirnar í Ma- dríd að komast yfir sprengiefni. Sjálfur vissi hann ekki til hvers þau væru ætluð en fékk fíkniefni til sölu fyrir að vísa fjórum Marokkómönn- um á sprengiefnageymslu þar sem þeir rændu hluta eða öllu því sprengiefni sem notað var í Madríd. Rannsakendur árásarinnar telja Spánverjann lykilinn að því að leysa málið. Hann viðurkennir að hafa vísað mönnunum á sprengiefnið en þeir sögðu honum að þeir ættu námu í Marokkó en ættu erfitt með að komast yfir sprengiefni með lög- legum hætti. ■ SIGRI FAGNAÐ Stuðningsmenn forsetans fagna sigri. Chen Shui-bian: Sigraði naumlega TAÍVAN, AP Chen Shui-bian var naumlega endurkjörinn forseti Taívans í gær, degi eftir að hann særðist í skotárás á kosninga- ferðalagi. Sigur hans var þó súr- sætur þar sem tvær tillögur sem hann beitti sér fyrir um að efla varnir Taívans féllu vegna slakrar kjörsóknar þrátt fyrir að yfir 90% greiddu atkvæði með þeim. Sigur Chens á andstæðingi sín- um Lien Chan gat vart verið naum- ari, Chen fékk 50,1% atkvæða en Lien 49,9% og fór fram á ógildingu kosninganna sem hann sagði að hefði ekki átt að halda í kjölfar til- ræðisins við forsetann í fyrradag. ■ LANDSBANKINN Starfsmaður bankans færði milljónir króna inn á reikning sem hann hafði að- gang að. Málið verður kært til lögreglu. Ágúst ‘03 Okt. ‘03 Feb. ‘04 Nú Andvígir Fylgjandi 58,0% 42,0% 52,6% 47,4% 51,0% 51,5% 48,5% 49,0% AFSTAÐA TIL RÍKISSTJÓRNARINNAR Spurt var: Ertu fylgjandi eða andvíg(ur) ríkisstjórninni? Á UPPLEIÐ Fylgi við ríkisstjórn Davíðs Oddssonar eykst á ný og segist helmingur landsmanna fylgj- andi stjórninni. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI TU R Hjálparstarf: Safnað fyrir Kosovo-Serba BELGRAD, AP Serbar söfnuðu meira en þrjátíu tonnum margs konar hjálp- argagna til að styðja við bakið á löndum sínum í Kosovo eftir óeirð- irnar sem hófust í héraðinu síðasta miðvikudag. Meðal þess sem Serbar gáfu var matur, fatnaður og teppi. Fjölmargir Kosovo-Serbar flýðu heimili sín í óöldinni sem Kosovo- Serbar eru sagðir bera ábyrgð á. „Eina hugsun okkar var að hjálpa fólkinu,“ sagði forstöðumaður serb- nesku Barnahjálparinnar. „Ég kom með teppin mín og dá- lítinn mat, þetta er hræðilegt,“ sagði eldri kona sem lagði sitt af mörkum. ■ Myrtu rangan mann: Báðust af- sökunar JERÚSALEM, AP Forystumenn al-Aqsa- píslarvottanna hafa beðið fjöl- skyldu ungs manns afsökunar á að hafa myrt hann í skotárás í Jerúsal- em. Maðurinn sem vígamenn hreyf- ingarinnar myrtu var arabískur námsmaður en ekki gyðingur eins og þeir héldu. „Fjölskyldan var reið áfram eins og þau hafa fullan rétt á að vera en við teljum hann einn af mörgum píslarvottum sem láta lífið á hverj- um degi,“ sagði Zacariyya Zubeidi, yfirmaður hreyfingarinnar í Jenín á Vesturbakkanum, en hann er einn þeirra sem Ísraelar leggja hvað mesta áherslu á að ná. ■ LÖGREGLUMÁL Lögreglan í Árnes- sýslu handtók á föstudag fjóra karlmenn og eina konu vegna rök- studds gruns um sölu og dreifingu fíkniefna í umdæminu. Þremur mönnum var sleppt samdægurs eftir að þeir höfðu játað aðild að málinu og eru þeir taldir eiga minni þátt en hin tvö. Fjórða manninum var sleppt úr vörslu lögreglu um kvöldmatarleytið í gær þegar játning hans lá fyrir. Lögreglan telur að þessir fjórir menn muni ekki tefja áframhald- andi rannsókn. Skömmu áður hafði konan verið leidd fyrir hér- aðsdómara og var í gærkvöld úr- skurðuð í gæsluvarðhald til fimmtudagsins 25. mars. Leitað var í nokkrum húsum í umdæminu á föstudag og var fíkniefnahundurinn Fenrir notað- ur við leitina. Lagt var hald á nokkuð magn af hassi, lítilræði af afmfetamíni og tæki og tól til fíkniefnaneyslu. Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, segir fimmmenningana hafa áður legið undir grun vegna fíkniefnabrota og þrír karlmannanna hafa áður komið við sögu lögreglu. Rann- sókn málsins heldur áfram og mun þá koma í ljós umfang máls- ins. ■ Fimm handteknir vegna gruns um fíkniefnasölu: Kona úrskurðuð í gæsluvarðhald GRUNUÐ UM SÖLU OG NEYSLU Lögreglan á Selfossi handtók á föstudag fimm manns vegna gruns um sölu og dreifingu fíkniefna. Kona var í gærkvöld úrskurðuð í gæsluvarðhald til fimmtudags vegna rannsóknar málsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.