Fréttablaðið - 21.03.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 21.03.2004, Blaðsíða 22
Eimskipafélagið hefur tekiðmiklum breytingum frá því nýir eigendur tóku við félaginu. Sjávarútvegsstoð félagsins hefur verið seld og eftir stendur skipa- félag og fjárfestingarfélag. Á að- alfundi Eimskipafélagsins var nafni félagsins breytt í Burðarás. Burðarás er fjárfestingarfélag, en skipafélagið, Eimskipafélag Ís- lands, er dótturfélag í fullri eigu Burðaráss. Nýkjörinn stjórnar- formaður Burðaráss, Björgólfur Thor Björgólfsson, boðar útrás fé- lagsins. Markmiðið er að allt að 75 prósent eigna Burðaráss verði er- lendar. Fráfarandi stjórn Eimskipafé- lagsins tók að sér það flókna og viðamikla verkefni að breyta Eimskipafélaginu og búa það und- ir nýtt hlutverk eftir að nýir eig- endur komu að félaginu í haust. Ljóst var að höfuðverkefni stjórn- arinnar væri að selja sjávarút- vegshluta félagsins, Brim. Margir höfðu efasemdir um að nýjum eig- endum tækist að gera sér mikil verðmæti úr sjávarútvegnum. Reksturinn skilaði litlu, skuldir voru miklar og margir töldu að nokkuð vantaði upp á að tekið hefði verið á kostnaði við yfir- stjórn sjávarútvegsrisans. Deilurnar um Brim Magnús Gunnarsson stýrði þessu verkefni fyrir hönd stjórn- arinnar. Salan gekk langt í frá átakalaust fyrir sig. Magnús tók að sér verkefnið gegn því að hann fengi ráðið för. Hans sjónarmið var að boð heimamanna í fyrir- tækin ættu að vega nokkuð þungt í niðurstöðunni, að því gefnu að ekki væri mikið bil á milli upp- hæða í tilboðunum. Verðtilboð KEA í ÚA var að mati Magnúsar of lágt til að heimamannarökin nægðu til að brúa bilið. Hörðustu deilurnar urðu um sölu Skag- strendings. Þar taldi Magnús að rök um samvinnu við heimamenn vægju þungt. Landsbankinn vann hins vegar að því að selja Stál- skipum Skagstrending. Mikið fjaðrafok varð í kringum söluna á Skagstrendingi, en svo fór að lok- um að sjónarmið Magnúsar réð. Þetta var ekki eina tilvikið á stuttum stjórnarferli sem menn voru ósamstíga. Magnús var mót- fallinn kaupum Burðaráss á bréf- um í Íslandsbanka. Stefnan hafði verið sett á að Burðarás keypti bréf upp að mörkum 10% eignar- hlutar. Eignarhlutur yfir þeim mörkum í fjármálastofnun kallar lögum samkvæmt á mat Fjár- málaeftirlitsins á eigendum hlut- arins. Landsbankinn keypti á sama tíma töluverðan hlut í Ís- landsbanka. Markmiðið var að tryggja áhrif inn í Íslandsbanka og auka vilja til sameiningar bankanna. Samkvæmt heimildum spurðist Fjármálaeftirlitið fyrir um fyrirætlanir Burðaráss og Landsbankans sem varð til þess að hlutirnir voru seldir með fram- virkum samningum til Orra Vig- fússonar og Helga Magnússonar. Sterkara Eimskip Þrátt fyrir þessar deilur eru eigendur og fráfarandi stjórn samstíga í því að meta stöðuna þannig að fráfarandi stjórn hafi lokið ætlunarverki sínu; tekið Eimskipafélagið í slipp og skila af sér betra og öflugra félagi. Hræringarnar í kringum Eim- skipafélagið hafa ýtt undir gagn- rýni á skuldsettar yfirtökur og sundurbútanir fyrirtækja, þar sem bankar nái miklum skamm- tímahagnaði á kostnað framtíðar- rekstrahæfis fyrirtækja. Bæði Magnús Gunnarsson, fráfarandi stjórnarformaður Eimskipafé- lagsins og eftirmaður hans Björg- ólfur Thor vísa slíkum fullyrðing- um á bug. Þeir benda á að útgerð- inni hafi verið komið í hendur nýrra eigenda sem hafi mikla þekkingu og reynslu í greininni. Slíkir séu einfaldlega líklegri til að nýta betur fjárfestinguna til framtíðar. Björgólfur Thor segist sannfærður um að þessi viðskipti séu til hagsbóta bæði fyrir hlut- hafa Burðaráss og þá sem keyptu sjávarútvegsfyrirtækin. Þeir benda á að eftir söluna standi þrjú sterk útgerðarfélög í stað Brims. Eftir umbreytingarvinnu fráfar- andi stjórnar stendur fjárhags- lega sterkt félag tilbúið að takast á við stór verkefni. Búið er að gera allt klárt fyrir siglingu. Út vil ek Þegar kvisaðist út að Björgólf- ur Thor myndi taka við stjórnar- formennsku þótti það skýr vís- bending um að áherslan yrði á al- þjóðlegar fjárfestingar. Í þeim heimi hefur Björgólfur Thor hrærst og þangað leitar hugur hans. Hafi einhver velkst í vafa um það, þá tóku yfirlýsingar Björgólfs Thors af allan vafa. „Ís- lenskt hagkerfi er ekki nógu stórt til þess að félag eins og Burðarás geti vaxið svo nokkru nemi ef verkefnin eru einungis innan- lands. Við stefnum að því yfir lengri tíma að 75% eigna Burðar- áss verði erlendis.“ Hann vill ekki skilgreina nánar hvar eða hvers konar fjárfestingar séu á verk- efnalistanum að svo stöddu. Burð- arás hefur þegar komið að fjár- festingum í landssíma Búlgaríu. Fjarskiptageirinn í Austur-Evrópu er því þegar kominn í vinnslu. Björgólfur Thor hefur mikil tengsl í Búlgaríu og Rússlandi. Þar leynast eflaust mörg spenn- andi fjárfestingartækifæri. Við kaupin á Landsbankanum lýsti Björgólfur því yfir að hann væri fjárfestir sem keypti stóran hlut í fyrirtækjum með það að mark- miði að breyta þeim og selja síðan aftur með hagnaði eftir þrjú til fimm ár. Burðarás hefur hins veg- ar verið meira í langtímafjárfest- ingum. Björgólfur segist reikna með að hans stíll muni verða meira ráðandi í framtíðarstarf- semi Burðaráss, en útilokar held- ur ekki að langtímasjónarmið muni ráða för í einstökum fjár- festingum. Markmiðið er meðal annars að eiga skipafélagið og efla það frekar á næstu misserum. Víkingar sigla Magnús Gunnarsson kvaddi stjórnarformennsku í Eimskipafé- laginu með þeim orðum að hann sæi fyrir sér nýja víkingaöld í við- skiptum með útrás og verðmæta- sköpun erlendis. Hann hvatti þá víkinga sem settust í stjórn félags- ins til að gleyma ekki uppruna sín- um og færa varninginn heim. Hann lýsti trausti á þá sem taka við félaginu. Í orðum hans má þó greina áhyggjur af því að menn sjáist ekki fyrir og kveiki bál með eldheitum áhuga sínum sem geti reynst illviðráðanlegt gæti menn sín ekki. Björgólfur Thor hefur náð miklum árangri fram til þessa í fjárfestingum sínum. Hann hefur stýrt stjórn Pharmaco í örum vexti og útrás þess félags. Hlut- hafar hafa hagnast vel undir hans stjórn. Það er því við því að búast að spennandi tímar séu framund- an hjá Burðarási og öruggt að kyrrstaða mun ekki einkenna óskabarnið í nánustu framtíð. Björgólfur hélt upp á 37 ára af- mæli sitt með því að feta í fótspor langafa síns, Thors Jensen, og taka við stjórnarformennsku óskabarns þjóðarinnar. Þar boðar hann afturhvarf til anda frum- kvöðla félagsins og að horft verði fram til sóknarfæra nýrrar aldar. haflidi@frettabladid.is 22 21. mars 2004 SUNNUDAGUR Eimskip farið úr slipp Engar líkur eru á að kyrrstaða muni ríkja hjá öflugasta fjárfestingarfélagi landsins, Burðarási. Stjórnarformaðurinn, Björgólfur Thor Björgólfsson, er í sóknarhug og stefnir að vexti og umsvifum á erlendri grund. ■ Viðskipti Frá hugmynd að fullunnu verki Plötusmíði Hönnun: Gísli B. BURÐARÁS Í ÚTRÁS „Til þess að vera burðarás og bakhjarl íslensks atvinnulífs verður Burðarás að fjárfesta mun meira erlendis en verið hefur,“ sagði Björgólfur Thor Björgólfsson þegar hann ávarpaði hlut- hafa Eimskipafélagsins. Hann boðaði breytta stefnu og sókn á erlenda markaði. VÍKINGASVEITIN Friðrik Jóhannsson mun stjórna móðurfélagi Eimskipafélagsins, Burðarási. Í stjórninni eru Eggert Magnússon, Þórunn Guðmundsdóttir varaformaður, Björgólfur Thor Björgólfsson, Sigurjón Þ. Árnason og Þór Kristjánsson. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.