Fréttablaðið - 21.03.2004, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 21.03.2004, Blaðsíða 27
gekk þegar hún flutti til Ísafjarð- ar enda ekki að koma þangað í fyrsta skiptið. Hún fluttist þangað sem unglingur þegar faðir hennar varð bæjarfógeti á staðnum og sýslumaður í Ísafjarðarsýslum. Hún gekk í Menntaskólann á Ísa- firði þaðan sem hún útskrifaðist vorið 1979, og á Ísafirði á hún tengdafólk, frændur og vini. Flutningarnir voru þó ekki alveg sársaukalausir: „Ég hafði búið í Reykjavík síðan 1980 og börnin mín voru að sjálfsögðu orðin að rótföstum Reykvíkingum þegar mér bauðst starfið á Ísafirði, öll nema yngsta barnið sem þá var sjö ára. Ég náði ekki nema hluta þeirra með mér vestur og þau ílentust ekki. Einn daginn var ég ekki lengur fimm barna móðir heldur móðir að einu ungu barni. Unglingarnir voru farnir frá mér. Það fannst mér erfitt og annan veturinn minn á Ísafirði var í mér sorg vegna þessa. Ég saknaði barnanna minna. En það er sem betur fer gott að vera á Ísafirði: Fallegt umhverfi, skemmtilegt mannlíf og mikil menning, og þessi þættir vógu upp á móti sökn- uðinum.“ Það eru margar aðferðir við að stjórna skóla og Ólína er spurð hvaða aðferðir hafi gagnast henni best. „Ég nota fyrst og fremst brjóstvitið, sem er það sama og ég hef notað í uppeldi barna minna,“ segir hún. „Ég er hörð á grund- vallarreglum. Það eru ákveðnir hlutir sem ekki er hægt að semja um eða sveigja. Þeir eru ekki margir en þeir eru þarna. Ef ég þarf að taka á fíkniefnabroti þá vega hagsmunir annarra nem- enda skólans þyngra en löngun eða líðan þess sem brýtur af sér. Hluti eins og stundvísi og náms- ástundun þarf að meta og þá spyr maður, eins og heimspekingarnir: Er einhver betur staddur eftir þessa gjörð eða þau orð sem sögð verða núna? Verður veröldin betri? Ég hef gert nemanda stór- greiða með því að vísa honum fyr- irvaralaust úr skóla. Á þeirri stundu var ég hörð og ósveigjan- leg í hans augum. Nú er hann mér þakklátur, enda allur annar maður sem blómstrar í námi og félags- lífi. Ég hef líka tekið ákvörðun um að leita hjálpar fyrir nemanda vegna þess að ég taldi að hvorki honum, skólanum né samfélaginu væri greiði gerður með því að sýna refsihörku. Mín grundvall- arafstaða í agamálum er mann- virðing. Ég held að almennt séð sé ég sanngjörn og sveigjanleg að því marki sem lög og siðferðisvit- und leyfa.“ Styður frekar málefni en flokka Ólína varð skyndilega áberandi í stjórnmálum þegar hún sigraði óvænt í prófkjöri Nýs vettvangs, nýstofnaðs stjórnmálaafls sem bauð fram til borgarstjórnar vor- ið 1990 og sagt er að hafi orðið kveikjan að stofnun Reykjavíkur- listans síðar. Í framhaldi af því varð hún borgarfulltrúi og borg- arráðsmaður til ársins 1994. Að Nýjum vettvangi stóðu ýmis stjórnmálaöfl, þar á meðal Al- þýðuflokkurinn, hluti Alþýðu- bandalags, Samtök um Nýjan vettvang og óháðir. Ólína gekk um sama leyti í Alþýðuflokkinn og var virk í flokksstarfi þar til hún, ásamt Jóhönnu Sigurðardóttur og fleirum, stóð að stofnun Þjóðvaka fyrir alþingiskosningarnar 1995. Að kosningum loknum sagði hún skilið við stjórnmál og segist ekki hafa hug á endurkomu að sinni. „Það má kannski líkja þessu við það að ganga í fótboltafélag og komast að raun um að leikregl- urnar eru óréttlátar, leikmennirn- ir fautar og að maður vilji miklu heldur læra að leika á flautu í friði,“ segir hún. „Pólitíkin er harður slagur, og ég sakna hans ekki. Ég hef mun ríkari tilhneig- ingu til að styðja málefni og góða menn heldur en flokka, og því er ég hvergi flokksbundin sem stendur. Ég er það mikil rök- hyggjumanneskja í mér að mér finnst að það eigi að vera hægt að koma málum áleiðis á grundvelli málefnastöðu og efnisatriða frek- ar en að hlaupa í pólitískar skot- grafir og stunda hrossakaup á bak við tjöldin. Ef ég get lagt góðum málum lið úr því sæti sem ég sit í núna vil ég það gjarnan. Mér hef- ur einatt gengið vel að vinna með fólki úr ýmsum stjórnmálaflokk- um og hef aldrei sett það fyrir mig þó að samverkamenn hafi aðra lífsskoðun en ég. Ég fer bara fram á að fólk sé málefnalegt og þægilegt í viðmóti, þá er ég ánægð.“ Móðguð fyrir hönd forset- ans Miklar umræður hafa verið undanfarið um hlutverk og stöðu forseta Íslands. Ólína hefur skoð- un á því. „Mér fannst margt í kringum heimastjórnarafmælið einkennast af furðulegum upp- hlaupum og satt að segja varð ég sármóðguð fyrir hönd forsetans. Mér er skapraun að því hvernig markvisst er reynt að gera lítið úr embætti forseta Íslands. Fyrrver- andi pólitískir andstæðingar Ólafs Ragnars virðast ekki geta gert greinarmun á persónunni og embættinu. Þeir eru farnir að skíta út forsetaembættið af því þeim er í nöp við manninn Ólaf Ragnar. Menn eiga að bera virð- ingu fyrir hlutverki eina þjóð- kjörna leiðtoga landsins, óháð því hvort þeir eru ánægðir með kosn- ingaúrslit. Mér fannst athyglisvert það sem Ólafur Ragnar sagði á blaða- mannafundi í vikunni, um að hann vildi auka hlut embættisins og innkomu forsetans í almenna þjóðfélagsumræðu. Menn hafa of lengi komist upp með að afgreiða forsetaembættið sem eins konar blaðafulltrúaembætti fyrir þjóð- ina. Embættið er ekki þannig í eðli sínu. Þjóðin hefur sýnt og sannað að henni er annt um forseta- embættið. Hún hefur aldrei látið flokkslínur eða flokksítök ráða því hverja hún kýs sér sem for- seta. Ég vona bara að sú umræða sem hefur verið undanfarið verði til góðs og skerpi sýn manna á hlutverk forsetaembættisins.“ Einvera og athygli Ólína starfaði um skeið sem fréttamaður hjá ríkissjónvarpinu og var áberandi á skjánum. „Ég hef sennilega aldrei á ævinni unn- ið skemmtilegra starf en þegar ég var fréttamaður,“ segir hún. „Það gaf mér lífsfullnægju að rótast í atburðum líðandi stundar og átti ágætlega við mig að vera í sviðs- ljósinu. Ég hef reyndar þannig lyndiseinkunn að ég þarf sitt lítið af hvoru, athygli og einveru. Stjörnuspekingarnir segja mér að það sé vegna þess að ég er fædd í meyjarmerki en rísandi ljón. Meyjan í mér krefst einveru og næðis, en ljónið í mér stekkur alltaf fram af og til og krefst athyglinnar. Þetta gerist svona þrisvar á ári.“ Hún kímir og bætir við: „Auðvitað er gaman að hafa skoðanir á mönnum og málefnum. Þess vegna verð ég alltaf kát þegar þáttastjórnendur hringja í mig og spyrja mig álits.“ En saknar hún fjölmiðlastarfs- ins? „Vissulega. En skólameist- arastarfið er líka skemmtilegt. Ég get aldrei vitað að morgni hvað dagurinn ber í skauti sér. Ef ég sakna einhvers er það helst rit- starfanna. Ég vildi hafa meiri tíma fyrir þau. Á tímabili gældi ég við þá hugmynd að skella mér í nettar rannsóknir í sumarleyfum en það hefur nú ekki orðið ennþá. Og skáldskapurinn? Ætli hann verði ekki að bíða ellilífeyris- áranna.“ kolla@frettabladid.is SUNNUDAGUR 21. mars 2004 SAKNAR EKKI STJÓRNMÁLANNA Ólína segist ekki hafa hug á endurkomu í pólitíkina að sinni. „Það má kannski líkja þessu við það að ganga í fótboltafélag og komast að raun um að leikreglurnar eru óréttlátar, leikmennirnir fautar og að maður vilji miklu heldur læra að leika á flautu í friði. Pólitíkin er harður slagur, og ég sakna hans ekki.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Mér er skapraun að því hvernig mark- visst er reynt að gera lítið úr embætti forseta Íslands. Fyrrverandi pólitískir and- stæðingar Ólafs Ragnars virðast ekki geta gert grein- armun á persónunni og embættinu. Þeir eru farnir að skíta út forsetaembættið af því þeim er í nöp við manninn Ólaf Ragnar. ,,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.