Fréttablaðið - 21.03.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 21.03.2004, Blaðsíða 10
21. mars 2004 SUNNUDAGUR Friðarsinnar veittu stuðningsmönnum innrásar skammarverðlaun: Mótmælt við Stjórnarráðið MÓTMÆLI Drjúgur hópur fólks safnaðist saman fyrir framan Stjórnarráðið í gær til að lýsa andstöðu sinni við innrásina og hersetu í Írak og veita Óskapa- verðlaunin, nokkurs konar skammarverðlaun til þeirra sem fóru fremstir í flokki í innrásinni í Írak. „Við stóðum frammi fyrir því að það var verið að efna til að- gerða um allan heim og ákváðum að fara þessa leið,“ segir Stefán Pálsson, formaður Samtaka her- stöðvaandstæðinga sem stóðu fyrir mótmælunum. „Þetta er mjög alvarlegt mál og þess vegna hefur okkur verið legið á hálsi fyrir að vera eins og með allan heiminn á herðum okkar. Við ákváðum að nota þetta form af ádeilu, skopið, og það virðist hafa mælst vel fyrir.“ „Maður hefði haldið að Hall- dór Ásgrímsson myndi taka verðlaunin fyrir ummæli ársins því hann var með þrjár af fimm tilnefningum en það var Davíð Oddsson sem náði þeim, fékk þau fyrir ummælin um að 90% and- staða þjóðarinnar við stríðið væri í samræmi við stefnu ríkis- stjórnarinnar og að sjálfur hefði hann sagt já hefði hann verið spurður,“ segir Stefán um verð- launaafhendinguna. ■ Mótmælt um allan heim Efnt var til mótmæla gegn innrás og hersetu í Írak um heim allan í gær, ári eftir upphaf hennar. Mikill mannfjöldi tók þátt í mótmælum sem töldu frá nokkrum tugum þátttakenda upp í nokkur hundruð þúsund. MÓTMÆLI, AP Efnt var til mótmæla gegn innrás í Írak og hernáminu þar í öllum heimsálfum í gær, að Suðurskautslandinu undanskildu. Fjölmennustu mótmælin voru í Róm þar sem lögregla áætlaði að allt að 300.000 manns hefðu safn- ast saman og krafist þess að ítöl- sku hermennirnir í Írak yrðu kall- aðir heim. Skipuleggjendur vildu hins vegar meina að tvær milljón- ir hefðu tekið þátt í mótmælunum. Efnt var til mótmæla víða á Spáni, þúsundir komu saman í Madríd og 150.000 í Barselóna að sögn yfirvalda þar. Tugþúsund manns komu saman í miðborg London. Fyrr um daginn höfðu tveir mótmælendur klifið Big Ben-turninn og veifað fána sem á stóð „Stund sannleikans“. Þar höfðust þeir við í nokkrar klukkustundir áður en þeir komu niður. Klifur þeirra varð til þess að yfirvöld ætla að endurskoða ör- yggisráðstafanir en turninn er við breska þingið. Þúsundir mótmæltu hernám- inu á götum Bagdad. Efnt var til mótmæla víða í arabalöndum. Í Kaíró, höfuðborg Egyptalands, höfðu milli 500 og þúsund mót- mælendur hátt en máttu sín lítils gegn nokkur þúsund lögreglu- mönnum sem hindruðu för þeirra að bandaríska sendiráðinu. Um 2.000 manns tóku þátt í mótmælum við herstöð Banda- ríkjahers í Ramstein í Þýskalandi og á annað þúsund manns fóru í mótmælagöngu í Berlín. Meira en 10.000 Grikkir mót- mæltu við bandaríska sendiráðið í Aþenu og í nágrannaríkinu Tyrk- landi var efnt til mótmæla í Istan- búl og höfuðborginni Ankara. 3.000 manns tóku þátt í mótmæl- um í Amsterdam. ■ HUNDRUÐ ÞÚSUNDA Í RÓM Fjölmennustu mótmælin fóru fram í Róm þar sem lögregla sagði þátttakendur vera 250.000 talsins en skipuleggjendur tvær milljónir. FJÖLMENNI Á TRAFALGARTORGI Tugþúsundir komu saman í London, mót- mæltu innrásinni í Írak, hersetunni þar og stefnu breskra stjórnvalda. SPRAUTAÐ Á MÓTMÆLENDUR Lögregla notað aflmiklar vatnssprautur til að dreifa mótmælendum í Manila, höfuð- borg Filippseyja, sem reyndu að komast að bandaríska sendiráðinu. EKKERT STRÍÐ Víða var mótmælt á Spáni. Í Madríd köll- uðu mótmælendur: „Ekkert stríð.“ FORSÆTISRÁÐHERRA VERÐLAUNAÐUR Samtök herstöðvaandstæðinga veittu Óskapaverðlaunin þeim sem studdu innrás. Forsætisráðherra þótti eiga bestu ummælin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.