Fréttablaðið - 21.03.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 21.03.2004, Blaðsíða 8
8 21. mars 2004 SUNNUDAGUR Annað segir Árni Magg. „Engar hamfarir í rekstri fyrir- tækja hafa orðið þrátt fyrir miklar breytingar á eignarhaldi á síðustu árum. Tómar Ottó Hansen, Morgunblaðið 20. mars Ekki það eina „Það er óskiljanlegt hvernig stjórnvöld geta ætlast til þess að aldraðir geti lifað af broti af því sem þau telja lágmark fyrir atvinnulausa.“ Karl Gústaf Ásgrímsson, Fréttablaðið 20. mars Er þetta nú hægt? „Við vorum sviptir leyfi til veiða í þrjár vikur vegna 40 þorska sem mannskapurinn hugðist hirða í soðið. Þetta er virkilega súrt og kostar útgerðina og mannskap- inn allt að 20 miljónir króna.“ Guðfinnur Jón Birgisson, skipstjóri Guðrúnar HF-172, DV 20. mars Orðrétt KJARAMÁL Töluverð aukning hefur verið á því að útgerðarmenn, sér- staklega þeir sem gera út á net, standi ekki við ákvæði kjarasamn- inga um helgarfrí að sögn Guðjóns Ármanns Einarssonar, fram- kvæmdarstjóra félags skipstjórnar- manna. „Þetta er meira en í venju- legu árferði.“ Samkvæmt kjara- samningum þeim að vera í landi í tvo daga, aðra hvora helgi og fyrir hvert brot er hægt að sekta útgerð- ina um 360–370.000 krónur. Það fer því eftir hve skipsmenn eru dreifð- ir í mörg stéttarfélög hversu há sektin er, fyrir hvern dag sem ákvæði um helgarfrí er brotið. Guðjón segir að algengt sé að aðrir útgerðarmenn kvarti yfir þessu broti á kjarasamningum. „Ef þú rærð á þeim dögum sem þú átt að vera í landi ertu fljótari að veiða það sem þú ætlaðir þér og sækir í önnur mynstur.“ Hann vill ekki meina að brot á helgarfríarákvæð- inu sé bundið við ákveðna lands- hluta, þó þetta sé áberandi mest á höfuðnetasvæðinu, frá Hornafirði og norður fyrir Breiðafjörð.“ Árni Bjarnason, formaður félags skipstjórnarmanna, segir það skjóta skökku við að smábátar séu ekki bundnir samningum líkt og stærri bátarnir og þurfi því ekki að virða helgarfrí. „Þetta eru orðin það öflug skip að það er ákveðin þversögn fólgin í því hvernig þetta virkar. Allir þeir sem sækja sjó eiga að róa eftir samningum.“ ■ Mansal gæti náð fótfestu á Íslandi Halldór Ásgrímsson segir mansal vera sá hluti alþjóðlegrar glæpastarfsemi sem vex hvað örast. Hann segir að glæpahringar hafi reynt að nota Ísland sem flutningsland. RÁÐSTEFNA Mansal er sú tegund skipulagðrar glæpastarfsemi sem er í hvað örustum vexti í heimin- um nú. Þetta kom fram í máli Halldórs Ásgrímssonar utanríkis- ráðherra á ráðstefnu um mansal í Norræna húsinu á fimmtudag. Í ræðu sinni sagði Halldór að á undanförnum árum hefði alþjóða- samfélagið vaknað til vitundar um hversu umfangsmikil þessi starfsemi sé orðin. Að mati Sam- einuðu þjóðanna sæti allt að fjórum milljónum manna mansali árlega og ágóði af starfseminni nemi á bilinu fimm til sjö millj- örðum Bandaríkjadala á ári. „Fórnarlömb mansals eru fyrst og fremst konur og stúlkubörn frá fátækum ríkjum þar sem fátt er um atvinnutækifæri. Fórnarlömb- in eru gjarnan blekkt með auglýs- ingum um góða vinnu erlendis sem síðan reynist vera vændi á vegum skipulagðra glæpasam- taka,“ sagði Halldór. Halldór sagði að í ljós hafi komið á undanförnum árum að glæpahringar hafi reynt að nota Ísland sem flutningsland. „Einnig bendir ýmislegt til þess að slík starfsemi geti náð hér fótfestu. Við verðum því að halda vöku okkar og vera á varðbergi gagn- vart þessum vágesti eins og dæm- in hafa sýnt. Virk löggæsla og aukin vitund almennings um þessa glæpastarfsemi eru þar mikilvæg atriði,“ sagði hann. Halldór sagði Íslendinga leggja sérstaka áherslu á mann- réttindi kvenna og barna á alþjóðavettvangi. Á sviði barátt- unnar gegn mansali nefndi hann sameiginlegt átak jafnréttis- og dómsmálaráðherra Norðurland- anna og Eystarsaltsríkjanna til að sporna við verslun með konur. „Í mansali felst gróft brot á grundval larmannrétt indum. Hvorki konur, karlar né börn eiga að ganga kaupum og sölum til kynlífsþrælkunar eða annarrar misnotkunar. Hvergi í heiminum á slík vanhelgun á mannréttindum að líðast. Aðeins með aukinni fræðslu og skilvirku alþjóðlegu samstarfi ríkja á milli, verður sameiginlega hægt að vinna bug á mansali; glæpastarfsemi sem kalla má þrælahald nútímans,“ sagði Halldór að lokum. Auk Halldórs fluttu Stephen Minikes, fastafulltrúi Bandaríkj- anna hjá ÖSE, og dr. Helga Kon- rad, formaður alþjóðlegs vinnu- hóps gegn mansali, auk fulltrúa frá ráðuneytum, sýslumannsemb- ættinu á Keflavíkurflugvelli og Háskóla Íslands erindi á ráðstefn- unni. thkjart@frettabladid.is Húsavík: Tekinn tvis- var sömu nótt ÖLVUN Ökumaður reyndi í tví- gang að keyra ölvaður frá Húsa- vík aðfaranótt laugardags. Fyrra sinnið stöðvaði lögregla aksturinn, en það var um klukk- an hálf fjögur um nóttina. Rúm- um tveimur tímum síðar reyndi ökumaðurinn á ný, sem er að- komumaður í bænum, að komast burt. Þá tókst honum ekki betur til í akstrinum en svo að hann ók út af. Þar með endaði ökuferðin og ökumaðurinn var enn á ný í höndum lögreglu. Hann slasað- ist ekki og slapp við að skaða aðra. ■ Hjónabandserjur: Ástríðan of mikil BANDARÍKIN Ung hjón þurftu að gera sér að góðu að þiggja gist- ingu frá hinu opinbera í Georgíu í Bandaríkjunum eftir að til handalögmála kom milli þeirra yfir kvikmyndinni Ástríða Krists eftir Mel Gibson. Hjónin byrjuðu að ræða myndina yfir rauðvíni og kertaljósum en fljótlega fóru þau að öskra hvort á annað. Endaði kvöldið á sjúkrastofnun þar sem gert var að sárum beggja og fengu þau að gista fangageymslur. Aðrir hafa tekið myndinni betur. Yasser Arafat sá hana í gær og sagði þjáningar Krists svipaðar og þjáningar Palestínu- manna í dag. ■ FISKISKIP AÐ VEIÐUM Mikið ber á að netaskip virði ekki ákvæði kjarasamninga um helgarfrí. Samningsákvæði um helgarfrí sjómanna ekki virt: Holskefla í samningsbrotum TETRA ÍSLAND Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir að ekki sé búið að ganga frá áframhald- andi samstarfi ráðuneytisins við Tetra Ísland um kaup á þjónustu þess. Hann segir þó að óskoraður vilji standi til þess að halda áfram að nýta tetrakerfi á vegum stofn- ana ráðuneytisins. Fram hefur komið að önnur fjarskiptafyrirtæki hafi sýnt áhuga á því að reka slíkt kerfi ef Tetra Ísland hættir störfum. „Við erum ennþá í tengslum við þá sem reka Tetra Ísland. Það sem við erum að bíða eftir er að við séum alveg hundrað prósent klárir á því að það sé búið að end- urskipuleggja félagið þannig að við getum treyst framtíðarsam- skiptum við það,“ segir Björn. Hann segir að slíkar trygging- ar liggi ekki fyrir eins og staða mála sé nú. Fyrir skemmstu tók Tetra Ísland einhliða ákvörðun um að slökkva á nokkrum sendum í kerfinu. Þessa aðgerð segir Björn hafa verið fráleita. Um framhald málsins segir Björn að engin sérstakur tíma- rammi um úrlausn liggi fyrir af hendi ráðuneytisins. „Þeir hafa hvað eftir annað verið að setja tímaramma en við höfum lagt áherslu á að við séum eins og hver annar viðskiptavinur fyrirtækis- ins sem er með þjónustusamning í mörg ár. Þannig að við erum bara í samningsbundnum viðskiptum við þetta fyrirtæki og lítum svo á að á meðan við höfum þann samn- ing eigi það að fullnægja þeim kröfum sem samningurinn gerir ráð fyrir,“ segir hann. ■ HALLDÓR ÁSGRÍMSSON Segir Ísland beita sér sérstaklega fyrir mannréttindum barna og kvenna á alþjóðlegum vettvangi. RÁÐSTEFNA Í NORRÆNA HÚSINU Fullt var út úr dyrum á ráðstefnu um mansal. BJÖRN BJARNASON Dómsmálaráðherra segir ekki enn nægar tryggingar til staðar til þess að ganga frá áframhaldandi samstarfi við Tetra Ísland. Dómsmálaráðherra um Tetra Ísland: Ófullnægjandi tryggingar FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.