Fréttablaðið - 21.03.2004, Síða 32

Fréttablaðið - 21.03.2004, Síða 32
Tvær vikur. Eftir tvær vikur fáfyrstu börnin að dvelja í Rjóðrinu, hjúkrunarheimili fyrir langveik börn sem verður til heimilis að Kópavogsbraut 7 þar sem í eina tíð var Kópavogshæli. Á bilinu 40 til 50 börn af landinu öllu munu dvelja í Rjóðrinu til lengri eða skemmri tíma, sjálfum sér og fjölskyldum sínum til ánægju, við bestu aðstæður sem völ er á. Velferðarsjóður barna á Íslandi kom Rjóðrinu á legg og afhenti í gær Landspítalanum heimilið til eignar og reksturs. Íslensk erfðagreining og heil- brigðisráðuneytið settu Velferð- arsjóðinn á stofn fyrir fjórum árum og lagði fyrirtækið fram stofnféð sem nam um hálfum milljarði króna. Ingibjörg Pálma- dóttir, hjúkrunarfræðingur og fyrrverandi heilbrigðisráðherra, gegnir embætti framkvæmda- stjóra sjóðsins í hálfu starfi: „Í stofnskrá sjóðsins segir að pen- ingarnir eigi að renna til ýmissa þarfa barna á Íslandi og að brydd- að skuli upp á nýjungum í þágu barna og það erum við að gera,“ segir Ingibjörg. Upphaflega hét sjóðurinn Vel- ferðarsjóður íslenskra barna en nafninu var breytt í Velferðar- sjóður barna á Íslandi. „Það eru auðvitað ekki síður börn af er- lendu bergi brotin sem þurfa á styrk okkar að halda.“ Ingibjörg segir sjóðinn ekki bara starfa með þarfir veikra barna í huga, þau sem búi við knappan fjárhag njóti ekki síður aðstoðar með einum eða öðrum hætti. Hjón skilja vegna álagsins Rjóðrið er fyrsta hjúkrunar- heimilið sem opnað er sérstaklega fyrir börn. Áður hefur verið stofnað til sjúkrahúsa og sambýla en hjúkrunarheimili eru annars konar. „Þetta er nýjung sem er bæði hugsuð fyrir börnin og foreldrana en fagfólk og foreldra hefur lengi dreymt um heimili sem þetta. Fólk sem er heima með mjög veik börn þarf einhvern tíma að fá frí fyrir sjálft sig og hin börnin sín,“ segir Ingibjörg. „Og um leið fær barnið endur- hæfingu á góðum stað.“ Börnin sem um ræðir þurfa umönnun allan sólarhringinn. Þau eiga sum hver langa og stranga 32 21. mars 2004 SUNNUDAGUR Hver er maðurinn? Cusinart kaffikönnurnar komnar aftur Þú færð Cusinart í Byggt og Búið, Kringlunni og Smáralind Pantanir óskast sóttar Ingibjörg Pálmadóttir, fyrrum heilbrigðisráðherra, hefur undanfarið starfað sem framkvæmdastjóri Velferðar- sjóðs barna. Í gær afhenti sjóðurinn Landspítalanum kærkomna gjöf, Rjóðrið, sem á eftir að gagnast langveikum börnum og foreldrum þeirra. Rjóður fyrir börn Geislandi og klár Sagt er um mannsekjuna semvið spyrjum um í dag að hún sé mikill leiðtogi, foringi í sínum hópi. Sigurvin Ólafsson, knatt- spyrnumaður í KR, er æskuvinur viðkomandi: „Þetta er mjög klár manneskja og afar metnaðarfull,“ segir hann og bætir við að hún nái vanalega miklum árangri í því sem hún tekur sér fyrir hendur. Dugnaður og hugmyndaauðgi eru líka lýsandi orð fyrir viðkomandi að sögn Sigurvins. Spurður um skemmtilegheit segir hann: „Þetta er mjög skemmtileg manneskja en samt enginn sprelligosi.“ „Brosandi, hress og geislandi,“ var það fyrsta sem Ásta Björk Sveinsdóttir hjá Línuhönnun hafði að segja um viðkomandi. „Og opin fyrir nýjungum, hefur gaman af að prufa eitthvað nýtt,“ bætti hún við. Jörundi Áka Sveinssyni íþrótta- kennara og aðstoðarþjálfara hjá Fram, verður tíðrætt um mikinn og góðan karakter okkar manns. „Viðkomandi tekur af skarið þegar staðið er frammi fyrir erfiðum ákvörðunum,“ segir hann. „Þessi manneskja er líka mikill vinur vina sinna og það er afar gott að vinna með henni.“ Og nú spyrjum við, um hvern er rætt? Svarið er að finna á blað- síðu 34. ■ KLIPPT Á BORÐANN Ástríður Thorarensen, eiginkona forsætisráðherra, klippti á borðann. LYKLARNIR AFHENTIR Ingibjörg Pálmadóttir afhenti Jóni Kristjánssyni lyklana að Rjóðrinu við hátíðlega athöfn í gær. LANGVEIK BÖRN FAGNA Fulltrúar þeirra sem njóta munu þjónustu Rjóðursins voru líka á staðnum í gær.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.