Fréttablaðið - 21.03.2004, Side 16

Fréttablaðið - 21.03.2004, Side 16
Bætiflákar Lætur verkin tala „Framsókn hefur aldrei verið flokkur skoðanakannana. Þetta er flokkur sem lætur verkin tala og spyr alltaf að leikslokum.“ –––––––––––––––––––––––––––– Hjálmar Árnason er þingflokksformaður Framsóknarflokksins. Flokkurinn mældist með 10,1% í skoðanakönnun Fréttablaðs- ins en fékk 17,7% í kosningunum. Nýverið var birt könnun, unninaf Cap Gemini Ernst & Young (CGEY), um aðgengi að opinberri þjónustu á vefnum í löndum Evr- ópusambandsins og EFTA. Ísland lenti í 14. sæti af 18, og því lítur út fyrir að Íslands standist ekki sam- anburð við önnur lönd Evrópu þegar kemur að aðgangi að opin- berri þjónustu á vefnum. Takmarkanir og villur í skýrslu Cap, Gemini, Ernst & Young Varast skyldi að draga of mikl- ar ályktanir af skýrslu CGEY, þar sem hún tekur aðeins á tuttugu afmörkuðum þáttum, sem sumir eiga ekki við Ísland (sjá viðauka 2, bls. 45 í skýrslu CGEY). Þar er til dæmis sú rafræna þjónusta sem Lánasjóður ís- lenskra námsmanna undanskilin, því könnunin tekur einungis til opinberra námsstyrkja en ekki námslána. Skráning bifreiða á Ís- landi er einnig sögð 0% rafræn og fellur úr 50% frá síðasta ári. Stað- reyndin er hinsvegar sú að um- skráning bifreiða hjá Umferða- stofu er nú 100% rafræn. Ísland í fremstu röð Ástand rafrænnar stjórn- sýslu á Íslandi er um margt betra en skýrsla CGEY gefur til kynna, til dæmis var yfir 180.000 skattframtölum skilað rafrænt og þau afgreidd á raf- rænan máta. Engu að síður þá er Ísland ekki meðal þeirra Evrópuþjóða sem best standa sig í rafrænu aðgengi borgar- anna að þjónustu hins opinbera, þótt við gætum auðveldlega ver- ið í fararbroddi á þessu sviði. Áherslur íslenskra stjórn- valda hafa verið að byggja upp öfluga rafræna málastjórnun innan stjórnsýslunnar. Sem dæmi má nefna að öll málastjórn íslensku ráðuneytanna er raf- ræn, flestar opinberar stofnanir hafa yfir sambærilegum tækni að ráða og á sveitarstjórnar- stiginu er flest stóru sveitar- félögin með rafræn mála- og skjalastjórnunarkerfi. Könnun CGEY er hinsvegar áminning um það að nú sé full ástæða til þess að tengja þessar lausnir við internetið og gera þannig þjón- ustuna aðgengilega fyrir borg- arana á vefnum. Tímamótaverkefni Garðabæjar Garðabær hefur riðið á vaðið og er nú að vinna að tímamóta- verkefni í rafrænni stjórnsýslu og íbúalýðræði. Garðabær hefur markvisst byggt upp rafræna stjórnsýslu undanfarin ár og í dag geta íbúar sveitafélagsins sótt um svo til alla þjónustu rafrænt. Síðar á þessu ári mun Garða- bær stíga enn stærra skref þar sem íbúar munu ekki bara geta sótt um þjónustu rafrænt, heldur einnig fylgst með málsmeðferð- inni á vefnum. Þannig mun Garðabær verða í fararbroddi sveitarfélaga í Evrópu og lýsandi dæmi um þá framsækni sem býr í íslenskri stjórnsýslu. Tæknilega er ekkert því til fyrirstöðu að Ísland sé í hópi þeirra þjóða sem standa hvað best í rafrænni stjórnsýslu í Evr- ópu. Það eina sem þarf er að fylgja fordæmi Garðabæjar og tengja þær öflugu mála- og skjalastjórnunarlausnir sem opinberir aðilar hafa nú þegar yfir að ráða við internetið. ■ 16 21. mars 2004 SUNNUDAGUR ■ Af Netinu KÁRI STEINAR LÚTHERSSON ■ markaðsþróunar- stjóri hjá Hugviti skrifar um opinbera rafræna þjónustu. Umræðan Er Ísland aftarlega í rafrænni stjórnsýslu? FRÉTTAB LAÐ IÐ /RÓ B ERT Herseta í skjóli al-kaída „Það er orðið ljóst fyrir lifandis löngu að stuðningur sjálfstæðis- manna við veru Bandaríkjahers á Íslandi er trúarleg afstaða. Hún byggist á áratuga innræt- ingu Morgunblaðsins, DV og ann- arra amerísksinnaðra fjölmiðla, en umfjöllun þeirra um Banda- ríkjaher er álíka gagnrýnin og skrif um Jesú Krist í Varðturnin- um. Þessir miðlar eru þar að þjóna hagsmunum hinna hægrisinnuðu eigenda sinna, en verra er fylgjast með umfjöllun Ríkisútvarpsins sem hefur nán- ast sett bann á að önnur sjónar- mið heyrist í fréttum þess en þeirra sem styðja hersetuna. Fréttamaður Sjónvarpsins hefur meira að segja snuprað banda- rískan sérfræðing í útsendingu fyrir að halda því fram að ekki sé forgangsverkefni í öryggismálum að hafa bandarískt herlið á Íslandi.“ SVERRIR JAKOBSSON Á MURINN.IS

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.