Fréttablaðið - 21.03.2004, Side 21
komið til landsins og meðal annars
átt fund með forsætisráðherra
sagði Sigurður í pósti til Jóns dag-
settum 17. október: „Ég hef sagt
það við þig Jón oftar en einu sinni
og það síðast í gær að endurfjár-
mögnun Norðuljósa verður ekki
leyst með neinum leik heldur fund-
um eigenda og lánardrottna. Það
sem Þórarinn Viðar [lögmaður
Evans] er að gera fyrir hvern sem
það er svo sem og senda á út á
mánudag 20. október er leikur sem
ég bið að verði stoppaður nú þegar,
nema allt eigi til andskotans að
fara“.
Áhugaleysi hjá
stjórnarformanni
Tveimur vikum síðar
sendi Sigurður út tölvu-
póst á alla stjórnarmenn
þar sem hann segir. „Við
Jón [Ólafsson] ræddum lítillega
saman um endurfjármögnun Norð-
urljósa í gær fimmtudag, stöðu
þess máls í dag og hvert stefni. Ná-
lægð við íslensku kröfuhafana ger-
ir það að verkum að ég hef nokkuð
aðra sýn á endurfjármögnunarmál
Norðurljósa en þeir sem fjær
standa þar á meðal stjórnar-
formaður félagsins“.
Í skýrslu Sigurðar er ítrekað
vísað til mikilla fjarvista Jóns
Ólafssonar frá landinu en það mun
hafa valdið stjórnendum félagsins
miklum óþægindum hve lítinn
áhuga hann sýndi þeim brýnu við-
fangsefnum sem félagið glímdi við
á síðustu árum.
Norðurljós var mjög
skuldsett fyrirtæki en félagið
hafði staðið í skilum við
lánardrottna sína allt fram
að áramótum 2002/2003, en
fram að því hafði félagið
fleytt sér sér áfram á sölu á
hlut í fjarskiptafyrirtækinu
Tali.
Tíminn að renna út
Sigurður segir í
samtali við Frétta-
blaðið að þegar í janúar í fyrra
hafi hann viðhaft viðvörunarorð
til stjórnarformannsins um að
tími til að ganga frá endurfjár-
mögnun væri senn á þrotum. Við-
brögð við þessu hafi hins vegar
verið af skornum skammti. Í stað
þess að eiga fundi með lánar-
drottnum og hluthöfum hafi Jón
haldið spilunum nærri sér og
aðrir hvorki haft upplýsingar né
umboð til þess að taka frumkvæði
í að koma samningaviðræðum í
eðlilegan farveg.
Sigurður segist ætíð hafa verið
andsnúinn þeirri hugmynd að
leita einvörðungu út fyrir land-
steinana að fjárfestum enda segir
hann ekki hafa orðið var við
nokkurn raunverulegan áhuga hjá
þeim fjárfestum sem Jón hafi
haldið fram að hefðu hug á því að
taka þátt í rekstri fyrirtækisins.
Stjórnin vanmáttug
Stjórn Norðurljósa var í raun
vanmáttug gagnvart þeim við-
fangsefnum sem við henni blasti
og í tölvupóstinum til stjórnarinn-
ar 31. október 2003 endar Sigurð-
ur á því að segja: „Ágætu stjórn-
armenn ég vona að þið gerið ykk-
ur grein fyrir því að ábyrgð ykkar
er mikil í dag eins og fjárhag
Norðurljósa er komið. Seta í
stjórn þessa félags sem er með
fast að þrjú hundruð stöðugildi
starfsmanna og veltir nærri sex
milljörðum á ári en skuldar lánar-
drottnum öðrum en viðskipta-
mönnum 6,9 milljarða er ekki eitt-
hvað sem afgreitt verður með
þögn á stuttum mánaðarlegum
stjórnarfundum heldur aktívu
starfi“.
Endurfjármögnun
og sameining
Sigurður segir í sýrslu sinni að
sú endurfjármögnun hafi tekist
með „samstilltu átaki Jóns Ásgeir
Jóhannessonar og Pálma Haralds-
sonar annars vegar og starfs-
manna Landsbankans og Kaup-
þings/Búnaðarbanka hins vegar,“
en töluverð vinna hafi verið eftir í
árslok 2003 og ársbyrjun 2004
þótt búið væri að ganga frá sölu
Jóns Ólafssonar á hlut sínum í
fyrirtækinu.
Atburðarásinni sem varð til
þess að eigendaskipti urðu og end-
urfjármögnun tókst lauk ekki fyrr
en í ársbyrjun 2004 þegar Norður-
ljós urðu að fjölmiðlasamsteyp-
unni sem inniheldur Íslenska
útvarpsfélagið, Frétt ehf. og
Skífunni /BT. Norðurljós sjálf
hafa engan rekstur en tekjur þess
koma af arði hlutabréfa þess í
dótturfélögunum.
thkjart@frettabladid.is
21SUNNUDAGUR 21. mars 2004
JÓN ÓLAFSSON
Dvaldist mestmegnis erlendis
og veitti öðrum hluthöfum og
stjórnendum Norðurljósa
hvorki umboð né upplýsingar
til þess að takast á við
vandamál félagsins.
JÓN ÁSGEIR JÓHANNESSON
Hafði lýst áhuga á að kaupa í Norðurljósum í
júlí 2003 og lagt fram hugmyndir um endur-
fjármögnun í október. Sigurður G. leitaði því til
hans eftir að Jón Ólafsson féllst á að selja.