Fréttablaðið - 21.03.2004, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 21.03.2004, Blaðsíða 26
26 21. mars 2004 SUNNUDAGUR Uppbygging háskólanáms álandsbyggðinni er orðið eitt brýnasta byggðamálið,“ segir Ólína Þorvarðardóttir, skóla- meistari á Ísafirði, en hún hefur sett fram hugmynd að stofnun há- skóladeilda við framhaldsskólana á landsbyggðinni. „Það leysir eng- an vanda fyrir Vestfirðinga þótt það sé háskóli á Akureyri því hann er jafn langt í burtu þaðan og háskólarnir í Reykjavík. Stytt- ing námstíma til stúdentsprófs úr fjórum árum í þrjú kallar auk þess á að skilin milli skólastiga verði hugsuð upp á nýtt. Það má segja að þetta tvennt hafi orðið meginkveikjan að hugmynd minni um háskóladeild við Menntaskól- ann á Ísafirði. Ég var beðin um að leggja eitthvað til málanna á mál- þingi sem haldið var um uppbygg- ingu háskólanáms á Vestfjörðum fyrir skömmu og þá spurði ég sjálfa mig: Hvað er það sem ungu fólki nýtist hvað best meðan það býr enn í heimahúsum og er óráð- ið um það hvert það stefnir og hvað það vill læra? Það hlýtur að vera góður kostur að geta hafið háskólagönguna á tiltölulega breiðum grunni heima í héraði, það er að segja að hefja inngangs- og undirbúningsnámið sem há- skólarnir veita nemendum sínum, áður en farið er í sérhæft háskóla- nám á síðari stigum. Þetta er grunnhugmyndin sem menntamálaráðherra og fleiri hafa tekið mjög vel. Ég hef að vísu heyrt þær raddir að þetta geti orðið erfitt vegna reglna sem gilda um það hvaða menntunar- stig stjórnendur og kennarar á há- skólastigi þurfa að hafa. Mennta- skólinn á Ísafirði býr hinsvegar svo vel að hafa fólk með þá menntun og þyrfti þess vegna ekki að auglýsa eftir mörgum kennurum til að geta staðið við faglegar kröfur um framboð náms á háskólastigi. Í þeim fram- haldsskólum þar sem tilskilið menntunarstig er hugsanlega ekki til staðar mætti hugsa sér að ráðnir væru verkefnisstjórar með tilskilda menntun til að sjá um kennsluna og skipuleggja hana. Þá er ekkert um það að ræða að slegið sé af menntunarkröfunum. Í öllu falli þyrfti að opna þennan möguleika þar sem aðstæður eru fyrir hendi, eins og tvímælalaust á við um Ísafjörð.“ Mörg sóknarfæri Í skólamálaumræðu undanfar- inna vikna hafa komið fram áleitnar spurningar um hlutverk skólastiganna þriggja. Hvernig sér Ólína hlutverk Menntaskólans á Ísafirði sem hún veitir forstöðu? „Menntaskólinn á Ísafirði er æðsta menntastofnunin á Vest- fjörðum og eini framhaldsskólinn á öllu svæðinu. Það segir sig sjálft að hann gegnir afar þýðingar- miklu hlutverki. Kannanir sýna það ennfremur að menntunarstig mætti vera hærra á Vestfjörðum, og að umtalsverður hluti ungs fólks á framhaldsskólaaldri sækir nám sitt utan héraðs. Það eru því mörg sóknarfæri fyrir Mennta- skólann á Ísafirði og áríðandi að bæði þeir sem hafa fjárveitingar- vald með höndum og samfélagið hér vestra styðji dyggilega við þessa stofnun og greiði götu henn- ar. Eins og sakir standa má segja að menntun sé einn skynsamleg- asti fjárfestingarkosturinn í þess- um landshluta.“ En hvaða augum lítur hún á það viðhorf að gæði náms á lands- byggðinni standist ekki saman- burð við það sem sé í Reykjavík? „Þetta er þjóðsaga. Auðvitað eru skólarnir á landsbyggðinni misgóðir en það eru þeir líka fyr- ir sunnan. Með tilkomu sam- ræmdra stúdentsprófa fáum við sameiginlegan mælikvarða á þetta atriði, og þá mun þetta ann- aðhvort sannast eða afsannast. Einmitt þess vegna er ég fylgj- andi samræmdum stúdentspróf- um. Ég skal ekkert fullyrða um það hvernig landsbyggðarskól- arnir stóðu að vígi hér á árum áður, en eftir kjarasamningana sem gerðir voru við framhalds- skólakennara vorið 2001 gjör- breyttist aðstaða framhaldsskól- anna til þess að fá hæft starfsfólk að kennslu. Fram að því hafði ver- ið flótti úr stéttinni, og sá at- gervisflótti kom illa niður á lands- byggðinni. Nú er kennarastarfið aftur orðið eftirsóknarvert starf hvar sem er á landinu. Í dag óttast ég ekki samanburð við Reykjavík- urskólana.“ Brjóstvitið blífur Ólína hefur verið skólameist- ari Menntaskólans á Ísafirði í tvö og hálft ár, en menntamálaráð- herra ræður í stöðuna til fimm ára í senn. Ólína segist ekki hafa hugsað lengra en til fimm ára þeg- ar hún sótti um starfið. „Ég mun meta það þegar nær dregur þeim tímamótum hvort ég sækist eftir framhaldsráðningu. Það mun ráð- ast af ýmsu, ekki síst persónu- högum, hvort svo verður.“ Hún segist hafa vitað að hverju hún Fædd 8. september 1958 Ólína kom í heiminn í Reykjavík og er dóttir Magdalenu Ólafsdóttur Thorodd- sen, fyrrverandi blaðamanns, og Þor- varðs Kjerúlfs Þorsteinssonar, sem var sýslumaður. Nám Doktorspróf í íslenskum bókmenntum og þjóðfræðum frá Háskóla Íslands. Stúdentsprófið tók hún frá Mennta- skólanum á Ísafirði árið 1979. Starfsferill 1984–1990 starfaði Ólína sem blaða- maður, dagskrárgerðarmaður og síðan fréttamaður hjá RÚV, lengst af á frétta- stofu Sjónvarpsins. Hún varð áberandi í íslenskum stjórnmálum árið 1990, þeg- ar hún varð borgarfulltrúi og borgar- ráðsmaður fyrir Nýjan vettvang, nýtt borgarmálaframboð, sem varð kveikjan að stofnun Reykjavíkurlistans síðar. Tímamót Ólína var stundarkennari í þjóðfræðum um níu ára skeið og um tíma var hún forstöðumaður þjóðháttadeildar Þjóð- minjasafns Íslands, en árið 2001 urðu þau tímamót í hennar lífi að hún var ráðin skólameistari Menntaskólans á Ísafirði. Fjölskylduhagir Hún á fimm börn og er gift Sigurði Péturssyni sagnfræðingi. Annað Ólína er annálaður hagyrðingur og var á sínum tíma varaformaður Kvæða- mannafélagsins Iðunnar. FRÉTTAKONAN Árið 1988 var Ólína fréttakona á RÚV og leit þá svona út á skjánum. Ólína í hnotskurn Ólína Þorvarðardóttir skólameistari var um skeið áberandi í stjórnmálum og fjölmiðlum. Nú hefur hún lagt fram tillögur um uppbyggingu háskólanáms á landsbyggðinni. Í viðtali við Fréttablaðið talar hún um skólamál, pólitíkina, forsetann og framtíðina. Ljónið stekkur fram af og til ÓLÍNA ÞORVARÐARDÓTTIR „Ég hef reyndar þannig lyndiseinkunn að ég þarf sitt lítið af hvoru, athygli og einveru. Stjörnuspekingarnir segja mér að það sé vegna þess að ég er fædd í meyjarmerki en er rísandi ljón. Meyjan í mér krefst einveru og næðis, en ljónið í mér stekkur alltaf fram af og til og krefst athyglinnar. Þetta gerist svona þrisvar á ári.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Auðvitað eru skól- arnir á landsbyggð- inni misgóðir en það eru þeir líka fyrir sunnan. Með tilkomu samræmdra stúd- entsprófa fáum við sameig- inlegan mælikvarða á þetta atriði, og þá mun þetta ann- aðhvort sannast eða afsann- ast. Einmitt þess vegna er ég fylgjandi samræmdum stúd- entsprófum. ,,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.