Fréttablaðið - 21.03.2004, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 21.03.2004, Blaðsíða 47
47SUNNUDAGUR 21. mars 2004 KAPPAKSTUR Michael Schumacher, ökuþór Ferrari í Formúlu 1, varð fyrstur í tíma- töku í gær fyrir kappaksturinn í Malasíu sem hófst snemma í morgun. Schumacher gerði sér lítið fyrir og setti brautarmet á Sepang-brautinni með því að aka Ferrai bíl sínum á einni mín- útu og 33 sekúndum. Mark Webber, ökuþór Jagúar, varð í öðru sæti 0,6 sekúndum á eftir Þjóðverjanum. Brasilíumaður- inn Rubens Barrichello, sam- herji Michael Schumacher hjá Ferrari, varð í þriðja sæti. „Það gekk allt upp. Þetta var ótrúlegur hringur, ég get ekki sagt annað,“ sagði Schumacher hæstánægður eftir tímatökuna. Hann hefur nú unnið báðar tímatökurnar á keppnistímabil- inu, auk þess sem hann vann fyrsta kappaksturinn í Ástralíu fyrir hálfum mánuði. Virðist kappinn stefna hrað- byri að sjöunda heimsmeist- aratitli sínum á ferlinum. ■ Ruud van Nistelrooy: Mikilvægur fyrir Holland FÓTBOLTI Ruud van Nistelrooy, fram- herji Manchester United, segir að hollenska landsliðið eigi að byggja upp spil sitt í kringum hann á EM í Portúgal í sumar. Nistelrooy segir að þegar Holland vann Skotland 6-0 í leik um sæti í EM hafi mikilvægi hans kom- ið berlega í ljós. „Ég sprakk út í leiknum bæði tilfinningalega og tæknilega,“ sagði hann. „Ég bað um að taka ábyrgð í leiknum, fékk hana, spilaði vel, skoraði og við komumst áfram. Ég held að liðið eigi að vera byggt upp í kringum mína hæfi- leika. Þannig var það gegn Skotum og þið sáuð úrslitin.“ ■ Á FULLRI FERÐ Heimsmeistarinn Michael Schumacher vann tímatökuna í gær og setti brautarmet. Schumacher fyrstur í tímatökunni: Setti brautarmet Ísland mætir Mexíkó: Jafntefli nægir FÖGNUÐUR Íslenska landsliðið í íshokkí fagnar marki. ÍSHOKKÍ Íslandi nægir jafntefli gegn Mexíkó á HM 3. deildar í íshokkí í kvöld til að tryggja sér sæti í annarri deild. Ísland hefur unnið alla þrjá leiki sína á mótinu til þessa og er í efsta sæti með sex stig. Ísland vann Írland 7-1 í fyrra- kvöld. Jónas Magnússon og Clark McCormick skoruðu tvö mörk hvor og þeir Ingvar Jónsson, Sigurður Sigurðsson og Ágúst Ásgrímsson skoruðu eitt hver. ■ FÓTBOLTI Topplið Arsenal vann Bolton 2-1 á Highbury. Robert Pires kom heimamönnum yfir á 16. mínútu og Dennis Bergkamp bætti öðru við tíu mínútum síðar. Ivan Campo minnkaði muninn fyrir Bolton rétt fyrir leikslok en lengra komust þeir ekki. Með sigrinum jafnaði Arsenal met Leeds og Liverpool sem léku á sín- um tíma 29 deildarleiki í röð á sömu leiktíð án taps. Manchester United getur komið í veg fyrir að Arsenal bæti metið því liðin mæt- ast um næstu helgi á Highbury. Eiður Smári Guðjohnsen skor- aði glæsilegt mark fyrir Chelsea sem vann Fulham 2-1. Eiður, sem var í byrjunarliðinu, skoraði markið strax á sjöundu mínútu með bogaskoti upp í vinkilinn. Þetta var tólfta mark hans á leik- tíðinni. Mark Pembridge jafnaði metin fyrir Fulham á 18. mínútu en Damien Duff skoraði sigur- mark Chelsea eftir hálftíma leik. Manchester United burstaði Tottenham 3-0. Ryan Giggs kom United yfir á 30. mínútu og rétt fyrir leikslok bættu Ronaldo og David Bellion tveimur mörkum við. Þetta var fyrsti sigur United í síðustu fimm deildarleikjum. Finninn Sami Hyypia skoraði sigurmark Liverpool gegn Wolves á lokamínútum leiksins. Liverpool komst í fjórða sæti deildarinnar með sigrinum. Mörk frá Garry Flitcroft og Jon Stead í fyrri hálfleik tryggðu Blackburn góðan útisigur gegn Aston Villa. Leicester og Everton gerðu 1-1. Wayne Rooney kom Ev- erton yfir á 75. mínútu en Marcus Bent jafnaði fyrir Leicester skömmu fyrir leikslok. Átta mörk voru skoruð á Riverside-vellinum þegar Midd- lesbrough vann Birmingham 5-3. Maccarone skoraði tvö mörk fyrir heimamenn og þeir Mendieta, Southgate og Nemeth hin þrjú. Mikael Forssell skoraði tvö fyrir Birmingham og Morrison eitt. Loks vann Newcastle Charlton 3-1. Alan Shearer skoraði tvö mörk fyrir heimamenn og Jermaine Jenas eitt. Claus Jensen skoraði mark Charlton. ■ ÚRSLIT: Arsenal-Bolton 2-1 Aston Villa-Blackburn 0-2 Chelsea-Fulham 2-1 Leicester-Everton 1-1 Liverpool-Wolves 1-0 Man. Utd-Tottenham 3-0 Middlesbr.-Birmingh. 5-3 Newcastle-Charlton 3-1 STAÐAN Í ÚRVALSDEILDINNI Arsenal 29 23 7 0 73 Chelsea 29 20 4 5 64 Man. Utd 29 19 4 6 61 Liverpool 29 12 9 8 45 Newcastle 29 11 12 6 45 Charlton 29 12 7 10 43 Birmingham 29 11 9 9 42 Aston Villa 29 11 7 11 40 Fulham 29 11 6 12 39 Middlesbr. 29 10 7 12 37 Tottenham 29 11 4 14 36 Southampton 28 9 9 10 36 Bolton 29 8 10 11 34 Everton 29 8 9 12 33 Blackburn 29 8 7 14 31 Man. City 28 7 9 12 30 Leicester 29 5 12 12 27 Portsmouth 28 6 6 16 24 Wolves 29 5 9 15 24 Leeds 28 5 7 16 22 Í DAG: Portsmouth-Southampton Arsenal jafnaði metið Arsenal heldur níu stiga forystu í ensku úrvals- deildinni eftir leiki gærdagsins. Eiður Smári Guðjohnsen skoraði glæsilegt mark fyrir Chelsea. MARK Í UPPSIGLINGU Eiður Smári Guðjohnsen í þann mund að skora glæsilegt mark sitt gegn Fulham.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.