Fréttablaðið - 21.03.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 21.03.2004, Blaðsíða 6
6 21. mars 2004 SUNNUDAGUR ■ Evrópa ■ Evrópa Veistusvarið? 1Hver er nýr stjórnarformaður Burðar-áss hf.? 2Hvort nýtur VG eða Framsóknar-flokkurinn meira fylgis samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins á föstudag- inn? 3Hvar á nýtt íslenskt fangelsi að rísafyrir árslok 2005? Svörin eru á bls. 54 Voðaskotið á Selfossi: Sótti vopnið sérstaklega til Hveragerðis LÖGREGLUMÁL Tveir ökumenn sem kannast við að hafa gefið ungum dreng far á milli Selfoss og Hveragerðis mánudaginn 15. mars hafa gefið sig fram við lög- regluna í Árnessýslu. Lýsingin á drengnum svarar til þess drengs sem talið er að hafi verið með Ás- geiri Jónsteinssyni þegar hann lést af völdum voðaskots á mánu- dagskvöld. „Formleg skýrsla á eftir að koma,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Sel- fossi. „En ég ef enga ástæðu til að efast um hvað þau hafa sagt.“ Ástæða þykir að ætla að dreng- urinn hafi gert sér sérstaka ferð til Selfoss til að sækja byssuna. Karlmaður kveðst hafa tekið drenginn upp í bifreið sína við Biskupstungnabraut, skammt vestan við Selfoss, upp úr hádeg- inu og hann hafi farið út í Hvera- gerði. Konan sem hefur gefið sig fram segist hafa tekið drenginn upp við Hveragerði og ekið hon- um til Selfoss um miðjan dag. Rannsókn heldur áfram og reikn- að er með að eigandi skotvopnsins verði yfirheyrður á mánudag eða þriðjudag þegar hann kemur til landsins. Ólafur segist þakklátur því fólki sem gaf sig fram og að- stoð fjölmiðla. Eftir ákall Ólafs um að fólk skili inn óskráðum vopnum hefur eitt vopn skilað sér til lögreglunn- ar í Árnessýslu. „Það eru fleiri búnir að hringja en þessu vopni var skilað á föstu- dag. Þetta er gömul haglabyssa sem kemur úr dánarbúi.“ ■ STÓRIÐJA Ef tekin verður ákvörðun um breytingar á starfsemi járn- blendiverksmiðju Elkem á Grund- artanga munu þrjátíu til fimmtíu störf skapast strax frá og með haustinu 2005. Hugmyndir standa til að breyta rekstrinum á þann veg að í stað þess að framleiða venjulegt kísiljárn verði magnesí- um og öðrum efnum blandað í vör- una í fljótandi formi og hún seld á sérhæfðari markaði en nú er. Að sögn Sigtryggs Bragasonar, verkfræðings hjá Járnblendifé- laginu, ríkir hörð samkeppni í framleiðslu á venjulegu kísiljárni sérstaklega frá fyrrverandi Sovétlýðveldum og Kína þar sem launakostnaður sé miklum mun lægri en hér á landi. „Það er annar markaður fyrir afbrigði af kísiljárni sem eru málmsteypur. Sá markaður er um hundrað og áttatíu þúsund tonn á ári og Elkem er með um þriðjung af þeim markaði,“ segir hann. Verði verksmiðjunni breytt á þennan veg verður framleitt magnesíum-kísiljárn en mis- mundandi samsetningar á við- bótarefnum í járnið og ólíkir stærðarflokkar gera það að verk- um að verksmiðjan mun sinna mun sérhæfðari framleiðslu heldur en nú er. „Þetta er ekki selt í skips- förmum heldur er þetta malað í ótal stærðarflokka og það eru ýmis önnur efni sett í í smá- skömmtum til að ná fram ákveðnum eiginleikum,“ segir Sigtryggur. Hann segir að fyrstu fundir um áætlaðar breytingar hafi verið haldnir um miðjan febrúar og að líkur séu á að endanlegar ákvarð- anir verði teknar á allra næstu mánuðum. Liggi endanleg ákvörð- un fyrir í sumar má gera ráð fyr- ir að framkvæmdir við breytingar hefjist strax í haust og að fram- leiðsla geti hafist á magnesíum- kísiljárni haustið 2005. Kostnaður við breytingu á verksmiðjunni liggur ekki fyrir en að sögn Sigtryggs er um verulega fjárfestingu að ræða þótt hún sé ekki af sömu stærðargráðu og sú sem farið var út í þegar þriðja brennsluofni var bætt við verk- smiðjuna árið 1999. Sú fjárfesting nam á fjórða milljarð króna. thkjart@frettabladid.is Snjóleysi á Ísafirði: Landsmótið til Siglufjarðar KEPPNI „Það er búið að ákveða að Landsmótið verði á Siglufirði en ekki á Ísafirði eins og til stóð,“ sagði Kristín Eggertsdóttir, rit- ari stjórnar Skíðasambands Ís- lands. Lítill sem enginn snjór er á Ísafirði en nægur snjór er á Siglufirði. Landsmótið verður um næstu helgi eins og til stóð. Keppni í skíðagöngu verður væntanlega í nágrenni Ísafjarð- ar enda gilda önnur lögmál um gönguskíði þar sem keppendur í þeirri grein þurfa ekki lyftur við keppnina. ■ MEÐ AFLANN UM BORÐ Íslendingar og Norðmenn mega aðeins veiða hval í vísindaskyni. Norðmenn: Veiða fleiri hvali og seli OSLÓ, AP Norðmenn eiga að auka sókn sína í hval og sel að því er fram kemur í skýrslu norska sjáv- arútvegsráðherrans, Halvard P. Johansen, til þingsins. Þar segir að stjórnvöld muni þrýsta á Al- þjóðahvalveiðiráðið um að leyfa hvalveiðar í atvinnuskyni. Norskir hvalveiðimenn veiddu 647 hvali á síðasta ári og mega veiða 670 hvali í ár. Það er talsvert minna en þeir 1.800 hvalir sem Norðmenn veiddu á sjötta og sjö- unda áratug síðustu aldar. Norska stjórnin heimilaði veiði 35.000 sela á síðasta ári og sá kvóti verð- ur aukinn að sögn sjávarútvegs- ráðherrans. ■ AFTUR TIL SPÁNAR Pedro Solbes, sem fer með efnahags- og pen- ingamál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, verður fjár- málaráðherra í næstu stjórn Spánar. Solbes snýr því aftur í starfið sem hann gegndi á árun- um 1993 til 1996. FJÓRIR Í HALDI Belgar halda fjór- um mönnum sem taldir eru eiga aðild að hryðjuverkaárásinni í Casablanca í Marokkó á síðasta ári. Þá létust 45 manns, þar af tólf tilræðismenn. Belgísk yfir- völd telja hryðjuverkasamtök hafa komið sér upp aðstöðu í landinu. MÓTMÆLT VIÐ ÞINGHÚSIÐ Þús- undir Albana fylktu liði við þing- húsið í Tírana, höfuðborg Al- baníu, til að leggja áherslu á kröfur sínar um að ríkis- stjórnin segði af sér vegna ásakana um spillingu. Rúmlega 5.000 manns tóku þátt, heldur færri en þau 20.000 sem mótmæltu fyrir mánuði. GEFIN SAMAN Kuldinn sagði til sín þegar Jane og Miles voru gefin saman í sex stiga frosti. Vinsæl kirkja: Gefin saman í klakakirkju SVÍÞJÓÐ, AP Það andaði köldu milli bresku brúðhjónanna sem voru gefin saman í kirkjunni í Jukkasjarvi í Norður-Svíþjóð á dögunum og kannski ekki skrýtið. Kirkjan er gerð úr klaka og sex stiga frost í henni þegar Jane Blake og Miles Wakefield voru gefin saman. Kirkjan, og hótel sem einnig er byggt úr ís, hefur notið vaxandi vinsælda síðustu árin og er svo komið að um 150 pör eru gefin saman í henni á hverjum vetri. Upphaflega var kirkjan aðeins lít- il kapella en hún hefur stækkað eftir því sem hún hefur verið byggð oftar, en hún bráðnar að sjálfsögðu á sumrin. ■ – kominn tími til Hitti Önnu Lindh skömmu fyrir morðið ÓLAFUR HELGI KJARTANSSON Eitt óskráð skotvopn hefur komið fram eftir ákall Ólafs. Allt að fimmtíu ný störf á Grundartanga Samkeppni við láglaunasvæði er erfið en aukin verðmætasköpun felst í meiri vinnslu á hráefninu. Hugsanlega hefjast framkvæmdir í haust. STÓRIÐJA OG SAMFÉLAG Fjölmenni var á ráðstefnu um stóriðjumál á Akranesi á föstudag. Þar var meðal annars rætt um hugsanlegar breytingar á rekstri Járn- blendisins við Grundartanga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.