Fréttablaðið - 21.03.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 21.03.2004, Blaðsíða 30
Íslenskar sjónvarpsstöðvarverja rúmum 1.300 milljónum á ári hverju í kaup á íslensku dag- skrárefni. Efnið er af ýmsum toga; spurningaleikir, spjall- eða viðtalsþættir, heimildarþættir, íþróttir og frétta- tengdir þættir. Leikið íslenskt efni í sjón- varpi hefur hins vegar verið af skornum skammti síðustu ár ef undanskildir eru gam- anþættir á borð við Spaugstofuna og Svínasúpuna. Óhætt er að segja að mikil gróska hafi verið í kvikmyndagerð á Íslandi, hvort sem um er að ræða myndir eða þætti. Íslenskir listamenn eru hins vegar ósáttir við hve litlu fé er varið til framleiðslu á leiknu sjónvarpsefni og telja mikla þörf á að efla sjóði sem styrki slíkan iðnað. Þarf að forgangsraða Ríkissjónvarpið er sú sjón- varpsstöð sem ver hvað mestu fé í kaup og framleiðslu á dagskrár- efni. Dagskrárkostnaður Sjón- varpsins nam 1.300 milljónum króna á síðasta ári. Af því runnu 78% eða 1.013 milljónir í kaup eða framleiðslu á innlendu efni en 287 milljónir í kaup á erlendu efni. Innlent efni er meðal annars frétt- ir, fréttaþættir, íþróttir sem og innlendir þættir og bíómyndir. Í tölunum er miðað við efnisöflun, efnisframleiðslu og útsendingu dagskrár Sjónvarps að meðtöld- um tæknikostnaði. Meðal innlendra þátta sem sýndir hafa verið í Sjónvarpinu má nefna At, Spaugstofuna, Kast- ljósið, Mósaík, Handboltakvöld, Helgarsportið og Stund- ina okkar. Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sjón- varpsins, segir mikinn vilja fyrir því hjá stofn- uninni að gera miklu meira af mörgu, þar á meðal leiknu íslensku efni. „Við vildum gjarn- an gera meira af frétta- skýringaþáttum, menn- ingar- og listaþáttum, leiknu efni og því sem við höfum flokkað undir málefni sem snúa að neytendum,“ segir Bjarni. „Á listanum hjá okkur er mjög margt sem við vildum gera. Við viljum ekki síður endurspegla það samfélag sem við búum í, sem gerist til dæmis í gegnum leikrit, heimildarmyndir og því um líkt, en það þarf að forgangsraða.“ Spaugstofan er ágætt dæmi um leikið efni sem endurspeglar að einhverju leyti íslenskt samfélag. Bjarni segir samt vissulega vanta fleiri leikna íslenska sjónvarps- þætti eða -leikrit. Aðspurður hvort aukið framlag úr kvikmyndasjóðum myndi hafa áhrif á og auðvelda íslenska þátta- gerð sagði Bjarni: „Það eru allar líkur á að slíkur sjóður myndi auka framleiðslu á íslensku efni. Nordisk film og tv found hefur til að mynda styrkt ís- lenska kvikmyndagerð og á tíma- 30 21. mars 2004 SUNNUDAGUR Íslensk framleiðsla þjóðþrifamál Bandalag íslenskra lista-manna hefur beitt sér fyrir aukinni framleiðslu á íslensku leiknu sjónvarpsefni undanfarin ár. Félagið hélt meðal annars fund með stjórnmálaflokkunum í vor og hefur átt fundi með menntamálaráðherrum síðustu ára. „Listamenn líta á þetta sem þjóðþrifamál í menningarlegu tilliti, að við ölumst upp við að horfa á, virða og fylgjast með ís- lenskum raunveruleika í sjón- varpi en ekki bara amerískum eða breskum,“ segir Björn Brynjúlfur. Hann segir að aukin fram- leiðsla á leiknu sjónvarpsefni snerti margar listgreinar, svo sem rithöfunda, leikara, tónlist- armenn og svo framvegis. „Þannig að ef þetta kæmist á hér af einhverjum krafti yrði það veruleg innspýting í allar list- greinar á Íslandi og yrði mikil lyftistöng. Kannski yrði það sumarið sem beðið hefur verið eftir í íslenskri kvikmyndagerð í 25 ár,“ segir Björn sem er sann- færður um að íslenskir þættir myndu fá mikið áhorf. „Í löndun- um í kringum okkur er leikið sjónvarpsefni frá viðkomandi landi það sem mest er horft á.“ ■ Sjónvarpsstöðvarnar á Íslandi verja mismiklu fé í íslenska dagskrárgerð. Lítið fer þó fyrir leiknu íslensku dagskrárefni að grínþáttum und- anskildum. Listamenn vilja framleiða meira. Sjónvarpsstöðvarnar telja það of dýrt efni. En hvað er miklu varið í raun og veru og hvað fá sjónvarpsáhorfendur fyrir sinn snúð? 1.300 milljónum varið í íslenskt dagskrárefni BJÖRN BRYNJÚLFUR BJÖRNSSON Hann segist sannfærður um að íslensk dagskrár- gerð gæti orðið góð útflutningsvara. DRAMATÍSKT SJÓNVARP Sjónvarpsmyndin Marias, sem gerð var á árum áður, var einn liður í brösóttum til- raunum Íslendinga til að búa til dramatískt sjónvarpsefni. Íslendingar hafa ekki riðið feitum hesti frá þeirri viðleitni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.