Fréttablaðið - 21.03.2004, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 21.03.2004, Blaðsíða 55
Tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson,oft nefndur „góði“, er allur að hressast eftir fjölmiðlaupphlaupið sem varð í kjölfar ómaklegrar árásar söngkonunnar Leoncie á persónu Jóns í beinni útsendingu í Ísland í bítið á dögunum. Jón tók þá skynsamlegu afstöðu að tjá sig ekki um ásakanir söngkonunnar í fjölmiðlum en gerði þó grein fyrir andlegri heilsu sinni í símskeyta- stíl á vefsíðu sinni jon.is. Hann byrjaði á því að upplýsa það að hann hefði fengið heiftarlegan hiksta að morgni hins örlagaríka dags en nú er málið sem sagt dautt: „Þessi vika er búin að vera yndisleg. Sól og sjúkheit. Búinn að semja fullt af lögum sem mér finnast bara þokkaleg. Síðasta vika var hörmung. Í kjölfar hikst- ans ógurlega sem ég fékk einn morguninn fannst mér einkenni- lega erfitt að fara út úr húsi. Fannst eins og allir horfðu á mig sem dæmdan sakamann. Ein- kennilegt þegar maður hefur ekk- ert til saka unnið. En nú líður mér skár, mun skár,“ segir Jón sem er alltaf hress. Hægrikratavefurinn Kreml.ishefur verið í loftinu um árabil og þar hafa Evrópusinnar og Sam- fylkingarboltar látið móðan mása og reynt að veita vaðmálskomma- vefnum Múrinn.is viðnám. Vefur- inn var á sínum tíma stofnaður af jöxlum á borð við Stefán Hrafn Hagalín, Eirík Bergmann Einars- son og Hrein Hreinsson. Sjálfur Jón Baldvin Hannibalsson opnaði vefinn og er alla jafna talinn guð- faðir hans. Það var kraftur í Kreml á meðan netbólan var að tútna út en smám saman hefur verið að dofna yfir öllu saman, Stefán Hrafn gekk úr skaftinu eftir að flokksforystu Samfylkingarinnar fór að mislíka skrif hans og nú er vefurinn dauður. En þeir sem leita nú að skrifum Stefáns Snævarr, Ingólfs Margeirssonar og fleiri penna finna ekkert nema þessa einu setningu á slóðinni Kreml.is. „Hvað er í gangi?“ Er von að menn spyrji? SUNNUDAGUR 21. mars 2004 550 5000 Við erum ekkert feimin við aðgera grín að þeim sem eiga land og þjóð í dag,“ segir Guðmundur Rúnar Kristjánsson, sem leikstýrir söngleiknum We Will Rock You með lögum hljómsveitarinnar Queen, sem nemendur Fjölbrautarskólans í Breiðholti sýna í Austurbæ þessa dagana. Guðmundur hefur sjálfur þýtt og staðfært söngleikinn, sem ger- ist í framtíðinni þegar eitt risafyr- irtæki hefur keypt flutningsrétt á allri tónlist. „Þetta eina fyrirtæki býr bara til tölvutakta og þeir eru allir eins. Gömlu lögin eru öll bönnuð og það er enginn að búa til neitt sérstakt. Það er þessi svokallaði Gagaheimur.“ Aðalhlutverkið er í höndum Arn- ars Gauta, sem leikur ungan mann sem dreymir tóna og texta. Hann dreymir öll gömlu lögin sem eru bönnuð og verður sannfærður um að við getum fundið rokkið aftur. Þetta snýst í raun og veru um leitina að rokkinu.“ Með önnur helstu hlutverkin fara Emilía og Gerður Yrja, ásamt tveimur Idol-stjörnum, þeim Ölmu Rut og Arnari Dór. „Arnar Dór er sá sem var rekinn úr Idol, og við gerum mikið grín að því. Í einu atriðinu er hann drepinn af Siggu Beinteins.“ ■ Söngleikur NEMENDUR FB ■ sýna We Will Rock You sem byggir á lögum eftir Queen Drepinn af Siggu Beinteins Fréttiraf fólki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.