Fréttablaðið - 21.03.2004, Page 19

Fréttablaðið - 21.03.2004, Page 19
SUNNUDAGUR 21. mars 2004 Hver? Ég er að verða tví- tugur, námsmaður í Borgarholtsskóla. Ég er frekar skemmtilegur maður og alltaf í góðu stuði en get stundum verið svolítið kærulaus. Í skólanum er ég á náttúrufræðibraut en útskrifast einnig af félagsfræðibraut. Hvar? Heima hjá mér að horfa á fréttir og er enn að njóta sigursins frá í gær. Eftir helgi þarf maður að koma sér niður á jörðina áður en við keppum í úrslitum. Hvaðan? Ég er ættaður úr Framarahverfinu þar sem ég er fæddur og bjó mín fyrstu ár í Álftamýrinni. Nú tel ég mig vera hard- core Grafarvogsbúa og smá frá Bol- ungavík. Hvað? Mér finnst ótrúlega fínt að vera alltaf að hanga með vinum mínum og kærust- unni minni. Annars er Gettu betur tíma- frekt áhugamál. Hvernig? Stanslausar æfingar og lesa heima. Við höfum verið að æfa okkur frá því í haust. Hvers vegna? Þetta er svo rosalega skemmtilegt og gefur manni sjálfum og skólanum ótrú- lega mikið ef það gengur vel. Sjálfur er ég svo mikill keppnismaður sem gerir þetta bara skemmtilegra. Hvenær? Úrslitin eru 2. apríl klukkan 8 í Smára- lindinni. Að sjálfsögðu ætlum við ekki að hætta núna heldur fara alla leið og klára þetta. ■ Persónan STEINÞÓR HELGI ARNSTEINSSON Var í liði Borgar- holtsskóla sem sló MR út í Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O G V 2 40 xx 03 /2 00 4 Samsung X600 Myndavélasími Zoom, snúningur og ljós Stærð myndar 640 x 480 punktar Litaskjár 65.000 litir Minni 9 MB Verð 19.900 kr. Verslanir Og Vodafone: Kringlunni, Smáralind, Síðumúla 28, Skífunni Laugavegi 26, Hafnarstræti Akureyri og umboðsmenn. Þjónustuver sími 1414, www.ogvodafone.is Frítt að senda Myndskilaboð til 1. sept. 2004. Símann er eingöngu hægt að nota með símkorti frá Og Vodafone. Risapáskaegg fylgir! M yndskilab oð Frí tt að senda GARY OLDMAN Þessi magnaði leikari sem mun bráðum láta sjá sig í þriðju Harry Potter myndinni og síðan fimmtu Batman-myndinni er 46 ára í dag. 16. mars

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.